Morgunblaðið - 18.11.1962, Page 5

Morgunblaðið - 18.11.1962, Page 5
5 Sunnudagur 18. nóv. 1962 MORGVNBIAÐIÐ MORGUNBLAÐiÐ hefur snúið séf til fjögurra manna og leitað álits þeirra á þessari spurningu: Hvað Finnst yður dómurinn í Liege, þegar móðirin var sýknuð af að hafa stytt vansköpuðu barni sínu aldur, hafa verið réttlátur eða réttlœtanlegur? Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri. SÝKNUN frú Suzanne Coip el Vanderputte vekur með mönnium margvíslegar hugs- anir. Sumir óttast, að sýkn- unin valdd því, að fleiri feti í hennar fótspor. Aðrir telja að barnið sjálft hafi verið svipt þeim sjálsögðu mann- réttindum, sem hver einstakl ingur öðlast með fæðingu sinni, en þó eru enn fleiri sem telja sýknunina réttlætanlega. Framburður frú Vanderputte í réttarsalnum bendir eindreg ið ti'l, að verknaður hennar byggist á því, að hún vildi losa barn sitt við óbærilegar þrautir en ekki að skorast sjálf undan skyldubyrði. Corinne litla fæðist hand- leggjalaus með meira og minna óþroskuð innyfli. Móð- irin borfir fram á, að hún miuni aldrei eiga samleið með öðrum einstaklingum, muni enga björg geta veitt sér og líf hennar verði henni sjálfri og öðrum kvalræði. I>essar hugsanir ásamt hræðslunni og örvæntingunni, sem greip frú Vandeputte, þegar hún sá bam sitt fyrsta sinni, ráða gerðum hennar. Hún hefur sjálf hlotið sinn dóm þrátt fyrir sýknunina. En miál frú Vandeputte hlýt ur einnig að vekja með okk- ur aðrar hugsanir. Okkur genigur erfiðlega að trúa því, að lyf skuli sett á markað- inn í Liege á rætur sínar að Lyf, sem talið er vera mein- laiust taugameðal, veldur ógn og tortímingu. Sorgarleikur- inn í Liege á rætur sínar að rékja til þeirrar vanrækslu. En aldrei heyrist rætt um að draga þá aðilja fyrir lög og dóm. Jakob Jónsson, prestur. Frá sjónarmiði kristinnar siðfræði, er líf manhsins gjöf Skaparans og líkaminn bú- staður ódauðlegrar sálar. Þó að sköpun barnsins í móður- lífi hafi orðið fyrir truflun af einhverjum ástæðum, hefir maðurinn efcki vald til að I eyða lífi þess. Ef sjúkdómur- j inn í Liege á að fela það í sér ( að foreldrar, læknar, hjúkrun arkonur eða aðrir, er nærri koma, hafi leyfi til «ð deyða börn, þótt á þeim sjáist lýti, væri þessu fólki fengið í hend ur vald, sem það er ekki fært um að bera ábyrgð á. Ef litið er á þennan dóm sem almennt fordæmi, leiðir af því hrein 1 an voða fypir siðferðilegt mat 1 á verknaði, skuli ekki aðeins tekið tillit til verknaðarins sjálfs, heldur einnig ytri að- stæðna og innra sálarástands (hugarfarsins). Ennfremur heldur kirkjan því ákveðið fram, að það sé ekki aðeins leyfilegt, heldur og skylt að gefa upp sakir. fyrirgefa,. náða. Bæði þessi sjóar- mið eru viðurkennd í róttarfari. í raun og veru ætti að miða alla dóma við það hvað álitið er að sé hinum seka fyrir beztu, — hvað geti hjálpað honum til að verða betri maður. — í umræddu tilfelli hlaut að verða að því spurt, hvort kon , an gæti í raun og veru álitizt : safchæf, hvort hún hafi getað talizt fullkomilega sjálfráð gerða sinna, sokum örvænt- , ingar, undir óvenjulegum og óvæntum kringumstæðum. Þá gat það og komið tii greina, að sektardómur, sem ef tii vill yrði framfylgt, væri svo þung raun, að það hefði get að valdið skaða á líkamlegri eða andlegri heilbrigði, og jafnvel varðað hennar sálar- heill. Þess vegna var það skylda réttarins að leita færra leiða til að miskunna konunni. Án þess að vilja fullyrða of mikið tel ég líklegt að hér á landi hefði það þótt eðlileg málsmeðferð að dæma konuna seka við landslög, en semja — jafnvel fyrirfram — um náðun þjóðhöfðingjans. Þessa leið hefði ég talið rétt að fara í Belgíu, til að útiloka þann skilning, að hægt væri að taka dóminn til fyrirmyndar. Hafi sá möguleiki ekki verið fyrir hendi, tel ég sýknudóminn rétt lætanlegan, af því að hann var þá eina leiðin til að misk unna mannsál, sem komizt hafði í óvenjulega raun. Má þó búast við mistúlkun á dóm um í landi, þar sem mjög skerst í odda með kirkjunni og róttækum fríhyggjumönn- um sem sennilega munu leggja dómsúrskurðinn út sem af- nám þeirrar grundvalliarreglu sem kristin siðfræði heldur fram. Ragnar Karlsson, geðlæknir. í STAB.FI mínu sem geð- lœknir, álít ég það hlutverk mitt fyrst og fremst að skilja mannlega hegðun, bæði nor- mala og abnormala, en ekki að dæma hana. Þess vegna eru fyrstu viðbrögð mín við þessari spurningu að reyna að skilja hvaða tilfinningar liggja á bak við þennan mann lega harmleik í Liege, þegar hin unga móðir drap van- skapað barn sitt. Því miður er þekking mín á móðurinni frá Liege skiljan- lega mjög takmörkuð, en mér skilst af blaðaskrifum, að hún hafi verið talin andlega heil- brigð og lagalega ábyrg fyrir verknaði sínum. En af hverju brást þessi móðir frá Liege svona við, þegar við vitum að þúsundir annarra mæðra í Evrópu, hafa orðið fyrir sam- svarandi andlegu áfalli? — Skýringin á þessu fyrirbæri er fyrst og fremst sálfræðileg, og þessa skýringu er ekki hægt að gefa, án þess að þekkja sálarlíf og persónu- leika móðurinnar mjög náið. Þó verð ég að álykta, að verk naður móðurinnar hafi verið afbrigðilegur og sjúklegur frá sálfræðilegu sjónarmiði séð. Frá lagalegu sjónarmiði séð, er verknaðurinn fyrirfram á- ’ kveðið morð, og lög allra menningarlanda hafa ströng fyrirmæli um, hvernig með- höndla skuli morðingja. Morð má flokka niður eftir því hvaða áform liggja á bak við (motivation) verknaðinn. í þessu tilfelli virðist lítill efi vera á, að hér var um morð í líknar tilgangi að ræða, eða á fagmáli euthanasia. Hvort euthanasia sé réttlætanleg í vissum tilfel-luim er og hefur lengi verið mjög umdeilt at- riði, bæði meðal leikmanna og lærðra. Sumir hafa viljað ganga svo langt, að leyfa læknum í vissum tilfellum að stytta sjúklingum sínum ald- ur í líknarskyni. Persónulega er ég mjög á móti þessari skoð un. Ég álít að euthanasia í höndum lækna, eigi engan rétt á sér. Hlutverk læknisins er og hefur alltaf verið að lækna og viðhalda lífi, en ekki að drepa. Með öðrum orðum, læknishlutverkið og böðuls- hlutverkið fer ekki saman. Er móðirin frá Liege hættu legur þjóðfélagsþegn? Ég álít að svo sé ekki. Ég held að samborgurum hennar stafi lít il hætta af henni, og þótt •hún hefði verið dæmd til lang dvalar í fangelsi, þá hefði það orðið hvorki henni né þjóð- félaginu til gagns. Þótt kvið- dómurinn hafi sýknað móð- urina, þá er hún ekki laus allra miála. Hún á eftir að standast miklu strangari dóm, þe. dóm sinnar eigin samvizku Hvaða áhrif á þessi verknað- ur eftir að hafa á líf þessarar ungu konu? Hvernig líður móður, sem af ásettu ráði myrðir barn sitt, jafnvel þótt það sé vanskapað? Svar mitt er því: Ég tel dóminn réttlætanlegan á þeirri forsendu, að hér hafi verið um sjúklega hegðun að ræða. Hins vegar tel ég að verknaðurinn, sem hún framdi hafi verið siðferðilega rangur. Sigurður Ólason, lögfræðingur. ENDA þótt sjálfsagt megi | finna konu þessari einhverj- ar málsbætur, a.m.k. frá „mannlegum" sjónarmiðum, fer hitt ekki milli mála að dómurinn er stórvarhugaverð ur í öllu tilliti og lagalega séð alrangur. Það er óskapleg braut, sem hér er farið inn á, að leggja á vald aðstand- enda að meta það og ákveða, hvort barn skuli „sett á“, líkt og þegar bóndi er að setja á líflömib á haustin. Barnaút- burður hefur verið reflsiverð- ur allt ofan úr heiðni. Með slíkum dómi er hins vegar slakað á öllum lagalegum og siðferðilegum kröfum, og gef- ið stórglæpsamlegt fordæmi í bráð og lengd. Og hvar verð- ur svo staðar numið? Næst eftir barnaútburð af slíku tagi refsilaust að svipta vanskap- að fólk, bjargarvana og gam- almenni etc., lífinu. Hér er aðeins stigmunur en ekki eðlismunur. Enginn myndi þá spyrja um vilja eða viðhorf þess eða þeirra bjargleysingja sem í hlut eiga, frekar en nokkur varð til þess fyrir rétt inum í Liege að tala máli barnsins, sem svipt var lifi. Það kemiur í lítinn stað nið- ur þótt nútímaþjóðfélag reyni að létta örkumla fólki lífs- baráttuna og koma því til þroska. Hér eru opnaðar aðr- ar einfaldari leiðir. Hins vegar má sjálfsagt, eins og áður var sagt, telja dóm þennan að einhverju leyti réttlætanlegan, út frá „mannúðar" sjónarmiðium, enda hefur það hér ráðið úr- slitum að kviðdómur fjallaði um málið, en þar er algengt að yfirborðs tilfinningasemi, áróður og almenningsálit, ráði meiru um dómsúrslit heldur en réttlæti og raunhæf dóm- greind. Annars væru máls- bætur konu þessarar sjálf- sagt meiri, ef hún hefði verið t.d. eimstæðingur, og framið glæpinn í augnabliks örvingl an og vonleysi, í stað þess að hér er aðhafzt að nofckuð yf- irlögðu ráði, og með konunni stendur um þessi þokikalegu áform heil klíka aðstandenda ásamt með sjálfum heimdlis- lækninum. Verður máil þetta fyrir þær sakir óhugnanlegra en ella. Svar mitt verður þvi, að dómurinn sé hvorki réttlátur né rétiætanlegur. Heimilishjálp Óska eftir stúlku tvisvar í viku, 3 tíma á dag. Uppl. í síma 15576. ATHUGIÐ ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa | í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. Keflavík Svampfóðraðir greiðslu- sloppar, sérlega fallegir. Elsa Hafnargötu 15. Sími 2044. Hafnfirðingar! Reglusaman mann vantar herbergi, helzt í Suður- bænum. Uppl. í síma 50010, kl. 8—10 e. h. Lojfaksúrskurður Samkvæmt kröfu bæj argj aldkerans í Hafnar- firði úrskurðast hér með lögtak fyrir ógreidd- um útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöld- um til Hafnarfjarðarkaupstaðar álögðum árið 1962. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að liðnum 8 dögum frá dagsetningu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 16. nóvember 1962 Björn Sveinbjörnsson, settur. Hárgreiðslukonur Hefi nú fengið Clairol lit til sölu. Gef einníg leiðbeiningar með htnum. Einnig nýjxmg í skol- un Loving Care. Hárgreiðslustofan Raffó Grettisgötu 6. - Sími 2 47 44. Stúlka óskast í þvottahús. Frí á laugardögum. Uppl. kl 1—5 mánudag og þriðjudag, ekki 1 síma. Þvottahúsið FÖIMIM Fjólugötu 19 B. Laghenfir menn óskast Stálhúsgögn. Skúlagötu 61. Sími 12987. Mafvöruverzlanir Höfum ávallt fyrirliggjandi hin- ar viðurkenndu WITTEN- BORGS búðarvogir úr ryðfríu stáli — 2 kg og 15 kg — með verðútreikningi. ðiafur Gíslason & Co. hf. Hafnarstræti 10—12. — Sími 18370 — Kjörbúð til sölu Til sölu er kjörbúð (nýlendu og kjötvörur) i einu bezta hverfi bæjarins. Verzlun þessi væri mjög heppileg fyrir 2 samhenta menn, sem vildu skapa sér framtíðaratvinnu. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir laugardagskvöld 24, þ.m,, merkt: „Framtíð 3074“. Auglýsing frá pósti og síma Þeir, sem óska að gera tilboð í setningu og prentun nýrrar símaskrár, snúi sér til skrifstofu Bæjarsímans í Reykjavík um nánari upplýsingar fyrir 23. nóvember 1962. Reykjavík, 17. nóvember 1962. Póst- og símamálastjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.