Morgunblaðið - 06.12.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 06.12.1962, Síða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. des. 196£ mmmmm Peter Small og kona hans. Myndin var tekin í matsal Loftleiða að kvöld 13. nóvember, er þau hjónin höfðu hér stundarviðdvöL Hylkið hilar — Whittaker ferst Skyndilega kippti maður- inn aftur fætinum inn fyrir. Strax á eftir gáfu kafararnir merki um, að hylkið skyldd dregið úr sjó. Er það var kom ið upp á um 60 metra dýpi, þá köfuðu þeir Chris Whitta- ker, 22 ára gamall Breti, og kafarinn Dick Anderson, til móts við hylkið, mönnunum tveimur, sem í því voru, til aðstoðar, en þeir höfðu til- kynmt, að það læki. Whittaker reyndi að lagfæra hlerann, en mistókst og varð að koma upp á yfirborðið. Var hann þá með blóðnasir. Hann fór aftur niður, komst að hylkinu, en hvarf síðan í djúpið. „Aðeins formsatriöi, eft- ir tilraunina í Sviss“ Sagði Peter Small við MbL 13. nóv. — 18 dögum síðar var hann ldtinn UM miðjan síðasta mánuð birti Mbl. viðtal við ungan, brezkan mann, nýgiftan, sem var á leið með konu sinni vestur um haf — ekki í brúðkaupsferð — heldur til að setja nýtt heimsmet í köfun. Peter Small, og félagi hans, svissneski vísindamaður- inn Hannes Keller, ætluðu að sýna heiminum, að hægt væri að starfa á dýpi, sem áður var talið of niik- íð fyrir mennska menn til að þola. 18 dögum eftir að við- talið birtist hér í blaðinu, var Peter Small látinn, köfunartilraunin hafði mis- tekizt' hrapallega. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir gömlum ógnvaldi kaf arans, kafaraveikinni. Fé- lagi hans, Keller, komst naumlega lífs af, en þriðji kafarinn, ungur Breti að nafni Chris Whittaker, fórst einnig, er hann reyndi að koma þeim Keller og Small til hjálpar. Lengur — á meira dýpi Forsaga þessa máls er sú, að svissneskur prófessor, Al- bert Biihlmann, hafði tekið saman höndum við stærð- fræðinginn Hannes Keller um að leysa vandamál, sem fram til þess hefur verið óviðráð- anlegt. Þeir töldu sig vera búna að komast að aðferð, sem þeir reyndar héldu leyndri, er gæti gert mönn- um kleift að dveljast lengur á meira dýpi, en áður hefur verið gert. Tilraun í Sviss Snemma í nóvembermán- uði kvöddu þeir Peter Small til Ziirich í Sviss, þar sem framkvæmd skyldi í þrýsti- klefa lokatilraunin undir sjávarköfun á 300 metra dýpi. Small dvaldist í 5 mínútur í klefanum, við þrýsting sem svarar til 300 m dýpis. Áður hafði Keller sjálfur dvalizt í um 1 sekúndu við sama þrýst- ing, en slíkt kallast skyndi-. „köfun“, og reynir ekki nánda nær eins mikið á líkamann. Er fréttamaður Mbl. ræddi við Small um þetta atriði í matsal Loftleiða að kvöldi 13. nóvember sl. sagði hann: „Kemur í ljós á 5 mínútum". „Jú, á 5 mínútum kemur í ljós, hvort líkaminn þolir köfun við slíkar aðstæður. Annað hvort veikjast menn þá, eða ekki“. Tilraunir svissnesku vís- indamannanna gengu út á það að rannsaka allar hugsanleg- ar blöndur af lofttegundum, sem nota mætti til innöndun- ar við köfun. Höfðu þeir, eft- ir því sem frá var skýrt, talið sig hafa komizt að þeirri nið- urstöðu, að köfnunarefni hefði ekki þau lífshættulegu áhrif, sem álitið hefur verið. Við rannsóknir sínar höfðu þeir stuðzt við útreikninga rafeindaheila, sem gefið hafði 250.000 mismunandi niður- stöður — og þeir töldu sig hafa fundið réttu loftblönd- una — sem þeir héldu leyndri. „Hvernig þær eru, er víst leyndarmál“ Aðspurður, um það í hverju þessi tækni Svisslendinganna væri fólgin, svaraði Small: „Ég veit lítið annað en það, að ég var látinn anda að mér mismunandi loftblöndum úr 5 eða 6 kútum, til skiptis. Hvernig þær eru, er víst leyndarmál. . . . “ Síðar sagði Small: „Já, ætl- unin er að fara niður í 1000 fet (300 m) — raunverulega er það aðeins formsatriði eft- ir tilraunirnar í Sviss. ... “ • 1 einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Associated Press fréttastofunni í gær, segir svo: Við Catalinaeyju á mánudag „Tveir brezkir kafarar, klæddir froskmannsbúning- um, týndu í dag lífinu fyrir utan Ca/talina-eyju við strönd Kaliforníu, er verið var að reyna að hnekkja heimsmetinu í köfun. Á mánudag höfðu kafararn- ir og vísindamenn farið með skipinu „Eureka“ um 1% km úti fyrir Catalina- eyjar, sem er um 30 km frá strönd Kaliforníu. Olíufélagið „Shell“ hafði lánað skipið til fararinnar. Tilgangurinn var, eins og áður segir, að sýna fram á, að menn gætu hafzt lengur við á miklu dýpi, en áður hafði verið gert. Loft- kútar þeirra voru fylltir sér- stakri loftblöndu, en ekki var kunnugt um samsetningu hennar. A 300 m dýpi Peter Small, sem var 35 ára, og svissneski vísindamaður- inn Hannes Keller, 28 ára, fóru síðan inn í sérstakt köf- unarhylki. Var því sökkt nið- ur á 300 m dýpi. Fylgzt var með hreyfingum kafaranna í neðansj ávarsj ónvarpL Skyndilega sást, er niður á hið mikla dýpi var komið, að annar þeirra rak fótinn út um op, neðst á hylkinu, en því hafði verið lokað með hlera. Keller og Small meðvitundarlausir Loks tókst að ná hylkinu upp á yfirborðið, en þá voru bæði Small og Keller með- vitundarlausir. Var þeim haldið í hyilkinu þá tvo tíma, sem ferðin tók til flotahafn- arinnar á Long Beach. Þar átti að setja þá í sérstakan þrýstiklefa, en læknar létu flytja þá til sjúkraskips. — Keller komst aftur til með- vitundar, en Small lézt. Ákveðið á síðustu stundu 1 lok skeytisins frá AP seg- ir, að yfirmaður köfunardeild- ar bandaríska flotans, N. E. Dickerson, hafi skýrt frá því, að í tilraunaköfun sl. laugar- dag, á 60 m dýpi, hafi Small fundið til veikinda. Mun það hafa verið ætlunin, að banda- rískur kafari, John Light, frá New York, færi í þessa djúp- köfun, en á síðustu stundu var ákveðið að Small færi með Keller. Þannig var skýrt frá væntanlegri tilraun Kellers, fyrr á árinu. Frá flokksþingi kommúnista á íta'nu: Þurfum ekki oð segja Albanía, þegar við viljum segja Kína Róm, 5. des. (NTB-AP). A FLOKKSÞINGI ítalskra kommúnista í dag, gagnrýndu fulltrúar kommúnistaflokka Italíu, Hollands, Rúmeníu og Tékkóslóvakíu stefnu kín- verskra kommúnista. Meðal ræðumanna á flokksþinginu var Giancarlo Pajetta, einn af leiðtogum ítalskra kommún- ista. Mótmælti hann harð- lega ásökunum þeim, sem for maður kínversku sendinefnd- arinnar á þinginu, Chao Yi- ming, beindi til ítalskra kommúnista í gær. Pajetta fordæmdi stefnu Kínverja og lýsti stuðningi ítalskra komm únista við stefnu Sovétríkj- anna. Sagði hann, að engin ástæða væri til þess að beina gagnrýni á Kína að Albönum. Tími væri kominn til þess að beina henni afdráttarlaust að Kínverjum sjálfum. Ræðu Pajetto var ákaft fagnað. NæSt á eftir Pajetto tók Blas Rojas, fulltrúi Kúbu, til máls. Hann sagði, að aðflutningsbann- ið, sem Bandaríkin hefðu sett á Kúbu og herstöðvar þeirra við Guantanamóflóa væru ógnun við heimsfriðinn. Rojas minntist aðeins einu sinni á Kína, þegar hann sagði, að Kínverjar keyptu sykur ai Kúbubúum. Af ræðu hans mátti marka, að hann fylgdi Sovétríkjunum að mál- um. Pajetto sagði í dag, að engin ástæða væri til þess að nota lengur rósamál: — Þegar okkur langar til þess að segja Kína, þurfum við ekki að segja Al- banía. Kínverjar hafa ráðizt á flokk okkar og. stefnu hans og við verðum að svara þeim. Við svörum með því að segja, að við getum ekki samþykkt neitt, sem miðar að því að rjúfa samstarf okkar við kommúnistaflokk Sov- étríkjanna og friðarstefnu hans. Pajetto sagði, að ítalskir komm únistar væru fylgjandi stefnu Sovétríkjanna í Kúbumálinu. Ráðamenn Sovétríkjanna hefðu bæði varið Kúbu og afstýrt styrjöld. Nafnið Krúsjeff þýðir það sama og friður í augum okkar. — Stefna Kínverja veldur ítölskum kommúnistum áhyggj- um, sagði Pajetta, en við erum reiðubúnir að ræða við þá eins og þeir hafa sjálfir farið fram á, en við munum ekki ganga í ber- högg við skoðanir okkar. Fulltrúar á flokksþinginu risu úr sætum og fögnuðu ræðu Paj- etta, að undanskildum Kínverj- um. Þeir sátu hljóðir. — Eldsvoði Framhald af bls. 3 fá hey keypt þetta árið, því heyskapartíð hefði víðast á landinu verið léleg. Um kl. hálf tvö tyllti þyrla frá varnarliðinu sér á túnið á Saltvík; var hún á leið frá Hvalfirði til Keflavíkurflug- vallar með póst og farþega. Flugmaðurinn hafði veitt reyknum athygli og var kom in til að bjóða aðstoð sína. Var þá talið að slökkvistarfið væri það vel á veg komið, að ástæðulaust væri að kveðja fleiri aðila á vettvang. Eins og áður segir varð ekki tjón á skepnum í fjósi, en þó kviknaði í ketti, sem flækzt hafði inn í hlöðuna. Reyndu menn að komast að kettinum til að skjóta hann, en hann skreið lengst inn i heyblásarann og ómögulegt að koma að honum skoti. Hafði ekki tekizt að aflífa köttinn, þegar við hurfum á brott á þriðja tímanum. — x x x — Um sex-leytið var ekki enn búið að ráða niðurlögum elds ins. Var þá gripið til þess ráðs að moka heyinu út á hlað og voru margar hendur á lofti við það starf. Um það leyti varð slys á ein um slökkviliðsmanni og skarst hann á fæti á heyskurðarhníf, Var farið með hann í slysa- varðstofuna og gert að sárum hans. Óskað var efti* að mokkrir slökkviliðsmenn stæðu vörð við hlöðuna fram eftir nóttu í öryggisskyni. Fóru tveir menn frá Slökkviliði Reykja* víkur upp eftir rétt eftir kl. 8 í því skyni, en þá var slökkvi starfinu að mestu lokið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.