Morgunblaðið - 06.12.1962, Page 16

Morgunblaðið - 06.12.1962, Page 16
16 MUKGUIV BLAÐIÐ Fimmttidagur 6. des. 1962 -- r ... ■ -■■■• ■■ - TVÍSYNM LEIKUR eftir Theresa Charles. Hið fyrsta sinn, sem Patrick læknir faðmaði Inez að sér, hvíslaði hann nafn annarrar konu í eyra hennar. Og síðar þegar þau dönsuðu saman á skautum, hafði hann einnig kallað hana jívelyn. Á sjúkrahúsinu, þar sem Patrick var virtur og dáður skurðlæknir, heyrði Inez hvíslað nafnið Evelyn í sambandi við hann. — En hver var þessi dularfulla Evelyn? Þetta er ástarsaga, sem ekki á sinn líka, — heillandi, fögur og æsispennandi. ÞAÐ VORAR AÐ FURULUMDI eftir Margit Söderholm. Hrífandi fögur herragarðssaga, skrifuð í sama stíl og hinar geysivinsælu Hellu- bæjarsögur höfundarins. Lesandinn hverfur frá erilsamri og háværri nútíð aftur til heillandi tíma, þar sem friður, ást og hamingja fylia allt líf söguhetjanna. SKUGGS.JÁ „Glæsileyasta bók þessa árs, bókin um Asgrtm málara“ segir einn þjóðkunnur bókmenntagagnrýnir og rithöf. Steindór Steindórsson, náttúrufræðingur frá Hlöðum. Hann segir: „Ekki þarf að fara í grafgötur um það, að glæsilegasta bók þessa árs sé bókin um Ásgrím málara. Hún flytur myndir af 45 listaverkum hans ásamt endurminningum hans, sem Tómas Guðmundsson skáld skráði, og koma þær nú í annarri útgáfu. Allt lesmál bókarinnar er einnig á ensku. Endurminningar Ásgríms málara eru hugnæmt rit og varpa skýru ljósi á þroskasögu hans. í>á er og löngu viðurkennt að Ásgrímur var einn fremsti listamaður, sem land vort hefir alið, og málverk hans yndi og eftirlæti hvers þess, sem meta kann fegurð í formi og litum. Enda þótt smækkaðar myndir listaverkanna gefi ekki nema takmarkaða hugmynd um þau, eru samt myndir þær, sem birtast í þessari bók svo vel gerðar, að þær eru hverjum manni til yndis, og ánægjulegt er að vita til þess, að unnt skuli vera að vinna svo fallega bók að öllu hér á landi. Með Ásgrímsbókinni er almenningi fenginn í hendur nokkur hluti þessa listaauðs, sem hann gaf þjóð sinni. Útgáfa hennar og annarra listaverkabóka Helgafelis er menningarstarf, sem seint verður fullmetið“. Kaupið „glæsilegustu bók ársins“ handa vinum yðar í jólagjöf. — Kaupið Ásmundarbók og Muggsbók. HELGAFELLSBÓK, fæst í Unuhúsi og öðrum bókabúðum. I BOLLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.