Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. Janúar 1963 „Ný fiskveiðilögsaga og heimastjórnarlög" segír Hákon Djurhuus, nýkjörínn lögma&ur Færeyja, í viðtali við Morgunblaðið í gær MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við nýja lögmanninn í Færeyjum, Hakon Djur- huss, og innti hann nokkuð eftir stefnu landsstjórnar- innar, sem þá hafði verið mynduð, bæði hvað við- víkur stefnu hennar til dönsku stjómarinnar, fisk- veiðilandhelgi, flugsam- gangna til Færeyja o. fl. Hvað vilduð þér segja um stefnu stjómarinnar með til- liti til samskipta hennar við dönsku stjórnina? „Þetta er stjórn, sem mynd- uð er af þjóðernisflokkum, svo að það er ljóst, að það mun eiga sér stað breyting, hvað snertir heimastjórnar- lögin. A hvern hátt, er ekki endanlega ákveðið. Hins veg- ar munum við krefjast aukins réttar til að sinna sjálfir mál- um okkar út á við“. l>á kannske einnig með til- liti til fiskveiða og samninga við Breta? „Já, að sjálfsögðu. Við er- um sammála um stækkun fiskveiðilögsögunnar í 12 míl- ur, eins og þið íslendingar hafið gert“. Svo við víkjum nú aftur að samskiptum við Dani, teljið þér þá, að e.t.v. megi búast við gerbreyttri afstöðu í þeirn efnum? „Það er kannske ekki tíma- bsert að segja of mikið um það nú, en óhætt er að fullyrða, að það megi búast við meiri athafnasemi í þeim efnum, en verið hefur undanfarin ár“. Okkur skilst hér á íslandi, að radarstöð NATO hafi verið mikið til umræðu 1 Færeyjum að undanförnu? „Já, það er alveg rétt, og við erum langt frá því að vera ánægðir með það, hve margir — hvað eigum við að kalla þá — tæknifræðingar — hafa verið hér að undan- förnu“. Hefur ekki staðið deila um það, hver bera eigi kostnaðinn af veginum milli Þórshafnar Og radarstöðvarinnar? „Jú, en það vandamál er leyst. Vegurinn verður fram- vegis opinn allri umferð. Þá hefur einnig verið komizt að samkomulagi um það, hver bera eigi kostnaðinn af við- haldi hans. Danir munu gera það. Við höfum ekkert beint samband við NATO, það fer allt um hendur Dana“. Má búast við nýskipan á sviði efnahagsmála, er nýja stjórnin tekur til starfa? „Það er margt, sem við höfum í huga, en þó kannske eitt, öðru fremur. Við vildum gjarnan vinna meira af hrá- efni okkar úr sjónum sjálfir. í stað þess að senda það ó- unnið úr landi“. Það vandamál er líka til 'á íslandi. „Já, en þó hvergi nærri í sama mæli og hjá okkur hér í Færeyjum". Segið mér, er nokkuð nýtt að frétta af flugsamgöngum við Færeyjar? „Það vandamál er enn ó- leyst, en við vonum. að þær komist á— og það voru ein- mitt umræðurnar um flug- samgöngumar við ísland, sem komu skrið á það mál“. Gestur Guðmundsson og Guðrún Kristinsdóttir undirleikari. Kona brennist á sjóðandi feiti Akureyri 4. jan. í HÁDEGINU í gær varð það slys að Lundarbrekku í Bárðar- dal að húsfreyja þar, Hjördís Kristjánsdóttir, hrasaði er hún var að steikja kleinur í potti. Slettist sjóðandi feitin yfir Hjör- dísi og brenndist hún í andliti, á herðum, svo og á höndum og fótum. — Ný stjórn Framhald af bls. 1. Ins. Sá hinn fjórði er Framfara- flokkurínn. Þingmannafjöldi stjómar- og stjórnarandstöðuflokka á Lög- þingi er nú sem hér segir (í svig- um eldri tölur): Stjórnarflokkar: Þjóðveldisflokkur ....... 6 (7) Fólkaflokkur ............ 6 (5) Sjálfstjórnarflokkur .... 2 (2) Stjórnarandstaða: Jafnaðarmenn ............ 8 (8) Sambandsflokkur ......... 6 (7) Framfaraflokkur ......... 1 (1) Þjóðernisflokkarnir hafa fram til þessa barizt fyrir aðskilnaði við Dani, og hafa undanfarið átt sér stað miklar viðræður milli þeirra allra um stjómarmyndun. í gær var talið, áð þeir hefðu komið sér saman um stefnuskrá, og þá var eina deilumálið, hver verða skyldi lögmaður. Það mál leystist í dag, eins og áður segir, en þannig, að Fram faraflokkurinn tók ekki þátt í myndun landsstjórnarinnar. Kaupa stálbát ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Snæ- fugl hf. á Reyðarfirði, sem á samnefnt skip, hefur fyrir skömmu lokið samningagerð um smíði á 230 tonna stálbáti í Noregi. Verður báturinn að öllu leyti eftir ströngustu kröfum um fiskibáta og skal hann af- hendast Snæfugli hf. í maímán- uði 1964. Þóroddur Jónasson, héraðs- læknir að Breiðumýri kom brátt á vettvang og bjó um bmnasár Hjördísar og jafnframt kom sjúkrabíll frá Akureyri á stað- inn og flutti hana í Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Var bíll- inn kominn þangað með hina slösuðu konu um fimmleytið í gær. Liðan Hjördísar í dag var mjög sæmileg eftir atvikum, en hún hefur hlotið allmikil bmna- sár. — St. E. Sig. SÞ, New York, 4. jan. (AP) VALERIAN Zorin, sem ver- ið hefur aðalfulltrúi Sovét- rikjanna hjá SÞ, hefur látið af embætti. Hélt hann i dag frá New York með farþega- skipinu Queen Mary til Sout- harr.pton, en þaðan fer hann til Moskvu. Við embættinu tekur Nikolai T. Fedomeko. Bæði Zorin og Fedorneko eru aðst.utanríkisráðherrar Sovét- ríkjanna. Ungur tenórsöngv- ari heldur tónleika GESTUR Guðmundsson, tenór- söngvari, heldur söngskemmtun i Gamla bíói í Reykjavík nk. sunnudag kl. 3 síðdegis. Undir- leik annast Guðrún Kristinsdótt- ir, píanóleikari. Á söngskránni eru 14 lög eftir innlend og erlend tónskáld, Franz Schubert, J. Massenet, Verdi, Puccini, Donizetti, Emil Thoroddsen, Eyþór Stefánsson og Pál ísólfsson. Myndin: Gestur og Guðrún á æfingu fyrir söngskemmtunina. Eldur við olíu- tank á Akranesi Akranesi 4. jan. ÚTLIT er fyrir að skemmdar- verk hafi átt að fremja við mjólkurstöðvarhúsið við Esju- braut 2 hér í bæ. Kl. hálf tólf í dag logaði jörðin umhverfis olíu- ta'nk mjólkurstöðvarinnar. Þegar að var kömið fréttist að strákar hefðu kveikt í sorptunnum skammt frá, grafið holur í jarð- veginn, sem er gegnblautur af olíu umhverfis tankinn, tekið logandi drasl úr tunnunum og hent i holurnar. Ekki var nær- tækt vatn í augnablikinu en bor- inn var að sandur í fötum til þess að slökkva eldinn — Oddur. FRA fundi kjararáðs BSRB, samninganefndar fjármálaráð herra og sáttasemjara í gær. Kjararáð situr vinstra megin borðsins en samninganefnd fjármálaráðherra til hægri. Talið frá vinstri: Haraldur Steinþórsson, Teitur Þorieifs- son, Magnús Þ. Torfason, Inga Jóhannesdóttir, Guðjón B. Baldvinss., Kristján Thoriaci- us, form. kjararáðs, Torfi Hjartarson, sáttasemjari, Sig- tryggur Klemenzson, formað- ur samninganefndar f jármála- ráðherra, Gunnlaugur E. Briem, Jón Þorsteinsson og Jón E. Þorláksson. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Sdmnlnganefndir hofn frfáls- ar hendur til 1. febrúar — Róttækar kröfur Framhald af bls. 1. bækur verði færeyskar, og færeysk menning og mennt- un verði efld í hvívetna, m.a. með vísi að færeyskum há- skóla, þar sem lögð verði á- herzla á færeyska tungu, bók- menntir og sögu. í stuttu samtali Erlends Pat urssonar við Morgunblaðið i gærkvöldi, sagði hann: „Þjóð- veldisflokkurinn er sterkasta aflið í hinni nýju landsstjórn, þó Hakon Djurhuus sé úr Fólkaflokknum. Ég vil taka fram“, sagði Erlendur enn- fremur, „að aðalatriðið í efnahagsmálasamþykkt lands- stjórnarflokkanna nýju, er viðreisnar- og uppbyggingar- stefna. Við leggjum áherzlu á þá „struktur“-breytingu, að við hættum að selja fisk ein- ungis sem óunnið hráefni, en vinnum hann heima í Fær- eyjum og eflum innlendan fiskiðnað, og tryggjum verka fólki og sjómönnum bætt kjör með aukinni framleiðslu og betri nýtingu aflans, en hingað til hefur verið unnt. Undanfarið hefur borið á því, að sjómennimir hafi viljað fara í land, en nú verður reynt að stemma stigu við þeirri óheillaþróun". „Hyggst hin nýja lands- stjórn slíta öllu sambandi við Dani?“ spurði fréttamaður Morgunblaðsins. „Nei,“ svaraði Erlendur, „það er ekki á stefnuskránni, Nú skulum við fara varlega. Hin nýja stefnuskrá, eða krafa, er samkomulag milli allra landsstjórnarflokkanna. Við Þjóðveldismenn erum hin ir einu af þessum flokkum, sem vilja algeran skilnað við Dani og stofna lýðveldi á Fær eyjum. Hinir flokkamir þrír eru ekki skilnaðarflokkar, þeir eru allir sjálfsstjórnar- floklkkar, þeir vilja einungis meira frelsi í samskiptum við Dani. Þess má að lokum geta“, sagði Erlendur, „að hin nýja landsstjórn er á móti her- skyldu Færeyinga og her- stöðvum í landinu". KL. 4 í gær boðaði sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, kjara- ráð Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og samninganefnd fjár- málaráðherra á sinn fund, en nú um áramótin átti málið að ganga til sáttasemjara, ef samkomulag hefði ekki náðst með samninga- nefndunum. Ef samkomulag næst ekki á fundum með sáttasemjara fyrir mánaðarlokin febrúar- marz, gengur málið til kjara- dóms, sem á að fella dóm sinn fyrir 1. júlí í sumar. Á fundinum í gær fóru samn- inganefndirnar fram á að þeim yrðu veittar frjálsar hendur til þess að halda samningafundi án þess að sáttasemjari sæti þá fundi til 1. febrúar, en ef samn- ingar hefðu ekki tekizt þá, skyldi sáttasemjari taka málið að sér. Varð sáttasemjari við þeirri ósk. Akranesbátar sprenp;ja nætur Akranesi 4. jan. í NÓTT voru þeir að veiða 9 sjómílur SV af Eldey og hrepptu slæmt sjóveður á ANA. Sprengdu margir nætur sínar. Fimm bátar héðan fengu samtals 2.700 tunn- ur af síld, Sigrún, Náttfari og Haraldur 600 hver, Sigurvon 500, Keilir náði 400 tunnum úr sprunginni nót, en nótin sprakk hjá Sigurði Og síldin synti öll á brott. Síldin er misjöfn að stærð og gæðum. — Oddur. Calcutta, Indlandi, 4. jan. (AP) 38 MANNS fórust í járnbraut- arslysi á Indlandi í dag. Slys- ið varð með þeim hætti að flutningalest ók með fullum hraða á farþegalest, sem stóð kyrr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.