Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 23
23
Fimmtudagur 20. sept. 1962
MORGUHBLAÐIÐ
Byrjað að steypa
Keflavíkurveginn
i
<
!
í GÆR fóru fréttamenn
blaðsins suður að Hafnar-
firði og sáu byrjunarfram
kvæmdir er verið var að
steypa nýja veginn til
Keflavíkur. Þar voru stór
virkar vélar að verki og
mikið um að vera því
marga fýsti að sjá þessar
framkvæmdir.
Við hittum að máli Björg-
vin Ólafsson verkstjóra.
Sagði hann að cetlunin væri
að reyna að steypa 180 m á
dag (10 klst. vinna).
Við verkið eru notaðar þýzk
ar vélar, sem Aðalverktakar
hafa keypt til verksins. Eru
vélar þessar taldar hinar full
komnustu sinnar tegundar
sem völ er á. Suður á Hval-
eyrarholti er fullkomin steypi
stöð, sem reist hefir verið ein
vörðungu til þessa verks. Þar
er efni allt mulið og þlandað
og síðan er steypunni ekið á
stórum flutningabílum að
steypulagningarvélinni á veg-
inui-i. Allar eru vélarnar, sem
notaðar eru við lagningu steyp
unnar á sporbraut og mótor-
ar knýja þær eftir því sem
færa þarf þær til. Steypu-
lagningarvélin jafnar steyp-
una fyrst í mótin, en síðan
kemur önnur vél sem þjappar
hana og sléttar svo hvergi er
misfella á. Síðast kemur svo
vél, sem sprautar plastkvoðu
yfir steypuna til þess að verja
hana gegn vatni og jafnframt
til varnar því að uppgufun
verði of ör, en þýðingarmikið
er að steypan borni hægt svo ’
hún springi síður. Loks eru
breidd segl yfir hinn ný-
steypta kafla til varnar bæði
regni og kulda þar til steypan
er orði.. það þurr að hægt er
að taka burtu mótin.
Steypumótin eru jafn-
fra-it sporbrautir fyrir vélarn
ar og má fara að losa þau
eftir sólarhring.
í mótunum er járnbinding
ur bæði í miðju brautarinnar,
sen. er 7% m á breidd, og
við jaðar hennar. Undir steyp
una er lagður tjörupappi til
varnar því að rakinn hverfi
of fljótt úr steypunni.
1 gær voru verkfræðingar
vegagerðinnar svo og vega
málastjóri að skoða fram-
kvæmdir og létu þeir vel vfir.
— Samveldis*
ráöstefnan
Framhald af bls 1
veldislandanna við Stóra-Bret-
land.
Ráðherrarnir lýstu einnig á-
huga sínum fyrir því, að leggja
sinn skerf til þess, að þróun al-
heimsviðskipta mætti verða
sem mest.
Af öðrum málum, sem ráð-
lierrafundurinn fjallaði um, var
m. a. þessara getið á eftirfar-
andi hátt:
• Umræður um alþjóðamál
fjölluðu einkum um tillögur U
Thants, framkvæmdastjóra SÞ,
til lausnar Kongómálinu. Var
sú von látin í Ijósi, að þær til-
lögur mættu reynast sá grund-
völlur, sem lausn þyggðist á.
• Afvopnunarmálin voru rædd,
og því lýst yfir, að þörfin fyrir
afvopnun færi sívaxandi vegna
aukins vopnabúnaðar í heimin-
um. Kom sá vilji fram, að af-
vopnunarráðstefnan í Genf ætti
að halda áfram að fjalla um það
mál, í þeirri von, að samkomu-
lag um allsherjarafvopnun næð-
ist, og takast mætti að binda
endi á kjarnorkutilraunir.
• Þá voru alþjóðaviðskipti
einnig rædd sérstaklega. Vikið
var að því, hve mörg iðnaðar-
lönd, þróuð og vanþróuð, er
einkum framleiða hráefni, hefðu
átt í erfiðleikum vegna versn-
andi verzlunarkjara. Er um
kennt óstöðugu vöruverði, sem
valdið hefur óstöðugri eftir-
spurn.
Talið var, að þörfum vanþró-
aðra landa yrði bezt mætt með
því að gera hagkvæmari við-
skiptasamninga við þessi ríki og
myndi það sennilega verða betri
lausn en fjárhagsaðstoð myndi
nokkru sinni stuðla að.
Fundur Frjálslynda flokksins
brezka, sem stóð í dag, hefur
lýst því yfir, eftir að yfirlýsing
ráðherranna var gefin út, að
flokkurinn styddi enn, semhing-
að til, aðild Breta að Efnahags-
bandalaginu.
Gsdtskell, formaður Verka-
mannaflokksins, lýsti því yfir,
er hann hafði kynnt sér yfirlýs-
inguna, að Bretar gætu því að-
eins gengið í Efnahagsbandalag-
ið, að íull vissa væri fyrir því,
að hagsmunir samveldisins yrðu
ekki fyrir borð bornir. Það
gæti hins vegar því aðeins orð-
ið, að Efnahagsbandalagið
breytti þéim skilyrðum,
sem nú væru sett fyrir aðild
Breta.
SEINT í gærkvöldi hermdu frétt-
ir, að Maemillan, forsætisráð-
herra myndi á morgun efna til
fundar með ráðherrum sínum og
ræða þar niðurstöður af fundi
forsætisráðherranna.
Þar mun forsætisráðherrann
einnig gera grein fyrir efni ræðu
þeirrar, sem hann mun flytja
brezku þjóðinni í útvarp annað
kvöld.
Bonn, 19. september.
Gerhard Sehröder, utanríkis-
ráðherra V-Þýzkalands, sagði við
fréttamenn f Kiel í kvöld, að af-
staða Þjóðverja til aðildar Breta
andaðist 19. þessa mánaðar.
að Efnahagsbandalaginu væri
enn óbreytt eftir Lundúnafund-
inn. Hann lagði áherzlu á, að
aðild Breta væri mjög þýðingar-
mikið mál, og yrði þegar að hefj-
ast handa um að ræða vandamál
einstakra smáríkja, sem æsktu
þess að gerast aukaaðilar EBE.
Hann sagði lítinn vafa leika á því,
að miðpunktur heimsverzlunar-
innar yrði framvegis í Evrópu.
Þótt Krúsjeff óttaðist nánari
stjórnmálatengsl innan Evrópu,
þá þyrfti ekki að óttast ef Efna-
hagsbandalagið væri nein hern-
aðarsamtök. Það myndi verða til
góðs fyrir alla, einnig löndin
austan járntjalds.
Edward Heath, varautanríkis-
ráðherra Breta mun eiga við-
ræður við Schröder á þriðjudag
í næstu viku, eftir að Heath hef-
ur haft viðkomu í Brussel og
rætt þar við fulltrúa EBE.
.Washington, 19. september.
Það var tiikynnt í Washington
í kvöld, að öldungadeild Banda-
ríkjaþings hefði í dag samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta
frumvarp Kennedys forseta, um
utanríkisverzlun, en frumvarpið
miðar að því að leggja grundvöll
að betri samskiptum Bandaríkj-
anna og Efnahagsbandalagsins og
þeirra, landa sem kunna að ganga
í það.
Maðurinn minn
FRIÐRIK V. ÓLAFSSON
skólastjóri,
Lára Siguvðardóttir,
börn og tengdabörn.
Merkur háskólafyrir
lestur próf. Hurwitz
Fjölmenni i hátiðasal Háskólans i gær
FJÖLMENNI var á fyrirlestri
þeim, er nmboðsmaður danska
þjóðþingsins, prófessor dr. jur.
Stephan Hurwitz, flutti í hátíða-
sal Háskóla íslands síðdegis í gær.
Var það mál áheyrenda, að fyrir-
lesturinn hetði verið hinn merk-
asti.
Eins og áður hefur verið getið
hér í blaðinu, fjallaði fyrirlestur-
inn um umboðsmannaembættin
á Norðurlöndum, þ. e. „Om den
nordiske ombudsmandsinstitu-
tion“. En starf umboðsmanna er
í því fólgið að rannsaka kvartanir
og kærur borgara og annarra
aðila um misfellur í starfi opin-
berra starfsmanna. Gerði próf-
essorinn einkum grein fyrir
þeirri reynziu, sem af embætti
þessu hefur íengizt.
í hinum glögga og fróðlega
fyrirlestri sínum ræddi dr. Hur-
witz m. a. um afstöðu umboðs-
mannanna til hinna ýmsu opin-
beru aðila, sem rannsóknum
þeirra er ætlað að ná til. Varpaði
hann m. a. íram þeirri spurningu,
hvort gera mætti ráð fyrir, að
þingið, sem umboðsmanninn
velur, gæti vikið honum frá störf
um, ef rannsókn beindist að störf
um þess eða fjölmenns hóps þing
manna. Taldi hann slíkt mega
heita óhugsandi í landi þar sem
prentfrelsi rikir og rödd almenn-
ingsálitsins fengi að heyrast.
Sjálfur má umboðsmaðurinn ekki
sitja á þingi og er að sjálfsögðu
ætlast til þess að hann sé með
öllu ópólitískur í embættisfærzlu
sinni. f sambandi við afstöðu um-
boðsmanna til ráðherra drap dr.
Hurwitz m. a. á það, að bæði í
Finnlandi og Danmörku hefðu
rannsóknir beinzt að ráðherrum
og í hinu íyrrnefnda dregið dilk
á eftir sér. Skiptar skoðanir
hefðu verið um það á Norður-
Iöndunum, Iivort verksvið um-
boðsmanns ætti að ná til dóm-
stóla, þ.e.a.s. rneðferðar mála hjá
þeim, formsatriða o. s. frv. Hefði
það einkum mætt harðri and-
stöðu í Noregi og Danmörku, þar
sem störf dómstóla féllu nú utan
við verksvið umboðsmanns.
Nokkur mál, er snertu þjóðkirkj
una dönsku, kvað próf. Hurwitz
hafa hlotið rannsókn. Starfsemi
bæjar og sveitarstjórna kvað
hann í fyrstu hafa verið óháða
afskiptum umboðsmanns, en árið
1960 hefðu þau að nokkru leyti
verið tekin undir verksvið um-
boðsmannsins sænska og sú þró-
un síðan emnig náð til Danmerk-
ur.
Um starf umboðsmanns al-
mennt gat próf. Hurwitz þess
m. a., að honum væri tryggður
mjög víðtækur réttur til að krefj
ast gagna og hverskyns upplýs-
inga. Gætu heimildir naumast
verið víðtækari.
Þá hefði hann á
sínu valdi að
gera opinberlega
grein fyrir ein-
stökum málum
og lýsa skoðun-
um sínum á því
atferli, sem til
rannsóknar hefði
verið tekið. End-
anlegar lyktir málanna væru
aftur a móti ekki nema að mjög
takmörkuðu leyti í höndum um
boðsmannsins.
Dr. Hurwitz kvað um eitt þús-
und kærur og kvartanir berast
til danska umboðsmannsembætt-
isins árlega, en u. þ. b. % þeirra
hefði strax verið vísað frá. Ná-
lægt 300 mál væru hins vegar
tekin til ýtarlegrar meðferðar og
rannsökuð mður í kjölinn. Störf
uðu 5—6 lógfæðingar hjá em-
bættunum og svipaður fjöldi
skrifstofustúikna. Málin væru af
hinum ólíkasta toga spunnin og
ekkert svið opinbers rekstrar f
Danmörku hefði verið með öllu
laust við siíkar rannsóknir,
í lok fyrirlestursins gat próf.
Hurwitz þess, að þetta fyrirkomu
lag hefði vakið mikla athygli
annarra þjóða og bærust að stöð-
ugar fyrirspurnir úr mörgum
heimshlutum. — Ekki kvaðst
próf. Hurwitz geta sagt um, hvort
rétt væri að stofnsetja slíkt em-
bætti hér á landi.
Þess má að lokum geta, að h&-
skólarektor, próf. Ármann Snæ-
varr ávarpaði gestinn og bauð
hann velkominn. Og að fyrir-
Theódór Líndal, forseti lagadeild-
lestrinum loknum mælti próf.
ar, nokkur þakklætisorð. Luku
þeir báðir miklu lofsorði á hina
erlenda gest, sem talinn er einn
allra fremsti fræðimaður Norð-
urlanda á vettvangi laga og rétt-
ar.
— íþróitir
Framh. af bls. 22
samkomulag hafi orðið í nffnd-
inni að fylgja fast éftir 4. lið,
um rekstur happdrættis, hafi
nefndin ekki séð fært eða tíma
bært að taka aðrar hugmyndir
bundið við hcppdrætti til af-
greiðslu, þótt þær væru mi'kið
ræddar. Tillagan um „einkaleyfi
fyrir bingóspili, var einnig
sleppt þar sem ÍBR hefur það
mál á afgreiðslu.
Á fundi 23. jan sl. var einróma
samiþykkt „að leggja til, að ÍSÍ
fari þess á lert við ríikisstjóm og
Alþingi, að íþróttasamtö<kunum
verði með lögum veitt. leyfi fyr
ir hluta- eða vöruhappdrætti með
allt að 40—50 millj. kr. heildar
veltu“.
Nefndin ætlaðist til að stjðrn
ÍSÍ og sambandsfundur sem hald
inn var nokkrum dögum síðar
afgreiddi málið. Sn þar var mál
inu slegið á frest og vísað aftur
til nefndarinnar.
Síðar hafði nefndin spurnir af
þvi að Góðtemplarareglan væri
að sækja um leyfi fyrir hapn-
drætti í svipuðu formi. Enn síð-
ar leitaði Freymóður Jóhannes-
son eftir því, hvort ekki væri
möguleiki á samvinnu um happ
drætti miðað við helmingaskipti.
Hafði þá ríkisstjórnin synjað
þeim að flytja frumvarp um það
mál, en reynt yrði að fá það flutt
af öðrum.
Nefndin samþyfckti einróma að
fresta að taka afstöðu til beiðni
Góðtemplairareglunmar, þar til
sva ráðherra fengist við mála-
leitun nefndarinnar um leyfi fyr
ir happdræ'.ii fyrir íþrótta'hreyf
inguna eina sér.
Nefndin hefur síðar rætt við
ráðherra og í niðurla-gsorðum
skýrslu nefndarinnar segir svo:
Er það trú nefndarinnar, að
mái þetta fái hljómgrunn hjá
núverandi ríkisstjórn, og vænt
um þess fastlega, að sambands-
ráðsfundurinn styðji það ein-
róma og að stjórn ÍSÍ fvlgi því
fast eftir, þar til leyfið hefur
fengizt.
í nefndinni eiga sæti Sfefán
G. Björnsson, Ásbjörn Sigurjóns
son, iragi Kristjánsson, Gunnar
Sigurðsson og Gunnar Vagnsson
og síðar komu í hana Þorsteinn
Einarsson og Gísli Halidórsson.
Volkswagen '55
til sölu í fyrsta flokks ásig-
komulagi. Skipti koma til
greina á 6 manna bíl. Uppl.
í síma 37675.