Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 12
12 MORGVWBLAÐIB Laugardagur 5. janúar 1963 Guðmundur Jónsson, /Egissíðu - GUÐMUNDUR Jónsson, bóndi á Ægissíðu, andaðist á heimili sínu 28. desember sl. Hann var fædd- ur á Ægissíðu 1. júní 1888 og því á 76. aldursári þegar hann lézt. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum sæmdarhjónunum Guðrúnu Pálsdóttur og Jóni Guð mundssyni frá Keldum í stórum systkinahópi, en þau bjuggu á Ægissíðu allan sinn bú- skap, eða nærfellt 40 ár. Á þeim tíma var Ægissíða miðstöð sveit- arinnar, lengi eina símstöðin- og endastöð fyrir bifreiðar á tíma- bili. I>að var því Oft fjölmenni á Ægissíðu og mikið annríki, sem hjónin og börn þeirra tóku þátt í að leysa. Var Ægissíðu-heimilið viðurkennt fyrir gestrisni og - Minning hjálpsemi. Eftir að Jón hætti bú- skap tóku synir hans við og hafa búið þar síðan. Guðmundur tók part af jörðinni og varð ágætur bóndi og hélt uppi gestrisni og myndarskap, eins og ávallt tíð- kaðist á Ægissíðu. Guðmundur giftist 1927 ágætri konu, Sigur- línu Stefánsdóttur frá Bjólu. Eignuðust þau eina mannvæn- lega dóttur, Guðrúnu, sem er gift Einari Ólafssyni frá f»jót- anda. Hún hefir oftast verið heima, foreldrum sinum til stuðnings og hjálpar. Guðmundur átti alla tíð heima á Ægissíðu og hefði tæplega get- að hugsað sér að dvelja til lengd- ar á öðrum stað. Hann var mjög tryggur og vinfastur. Hann var Okkar hjartkæra móðir SESSELJA MAGNÚSDÓTTIR frá Þingeyri, lézt að Hrafnistu 4. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín Ingibjartar, Magnús Amlín. Útför mannsins míns SKÚLA THORARENSEN útgerðarmanns, sem andaðist á nýársdag, fer fram í Fossvogskirkju mánu daginn 7. jan. kl. 10,30 fyrir hádegi. Athöfninni verður útvaTpað. Vigdís Thorarensen. Innilegasta þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför KRISTINS ÞORBERGSSONAR bif reiðarstj óra. Einnig þökkum við stjóm og samstarfsfólki hans við Bæjarútgerð Reykjavíkur. Fálína Gunnarsdóttir, Þorbergur Jónsson og b ömin. Þökkum þeim er sýndu vináttu í veikindum, og við jarðarför frænku okkar ÞORGERÐAR EGGERTSDÓTTUR frá Vesturkoti, Leiru. Fyrir hönd frændfólks. Einar Jónsson, Sveinn Jónsson. Hjartkær konan mín og móðir okkar VILHELMÍNA LAUFEY GUNNARSDÓTTIR andaðist á heimili sínu, Sóleyjargötu 12 Akranesi 2. þ.m. Ingmiundur Leifsson, Laufey Ingimundardóttir, Ingimundur Ingimundarson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem veittu hjálpsemi og hluttekningu í veikindum, við andlát og jarðarför systur okkar INGIBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunar- liði á Vífilsstaðahæli, fyrir frábæra hjúkrun í veikind- um hennar. Oktavía Guðjónsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Kristjana Guðjónsdóttir. Þökkum hjartanlega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför GÍSLA GUNNARSSONAR kaupmanns, Hafnarfirði. Guðlaug Eiríksdóttir, Sigurður Gíslason, Jóhanna Hinriksdóttir, Málfríður Gísladóttir, Benedikt Guðmundsson, Valgeir Óli Gíslason, Gísli Magnússon, Eiríkur Gíslason, Eirikka Markúsdóttir, Gunnar Gíslason, Else M. Gíslason, Konráð Gíslason, Guðrún S. Guðmundsd. og barnabörn. Guðrún Egilson alltaf friðsamur og átti aldrei óvildarmenn. Athugull var hann, greindur vel og hygginn. Guð- mundur hafði áhuga fyrir sögu og fróðleik, eins og margir frændur hans eru kunnir fyrir. Hann kunni vel að meta náttúru- fegurð, faillegt landslag, víða oig tilkomumikla fjallasýn, sem ó- víða mun vera meiri en frá Ægis- síðu. Guðmundur naut trausts samferðamanna sinna. Allir sem þekktu hann voru öruggir um að hann myndi ekki bregðast því trausti, sem honum var sýnt, heldur leysa hvert verk sem hann tók að sér með ágætum. Hann var sérstaklega mikilvirkur og góður verkmaður og fór orð af því hversu öll verk fóru honum vel úr hendi. Lengi var Guðmundur fjadl- kóngur á Holtamannaafrétti. — Mun hann hafa farið til fjárleita á afréttinn 40 haust og oft tvær ferðir á hausti og auk þess vör- ferðir, eins og títt var í fyrri daga. Þegar Guðmundur fór í seinni leitir þótti öruggt að full- leitað væri og fé væri ekki eftir á afréttinum. Hann var að sjálf- sögðu mjög vel kunnugur á hin- um víðáttumikla afrétti, og þekkti hvert gil, hverja öldu og öll kennileiti líkt og í heima- högum. Það var skemmtiferð að fara um Holtamannaafrétt, þegar veður 'var gott og menn fengu notið fegurðar og þeirra töfra, sem öræfin og fjöllin bjóða þeg- ar skyggni er gott. Guðmúndur var óþreytandi að fræða þá sem voru með honum ókunnugir í þessum ferðum um ömefni og kennileiti, þannig að auðvelt var að fylgjast með og muna síðar hina ýmsu staði sem komið var á og til sást. Ég sem þessar línur rita fór tvær ferðir á unglings- árum mínum um Holtamanna- afrétt með Guðmundi á Ægis- síðu. Hvor ferð tók tíu daga og verða ógleymanlegar. Guðmundur hafði sérstakt yndi af fjallaferðum og fór norður yfir Sprengisand sem fylgdar- maður ferðalanga að ég ætla oft- ar en einu sinni. Guðmundur var hlédrægur maður en voru eigi að síður falin ýms trúnaðarstörf sem ekki skulu talin hér, en þess má geta að hann var um árabil í hreppsnefnd, en sagði af sér því starfi og neitaði endurkjöri. Deildarstjóri var hann í kaup- félaginu Þór frá stofnun þess 1936. Var hann ætíð traustur og áhugasamur félagsmaður. Hann var einnig lengi deildarstjóri í Sláturfélagi Suðurlands og nú fyrir jólin, þegóir reikningar og uppgjör kom til hans frá Slátur- félaginu, var heilsa hans það þrotin að hann gat ekki gengið frá uppgjöri við félagsmenn Slát- urfélagsins í Djúpárhreppi, eins og hann hafði ætlað. Þannig gengur lífsins saga, menn koma, starfa og fara. Hraustir menn og vinnusamir missa á löngum starfsferli starfsþrekið og heils- una. Guðmundur á Ægissíðu verður jarðsettur í dag að Odda. Það munu margir fylgja honum til grafar, og minnast góðs sam- ferðamanns og félaga, sem var samtíðinni til sæmdar og stuðn- ings. Minningin um góðan dreng mun lifa. Aðstandendum öllum vil ég votta fyllstu samúð mina. L J. Kveðja ÞANN 22. des. s.l. andaðist hér í bænum frú Guðrún Egilson tæpra 73 ára að aldri. Hún var fædd á Bildudal þ. 5. jan. 1890 dóttir þeirra merkishjónanna Ásthildar Guðmundsdóttur og Péturs Thorsteinsson. Með Guðrúnu er gengin, svo óvenjuleg kona að ekki er hægt annað en að staldra við, og laða. fram í hugann eitthvað af þeim möngu endUrminningum, sem við hana eru tengdar. Ef litið er yfir æfi Guðrúnar, má eiginlega skifta henni í tvo hluta, allt frá fæðingu hennar virðast örlaga- diísirnar hafa verið hinni umgu konu mjög örlátar, látið henni í té alla þá eigimleika, sem eftir- sðknarverðasta má telja 1 lífinu. Góðar gáfur ágætt uppeldi í stór um og glöðum systkinahóp, feg- lurð glæsileiik og andlegt at- gjörfi. Gleði og hamingja virð- ast vera sterkustu þættirnir í lifi Guðrúnar á þessum árum, og uim það leyti, kynnist hún Gunnari Egilson manni sínum, og það hafa tjáð undirritaðri, þeir eldri Reykvíkingar sem þeim voru samtíða, að glæsilegra og ham- imgjusamara par hafi vart sést, lífsgleðinni og ástinni voru engin takmörk sett. Þessi ungu hjón hafa áreiðanlega, sett sinn svip á bæinn í þá daga, kring um þau ríkti sú gleði, sem ekki verð ur búin til heldur kemur innan frá. Hjónaband þeirra Guðrúnar Oig Gunnars var svo gott, að ætla mætti að örlagadísirnar hafi séð ofsjómum yfir allri þeirri ham- ingju, og ekki staðizt það að taka í taumana, enda lét mað- urinn með ljáinn sig ekki vanta, og var Gunnar þá hrifinn á brottu, eftir 17 ára hjónaband og höfðu þau þá eignast 8 börn. Þarna verða þau stærstu þátta skil í lífi Guðrúnar og hefir þá áreiðanlegia bnostið eitthvað innra með henni, sem ekki vakn aði til lífsins aftur því þótt hún ætti eftir að vera ekkja nærri 35 ár tregaði hún Gunnar alla tíð. Sú er þetta ritar kyntist Guð- rúnu og hennar heimili, fyrir nær þrem áratugum, og var hún þá mjög glæsileg, og á bezta aldri. Aldrei voru auðæfi hennar mikil á veraldarvísu, eri innra með sér átti hún svo mikla auð- legð að miðla öðrum af, hlýja hennar og nærgætni í garð alls þess unga fólks, sem voru tíðir gestir, á hennar heimili var ó- venjuleg. Hæfileikar hennar til að laða menn að sér, voru henni með- fæddir og nauðsynlegir. Og það eitt að vera gestur á hennar heimili, og vera tekinn alvar- lega, og þar að auki meðhöndl- aður, sem fullorðin manneskja og jafningi, var ekki svo lítiil styrkur, fyrir þá vanmáttarkend, sem oft leynist með ungu fólki á vissu aldursskeiði. Eins og mörgum vinum Guð- rúnar er kunnugt dvöldu þau hjónin meðan Gunnars naut við, erlendis árum saman, og þar fæddust fjögur yngstu börnin þeirra. Margar ánægjulegustu stundir er undirrituð minnist, eru þær þegar Guðrún leiddi okkur þakkláta áheyrendur með sér í ferðalög suður um lönd, þá voru utanferðir stærri og meiri viðburðir en nú er. Minnisstætt er þegar hún leiddi okkur með sér í eitt af stærstu óperuhús- um Ítalíu, og á sinn sérstæða og hægláta hátt, gat hún greint svo skemmtilega frá því þegar jafn- vel hún og Gunnar maðurinn hennar gengu út af sínu heimili á leið til óperunnar, svo og efni hennar, umhverfi, og síðast á leið inni heim var ekki stemningin þrotin, ónei í strætisvaigninum kunnu, og þekktu menn efnið og sungu á víxi, og Gunnar tók und ir, því hann var söngmaður góð- ur og bráðmúsikalskur, þannig var lífið þá hjá þeim söngur músik og gleði. Eða þegar mannskapurinn fór fór á nautaatið með Guðrúnu, ekki fylltumst við skelfingu yfir því, þvert á móti gat hún greint svo öfgalaust frá því, að öllum fannst þetta sjálfsögð og eðlileg íþrótt. Á þessum árum áttu þau hjónin þess kost að hlýða á marga beztu listamenn heims, sem þá voru efst á baugi. Af öllu þessu miðlaði Guðrún og alveg voru menn óseðjandi í að hlýða á frásögn hennar af fjarlægum hlutum. Lífið getur stundum verið ótrúlega harð- hent, og beygt menn misskunar- laust, en engin forskrift finnst upp á, það hversu menn skuli bregðast við þegar sorgir og andstreymi steðja að. Þótt Guðrún ætti eftir að lifa mörg og löng ár eftir lát Gunn- ars, var eitthvað farið fyrir fullt og allt af henni sjálfri, en lifinu varð að lifa áfram. Seinni árin hrakaði heilsu hennar all mjög, og upp á síð- kastið var lítið orðið eftir af hennar fyrra þrótti, og segja má að héðan hafi hún farið, í sátt við allt og alla, jafn þakklát og hún var í lífinu, því ekki var óánægj- an, með tilveruna þótt oft blési á móti. Af átta börnum Guðrúnar komust sjö til fuilorðins ára, oig eru þau öll vel kynntir borgarar hér í bæ. Öil hafa þau tekið í arf lífsgleði og bjartsýni for- eidra sinna í ríkum mæli, og gott er að eiga slíkt fódk að vinum. Öll eigum við það sameigin- legt að vilja ná háum aildri og lifa lengi, en enginn vill þó eld- ast, en um það er ekki spurt þegar þar að kemur, og er þá hollt að minnast sinna góðu vina eins og þeir voru manni hugstæðastir. I Unnur Arnórsdóttir. GESTUR GUÐMUNDSSON tenór SÖNGSKEM MTUN í Gamla Bíó sunnudaginn 6. janúar klukkan 3. Við hljóðfærið: Guðrún Kristinsdóttir. Aðgöngumiðar seldir í Gamla bíó í dag (laugardag).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.