Morgunblaðið - 06.12.1962, Side 22
22
MORGUN BLAÐIÐ
Fimmtudagur 6. des. 1962
Jörð í Fljótshlíð
er til sölu. — Upplýsingar gefnar á
Málflutningsskrifstofu
VAGNS E. JÓNSSONAB
Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480.
Jörð fil sölu
Jörðin Engimýri í Öxnadal er til sölu og laus til
ábúðar á næstkomandi vori. Góðir greiðsluskilmálar.
RÚTUB ÞOBSTEINSSON, Engimýri.
SPEGLAR — SPEGLAR
SPEGLAR í TEAK-römmum
fyrirliggjandi. — Margar stærðir og gerðir.
Baðspeglar, Handspeglar,
Rakspeglar, Veggspeglar.
Einnig margskonar smærri speglar í miklu
og fjölbreyttu úrvali.
Hentugar jólagjafir.
SPEGLABtJÐIN, Laugavegi 15. Sími: 1-96-35.
H afnarfjörður
Látið hreinsa fötin og þvo skyrturnar
tímanlega fyrir jólin.
Skyrtumóttaka fyrir
Þvottahúsið FÖNN
Efnalaugin SIJNNA
Linnetsstíg 1.
Danskar dömupeysur
nýkomið fallegt úrval.
Dömuundirföt
Bonnie Artemis
Carabella Asani
Ceres Max
Mjög f jölbreytt úrval.
Amerískir dömusloppar
Snyr tivörudeild:
Cjafakassar og ilmvötn
í nýju úrvali.
Við höfum jólagjöfina handa
eiginkonunni eða unnustunni.
Laugavegi 19 — Sími 17445.
vann 52% leikja sinna
knattspyrnu á árinu
KR
í
Einar Sæmunndsson endurkjörinn form.
AÐALFUNDUR KR var haldinn
miðvikudaginn 28. nóvember sl.
í félagsheimili KR við Kapla-
skjólsveg. Formaður félagsins,
Einar Sæmundsson, setti fundinn
og bauð fulltrúa velkomna og
sérstaklega Gísla Halldórsson, for
seta ÍSÍ og Inga Þorsteinsson, ný-
kjörinn formann FRÍ.
Áður en gengið var til fundar-
starfa minntist formaður þriggja
látinna félaga:
Brynja Þuríður Guðmundsdótt
ir lézt 30. júní sl. Hún starfaði
lengi í fimleikum og á skíðum og
átti um nokkur ár sæti í aðal-
stjórn KR.
Kjartan Guðjónsson
setti 9 unglingamet
Jóhann Bogason lézt 15. nóvem
ber sl. Hann var verkstjóri við
byggingu KR-vallanna og félags
heimilisins frá upphafi og síðan
húsvörður við íþróttahús KR eft
ir að það tók til starfa.
Sigurgeir Guðjónsson lézt 25.
nóvember sl. Hann var lengi með
al fremstu sundmanna og sund-
knattleiksmanna hérlendis og
sat lengi í stjórn sunddeildar KR
og formaður hennar um skeið.
Heiðruðu fundarmenn minn-
ingu hinna látnu félaga með því
að rísa úr sætum.
Fundarstjóri var kjörinn Þórir
Jónsson og fundarritari Sigurgeir
Guðmannsson.
Ritari félagsins, Gunnar Sig-
urðsson, flutti ársskýrslu félags-
ins og úrdrátt úr ársskýrslum
hinna 7 íþróttadeiida. Á vegum
aðalstjórnar var efnt til sumar-
dvalabúða fyrir drengi og stúlk
ur í skíðaskála KR í Skálafelli,
og dvöldust um 60 börn þar á
tveim þriggja vikna námskeiðum.
Stjórnandi var Hannes Ingibergs
son, íþróttakennari.
Knattspyrna: KR varð Reykja
víkur- og Bikarmeistari á árinu
og vann 4 mót í yngri flokkunum.
Alls unnu flokkar KR í knatt-
spyrnumótum sumarsins um 52%
sinna leikja. Félagið tók á móti
danska úrvalsliðinu SBU, sem lék
hér 4 leiki. Á árinu lagði KR til
8 landsliðsmenn í 4 landsleikjum.
Fimleikar: Sýningarflokkur fé
lagsins sýndi 4 sinnum á árinu
og m.þ. á 17. júní hátíðinni. Efnt
var til hressingarleikfimi fyrir
konur og karla og stofnaður var
drengjaflokkur. Deildin sá um
móttöku 50 manna sænsks fim-
leikaflokks sl. sumar.
Frjálsar íþróttir: Deildin tók
þátt í öllum frjálsíþróttamótum,
sem haldin voru á árinu. Á Meist
aramóti íslands vann KR 8 ís-
landsmeistara titla af 22 og á
Unglingameistaramóti íslands
vann KR 9 titla af 16 mögulegum.
Á árinu setti KR 9 drengja- og
unglingamet og voru þau öll
sett af Kjartani Guðjónssyni. Er
hann einn efnilegasti frjáls-
íþróttamaður, sem hér hefur kom
ið fram lengi, og bindur félagið
miklar vonir við hann.
Ilandknattleikur: Félagið tók
þátt í öllum mótum á árinu og
varð Reykjavíkurmeistari í 3. fl.
karla A og íslandsmeistari í 3. fl.
karla B. Á árinu ták félagið á
móti danska handtknattleikslið-
inu Efterslægten og tókst sú
heimsókn mjög vel. Frekar hefur
hallað undan fæti í meistaraflokk
um karla og kvenna, en mikil
grózka er í yngri flokkum félags
ins og gefur það fyrirheit um, að
KR muni innan tíðar skipa sér
á ný í fremstu röð í handknatt-
leik.
Körfuknattleikur: Félagið hef
ur átt miklu gengi að fagna í
körfuknattleik á árinu og er orð
ið meðal sterkustu félaga í þeirri
grein. Á íslandsmótið sendi KR
8 lið og varð árangur góður hjá
flestum liðum félagsins. Á Reykja
víkurmótinu vann KR meistara
flokk kvenna og 3. flokk barla.
Skíðaíþróttir: Á Reykjavíkur-
meistaramótinu vann félagið 6
meistarastig og sérstaklega vakti
athygli árangur Mörtu B. Guð-
mundsdóttur, og einnig hafa kom
ið fram nokkrir efnilegir ungir
skíðamenn. Unnið hefur verið að
raflýsingu brekkunnar umhverf
is hina nýju skíðalyftu félagsins
í SkálafelÚ og eru aðstæður til
æfinga við hinn nýja skála félags
ins orðnar mjög góðar.
Sund: Árangur sundmanna fé-
lagsins hefur mjög batnað á ár-
inu og hefur félagin-u bætzt mikið
af nýju og efnilegu sundfólki og
Ihafur það aðallega byggzt á
sundæfingum sl. sumar í Sund-
laug Vesturbæjar. Mest hefur
borið á Erlingi Þ. Jóhannssyni,
Sigmari Björnssyni og Sigrúnu
Sigvaldadóttur. Á árinu var end
urreistur sundknattleiksflokkur
félagsins og hefur það fært nýtt
líf í þá íþróttagrein, sem legið hef
ur niðri um nokkur ár.
Gjaldkeri félagsins, Þorgeir
Sigurðsson, gaf yfirlit yfir fjár-
hág og afkomu félagsins á starfs-
árinu. Afkoma félagsins var mjög
góð, en stöðugt skortir fé til rekst
urs deildanna, þótt innheimta árs
gjalda félagsmanna hafi aldrei
gengið svo vel sem sl. ár, er inn-
heimtust 91.000.00 kr.
í stjóm vom kosnir:
Einar Sæmundsson, formaður.
Ágúst Hafberg, Birgir Þorvalds
son, Gunnar Sigurðsson, Sveinn
Björnsson og Þorgeir Sigurðsson.
Varastjóm: María Guðmunds-
dóttir, Georg Lúðvíksison og
Hörður Óskarsson.
EndurskoSendur: Ólaíur Nielsssn og
Björn Björgvinsson.
Varaendurskoðendur: Sveinn Jóns-
son og Helgi V. Jónsson.
Formaður fimleikadeildar: Árni J,
Magnússon.
Kennarar í fimleikum: Benedifct
Jakobsson, Jónas Jónsson, Gunnvör
Björnsdóttir, Dóra Emilsdóttir, Björn
Þór Ólafsson.
Formaður frjálsíþróttadeildar: Óskar
Guðmundsson.
Þjálfari: Benedikt Jakóbsson.
Formaður handknattleiksdeildar:
Magnús Georgsson.
Þjálfarar: Öm Steinsen, Sigurðuí
Óskarsson, Marla Guðmundsdóttir.
Heinz Steinmann og Bjöm Einarsson,
Formaður knattspyrnudeildar: Sig-
urður Halldórsson.
Þjálfarar: Sigurgeir Guðmannsson,
Öm Steinsen, Murdo McDougall, Gunn
ar Jónsson og Agnar Ármannsson.
Formaður körfuknattleiksdeildar:
Helgi Sigurðsson.
Þjálfarar: Ólafur Thorlacius.
Þjálfari: Ólafur Thorlacius.
son.
Formaður stmddeildar: Jón OtU
Jónsson.
Þjálfarar: Sigmar Björnsson og Jón
Otti Jónsson.
Plötusmiðir og
Rafsuðumenn
óskast. — Mikil eftir og næturvinna.
VÉLSMIÐJAN JÁRN H.F.
Síðumúla 15
Sími 3-55-55 og 3-42-00.
Lnglingsstúlka
Stúlku vantar okkur nú þegar til símavörzlu.
Vélritunarkunnátta æskileg.
C^gbUMBDÐIÐ HR. HRISTJÁNBSDN H.F.
SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
Krossviður
Limba 4—5 og 10 m/m stærð 122x220 cm
Beyki 3 og 4 m/m — 122x220 cm
nýkomin.
HJÁLMAR ÞORSTEINSSON & CO .H.F.
Klapparstíg 28 — Sími 11956.