Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 19
Laugardagur 5. janúar 1963 MORGVTSBLAÐIÐ 19 Landsbankinn opn- ar útibú á Húsavík Gefur 100 þúsund kr. til sjúkrahússins Húsavík 4. jan. ORÐIÐ hefur að samkomulagi að Landsbanki íslands taki yfir rekstur Sparisjóðs Húsavíkur frá og með deginum á morgun, laug- ardag. Opnar þá bankinn jafn- framt útibú á Húsavík, sem verður til húsa í húsnæði spari- sjóðsins, sem hafa Verið endur- bætt. Bankastjóri hefur verið ráðinn Sigurður P. Björnsson, sem gengt hefur starfi sparisjóðs- stjóra. Starfsfólk útilbús Landsbank- ans verður hið sama og áður starfaði í sparisjóðnum, þau Eysteinn Sigurjónsson, gjaldkeri og Áslaug Þorgeirsdóttir, auk bankastjórans. í tilefni af opnun ú-ibúsins komu hingað í gær Baldvin Jónsson, formaður bankáráðs Landsbankans, Svanbjörn Frí- mannsson, bankastjóri og Stein- grímur Steinþórsson, bankaráðs- maður. Engin veizluhöld verða í til- efni opnunar útibússins, en Landsbankinn gefur 100 þús. kr. til Áhaldasjóðs Sjúkraihúss Húsa- víkur vegna opnunarinnar. — HAS. — Ehrenburg Framhald af bls. 1. frjálsræðis í skoðunum eftir að Stalin leið, en tímabil þetta var nefnt „Hlákan“ eftir sam- nefndri skáldsögu Ehrenburgs frá 1954. Ef við hefðum hlustað á rödd Ehrenburgs, segir Lakti onov, værum við fyrir löngu komnir undir merki formal- ista. Við hefðum afneitað ást okkar á raunsærri rússneskri list, og tekið ástfóstri margs- konar „isma“, aðallega upp- runna í Frakklandi. Laktionov ræðst einnig á rithöfundinn Yuri Nagibin, sem stendur framarlega í hópi þeirra ungu rússnesku listamanna, er halda því fram að abstrakt-málarar eigi sjálf- ir að fá að ráða því hvernig þeira mála. Krefst Laktionov þess að kjörnir verði „opin- berir“ fulltrúar í þær nefnd- ir, sem velja verk á rússnesk- ar málverkasýningar, og einn ig í aðrar listanefndir. Ehrenburg starfaði um Eldra : fólk... UNDANFARIN ár hefur það farið vaxandi, að fólk, sem ýmissa orsaka vegna, m.a. fyrir aldurssakir, hef- ur ekki fulla starfsorku, hefur drýgt tekjur sínar verulega með því að starfa að blaðaburði fyrir Reykja víkurblöðin. Hefur þetta yfirleitt gefizt vel og orð- ið mörgum að verulegu liði. Morgunblaðið hefur mik inn hug á því að komast í samband við eldra fólk her 1 borginni, sem að at- huguðu máli, myndi hafa ahuga a að gefa sig að slíku starfi. Nú þegar starfa á vegum MbL, bæði konur og karlar, sem daglega annast blaðadreifingu í í- búðarhverfum borgarinn- ar. — margra ára skeið sem blaða- maður vestan jámtjalds, og hefur margsinnis hvatt til f r e k a r i menningartengsla milli austurs og vesturs. Hann býr nú í þægilegri íbúð í Moskvu, þar sem veggirnir eru þakktir málverkum eftir Picasso, sem er náinn vinur hans, og fleiri vestræna lista- menn. Hefur Ehrenburg mót- mælt yfirstandandi baráttu Sovétstjórnarinnar gegn ab- strakt list, bandarískum jazz og vestrænum áhrifum í rúss- neskum bókmenntum, tónlist og kvikmyndum. Eins og fyrr greinir er Ehrenburg kominn til Lund- úna og verður sennilega að heiman í mánuð. Einkaritari hans sagði að Ehrenburg hefði lesið greinina í Pravda áður en hann fór og tekið blaðið með sér. Ekki lét hún uppi hvernig Ehrenburg líkaði greinin. Hér á eftir fara tveir kaflar úr ævisögu Ilya Ehrenburgs, „Líf og Fólk“. Kaflarnir eru um Picasso: — Hversu einfaldir, fáfróð- ir eða illgjarnir eru ekki þeir, sem líta á hinn mikla og erf- iða listaferil hans sem röð vís vitandi sérvizkuverka, sem löngun til „épater le bourgois" og ást á tízkustefnum! Hann hefur sagt mér, að hann hafi oft ekki getað varizt hlátri, þegar hann las, að hann „leit- aði nýs tjáningarforms". „Ég leita aðeins eftir einu: að tjá það, sem mér býr í brjósti. Ég leita ekki nýrra tjáningar- forma, ég finn þau“. Ein- hverju sinni sagði hann mér, að þegar hann byrjaði að mála, vissi hann stundum ekki, hvort málvérkið yrði í •anda kúbisma eða realisma; þetta stjórnaðist bæði af fyrir myndinni og hugarástandi listamannsins. Nokkru síðar segir í bók- inni: Þegar við hittumst einu sinni sem oftar, sagði hann og hló: „Nú erum við báðir í vanda staddir, einu sinni enn“. Skömmu áður hafði ég ritað grein í Literaturnaya Gazeta, að sjálfsögðu ekki um listir, heldur um baráttuna fyrir friði (þetta var 1949). í greininni sagði ég, að mestu andans menn í Vesturálfu stæðu með okkur, og nefndi Picasso ásamt öðrum. Rit- stjórnin birti neðanmálsgrein, þar sem það var harmað, að ég hefði látið undir höfuð leggjast að gagnrýna hinn formalistiska þátt í verkum Picassos. Páfinn BANDARÍSKA vikuritið TIME hefur kjörið Jó- hannes páfa XXIII. „Mann ársins 1963“. Það hefur verið siður hjá TIME allt frá því í janúar 1928 að birta á forsíðu fyrsta heftis hvers árs mynd af þeim manni eða konu, sem mest áhrif hafði á gang sög- unnar, til góðs eða ills, á liðnu ári. Fyrstur að hljóta þennan heiður var flugkappinn Charles A. Lindbergh, en hann hafði dagana 20. og 21. maí árið áður flogið einn í flugvél sinni „Spirit of St. Louis“ án viðkomu frá New York til Parísar. Oftast hafa stjórnmála- menn verið valdir menn árs- ins, og sumir oftar en einu sinni. Franklin D. Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, var þrisvar kjörinn mað- ur ársins (1932, ’34 og ’41), Stalín tvisvar (1939 og ’42), Winston Churchill tvisvar (1940 og ’49), George C. Mar- shall, fyrrv. hershöfðingi og utanríkisráðherra Bandaríkj- arsins (i Forsíðan í Time anna, höfundur Marshall-að- stoðarinnar, tvisvar (1942 og ’47), Eisenhower tvisvar (1944 og ’59) og Truman, fyrr- um forseti, tvisvar (1945 og ’49). Stundum hefur TIME þótt hópar manna eiga heiðurinn skilið frekar en einhver ein- staklingur. Þannig útnefndi vikuritið t.d. bandaríska her- manninn í Kóreu „Mann árs- ins 1959“, frelsishetjuna í Ungverjalandi í byltingunni gegn kommúnistum 1956 og bandaríska vísindamanninn 1960. Af stjórnmálamönnum, sem prýtt hafa forsíður áramóta- hefta TIME síðustu árin, má nefna Adenauer (1953), Dull- es (1954), Krúsjeff (1957), de Gaulle (1958) og Kennedy (1961). Þegar líður að áramótum streyma bréfin til ritstjórnar TIME frá lesendum víða um heim með tillögum um „Mann ársins’*. í ár komu til dæmis bréf frá 85 þúsund stúdentum, sem allir vildu vera fyrstir til að geta rétt um það hver yrði maður síð- asta árs. Flest atkvæði les- enda hlutu eftirtaldir menn (þó ekki í þessari röð): U Thant, Kennedy, frú Eleanor Roosevelt, James Meredith (eini blökkumaðurinn, sem stundar nám við háskóla Mississippi-ríkis), F. Castro, Adlai Stevenson og sá, sem ritstjórnin kaus mann ársins: Jóhannes páfa XXIII. * KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * g ststvW'Trh/ ■k KVTKMYNDIR * SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR k Gamla bíó: PRÓFESSORINN ER VIÐUTAN Þetta var jólamynd Gamla bíós og var gerð stutt grein fyrir henni hér í blaðinu í pistlinum um jólamyndir bíóanna. Skal það ekki endurtekið hér, en að- eins rifjað upp að myndin fjall- ar um amerískan prófessor sem fundið hefur upp efni, sem upp- hefur þyngdarlögmálið eða að- dráttarafl jarðarinnar. Er það, sem geta má nærri, æði þénugt efni og til margra hluta nytsam- legt, en engu að síður reynist prófessornum erfitt að koma upp finningu sinni á framfæri, mest fyrir aðgerðir ófyrirleitnra ná- unga og er það meginefni mynd- arinnar, auk þess sem gert er napurt gys að togstreitunni milli landhers, sjóhers og lofthers Bandaríkj anna. Fred MacMurray, sem leikur prófessorinn, er mjög skemmti- legur, og hið sama er að segja um Keenan Wynn, sem er höfuð- paurinn í því að gera prófessorn- um sem erfiðast fyrir. Mynd þessi er allskemmtileg á köflum, en stundum gengur gamanið nokkuð út í öfga, sem oft vill verða í amerískum gamanmyndum og missir þá marks. Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON Símj 14934 — Laugavegi 10. Ljóskross á Flateyrarkirkju Flateyri, 4. janúar. UM hátíðarnar var hér mjög gott veður, stillt en nokkurt frost. Heldur meira var hér um úti- skreytingar en vant er, og setti það eðlilega talsverðan jólasvip á þorpið, en mesta hátíðasvip- inn setti samt neonljóskross, sem komið var fyrir á kirkju- turninum. Var kveikt á honum rétt fyrir jólin. Þessi Ijóskross er gjöf til Flateyrarkirkju frá Láru Friðriksdóttur, hjúkrunar- konu í Reykjavík, til minning- ar um foreldra hennar ,Friðrik Bjarnason og Elísabetu Andrés- dóttur, og einnig fósturmóður hennar, Mikkaelu Jónsdóttur, sem hér var ljósmóðir um nokk- urra ára bil. Flateyringar þakka af heilum hug þessa höfðinglegu gjöf. Skemtanir fóru hér mjög vel fram, bæði um jól og á gaml- árskvöld, og var hér þá mikil brenna. — Snjólítið er hérna núna og færð góð. þarf nú þegar að ráða unglinga eða eldra fólk, til þess að bera Morgun- blaðið til kaupenda í þessi hverfi í borginni: í austurbænum Freyjugötu — Óðinsgötu og Flókagötu —- Fjólugötu — Skólavörðustíg. í úthverfum - Herskálakampur. i miðbænum 09 vesturbænum Aðalstræti — Hagamelur Hávallagata. JHottMtttfrtiifrifr Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.