Morgunblaðið - 27.11.1962, Síða 14

Morgunblaðið - 27.11.1962, Síða 14
14 MORGVWBLAÐIÐ J>riðjudagur 27. nóvember 1962 Afgreiðslustarf Stúlka vön í vefnaðarvöruverzlun óskast nú þegar. Umsóknir sendist Mbl., merkt: „Vön — 3095“. Jí Móðir okkar ? ANNA VILHJÁLMSDÓTTIR frá Hnífsdal, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grxmd þann 26. nóvember. . Dætur hinnar látnu. Systir okkar ÓSK JÓSEFSDÓTTIR, Vesturgötu 22, andaðist að St. Jósefsspítala 25. þ. m. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Kristín Jósefsdóttir, Þórffur Jósefsson. Faðir minn og tengdafaðir KRISTMUNDUR JÓNSSON Njálsgötu 110, andaðist 25. þ. m. Sólveig Kristmundsdóttir, Sigurður Jóhannsson. Útför konunnar minnar MARÍU WELDING fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 28. nóv. kl. 10,30 f. h. Magnús Welding og börn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar og systur GUÐRÚNAR BRANDSDÓTTUR Tómasarhaga 53. Tómas Brandsson, Hermann Búason, Brandur Búason. Ég þakka sýnda samúð við fráfall og jarðarför fóst- urmóður minnar GUÐRÚNAR MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR, . kaupkonu frá Hjartarstöðum. Rós Pétursdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar INGVARS GUÐMUNDSSONAR. Guðrún Andrésdóttir og börn. Þökkum innilega samúð við andlát og útför móður okkar PETRÚNELLU ÞÓRÐARDÓTTUR, Sjólyst, Stokkseyri. Ólafur Guðnason, Þórður Guðnason. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns, föður og bróður ókkar GUNNLAUGS JÓNSSONAR frá Bræðraparti, Akranesi. Elín Einarsdóttir, Ólöf Guðlaug Gunnlaugsdóttir, Jón Einar Gunnlaugsson, Elísabet Jónsdóttir, Ingunn M. Freeberg, Jón Kr. Jónsson, Ólafur Jónsson. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURMUNDAR SIGURÐSSONAR, fyrrv. héraðslæknis. Börn og aðrir vandamenn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför mannsins míns ÞORLÁKS BJÖRNSSONAR. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna. Anna Pétursdóttir. Þórbjörg Steingrímsdóttir Minningarorð fædd 8/12 1885 dáin 18/11 1962. NÝLÁTIN er hér í bænuan frú Þórbjörg Steingrímsdóttir eftir stutta legu. Þórbjörg fæddist í Sandgerði og voru foreldrar hennar hjónin Guðrúm Svein- bjarnardóttir, Þórðarsonar, bónda í Sandgerði og Steingrímur Guð- mundsson, Ólafssonar bónda á Brúsastöðum í Vatnsdal. Að Þór- björgu stóðu styrkir stofnar í hvorutveggja ættlegg og þótt ekki verði rakið hér, er föður- ætt hennar mjög kunn þar norð- ur frá. Hún var heitin í höfuð ömmu sinnar Steingrímsdóttur, gagnmerkrar konu á sinni tið. er jafnhliða búsýsliu stundaði Ijósmóðurstörf og var farsæl í því starfi. Er Þórbjörg yngri var enn á unga aldri tóku foreldrar hennar sig upp og héldu til Vest- urheims eins og margur landinn á þeim tímum. Sú dvöl varð þó eigi löng. Steingrímur faðir henn- ar lézt vestra og hin unga ekkja hans hélt heim til gamla lands- ins að nýju ásamt dóttur. Kyn- legt má það telja að svipuð örlög valda því, að hin unga dóttir hennar á eftir að standa í sömu sporum rúmlega þrjátíu árum i síðar, að vísu eru leiktjöldin ekki þau sömu en söm er fram- vindan. Svona geta örlaganorn- irnar glotrtast við okkur mann- anna börn. Hin unga ebkja ræðst að nýju í hjónaibandið og giftist Árna Árnasyni, bónda í KotJhúsum í Garði. Þar elst Þórbjörg upp, en heimilisbragurinn mótaður af þeirra tíma uppeldisskoðunum, sparsemi ásamt mi'killi vinnu. Haft hef ég það fyrir satt, að móðir hennar þá afitur orðin ekkja, hafi lótið vinnumenn sína stunda sjóróðra og þeim þótti hún heldur fastsækin. Hafði skáld ið kannski hana í huga þegar hann orti um þá Suðurnesja- menn. .,Sagt hefur það verið o.s.frv.“, en hvað um það, sagan sýnir okkur atorku hennar og þrek. f upphafi stríðsins 1914 til 1918 gengur Þórbjörg að eiga Pál Sig- urðsson, íslei'kssonar þurrabúð- armanns og konu hans Kristínar Nikulásdóttur. Páll var fæddur á Garðhúsum í Leiru, árið 1884 og er hér var kornið sögu út- skrifaður oand theol. fró Kaup- mannahafnar háskóla. Páll hafði verið aðstoðarprestur séra Þor- valdar á ísafirði, en jafnframt stundað unglingakennslu í Bol- ungarvík. Páll var fyrir margra hluta sakir eftirminnilegur per- sónuleiki. Hann var mikill fél- agshyggjumaður, frjálslyndur í í trúmálum og einlægur jafn- aðarmaður á þeirra tíma vísu. Páll gerðist fríkirkjuprestur þeirra Bolvikinga og var þar árin 1915 og 16, en þá réðist það svo. að þau hjónin sigldu vest- ur um haf og Páll tók við prest- störfum hjá íslenzkum söfnuði í. Garðar í Norfih-Dakota. Vestra dvaldi Þórbjörg til ársins 1923. Á þeim árurn eða nánar tiltek- ið 1918 eignuðust þau annan son, sem heitinn var í höfuð móður- afa síns Steingríms. Fyrri son- ur þeirra Jens að nafni, sem fæddist 1916, varð eftir heima á Fróni í umsjá ömmu sinnar í Kofihúsum. Leiðir þeirra hjóna ökildu og hélt Þórbjörg heim með ungan son. Páll var eftir, en kom al- kominn 1926 og tók við sínu fyrra starfi í Bolungarvík og gegndi því til dauðadags 1949. Það hefur að sjálfsögðu verið mikil raun konu með ungan son eftir nokikurra ára útivist setjast að á ókunnuro stað á því herrans ári 1923, það hefur þurft þrek og æðruleysi. Það var eins gott að stofninn var sterkur. Næstu ár voru mikil baráttuár fyrir Þórbjörgu, ' vinnudagurinn oft æði langur og eftirtekjan rýr. En allt blessaðist þetta með góðra manna tilstyrk. Það sýn- ir með öðru þrek Þórbjargar, að á miklum krepputímum ræðst hún í að festa kaup á lít- illi fbúð í Verkamannabústöðun- um. þefita reyndist henni hið mesta happaráð. — Synir henn- ar tveir sem fyrr eru nefndir eru báðir starfsmenn pósts og síma. Jens er stöðvarstjóri á Reyðarfirði kvæntur Sigurrósu Oddgeirsdóttir ættaðri frá Hafn- arfirði og eiga þau bvo sonu. Steingrímur er umdæmisstjóri að Brú í Hrútafirði, kvæntur Láru Helgadóttur frá Odda ísafirði. Einnig þau eiga tvo sonu. Allt Prú Þórbjörg verður okkuf sambýlisfólki hennar minnisstæð fyrir margra hluta sakir, sér- staklega má þó nefna hina mildu ró í allri framkomu, varfærni í orðum, skilningur og ljúfleiki tjáður í móðurást til þeirra, sem angraðir voru og mátti segja að skildi eftir sérstakan ilm hvar sem hún fór. Nú kveðjum við hana með þakklæti og virðingu, kveðjum þessa prúðu. hugljúfu konu, sem reyndist hin sama frá fyrsta degi til hins siðasta, þann hálfa þriðja tug ára sem leiðir lágu saman. Blessuð sé minning hennax Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum. er þetta vel gert fólk, sem Þór- björg hafði mikla ánægju af að sæikja heim og dvelja hjá. — Þórbjörg átti tvö systkini, Ingi- björgu Steingrímsdóttur konu Bjarna Péturssonar forstjóra, sem látinn er fyrir nokkrum ár- um, og Sveinbjörn Árnason, for- stjóra, í Kothúsum Garði. Þórþjörg hefur um allmörg ár ekki gengið heil til skógar. en lézt eins og fyrr segir eftir stutta legu og fer jarðarför henn ar fram næstkomandi mánudag. Ég sem línur þessar skrifa kynnt ist Þórbjörgu ekki fyrr en hún var nær sextugu. Duldist mér það ekki að þar fór kona, sem sökum höfðinglegs yfirbragðs en hlédrægrar hæversku hefði hvar- vetna vakið almenna athygli. Nú þegar hún er öll, eigum við sem eftir stöndum þó minningu um konu, sem með baráttu sinni og þreki hefur sýnt okkur að enn vaxa ófeysknar greinar á íslenzk- um þjóðarstofni. H. H. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónmn þér, hræðstu eigi, Hel er fortjald tainum megin tairtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi taimins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson). Það var í maí, árið 1937, að fullgert var til íbúðar húsið nr. 21 við Hofsvallagötu í Reykja- ví'k. Þangað fluttu þá fjórar fjöl- skyldur, hver annari lítið kunn- ugar og þá sízt til náins sam- býlis. Síðan eru liðin 25 ár — og liðlega þó. Á sambúð þessa fólks bar aldrei skugga. Ein þessara innflytjenda var frú Þór- björg Steingrímsdóttir. Þá var frú Þórbjörg af léttasta skeiði, sem kallað er, en hélt þó vel allri reisn og glæsileik svo efit- irtekt vakti, enda ung í tölu fegurstu kvenna, og sannarlega var það aldrei frá henni tekið samanborið við þær, sem höfðu jafn mörg ár að baki sér. Ekki var líf hennar án átaka, fremur en hinna göfugustu kvenna allra tíma. Stór átök gefa jafnan eitt af tvennu: Stóran sigur eða ó- sigur að sama skapi. Hér segir frá stórum sigri. Sigur kærleik- ans, hins fegursta kærleika sem um getur. Sigri móðurástarinnar, sem barg sonunum tveim heil- um í gegnum ýmissa örðugleika, sem geta orðið í sambandi við það að vera til, — að lifa. Hún sá þá vaxa til manndóms og menningar, svo sem bezt verður á kosið og naut þó einnig mann- kosta þeirra í sivakandi ástúð Og umhyggju. — Menningarsjóðut Framhald af bls. 13. ingu og stuttum köflum úr forn- ritum. Ofangreindar þrjár bækur eru boðnar á sérlega lágu verði. ★ Affrar bækur Aðrar bækur útgáfunnar sem núna komu út eru „Stefán frá Hvítadal" eftir Ivar Orgland lektor. Er þetta ævisaga skálds- ins og gerir höfundur í bókinni grein fyrir þroskaferli og skáld- skap fram til þess tíma er hann fór til Noregs tæplega þrítugur að aldri. Síðari hluti ævisögunnar er væntanlegur að ári. Er þetta mikið rit og virðist vel unnið. Bókin er rituð á norsku en þýdd af Baldri Jónssyni og Jóhönnu J óhannsdóttur. „Ágústínus játningar“ í þýð- ingu Sigurbjarnar Einarssonar biskups. Er þetta ein frægasta ævisaga miðaldabókmenntanná og fylgir inngangur biskups um Ágústínus. Biskup tileinkar Guð- fræðideild Háskólans þessa bók. . Þá er Ijóðabók Þórodds Guð- mundssonar frá Sandi sem ber heitið „Sólmánuður“. „30 ljóð úr Rig-veta“ er lítil bók sem flytur ljóð úr hinu fræga forn indverska helgiriti, sem er einskonar ljóða-Edda Indverja. Sören Sörenson þýddi ljóðin úr sanskrít. Þá koma tvær bækur í „Smá- bókaflokki Menningarsjóðs“. Er þar fyrst „Næturheimsókn“ sem eru sögur eftir Jökul Jakobsson og „Maður í hulstri og fleiri sög- ur“ eftir Anton Tsjekov sem jafn- an var talinn til ágætustu smá- sagnahöfunda. Og leikritum hans hefur verið skipað á bekk með sígildum meistaraverkum. í bók- inni eru 10 sögur Tsjekhovs þýddar úr frummálinu af Geir Kristjánssyni. Sumar sögurnar eru heimskunnar. Ókomnar eru hjá útgáfunni 4 bækur í ár, 2. bindi af „Blaða- „Tónfræði" eftir Jón Þórarinsson og 2 barnabækur eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson og Líneyju Jó- hannesdóttur, sem báðar verða myndskreyttar af ísl. listamönn- um. Fyrr á árinu voru út komnar „100 ár í Þjóðminjasafni“ Passíu sálmar Hallgríms Péturssonar og síðari hluti Kalevala í þýðingu Karls ísfelds. Auk þess hefur út- gáfan gefið út 4 árs- eða tímarit m. a. 3 eintök af Andvara tima- riti Menningarsjóðs. — Kvikmyndir Framhald af bls. 11. lega gerð. Hún er auk þess frá- brugðin flestum stríðsmyndum að því leyti að hún er bráðskemmti- leg og hefur til að bera kímni f ríkum mæli þrátt fyrir allar hörmungar stríðsins. Aðal persónurnar, þá Giovanni, Oreste og Constantinu, leika Vitt oria Gassman, og Alberto Sordi, sem áður segir og Silvana Mang- ano. Er leikur þeirra allra með ágætum, einkum er þó leikur þeirra Gassman’s og Sordi’s af- burða skemmtilegur. Fleiri ágæt- ir leikarar fara þarna með hlut- verk. — Eg mæli eindregið með þessari prýðilegu mynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.