Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.1962, Blaðsíða 12
12 UORGVNBLAÐIÐ Fimmtu'dagur 20. sept. 1962 Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FYRSTI ÓSIGUR RÚSSA í Trslit forsetakosninganna á 17. allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna eru fyrsti ó- sigur Rússa á þinginu. Asíu- þjóðunum bar að þessu sinni að fá forseta þingsins kjör- inn úr sínum hópi. En full- trúar tveggja ríkja kepptu um tignina, þeir Mohammed Zafrullah Khan frá Pakistan og Malalsekra frá Ceylon. Niðurstaðan varð sú að Zaf- rullah Khan var kjörinn með 72 atkvæðum en keppinaut- ur hans frá Ceylon fékk að- eins 27 atkvæði. Rúmlega 50 þjóðir frá Asíu og Afríku eru nú meðlimir Sameinuðu þjóðanna. Má því segja að þessir heimshlutar séu orðnir einna atkvæða- sterkastir á þinginu, ef þeir standa sæmilega saman. Og það gera þeir oft, vegna þess að þjóðir þeirra eiga það flestar sameiginlegt að hafa áður fyrr lotið hinum gömlu nýlenduveldum. Zafrullah Khan er ein- dreginn stuðningsmaður vest rænnar samvinnu. Utanríkis- stefna lands hans byggist á nánu samstarfi við hin vest- rænu stórveldi. Hann er mikill andstæðingur komm- únista og einræðis- og of- beldisstefnu þeirra í Asíu og annars staðar í heiminum. Malalsekra frá Ceylon hef- ur hins vegar verið talinn hallast að Sovétríkjunum og stefnu þeirra, enda naut hann nú stuðnings Rússa og fylgiríkja þeirra. En auðsætt er að það hafa ekki aðeins verið hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir sem studdu Zaf- rullah Khan við forseta- kjörið, heldur fjöldi hinna hlutlausu Asíu- og Afríku- þjóða. Sovétríkin hafa hins vegar lagt mikla áherzlu á það á undanfömum þingum Sameinuðu þjóðanna að afla sér fylgis þeirra þjóða Afríku og Asíu, sem nýlega hafa öðlazt sjálfstæði. Enn sem komið er hefur árangur- inn af þessari viðleitni Rússa ekki orðið mikill. Zafrullah Khan er fjöl- hæfur og reyndur stjóm- málamaður, sem lengi hefur mikið kveðið að á vettvangi alþjóðamála. Kjöri hans til forsetadóms á 17. allsherjar- þinginu með svo yfirgnæf- andi fylgi, sem raun ber vitni, mun verða fagnað um allan hinn frjálsa heim. FRAMKVÆMDI DAUÐADÖMINN ¥ bæjar- og sveitarstjómar- kosningunum, sem fram fóm veturinn 1958, kvað ís- lenzka þjóðin í raun og veru upp dauðadóminn yfir vinstri stjórninni. — Fylgi flokka hennar hrundi en Sjálf- stæðisflokkurinn vann stærsta kosningasigur, sem nokkurn tíma hafði verið unninn hér á landi. Eftir þessi kosningaúrslit var vinstri stjórnin stöðugt að veslast upp, þar til hún loks gaf upp andann um haustið. En þá var það verka- lýðurinn og Alþýðusambands þing, sem framkvæmdi dauða dóminn. Það neitaði vinstri stjórn Hermanns Jónassonar og Hannibals Valdimarsson- ar að framlengja lífdaga hennar um nokkrar vikur, sem stjórnin hugðist nota til þess að kanna til þrautar, hvort nokkur sameiginleg úr- ræði væm fyrir hendi hjá flokkum hennar til þess að stöðva þá óðaverðbólgu, sem stjórnin hafði leitt yfir þjóð- ina. Það var vissulega kald- hæðni örlaganna að það skyldi einmitt vera verka- lýðurinn, sem framkvæmdi dauðadóm vinstri-stjómar- innar. Flokkar hennar höfðu heitið því, er þeir tóku við völdum, að öll vanda- mál skyldu leyst með hags- muni verkalýðsins sérstak- lega fyrir augum. En það loforð sviku þeir auðvitað eins og öll önnur. Verðbólgu- og upplausnarstefna vinstri- stjórnarinnar bitnaði harð- ast og sárast á verkalýðnum. Nú varpa ýmsir þeirri spurningu fram, hvort ís- lenzkur verkalýður hafi ekki lært nægilega mikið af valdaferli vinstri-stjórnarinn- ar til þess að forðast það nú að treysta aðstöðu þeirra stjórnmálaflokka, sem vinna að því af alefli að koma nýrri vinstri-stjóm á lagg- irnar? Framsóknarmenn og kommúnistar hafa myndað þjóðfylkingu sína til þess að geta myndað vinstri stjórn saman að loknum næstu alþingiskosningum. Kosning- arnar til Alþýðusambands- þings í haust og valdabar- átta þjóðfylkingarmanna þar er einn liðurinn í undirbún- ingi þeirra að myndun nýrr- UTAN UR HEIMI 17. Allsherjarþing SÞ. hafið SÍÐDEGIS á þriðjudaginn var sett í New York 17. Allsherjar- arþing Sameinuðu þjóðanna. Zafrullah Khan frá Pakistan bar sigur af Malaskera frá Ceylon í atkvæðagreiðslunni um forseta þingsins, en Khan tekur við af Mongi Slim frá Túnis. Á fyrsta fundinum var samþykkt inntökubeiðni fjög- urra nýrra ríkja, — Rwanda, Burundi, Jamaica og Trini- dad — Tobago, sem öll fengu sjálfstæði í sumar. Þess er ennfremur að vænta að Alsír og Uganda sæki um upptöku í S.Þ. innan skamms, sennilega fyrir áramótin, — og verða þá aðildarríkin orðin 110, en voru 51, þegar samtökin voru stofn- uð 1945. Fyrir þinginu liglgja nú þeg- ar nærri níutíu umræðuefni. Mörg hafa verið á dagskrá árum saman. án þess að vera til lykta leidd, ag eflaust eiga sum þeirra efir að vera enn lengra á dagskrá. Meðal alvarlegri mála, sem til umræðu verða á þessu þingi eru fjárhagsvandræði samtakanna og skipan stjórn- ar þeirra, en á úrslitum þess- ara deilumála veltur framtíð Sameinuðu Þjóðanna. Kjör- tímabil U Thants, sem settur var framkvæmdastjóri, þegar Dag Hammarskjöld lézt í fyrra, er runnið út í apríl nk. og verður forvitnilegt að sjó, hvort stórveldin korna sér ar vinstri stjórnar. íslenzkur verkalýður ætti þess vegna, minnugur verðbólguöng- þveitis vinstri-stjórnarinnar, að snúast þegar til varnar, svipta framsóknarmenn og kommúnista meiri hluta á Alþýðusambandsþingi og tryggja sig þannig gegn þvi að verðbólguófreskjunni verði að nýju hleypt laus- beizlaðri á almenning. SIGUR RÍKIS STJORNARINNAR ¥jað er fádæma heimskulegt " þegar Tíminn heldur því fram að núverandi ríkis- stjórn vilji viðhalda illind- samian um, að hann — eða einhver einn maður annar, — gegni starfinu áfram. Sem kunnugt er hafa Sovétríkin sett fram þá kröfu að þriggja manna framkvæmdastjórn verði komið á, verði einn frá Vesturveldunum, einn frá kommúnistaríkjunum og einn frá hlutlausu ríkjunum, og hafi hver um sig neitunarvald Á það hafa Vesturveldin ekki fallizt, enda væri fram- kvæmdastjórn samtakanna þar með lömuð. Rússar féllust á að U Thant tæki við em- bætti Hammarskjölds á sín- um tíma til bráðabirigða og hann hefur sjálfur gert ljóst* að hann muni ekki gefa kost á sér til starfsins að nýju, nema vera viss um stuðning og traust stórveldanna. Ymsir fréttamenn eru þeirr- ar skoðunar, að nú sé erfið- ara en oft áður að spá fyrir um úrslit mála á Allsherjar- þingi S.Þ. Áður hafi mátt reikna með samstöðu vissra ríkjahópa, svo sem aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins Austur-Asíu ríkjanna, Suður- Ameríkuríkjanna, hinna ný- frjálsu ríkja Afríku og Ara-ba ríkjanna, en nú séu víða inn- an þessara hópa ýmis alvarleg ágreiningsmál, sem kunni að breyta afstöðu þeirra. Atl- antshafsríkin greinir á um stefnuna í kjarnorkumálum, Belgía og Bretland hafa verið á öndverðum meiði við önn- ur vestræn ríki vegna Kongó- málsins og Portúgal vegna nýlendustefnuunar. Hollend- ingar eru sárir Bandaríkja- mönnum vegna afstöðu þeirra í deilu Hollendinga og Indó- nesa um Vestur Nýju-Guineu, og ítali og Austurríkismenn greinir enn á um Suður-Týr- ól. Innan brezka samveldisins er ágreiningur vegna væntan- legrar aðildar Breta að Efna- hagsbandalagi Evrópu. f Suð- ur-Ameríku er stjórnmálaá- standið afar ótryggt, svo sem í Argentínu, Perú og Brazilíu en jafnframt ágreiningur um afstöðuna til Kúbu. Sjálfstæðu ríkin í Afríku eru skipt í tvær andstæðar fylkingar Brazzaville ríkin — og Casa- blanca ríkin og meðal Araba- ríkjanna er mikill ágreining- ur — virðist vart _ annað en andstaðan gegn fsraels- mönnum tengja þá sam- an. Loks stendur Suður- Af- ríka ein og næsta vinasnauð vegna stefnunnar í kynþátta- málum. Af þessari upptalningu, sem þó er aðeins handahófskennd og engan veginn tæmandi, er augljóst, að mörg erfið alþjóð leg vandamál bíða úrlausnar á vettvangi S.Þ. og jafnframt hve brýn nauðsyn er að sam- tök Sameinuðu Þjóðanna verði efld og styrkt. um og átökum milli verka- lýðs og vinnuveitenda eða bænda og neytenda. Þetta er heimskulegt vegna þess að ekkert er nauðsynlegra fyrir ríkisstjómina en að friður haldist í þjóðfélaginu og að samkomulag sé sem bezt í senn milli verkalýðs og vinnuveitenda og framleið- enda og neytenda. Það var því vissulega mik- ill sigur fyrir ríkisstjórnina, og ekki sízt Ingólf Jónsson, landbúnaðarráðherra, þegar fulltrúar neytenda og bænda náðu samkomulagi um af- urðaverðið innan sex manna nefndarinnar. Ríkisstjórnin átti enga ósk heitari en að þetta samkomulag næðist. Og það náðist vegna gagn- kvæms skilnings og einlægs vilja fulltrúa neytenda og framleiðenda til þess að leysa sjálfir vandamál sín. Það voru hins vegar leið- togar Framsóknarflokksins, sem urðu fyrir vonbrigðum, vegna þess að sættir tókust. Þeir þráðu ekkert heitar en sölustöðvun afurða og upp- lausn og illindi í þjóðfélag- inu. En hin gamla maddama missti af strætisvagninum í þetta sinn eins og svo oft áð- ur. Viðreisnarstjórnin er í dag sterkari og nýtur meira trausts meðal þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.