Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. sept. 1962 MORGVTiBLAÐID 13 Þar fermdist séra Friörik Nýja kirkjan, sem risin er á Höskuldsstöðum. (Ljósm.: Þórður Jónsson, Skagaströnd) SÍÐASTA sunnudaginn í ág- úst si., var kirkjan á Höskulds stöðum í Vindhælishreppi, A- Hún., afhelguð. Athöfnina framkvæmdi sóknarpresturinn séra Pétur Ii.gjaldsson að við stöddu fjölmenni. Ný kirkja hefur verið reist á Höskulds- stöðum, en ekki er lokið við að ganga frá henni að innan Ýmislegt úr gömlu kirkjunni verður flutt yfir í hana og notað áfrant. t.d. kirkju’i'l - irnir. Gert er ráð fyrir að nýja kirkjan verði vígð síðar í haust. Gamla Höskuldsstaðakirkj- an var byggð 1876 og kostaði miðað við kúgildi þá 5829 kr. en það samsvarar 700 þús. kr nú. Yfirsmiður við byggingu hennar var Friðrik Pétursson, faðir séra Friðriks Friðriks- sonar. Og séra Friðrik var fermdur í Höskuldsstaða- kirkju 1881, 74 árum síðar kom séra Friðrik að Höskulds stöðum og messaði í kirkj- unni. Þegar gamla Höskuldsstaða kirkjan var tekin í notkun var séra Eggert Briem prestur þar og gegndi embætti til 1890, þá var séra Jón Pálsson prest ur á Höskuldsstöðum til 1931, Séra Helgi Konráðsson tók við af honum og gegndi embætt- inu til 1935. Séra Björn O. Björnsson gegndi því til 1941 og síðan hefur séra Pétur Ingjaldsson verið prestur á Höskuldsstöðum. Séra Friðrik Friðriksson og séra Pétur Ingjaldsson, sóknar- prestur á Höskuldsstöðum, fyrir utan gömlu kirkjuna. Sæmundur Bjarnason skrifar Vettvanginn í dag — Um „níðherferð gegn Hveragerði og Hvergerðingum“. — Brú við Óseyrartanga hæpið fyrirtæki. — Grein sína nefnir höfundur: Gísla Sigurbjörnssyni svarað. ÞRÁTT fyrir hörmulega út- reið í bæjarstjórnarkosningun- um síðasfcliðið vor virðist Gísli Sigurbjörnsson forstjóri ekki vera af baiki dottinn og held- ur hann nú áfram níðherferð sinni gegn Hveragerði og Hver- gerðingum. Ég kalla það níðherferð, vegna þess að það líður varla svo mán uður, að Gísli kalli ekki saman blaðamenn, til þess að sýna þeim einhvern „heimsfrægan" þýzkan vísindamann og notar hann þá alltaf tækifærið, til þess að út- mála það fyrir blaðamiönnunum, hve mikið draslið og sóðaskap- urinn sé í Hveragerði, en allt sé stórkosfclega fínt og framúrskar- andi þrifalegt og glæsilegt á Elli- heimilinu. Og eru þá oft birtar myndir til þess að draga fram andstæðurnar, en það þarf auð- vitað varla að taka það fram. að þessar andstæður eru myndað ar með því að taka mynd af því allra versta, sem finnanlegt er í Hveragerði annarsvegar, en hinsvegar því allra bezta, sem finnanlegt er á Elliheimilinu. Það væri auðvitað hægt að beita þessari aðferð öfugt og myndi árangurinn sízt verða verri. Að vísu lýtir það heildarsvip þorpsins nokkuð, að í miðju þorpinu er stórt svæði alsefct hverum, en kannske væri það einmitt verðugt verkefni fyrir Gísla að gera það svæði að skrúð garði. Síðasta afreksverk Gísla í samibandi við níðið um Hvera- gerði er grein nokkur í Vikunni 30. ágúst síðastliðinn. „Þar blasir Hveragerði við í allri sinni dýrð; smáhús úr kassafjölum og trétexi, holóttar götur, girðingarhrófatildur, gróð urhús og hveragufur. Það er eins og öllu hafi verið tjaldað til einnar nætur og bíði allsherjar hreingerningar dugandi handa.“ Þetta er kveðjan, sem Hver- gerðingar fá. Meira að segja feitletraða á áberandi stað. En hvort þetta eru orð Gísla eða hvort greinarhöfundur hefur sett sig svona vel inn í hugsanagang hans, er ekki gott að sjá. Vitan- lega eru slíkar firrur sem þetta alls ekki svaraverðar, enda mun ég ekki hirða um að svara þessu, en það eru ýmis önnur atriði í greininni, sem mig langar til að gera nokkrar athugasemdir við. Gísli hefur haldið mjög á lofti „heimsfrægð" ýmissa þýzkra vísindamanna. sem hann hefur fengið hingað til landsins og fer nefnd grein í Vikunni ekki varhluta af þeim áróðri. En á- stæða er til að ætla, að heims- frægð margra þeirra sé ekki eins mikil og af er látið. „Það er víst nóg draslið hér í kringum okkur á þessurn stað, þótt við reynum að láta húsa- kynnin líta út eins • og hjá sið- menntuðu fólki“, segir Gísli á einum stað í greininni. Augljóst er , að samkvæmt skoðunum Gísla eru Hvergerðingar ekki siðmenntað fólk, en sennilega álftur hann sjálfan sig það og þá væntanlega Þjóðverja einnig. „En það er dálítið ergilegt skal ég segja yður, að benda aðeins á hluti, sem liggja í aug- um uppi og fá svo ekki að fram- kvæma þá. Aðrir fá tækifæri til þess og þar með heiðurinn af öllu saman“, segir Gísli. Já, vissulega er það ergilegt að missa af heiðrinum, en ef ekki er til annars barizt, en að upphefja sjálfan sig, þá er varla von að vel fari. Gísli lætur liggja að því, að honum hafi verið meinað að framkvæma eitthvert mannkær- leiksverk, þegar tilboði hans um 15 milljón marka lán með „mjög hagstæðum vaxtakjörum“ (sem ekki eru tilgreind nánar) var hafnað. En mér er nær að halda, að annað en mannkærleikurinn eintómur, hafi legið til grund- vallar tilboðinu eða skyldi Gísla ekki vera kunnugt um þá venju, að viðsemjendur um lán fái 1 —2% af upphæðinni í sinn hluta. Ekki liggur ljóst fyrir við hverja Gísli á, þegar hann tal- ar um „andstyggðar skarfa“, en gaman væri að fá nánari skýr- ingar á því. □ Hræddur er ég um, að tillaga Gísla um að leggja olíuleiðslur frá Þorlákshöfn upp á Selfoss sé álíka vanhugsuð og tillaga hans um að leggja mjólkur- leiðslur frá Selfossi til Reykja- víkur. Brú yfir ölfusá á óseyrartanga virðist mér einnig vera hæpið fyrirtæki, því slík brú myndi áreiðanlega verða mikið og dýrt mannvirki og koma að sáralitlu gagni. Sennilega er um prentvillu að ræða í greininni, þar sem stend- ur: „Og það er grátlegt að flytja út eina einustu gæru ó- unna“. Því að ef ástandið væri þannig, að aðeins væri flutt út ein gæra óunnin, væri síður en svo ástæða til að barma sér. En setningin verður heldur ekki sannleikanum samkvæm, þótt sett sé „hverja" í staðinn fyrir „eina“, því það eru alls ekki allar gærur fluttar óunnar úr landi. Enn segir Gísli í greininni: „Nú hvað haldið þér, að ég hafi gert. Hvað haldiö þér, að þetta sé hér í Hveragerði. Ef maður biði alltaf eftir leyfum, þá væri ekkert af þessu sem hér er“. Þarna hefur Gísli víst talað af sér, því ekki er hægt að skilja þetta á annan hátt, en að allar hans framkvæmdir í Hveragerði séu gerðar í argasta leyfisleysi. Gísli hefur keypt 12 hús (í Hveragerði), segir í greininni. Jú, mikið rétt, en það sakar ekki að geta þess, að síðasta húsið, sem hann keypti, fyrir offjár auðvitað, reyndist við nánari athugun að hans dómi handónýtt og þurfti að byggja það því sem næst allt upp aftur. Þegar honum var sýnt fram á hve léleg kaup hann hefði gert, svaraði hann, að hann hefði að- eins keypt húsið, til þess að geta útrýmt njólanum á lóðinni. — En ég er viss um, að hann hefði fengið að slíta njólann upp með eigin hendi ef hann hefði farið fram á það. Hinni „sérstöku tegund amer- ískra tómata“ sem getið er um í greininni, hefði Gísli átt að reyna að halda leyndri, því hún hefur vægast sagt reynzt illa, enda varla á öðru von, því eng- inn virðist vita hvað hún heitir eða hvaðan hún er komin. En að áliti sérfróðra manna er þarna um útiræktartegund að ræða, sem engum manni með heilbrigða skynsemi myndi koma til hugar að rækta í gróð- urhúsi. Þegar garðyrkjumenn í Hvera- gerði lásu í Vikunni um tilraunir þær á sviði rósaræktar, sem fram færu á Elliheimilinu, fýsti þá að vonum að vita eitthvað nánar um þessar tilraunir, en þegar farið var að grennslast um þetta kom því miður í ljós. að um engar tilraunir var að ræða. □ Gísli virðist vera búinn að finna upp nýja aðferð við við- hald vega, ef dæma má eftir því sem sagt er í greininni. Aðferð þessi sem kölluð er „að holu- fylla“, er í því fólgin, að keyrt er um með möl í hjólbörum og slett ofan í holurnar með skóflu. Hversvegna hefur vegamálastjóri ekiki verið látinn vita af þessari stórkostlegu tækninýjung, svo loksins megi nú koma þjóðveg- um landsins í sæmilegt lag? Enda þótt Gísli gumi af því að hafa nóga peninga handa á milli virtist einhver skortur vera á þeim? þegar hann var beðinn að standa við loforð sitt um að gefa hálfa milljón króna í kirkju- byggingafsjóð Hveragerðis. Elliheimilið Grund og Elli- heimilið Ás eru bæði rekin eins og einhver einkafyrirtæki Gísla Sigurbjörnssonar og virðist hann ekkert aðhald hafa i þeim efnuim. Og ber það vitni um ófyrirgefan- legan sofandahátt stjórnarvald- anna, að honum skuli leyfast að fara með fjármuni opinberra stofnana að vild sinni. Gísli reynir á allan hátt að kúga starfsmenn Elliheimilisins til undirgefni við sig. Sem dæmi um það má nefna, að einn garð- yrkjumaður, sem vann hjá Elli- heimilinu reisti sér sitf eigið gróðurhús og þegar sú fáiheyrða ósvífni barst til eyrna Gísla, var hann umsvifalaust rekinn, og öðrum garðyrkjumanni boðin staðan með því skilyrði, að hann seldi Gísla íbúðarhús sitt. En all- ir þeir, sem vinna hjá Elliheim- ilinu verða að búa í húsum sem Gísli eða Elliheimilið á og er það eflaust gert í því skyni a3 gera starfsmennina „háðari“ stofnuninni. Nei, meðan Gísli heldur áfram níði sínu um Hveragerði og starfsmenn Elliheimilisins mega varla hnerra upphátt og meðan jarðarber og vínber, sem ræktuð eru fyrir peninga gamla fólksins á Elliheimilinu. eru látin rotna niður, vegna þess að náðugur forstjórinn og fjölskylda hans mega ekki vera að því að koma austur fyrir fjall til þess að éta þau, þá sé óg ekki ástæðu til þess, að honum séu veitt of góð tækifæri, til þess að komast tii áhrifa í þjóðlífinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.