Morgunblaðið - 06.12.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.12.1962, Qupperneq 2
2 ' MORCVNBLAÐIÐ Fimmludagur 6. des. 1962 í GÆR var unnið að því að setja upp hinn margumrædda plastihimin í Háskólabíó, en hann á að bæta enn Mjóm- burðinn í húsinu. Fyrstu hljómleikamir, þar sem plast-1 himinsins nýtur við, verða í kvöld, og verður fróðlegt að heyra hvernig hann reynist. Myndin sýnir hluta „himins- ins“ við uppsetninguna í gær.i Maðurinn til hægri er annar arkitekta hússins, Guðmund- ur Kristinsson, sem fylgdist með uppsetningunni. (Ljósm. Ól. K.M.) Ritklúbbur Æskulýðsráðs TIL STARFA hefur tekið á veg- um Æskulýðsráðs Reykjavíkur ritklúbbur fyrir ungt fólk á aldr- inum 15—20 ára. Eru viðfangs- efni klúbbfélaga að skrifa sögur, ritgerðir o. fl., og njóta þeir til- sagnar í þeim efnum. í>að, sem nógu gott Þykir, verður væntanlega birt á prenti. Upplýs- ingar um Ritklúbbinn er hægt að fá á Lindargötu 50, Frakkastígs- magin, sími 159 37. Þar verður einnig haldinn klúbbfundur kl. 800 e. h. á föstudagskvöld. — Banvæn þoka Framhald af bls. 1. skyggnið víðast minna en fimm metrar og mikið er um umferð- arslys. í Hollandi hafa þrír menn látið lífið og í Amsterdam urðu að meðaltali 30 árekstrar á klukkustund í dag. f Belgíu lét einn maður lífið í umferðarslysi og 20 særðust. Milli kl. 6 og 8 í morgun var lögreglan í Vestur- Berlin kölluð út 70 sinnum vegna umferðarsiysa. Vetrarhjálpin tekin til starfa Sinnti í fyrra 700 hjálparbeiðnum Vetrarhjálpin í Reykjavík hef- ur ný hafið starfsemi sína á þess um vetri. Ráðgert er sem fyrr að skátar fari um bæinn og safni gjöfum. Ennfremur verður skrif- stofa hennar opin alla virka daga kl. 10-5 að Thorvaldsens- stræti 6, þar sem er skrifstofa Rauða Kross íslands. Sími Vetr- arhjálparinnar er 10-7-85. í fyrra bárust Vetrarhjálpinni 700 hjálparbeiðnir, aðallega frá öldruðu fóilki og barnafjölskyld- um. Var þá útMutað 333 þúsund krónum auk fatnaðar, sem barst til söfnunarinnar. Skátar fóru þá um bæinn tvö kvöld og söfn- uðu þeir alls liðlega 125 þúsund krónum auk mikils notaðs fatn- aðar, sem ekki verður metinn Var það 25. árið, sem skátar Tollmúrar innan EFTA? Ósamræmdar samningaviðræður við EBE taldar geta valdið erfiðleikum Brussel, 5. desember (NTB). ÞAÐ var tilkynnt í Briissel í dag, að loknum fundi ráðherranefnd- ar Efnahagsbandalagsins EBE, að Noregur og Danimörk mun þurfa grípa til sérstakra inn- flutningstolla gagnvart Sviþjóð, fari svo, að ekki verði búið að ræða aukaaðild Svíþjóðar, Sviss og Austurríkis að Efnahagsbanda laginu, þegar Noregur og Dan- mörk hafa leitt til lykta viðræð- ur sínar um fulla aðild að EBE. Ráðherranefndin ræddi í dag 234. grein Rómarsamningsins. Samkvæmt henni verður Bret- land, gerist það meðlimur Efna- hagsbandalagsins, að segja upp gagnkvæmum verzlunarsamning- um, m. a. við önnur lönd Frí- verzlunarsvæðisins — EFTA. Talsmaður nefndarinnar sagði hins vegar, að slíkar ráðstafanir í tollamálum, sem hér um ræðir, og yrðu tímabundnar, komi að- eins til greina gagnvart löndum, sam sótt hafa um aukaaðild. Stafi það af því, að vandamál, sem lausnar bíða, séu s>vo mörg, að þau verði vart leyst þegar við- ræðum um fulla aðild Bretlands, Noregs og Danmerkur lýkur. Samkvæmt gildandi samning- um tekur það eitt ár að segja sig úr EFTA. Ráðherranefnd EBE hiefur óskað eftir því, að þessi hlið málsins verði tekin til umræðu á fundium í næstu viku við fulltrúa Breta, því að vart sé hægt að ganga frá aðild Breta, meðan slíkar kvaðir hvíli á þeim. í næstu viku skal einnig rætt við brezka fulltrúa um landbún- aðarmál, jafnframt því, sem vandamálin í sambandi við EFTA verða rædd. Virðist nefndin geta fallizt á, að komið verði að ein- I'/? NA 15 hnifor \*r 5* V 50 hnutor H Sn/<Homo t ÚSi **" 7 Skúrír S Þrumur w.z, jS. KuUoakit ZS4 Hihtk* H Hm% hverju leyti til móts við kröfur brezku stjórnarinnar um fram- hald niðurgreiðslu til bænda í Bretlandi. Hins vegar hefur ráðherra- nefnd EBE krafizt þess, að Bret- ar hafi að fullu samið sig að reglum um landbúnaðarmál EBE, ekki siðar en í árslok 1969. Á það hafa Bretar ekki viljað fallast fram til þessa. Talsmaður Hollands í ráðherra nefndinni sagði í dag, að hægt ætti að verða að finna þá lausn á vandamálum EFTA-Iandanna, sem gerði Bretlandi, Noregi og Danmörku kleift að halda ó- breyttum tollum gagnvart öðrum meðlimum EFTA, þar til þau lönd hefðu endanlega samið um afstöðu sína til EBE. Talsmaður Breta gaf yfirlýs- ingu um málið í dag, og felst í henni, að Bretar geti ekki orðið meðlimir EBE, fyrr en EFTA vandamálið sé leyst. Þá kom það fram af brezkri hálfu í dag, að Bretar gætu ann- azt nokkra málamiðlun í þessum erfiðleikum, þar eð samningur EFTA landanna sín á milli muni falla sjálfkrafa úr gildi, er öll löndin 7 hafi gengið frá samn- ingum sínum við EBE. Þoka tefur flug- vélar Loftleiða Ein teppt í London, önnur lenti í Kanada EIRÍKUR Rauði, flugrvél Loft- leiða, sem fór til London sl. mánudag, hefur verið teppt þar síðan vegna þoku. t gær var ekki búizt við því að vélin kæm ist hingað fyrr en á föstudags- kvöld, eí marka mátti veður- Um hádegi í gær var lægðar miðja (990 millibair) við suður strönd landsins og virtist stefna norður yfir það austan hallt. Má því búast við breyti tegu og óstöðugu veðri. Há- þrýstisvæðið er óhaggað yfir Bretlandseyjum og meðan svo stendurr þarf tæpast að óttast alvarlega N-átt eða kuldia hér á landi. Strákar skemma bíla KLUKKAN fimm í gær var lög reglan kvödd að Glófaxa við Ár- múlia, en þar höfðu tveir sex ára drengir valdið skemmdum á fjór um bílum, þar á meðal einum kranabíl, sem þama var. — Nehru Framhald af bls. 1. fréttamönnum, að engar nýjar fregnir hefðu borizt af því, að Kínverjar væru að draga heri sína til baka. Talsmaður hersins í Tezpur skýrði frá því, að orðið hefði vart hreyfingar á herliði Kínverja, en ekki væri hægt að skera úr um hvort þeir hörfuðu. Sú skoðun er talsvert útbreidd í Tezpur, að Kínverjar noti tím- ann á meðan ekkert svar fæst frá Indlandsstjórn við vopnahlés tillögunum, til þess að byggja vegi um fjallaskörðin, auka. lið sitt og flytja birgðir til landa- mæranna. Samkvæmt fregnum fréttastof unnar Nýja Kína, afhentú Kín verjar Indverjum 64 særða stríðs fanga í Bomdi La í dag. Höfðu Kínverjar áður lofað að afhenda fanga þessa og Rauði krossinn sendi ökutæki til að flytja þá til Tezpur. söfnuðu, og jafnframt það ár sem þeir söfnuðu mestu. í ár er ráðgert að skátar fari um allan bæinn jafnt á tveimur kvöld- um. Vetrarhjálpin biður að láta þess getið, að hún muni meta það ef henni berast ábendingar um fjölskyldur eða einstaklinga sem raunverulega þurfa á að- stoð hennar að halda, en ekiki munu sækja um hana sjálfir. Siglufjarður- ) skorð opnuðist uf sjólfu sér Siglufjarðariskarð opnaðist síðdegis í gær og ■ má segja að það hafi að mestu leyti opnazt af sjálfu sér. Að vísu fór ýta um miðjan dag í gær, en verkefni hennar var það eitt að ryðja burtu nokkr- um smáhöftum. Hér hefur verið góð tíð að undanförnu og er það algjört einsdæimi að skarðið skuli opnast af sjálfu sér í desembermánuði. En ekkert má útaf bera, svo það lokist ekki aftur Stefán. spána í London. Farþegar frá Glasgow voru hins vegar vænt- anlegir í gærkvöldi. í fyrradag var mikil þoka í New York og nágrenni, og lok- uðust flugvellirnir á Idlewild, La Guardia og flugvöllurinn í Newark, New Jersey. Farþegar á leið til New York lentu því margir í borgum, sem þá hafði ekki dreymt um að heimsækja. Tvær Loftleiðavélar voru þá á leið vestur um haf. Sú, sem á undan var, varð að lenda á Monk ton á Nova Sootia í Kanada, en sú síðari lenti á Idlewild, en þok unni var þá að létta þar. Fyrri vélin hafði tveggja stunda við- dvöl í Monkton og hélt síðan áfram til New York. 83 ára maður fyrir bíl EKIÐ var á gamlan mann vestur á Hringbraut kl. 16:45 í gærdag. Varð slys þetta á gatnamótum Birkimels og Hringbrautar, þair sem Eiríkur Ásgeirsson, 83 ára gamall, mun hafa ætlað að ganga yfir Hringbraut. í sama mund bar þar að fólks- bifreið vestur Hringbraut og lenti vinstra framhorn hennar á Ei- ríki. Féll hann í götuna og mun hafa fótbrotnað og skrámazt í andliti. Eiríkur var fluttur í Slysavarð stofuna og þaðan á Landakot. Var líðan hans í gærkvöldi ekki góð. Rannsóknarlögreglan biður vitni sem kynnu að hafa orðið að þessu slysi að gefa sig fram á skrifstofu rannsóknarlögregl- unnar á Fríkirkjuvegi 11. Stfórnar- kreppa Buenos Aires 5. des. (NTB) TÍU AF 18 ráðherrum í stjóm Argentínu hafa sagt af sér em- bættum og alvarlegt ástand rík- ir nú í landinu. Herinn hefur aft urkallað öll leyfi hermanna og stjómmálafréttaritarar telja, að lýðræðið í landinu sé í hættu og einræðissjórn verði komið þar á. Meirihluti hersins er óánægður með stjórnina og flestir liðsfor- ingjarnir eru fylgjandi einræðis- stjórn. Aðstoðarforsætisráð- herrann, sem fer með málefni hersins er fylgjandi lýðræðinu. Vill hann að reynt verði að koma á sáttum milli ráðherranna, sem sögðu sig úr ríkisstjórninni og þeirra, sem eftir sitja. Sjö sækja um sýslumanns- embætti í FYRRADAG rann út frestur til að sækja um- embætti sýslu- manns í Skaftafellssýslu. Sjö um- 'sóknir bárust. Umsækjendur eru Björgvin Bjarnason, sýslumaður í Hólmavík, Einar Oddsson, full- trúi borgardómara í Rvík, Frið- rik Sigurbjörnsson, lögreglustjóri í Bolungarvík, Guðlaugur Ein- arsson, hdl., Magnús Óskarsson fad'L, Ólafur Ólafsson, fulltrúi 1 skrifstofu Alþingis og Sigurður Briem Jónsson, settur sýslumað- ur í Vík í Mýrdal. MÁLFUNDANÁMSKEH). _ 2. hópur (leiðbeinandi Þór Vil- hjálmsson) kemur saman n.k. mánudagskvöld. — 3. hópur (leið beinandi Birgir ísl. Gunnarsson). og 4. hópur (leiðbeinandi Guðm. H. Garðarsson) koma saman í Valhöll í kvöld kL 8.00. NÝm FÉLAGAR. _ Skrifstofan í Valliöll (sími 17102) er opinn allan daginn. — Lítið inn og kynnið ykkur félagsstarfsemiua. Stiórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.