Morgunblaðið - 18.11.1962, Side 3
ÍT Sunnudagur 18. nðv. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
Þa3 var mikil umferð um Melavöllinn á föstudag þegar skaulasvellið þar var opnað. Vafalaust
er eitthvað af þessum ungmennum með harðsperrur núna, en það var nú gaman samt.
Stefnumót
1 GÆR var opnað vestur á
Melavelli skautasvell. Undan-
farna tvo sólarhringa hafa
starfsmenn vallarins unnið að
því að dæla vatni á völlinn og
reynt að láta það frjósa sem
sléttast. Margt var um mann-
Sum börnin fóru að tínast
heim upp ú. þrjú, og mörg
þeirra sem áttu skauta síðan
í fyrra, voru ekki einfær um
að komast úr skónum. Þá var
einhver félagi fenginn til að
toga í skóinn, meðan skauta-
— Ógurlegur hraði var þetta,
mér varð bara ekki um sel.
ist heilt herbergi af munum,
en aðeins sárasjaldan hirti
nokkur uip að vitja þeirra.
Það vill oft verða þannig að þeim sem fengu skautana í fyrra ____ j,ag iitur einna helzt út
gengur erfiðlega að ná þeim af í ár. (Ljósm. Sv. Þorm.) fyrir að fólk hafi nóg fjár-
inn, þegar líða tók á daginn.
Ennþá er svellið ekki orðið
alveg slétt, en eftir að búið
er að nota það í dag stendur
til að úða á það vatni, og þá
ætti það að verða vel slétt.
Klukkan tvö í gær átti að
opna íþróttavöllinn og þegar
fréttamann Morgunblaðsins
bar þar að garði nokkru áður
voru nokkuð mörg börn þeg-
ar komin út á svellið.
Mörg voru með smærri
systkin sín með sér, og ein
stúlka kom með pappakassa,
sem hún setti litla bróður í.
Síðan var bundinn trefill í
kassann og hann dreginn á
fleygiferð um allt svellið af
tveim skauturum.
Það væri einum of mikið
sagt að segja, að skautararnir
hafi almennt verið fimir þenn-
an fyrsta dag þeirra á Mela-
vellinum. Iðulega urðu harka
legir árekstrar eða þá að ein-
hver datt og aðrir um hann,
unz fjöldi var kominn í eina
bendu. Þetta lagast þó vaía-
laust og eftir fáeinar skauta-
ferðir verður varla nokkur
leið að sjá á þeim að það hafi
nokkurn tíma komið sumar.
eigandinn hélt sér dauða-
haldi, þangað til skórinn losn-
aði.
á Melavelli
Þegar ungviðið hvílir sig er það oft í stellingum sem aðrir
skilja ekki.
Þegar á fyrsta tímanum
var komið inn á skrifstofu
vallarins með fyrsta óskila-
muninn. Drengur hafði fund-
ið ljósa prjónahúfu úti á svelli
og enginn, sem hann spurði,
virtist kannast við hana. —
Vallarverðirnir töldu litlar
líkur fyrir að hún kæmist
nokkurn tíma til skila, því á
ótrúlega skömmum tíma fyllt-
ráð, því allt kostar þetta eitt-
hvað, þegar nýtt er keypt í
staðinn, varð einum vallar-
varðanna að orði.
Ætlunin er að hafa hátal-
arakerfi vallarins í notkun og
munu þá tónar nýjustu og
vinsælustu laganna vafalaust
berast þarna um. Einnig er í
ráði að lýsa upp svæðið og
verður þá ljóskösturum kom-
Sr. Jómas Gíslasorv
Fyrirgefning
22. sunnud. e. trinitatis:
„Fyrir því er himnaríki likt
konungi einum, sem gjöra vildi
upp reikning við þjóna sína. En
er hann tók aS gjöra upp, var færð
ur til hans einn, er skuldaði tíu
þúsund talentur. En er hann hafði
ekkert til að borga með skipaði
herra hans að seija skyldi hann,
konu hans og böm og aliar eigur
hans, og skuldin borgast. Þá féii
þjónninn fram, laut honum og
sagði: Herra, haf biðlund við mig,
og ég mun borga þér aUt. En herra
þjóns þessa kenndi í brjósti um
hann, lét hann lausan og gaf hon-
um upp skuldina. En er hann ór
út, hitti þessi þjónn einn af sam-
þjónum sinum, sem skuldaði hon-
um hundrað denara. Og hann greip
hann, tók fyrir kverkar honum
og sagði: Borga það, sem akuld-
ar! Samþjónn hans féU þá fram,
bað hann ðg sagði: Haf biðlund
við mig, og ég mun borga þér.
En hann vildi eigi, heldur fór og
varpaði honum i fangelsi, unz hann
hafði borgað skuldina. En er nú
samþjónar hans sáu, hvað orðið
var, urðu þeir mjög hryggir. Og
þeir komu og sögðu húsbónda sin-
um aUt, sem orðið var. Þá lét hús-
bóndi hans kalla hann til sin og
segir við hann: IUi þjónn, ég gaf
þér upp aUa sbuldina, með þvi að
þú baðst mig. Bar þá eigi einnig
þér að vera miskunnsamur við
samþjón þinn, eins og ég var misk
unnsamur við þig? Og húsbóndi
hans varð reiður og seldi hann
f hendur böðiunum, þangað tU
hann hefði borgað alla skuldina
Þannig mum einnig faðir minn
himmeskur breyta við yður, ef þér
fyrirgefið ekki hver og einn af
hjarta bróður yðar.“
Matt. 18. 23-35
I.
VIÐ lifum á öld öryg'gisleye-
is og rótleysis í enn ríkara mæli
en áður hefur þekkzt í mann-
heimi. Flestir horfa kvíðnir til
framtíðarinnar og óttast, að hún
kunni að bera böl og þjáningu
inn í líf einstaklinga og þjóða.
Við þurfum ekki að renna hug-
anum marga daga aftur í tím-
ann til að minnast ógnarfrétta
Deiiur og stríð, uppþot og óeirðir
Austur á Indlandi reyna Kín-
verjar að sölsa undir sig aukið
landrými. Við eyna Kúbu hafa
staðið átök mestu stórvelda
heims.
Og þó eru þessi átöik aðeins
smámunir hjá því, sem orðið get
ur. Sú ógnin er meiri, sem hvál-
ir eins og mara á öllu mann-
kyni. Við getum aldrei gengið
til hvílu að kvöldi í fullkomnu
öryggi þess, að manrikyn muni
lifa það að sjá sólina á ný varpa
geislum sínum yfir jörðina.
Hvenær sem er getur mannkynið
undirritað sinn eigin dauðadóm.
Þetta er heldur óskemmtileg
mynd heimsmálanna í dag, en
því miður er hún sönn. Aldrei
hefur steðjað að okkur meiri
ógn en ún.
En hvers vegna er svo komið?
Því þurfum við að fá svarað,
ef við eigum að komast til ein-
hvers skilnings á eðli vandans
sem við er að glíma.
II.
Guðspjallið í dag er dæmisaga
Jesú um hinn skulduga þjón.
Hún minnir okkur á, að við
mennirnir stöndum allir í spor-
um hins skulduga þjóns frammi
fyrir Guði. Við höfum brotið
gegn Guði með syndum okkar,
og þegar til reikningsskilanna
kemur, eigum við ekkert gjald-
gengt til að greiða Guði þá skuld
Við eigum enga aðra leið færa
en fara að dæmi þjónsins og
ið fyrir á þakinu yfir stúk-
unni. En þótt bjart verði næst
þeim, rökkvar sjálfsagt þegar
fjær dregur. Má því búast við
að margt verði einnig um
manninn á Melavellinum á
kvöldin, þó það verði annar
hópur en á daginn og Tjörnin
hefði í gamla daga þótt róm-
antískari staður. þ.h.
biðja um fyrirgefningu og misk-
unn.
Þá er gott að vita, að skuld
okkar við Guð er greidd. Annar
hefur greitt í okkar stað. Fyrir
krossdauða og upprisu Jesú
Krists eigum við fyrirgefningu
syndanna hjá Guði.
Og hið eina, sem við þurfum '
að gera, er að þiggja þessa fyr-
irgefningu fyrir trúna á Jesúm
Krist. Við þurfum að gangast
undir þann dóm, sem Guð kveð-
ur upp yfir lífi okkar, og þiggja
þá sýknun, sem hann býður okk
ur. Þá eigurn við fyrirgefningu
Guðs.
En fyrirgefning Guðs sbuld-
bindur oklbur. Er við höfum sjálf
þegið náð og miskunn, ber okkur
að miskunna og fyrirgefa. Við
eigum að leyfa kærleika Guðs að
kveikja kærleika hjá okkur.
Og Jesús segir okkur í guð-
spjallinu, að sá einn geti notið
fyrirgefningar Guðs, sem sjálfur
er reiðubúinn að fyrirgefa öðr-
um. Og þá er spurningin þessi
fyrir okkur: Einkennist líf okk-
ar af þvi hugarfari? Er ekki
hefnigirni og tortryggni ríkari
þáttur hjá okkur?
Við verðum með kinnroða að
játa sekt okkar. Sú sekt kemur
í ríkum mæli fram í samskipt-
um hinna stóru og voldugu
þjóða, og við sjáum dæmi hins
sama í lífi okkar, einstakling-
anna.
Og hér erum við komin að
uppsprettu hins illa hér í heimi
uppsprettu öryggisleysis og rót-
leysis, ógna og stríðs. Okkur
skortir þann kærleika, sem Guð
einn getur kveikt í mannshjört
unum. Við erum of gleymin á
náðargjafir Guðs. Við höfum um
of gleymt þeim náunga, sem
Guð hefur falið okkur að elska
sem bróður.
m.
Og hér erum við komin að
eina úrræðinu, sem okkur er
gefið til að komast út úr öng-
þveitinu. Við þurfum að taka
alvanlega boðskap Jesú Krist.
Guð hefur auðsýnt okkur náð
sína í Jesú Kristi og fyrirgefið
okkur syndirnar. Þess vegna
verðum við einnig að vera fús
til að fyrirgefa, þótt eitthvað
sé gert á hluta okkar. Við stönd-
um í sporum hins skulduga þjóns
Sá maður, sem neitar að fyrir-
gefa öðrum, hefur um leið hafn-
að fyrirgefningu Guðs. Sá mað-
ur, sem tekur ekkert tillit til ná-
unga síns, hefur brotið hið tvö-
falda kærleiksboðorð, sem Jesús
sagði, að væri æðst allra boð-
orða. Og hér gildir hið sama í
lífi einstaklinga og þjóða. Lausn-
in á vanda mannkynsins í dag
er sú breyting hugarfarsins, sem
kemur innan að, frá því hjarta,
sem er mótað af kærleika Guðs.
Mennirnir geta aldrei sjálf-
ir einir síns liðs leyst vanda-
m,álin, sem steðja að í dag. Eina
vonin er fólgin í því, að Guð fái
framkvæmt vilja sinn með okk-
ur. Framtíð mannkynsins hér á
jörð er komin undir því, hvort
við látum mótast af vilja hans
eða ekki. Og hér eiga allir hlut
að.
Það er mikil alvara fólgin í
lokaversi guðspjallsins: „Þannig
mun einnig faðir minn himnesk
ur breyta við yður, ef þér fyr-
irgefið ekki hver og einn af
hjarta bróður yðar.“
Hér er um að ræða eina skil-
yrði Guðs fyrir náð hans. En
þetta skilyrði er ófrávíkjanlegt.
Tökum því boðskap Jesú Krists
alvarlega. Gerum alvöru úr þvf
að fylgja boðum hans. Þá eigum
við von mitt í vonleysi samtíð-
arinnar. Þá eigum við öryggi mdtt
í öryggisleysinu, því að þá höf-
um við grundvallað líf okkar á
því bjargi, sem aldrei bifast. Þá
getum við örugg horft til fram-
tíðarinnar, því að við eigum full
vissu um þá náð, sem nægir til
eilífs lífs.