Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 3
Lau'gardalur 5. janúar 1963 MORGTJ'NBLAÐIÐ 3 I SJÚKRAHÚSINU á Patreks firði liggja nokkrir erlendjr sjómenn. Um jólin brá ég mér í stutta heimsókn til þeirra. Fyrst hitti ég að máli Giint- her Thielke, matsvein af þýzka togaranum Freiburg frá Bremerhaven. Hann var lagð- ur hnífi föstudaginn 21. des., er skipið var statt í Patreks- höfn. Honum segist svo frá: — Ég er fseddur 5. okt. 1931 í Cuxhaven, þar er einnig heimili mitt og kona. Við eig- um tvö börn. Ég er búinn að vera mat- sveinn á togurum í um það bil 1 ár. Fram að þeim tíma starfaði ég aðallega við köfun á eftirlits og sjúkraskipinu Giinther Thielke, matsveinn, sem sendi eftir kjöti, en fékk hnífsstungu í staðinn. Neitaði að ná í kjðtið Stakk kokkinn hnífi þess í staö Meerkatze. Fyrir rúmu ári varð ég fyrir því óhappi að festast í sokknu flaki söm við vorum að sprengja í mynni Elbe. Var ég fastur 1 flakinu í 8 klukkustundir, eða þangað til björgunarmönnum tókst að ná mér upp. Síðan hefi ég ekki kafað. — Hvernig atvikaðist það að þú varst lagður hnífi á föstudagskvöldið? — Mér er það eiginlega ekki ljóst. Ég hafði gert mér far um að hafa sem minnst af- skipti af háseta þeim, er hér er um að ræða, enda hafði hann áður sýnt fyrirrennur- um mínum yfirgang, með þeim afleiðingum að þéir fóru af skipinu. Þennan morgun var kæli- skápur við eldhús í ólagi. Þurfti ég því að fá mann hjá bátsmanni til að sækja fyrir mig kjöt fram í skipið. Var umræddum manni fengið það verk, en hann neitaði, og var því annar sendur 1 hans stað. Þegar hann svo mætti í borð- sal kl. 12 lét ég orð falla á þá leið, að eiginlega ætti hann ekki að fá mat, þar sem hann hefði óhlýðnast fyrirskipun- um. Var ekkert meira um það rætt. En mér var aftur á móti sagt, að hann hefði að lokinni máltíð haft á orði að reka hníf í mig þá um daginn. Um kl 18.30, en við vorum þá fyrir nokkru komnir hing- að til Patreksfjarðar og höfð- um kveikt á einu kerti að- ventukransinum ( en það er siður okkar Þjóðverja að kveikja daglega á einu kerti á dag út aðventuna), kom há- seti þessi í eldhúsið og krafð- ist þess að fá mat sinn strax. Sagði ég honum, að hann yrði að bíða þangað til maturinn væri til og aðrir skipverjar færu að borða. Óskaði ég einn ig eftir því, að hann færi burt úr eldhúsinu. Brá hann þá eldsnöggt flatningshnífi, sem hann hafði falið inni á sér. Var lagið svo snöggt, að ég tel mig ekki hafa fundið neitt til sársauka, en sá aftur á móti að jakki minn litaðist tafarlaust blóði. Hafði lagið komið rétt fyrir neðan við- bein vinstra megin. í sömu andrá kom skipstjóri og stöðv aði frekari árásir, en þá hafði hann aftur mundað hnífinn og stefndi neðar á brjóstið. Læknir var síðan sóttur án tafar og ég fluttur á sjúkra- hús, þar sem gert var að sár- inu. Lungað hafði særzt. En allt fór betur en áhorfðist í fyrstu. — Hvernig stendur á því að svona menn eru ekki reknir úr skipsrúmi, þegar um end- urtekin ofbeldisverk er að ræða að þeirra hálfu? — Mannekla er mjög mikil á þýzka togaraflotanum. Upp á síðkastið hefir fjöldi Spán- verja, ítala, Libanonmanna o. fl. verið ráðnir á þýzku togarana og við fiskiðnaðinn. Eru því þýzkir sjómenn ekki reknir í land fyrr en fullreynt er, að þeir séu ónothæfir. Næst verður á vegi minum stýrimaður af þýzka togaran- um Hans Bosch. Hann er fæddur 28. fébr. 1934 og búsettur í Bremer- haven, kvæntur og á tvö börn. Hefir verið stýrimaður frá 1953 og vonast til að verða skipstjóri á næstunni. Hann segir svo frá: — Við vorum að veiðum vestur í Víkurál. Veður var mjög slæmt. Eg var á leið á stjórnpall, nánar tiltekið í stiganum upp í brúna, þegar sjór reið yfir skipið. Þrýstist hnéð að einni stigariminni og brotnaði hnéskelin í fjóra hluta, og varð því eins og lítil jólastjarna. Læknirinn hérna skar upp hnéð og spengdi brotin saman. öll launin sem ég hlaut fyrir þetta voru 10 körfur af fiski og gersamlega ónýtt troll. í sömu stofu liggur einnig gamall enskur togarasjómað- ur af togaranum Port Vale. Hann er 66 ára að aldri og var skipstjóri á togurum frá 1929 til 60, en vinnur nú sem há- seti. Hann heitir William Leitch. Var lagður inn á sjúkrahús vegna sjúkleika í handleggjum. Við spyrjum, hvernig þeim hafi líkað að liggja á sjúkra- húsinu. Allir ljúka upp einum munni um, að betri þjónustu á sjúkrahúsi gætu þeir ekki hugsað sér. Báðu þeir um að skila bezta þakklæti til sjúkra hússlæknisins Kristjáns Sig- urðssonar, hjúkrunarfólks og alls starfsfólksins. Gangur sjúkrahússins var skemmtilega og smekklega skreyttur fyrir jólin nú eins og endranær. — Trausti. Stýrimaðurinn af þýzka togaranum Hans Bosch. Xy'NAIShnilor IV SVSOhnútor SnjóÁoma > 06/ V Skúrir K Þrumur mss KuUoshit ^ HiUskit H Hmi L Lmoi Á BRETLANDSEYJUM er veður nú stillt Og frostlaust, en viða snjómugga eða slydda. Hér á landi er stillu- veður og víða bjartviðri en allmikið frost í innsveitum. Um hádegi í gær var 14 st. frost á Akureyri eða 11 st. kaldara en í Reykjavík. Möðrudal var meira að segja 25 st. frost, enda logn og heiðríkja. Yfir NV-Grænlandi er grunn lægð á hreyfingu austur eftir, og gæti því dreg- ið til norðvestanáttar hér á landi í kvöld eða á morgun. FjöEmenn útför frú Helgu l\lagnúsdóttur Ijósmóöur REYKJUM, 2. jan. — f dag var jarðsett að Lágafelli frú Helga Magnúsdóttir, ljósmóðir frá Lax- nesi. Jarðarförin var óvenju fjöl- menn, enda vinsældir hinnar látnu geysimiklar fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan umsvifa- mikla búsýslu, lengst af með ljósmóðurstörfum, tók hún mjög virkan þátt í félags- og menn- ingarmálum sveitar sinnar, á- samt merkilegum ræktunar- og mannúðarmálum. Hún var einn af stofnendum sjúkrasamlagsins hér í sveit og í stjórn þess til dauðadags. Þetta þótti djarft fyrirtæki á kreppuárunum, en forustan bilaði hvergi og fjár- hagsgrundvöllur samlagsins var tryggður á mjög óvenjulegan en glæsilegan hátt og afkoma þess ágæt enn í dag. Einstakur dugnaður og áræði ljósmóðurinnar í vetrarferðum á hestum var mj'ög rómaður af öll um sem til þekktu, enda áttu þau hjón, Einar Björnsson og hún, ávallt vel fóðraða og trausta gæðinga. Á þeim bæjum, sem þessi h; hafa búið, ber trjágarður me um smekkvísi og ræktarsemi jarðargróður. Sóknarpresturinn jarðsetti og kirkjukór Lágafellssóknar söng undir stjórn Hjalta Þórðarsonar, Sigurður Ólafsson söng við und irleik organistans. Nánustu vinir báru kistuna úr kirkju en hrepps nefnd og húsnefnd félagsheimil isins síðasta spölinn að gröfinni — J. STAKSTEIIVAR íslenzka krcna í erlendum bönkum Morgunblaðinu barst nýlega bréf frá íslendingi í Danmorku, þar sem m. a. var rætt um gjald- eyrisástandið þar og i Noregi. Kemst bréfritarinn m. a. að orði á þessa leið: „Gjaldeyrislega eru Danir að verða illa settir. Þeir eiga naum- ast gjaldeyri til eins mánaðar vörukaupa og sama er um Norð- mennina að segja. Hins vegar eiga Islendingar og Svíar gjald- eyrissjóði til þriggja mánaða vörukaupa. Einhvern tima hefðu þetta þótt tíðindi og þetta eru sannarlega tíðindi. Nú er islenzk króna keypt í öllum bönkum hér í Danmörku. Það er alveg nýtt fyrirbæri. Hér er mikil dýrtíð, það er eins og var á árum vinstri stjórn arinnar heima. Samningar verka- manna og atvinnurekenda renna út í vor og er búizt við miklum kaupkröfum, svo allar líkur eru á vaxandi verðbólgu í Dan- mörku“. Vill taka upp hægri akstur Bréfritarinn heldur áfram og kemst þá m. a. að orði á þessa leið: „Á einu máli hef ég mikinn áhuga, sem ég tel brýna nauðsyn bera til að leyst verði heima á íslandi, það er að horfið verði frá vinstri akstri og tekinn upp hægri akstur. Svíar eru nú ákveðnir í að breyta hjá sér. Við eigum lika að taka upp hægri akstur eins og allar Evrópu- þjóðir nema Bretar. Eins og aðr- ar þjóðir munu íslendingar í vax andi mæli taka bílinn sinn og ferðast út í hinn stóra heim og aka sjálfir. Það væri alveg út í bláinn að halda í vinstri akst- urinn. Það gerir þjóðinni aðeins erfiðara um vik um samskipti við aðrar þjóðir. Það er alveg nóg fyrir okkur að þurfa að læra mál allra annarra þjóða, þó við þurf um ekki líka að læra umferðar- reglur þeirra. Stokkið yfir mörg stig Það er dálítið skritið að við skulum hafa stokkið yfir mörg stig í samgöngumálum, sem önn ur þjóðfélög hafa þurft að ganga í gegnum. Á ég þar við hjólreiða stigið, sporvagna- og jámbrauta- stigið. Við fórum beint yfir í bílaakstur og flugvélar og meg- um þakka guði okkar fyrir. Hall inn á sporvögnum Kaupmanna- hafnar var nálega 40 milljónir danskra króna á sl. ári. Rikis- járnbrautimar em lika reknar með miklum halla. Nú á að fara að leggja sporvagna hér niður að mestu leyti og taka upp stóra al- menningsvagna eins og heima. Svipuð saga er að gerast i Sví- þjóð. Þar eiga allir sporvagnar að vera horfnir 1967 eða eftir fimm ár. Við völdum bílana, góðu heilli, heima á íslandi og þar með vegina. En við höfum van- rækt þá um of. Okkur ber skylda til að byggja upp sæmilegt ak- vegakerfi um Iandið“. „Viðreisnarkrónan“ Framsóknarmenn þykjast ekkert vita um hið aukna traust íslenzku krónunnar. Þeir tala þvert á móti seinast í gær í háðs tón um „viðreisnarkrónuna“. Það þykir þeim slæm króna En hvernig skildu þeir og vinstri stjóra þeirra við vesalings ís- lenzku krónuna? Hún lá hjálpar vana í svaðinu, enginn vildi við henni líta og hún fékkst hvergi skráð, enginn vildi kaupa hana og íslenzka ríkið var firrt láns- trausti og heiðri utan lands sem innan. Þannig var viðskilnaður Framsóknarmanna og vinstri stjómar þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.