Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. janúar 1963 MORCUNBLAÐIÐ 9 Bjarnveig Bjarnadóttir: urðuleg ritsmíð ÉG HEFI verið að líta í nofckur dag’blöð, sem mér gafst ekki timi til að lesa fyrir jólin. Rakst ég þá á grein í Vísi um nýju Ás- grímsbókina eftir herra Njörð P. Njarðvilk. Er hún hið furðuleg asta ritsmíð. I>ar segir m.a. l*á verður að gagnrýna að þess er hvergi getið hver sá um myndaval en það er vitanlega eitt höfuðatriði þessarar bókar“. (Leturbreyting undirr.) Mér er ekki kunnugt lam að það sé venja að auglýsa sér- staklega nöfn þeirra sem mynd- ir velja í lisaverkabaekur. Oftast mun það vera útgefandinn sjálf- ur í samstarfi við ýmsa sérfræð- inga, eða málarana, ef þeir eru á lífi, sem ákveða hvaða myndir skuli velja til eftirprentunar, enda slík nafnbirting algjört aukaatriði. Myndirnar sjálfar segja til um það, hvort vel eða illa hefur til tekizt með bókina og ber útgáfufyrirtækið ábyrgð á verkinu. En þar sem unga manninum þykir slik nafnbirting eitt höfuð atriði bókarinnar, sem gegnir raunar mikilli furðu, vil ég gjarn an gera honum nokkra úrlausn, en mér er þetta mál dálitið kunnugt. Ásgrímur Jónsson var maður lítillátur. Sjálfbyrgingsskapur, hroki og yfirlæti var eitur í beinum hans. Og dómar hans um sínar eigin myndir voru aldrei hástemmdir. Myndir þær sem honum voru sérstaklega hugleikn ar, taldi hann að væru „nokkúð laglegar." í>etta voru hans sterk ustu orð, ef hann var sæmilega ánægður með listaverk. Allra síðustu æfiár Ásgríms barst oft í tal milli hans og Ragnars Jónssonar bókaútg. í Helgafelli, útgáfa nýrrar mál- verkabókar, þar sem sú fyrri er foriagið gaf út árið 1949 var uppseld. Ásgrímur fór bá að hugsa sitt mál. Benti hann á ýmsar myndir sem honum þóttu „iaglegar", og til mála gæti kom ið að prenta eftir, ef af nýrri útgáfu yrði, bæði myndir sem voru í eigu hans og annarra, m.a. nokkrar sem undirrituð átti. Ekki urðu þó þær myndir nógu margar í fyrirhugaða bók, þegar útgáfan var ákveðin eftir andlát Ásgríms. Valdi þá Ragn- ar Jónsson myndir til viðbótar, og er honum áreiðanlega vel treystandi til slíkra hluta, þar sem hann er flestum mönnum kunnugri listverkum Ásgríms Jónssonar. Vona ég að herra Njarðvfk þyki þessar uppiýsingar betri en engar. Þá þykir mér rétt að minnast lítillega á æfiminningar Ásgríms Jónssonar, sem Tómas Guðmunds son skáid færði í letur á sinni tíð. •rtiit dómbærra manna er það, að skáldið hafi skrásett þessar æfiminningar af djúpum skiln- ingi og listrænni nærfærni. Mó telja víst, að þessir æfiþættir verði sígilt verk í bókmenntum okkar, stílhrein og fögur smíð, á fáguðu lýsandi máli, er greinir frá lífsbaráttu, hugmyndum og listsköpun mikilshæfs listamanns á fyrri hluta þessarar aldar, sem fyrstur allra á íslandi gerir mynd listina að æfistarfi Þegar í tal berst útgáfa nýrr- ar máiverkabókar, var einnig um það rætt að birta með mynd unum meginþætti úr æfiminning um Ásgríms, sem Tórnas vinur hans hafði skráð. Með vitund og vilja listamannsins var ákveðið að fella úr kafla og gera smá- vegis breytingar á textanum, en í ráði var að þýða hann á ensku til birtingar í væntanlega bók. Sá svo prófessor Kenneth Chap- man um þýðinguna, og er það fyrst nú í þessari bók, sem æfi- minningar Ásgrims Jónssonar birtaist á erlendu máli. En nú finnur herra NjarðvSk Ásgrimsbókinni það tiii mikiiiar foráttu, að hluti af þessari snjöllu ritsmið prýðir hina fögru bók. Og ungi maðurinn spyr: „. . . Hafa þeir áhuga á því að kaupa sömu bókina tvisvar?“ Spurning þessir gegnir mikilli furðu. Tilefni hennar er útgáfa Almenna bókafélagsins á æfi- minningunum fyrir 6 árum, en í þeirri bók voru prentaðar nokkr ar litlar svart-hvítar myndir. í nýju Ásgríimsbókinni eru 2 svart hvitar myndir og 42 eftirprent- anir í litum, sumar þeirra með stærstu myndum, sem prentaðar hafa verið hérlendis, nó yfir heila opnu í bókinni, og er prent- un þeirra talin mikilsverður á- fangi í þróunarsögu islenzks ligt iðnaðar, að dómi þeirra sem skyn bera á. Er því ólíku saman að jafna, og má af þessum ummæl- um unga mannsins draga þá á- lyktun, að honum þyki þessar 42 litmyndir algert aukaatriði. Annars hefði hann ekki látið það álit í ljós, að þessar tvær gjörólíku bækur væru í raun og veru sama bókin. En að sjálf- sögðu vita það allir, að það eru fyrst og fremst listaverk Ás- gríms Jónssonar, sem gert hafa hann að stórmerkum syni sinn- ar þjóðar, og a.ðal markmið þess arar nýprentuðu Ásgríonsbókar er einmitt það, að birta eftir- prentanir af listaverkum hans, og mætti ætla, að öllum sæmi- lega greindum mönnum væri það ljóst, að myndirnar sjálfar eru aðalkjarni slíkra bóka, sem þess- arar, og tala þær máli meist- ara sins skýrt og greiniiega. Og að því er lesmálið varðar, mundu hinir vósu telja ómaksins vert, að lesa snjallt verk og listrænt oftar en einu sinni. Að lokum varpar herra Njarð- vík fram þessari málsgrein: „.. Hvergi er gerð minnsta til- raun til þess að analýsera Ás- grim Jónsson sem listamann. Framh. á bls. 15. Frá I. janúar er öll hleðla og viðgerðir rafgeyma afgreidd Þverholtsmegin (Þverholt 15 A) en ekki Einholts- megin eins og áður. IpxrcvhoHr !5 Kinholt 6 Afgreiðslustarf Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í Verzl. í Mið- bænum. Tilboð ásamt uppl. um aldur og fyrri störf sendist blaðinu fyrir þriðjud. merkt: „Areiðanleg — 3170“. Verziunarhúsnæöi óskast til leigu eða kaups. Helzt í Miðbænum. Tilboð sendist Mbl. merkt: „3169“. Sniðskóli Bergljótar Ólafsdóttir LAUGARNESVEGI 6 2. Sniðkennsla, sniðteikningar, máltaka, mátanir. Flokkur fyrir byrjendur. — Flokkur fyrir sveina í kjólasaumi, og þær sem hafa lært undirstöðu í að sníða. — Saumanámskeið. Námskeiðin hefjast 7.—10. þ.m. Innritun stendur yfir. Sími 34730. Tilhoð óskast í húseignina Skagabraut 43 Akranesi til brottflutn- ings. Tilboðum sé skilað fyrir 20. janúar 1963 til Brynjólfs Guðmundssonar Skagabraut 43. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. MIÐSTÖÐVARKETILL oskast Lítið notaður miðstöðvarketill, 4 ferm., ásamt brennara, stillitækjum og olíugeymi óskast. Svar í síma 13820. VANTAR Stýrimann eða vanan háseta Uppl. Hótel Skjaldbreið herbergi no. 6. VILJUM RÁÐA Tvær ufgieiðslustúlkur í kjörbúð nú þegar. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Rösk — 3998“. Stúlkur til aðstoðar í eldhús óskast strax Glaumbær Járnsmiðir Vélsmiður óskast á nýtt vélaverkstæði frá 1. febr. næstkomandi. Mjög góð vinnuskilyrði. Aðeins reglu- samur maður kemur til greina. Uppl. hjá Bernharði Hannessyni í sima 13273. STADION-bÍfreÍð (minni gerð) frá ’58 eða yngri, óskast til kaups. Mikil útborgun. Tilboð, þar sem getið er: Árgerðar, heitis, Km.-aksturs, og hugsanlegs söluverðs, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 12. jan. n.k. merkt: „Station-bifreið — 3176“. Jdrnsmiðir — Roísuoumenn Okkur vantar nú þegar nokkra starfsmenn við byggingu stálbáta o. fL Góð vinnuskilyrði. Öll vinna framkvæmd í upphituðu húsnæði. Talið við verkstjóra sími 34981. Keilir hf. HEF OPNAÐ lækningastofa AÐ HVERFISGÖTU 5 0. Viðtalstími mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 18—18:30 og miðvikudaga frá kl. 14—14:30 sími 17474, (og 18888 Viðtalsbeiðni milli kl. 11—12 f. h. fyrir aðra en sjúkrasamlags- sjúklinga). ÓLAFUR ÓLAFSSON, læknir Sérgrein: Lyflækningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.