Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 10
10 MORGl'NBLAÐIB Fimmtudagur 20. sept. 1962 Æ&KAMJD ÖTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA 1 RITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON íólkið. Sagðist hann vona að þessi kvðldstund í Húsadal og ferðin óll mætti verða öllum ánægjuleg og eftirminnileg. I>að væri að sjálfsögðu undir iðleikum háð. Þeir, sem unnu að undirbúningnum, þurftu að sjálfsögðu að stunda sína vinnu og höfðu því aðeins frí- tíma sinn til þess, en fyrirvari Eftir að veðurguðirnir höfðu verið okkur hliðhollir, gefið okkur einn bjartasta dag sumarsins til þess að njóta bessarar fegurðar, voru tjöld Ungir Sjálfstæðismenn í Þdrsmörk HELGINA 26. og 26. ág. efndí Félag ungra sjálfstæðism. í Ár nessýslu til skemmtiferðar í Þórsmörk. Tókst ferð þessi í alla staði mjög vel og var fé- laginu til mikils sóma. „Æsk- an og framtíðin“ hefur því leitað eftir frásögn eins af þátttakendum, Magnúsar L. Sveinssonar — og fer hún hér á eftir: ■K Klukkan tæplega 3 á laug- ardag höfðu um 50 ungir Sjálf stæðismenn og konur úr Árnes sýslu komið saman að Selfossi og voru reiðubúinn að hefja förin. Farið var á tveimur traustum bílum, sem eru sér- staklega gerðir fyrir fjalla- og vatnaferðir, Ekið var sem leið liggur austur og fyrst stanzað á Hvolsvelli við verzlunina Björk, en það nafn ber ný verzlun er Ágúst Þorsteinsson hefur reist við þjóðveginn og er aðallega gerð fyrir ferða- fólk, en þjónusta er þar með miklum ágætum. Kom í ljós að sigið hafði úr afturdekki á öðrum bílnum og var skipt þar um dekk, en þetta var það eina sem fyrir bílana kom í ferðinni. Var ferðinni síðan haldið áfram suður yfir Þverárbrú og þaðan í Þórsmörk. Það var ekki ýkjamikið í Krossá, en önnur vötn sem farið er yfir eru minni. Ferðin gekk því mjög greiðlega og var komið í Húsadal um klukkan hálf sjö um kvöldið. Var þá tekið til við að reisa tjöld og snæða kvöldverð. -K Kvöldvaka í Húsadal Klukkan átta var efnt til kvöldvöku á flötinni þar sem tjaldbúðirnar voru. Var svæð- ið fagurlega raflýst, en ljósa- vél hefði verið tekin með í þeim tilgangi. Komu nú allir saman á einn stað og hófst kvöldvakan með því, að Matt- hías Sveinsson, formaður Fé- lags ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu, ávarpaði ferða- Tjaldbúðirnar í Þórsmörk hverjum og einum komið, en allir yrðu að leggja sitt fram til að svo mætti verða. Stjórn- aði Matthías síðan kvöldvök- unni. Farið var í alls konar leiki, svo sem boðhlaup og ýmsar þrautir leystar, en á milli var sungið; flugeldum var skocið. Þá var varðeldur kveiktur og sungið og dansað í kringum hann fram til mið- nættis. Vert er að geta sér- staklega gítarleikarans Björns Arnoldssonar, sem lék allt kvöldið án hvíldar og stjórn- aði almennum söng og dansi. * Forráðamenn skemmtiferð- ar þessarar tjáðu mér að þeir hefðu borið nokkurn kvíða fyrir kvöldvökunni, því und- irbúningsstarf hefði verið erf- . : "W III'IIIÍÍÍÍ: % - ' r * I' tekin saman og lagt_ af stað- heim klukkan sjö. Á heim- leiðinni var ekið upp í Fljóts- hlíð vestan Markarfljóts og staðnæmzt stutta stund í Múla koti. Síðan var ekið sem leið liggur út Fljótshlíð og kom- ið að Selfossi klukkan tæp- lega 11 um kvöldið. var naumur. Hvað sem því líður, var allur undirbúningur kvöldvök unnar til mikils sóma fyrir þá, sem þar lögðu hönd að verki. Hitt, sem ekki er minna um vert, var svo það, hve allir voru - einstaklega samhentir um að skemmta sér og gera kvöldið sem eftir minnilegast. Það var til mik- illar fyrirmyndar. Birgir Kjaran, alþingis- maður og kona hans voru á ferð í Þórsmörk um þessa helgi og höfðu þau tjaldað skammt frá okkur. Fréttu þau af ferðum okkar og komu þegar kvöldvakan var nýhaf- in. Var þeim hjónum fagnað með dynjandi lófataki. Sátu þau hjá okkur fram eftir kvöldi og var okkur mikil ánægja að komu þeirra. Á heimleiðinni var mikið sungið, og sumir orðnir all hásir. Engu að síður tóku allir hraustlega undir þegar ekið var í gegnum Selfoss og að lokum var sungið „Ég vil elska mitt land“. Skipzt var á kveðjum. Þess- ari skemmtiferð Félags ungra Sjálfstæðismanna í Árnes- sýslu var lokið. Hún tókst með eindæmum vel og var fé- laginu til mikils sóma. — M.L.S. .<s v <■ s' ^v<v i Sunnudagur í sól Snemrna á sunnudagsmorg- uninn vaknaði fólk við það, að sólin breiddi geisla sína yfir Þórsmörkina. Fóru þá ýmsir í gönguferðir eftir því sem áhugi hvers og eins bauð. Voru sumir reyndar þannig búnir til fótanna að þeir treystu sér ekki í langar göngu ferðir upp um brött fell. En Þórsmörk hefur yfir að búa slíkri fjölbreytni fagurs lands lags, að einn bjartur dagur er fljótur að líða, jafnvel þótt ekki sé farið í langar göngu- ferðir. Segja má, að hvar- vegna blasi við það sem sam- einar allt hið fegursta úr ís- lenzkri náttúru: Jöklar og fjöll með hvassar eggjar bera hvarvetna við himin, kletta- sprungur, hellar og gil, straum þung vötn og eyðisandar, brekkur og gil vaxin skógi, grösugar sléttur og blóm- skrýddar lautir. Allt þetta sést í Þórsmörk. MATTHÍAS SVEINSSON, form. FUS í Arnessýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.