Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 5. januar 1963 Brezk söngkona til T ón I istarfél agsins HXNGAÐ er komin á vegnm Tón- listarfélagsins, brezka söngkonan Ruth Little og ætlar að halda trvenna tónleika fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins n.k. mánudags og þriðjudagskvöld kl. 7 sd. í Austurbæjarbíói. Undir- leik annast Guðrún Kristinsdótt- ir. Ungfrú Rutih Little er fædd í borginni Carlisle í Wales árið 1935. Hún hlaut fyrstu menntun sína þar í borg, en árið 1954 fór hún til Lundúna og hugðist nema læknisfræði að loknu stúdents- prófi. En brátt varð sönglistin yfirsterkari og eftir eitt ár hætti Ihún læknisfræðináminu og snéri sér eingöngu að söng- og tón- listarnámi. Hún innritaðist í Guildlhall School of music í Lund únum og lauk þaðan fullnaðar- prófi og síðar kennaraprófi að loknu fjögurra ára námi. Ungfrú Little hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningu fyrir söng sinn, m.a. M. Mirsky minn- ingarverðlaunin, Max Hecht niámsstyrkinn og Gregory Hast Silver Cup verðlaunin við Guild- hallskólann. Tvívegis hefur hún kíomizt í úrslit í söngkeppni á vegum konunglegu fílharmoníu- Sveitarinnar í Lundúnum. Árið 1959 hlaut hún verðlaun í söng- képpni, sem kennd er við brezku söngkonuna Katleen Ferrier. Á undanförnum árum hefur ungfrú Little komið fram víðs- vegar á Bretlandi bæði sem kons ertsöngvari og einsöngvari með hljómsveitum. Hingað kom hún úr tónleikaferð um Norður Eng- land og Skotland og í byrjun næsta mánaðar heldur hún tón- leika í Wigmor Hall í Lundúnum. Á tónleikunum á mánudags- Brezk kirkjutón- list flutt í Keflav. Tónllistarfélag Keflavíkur hafði hátíðatónleika fyrir styrktarfé- laga sína í Keflavíkurkirkju þ. 30. des. sl. Á hljómleikunum var flutt brezk kirkjutónlist frá 17. öld og flytjendur þau Kristinn Halls son, söngvari, AveriJ Wiilliams flautuleikari og Páll Kr. Pálsson orgelieikari. Hljómleikar þessir voru mjög vel fluttir og komu vel fram hin brezku einkenni kirkjutón- listar fyrri tíma, enda eru flytj- endur afbragðs listamenn hver á sínu sviði Styrktarfélagar Tónlistarfélags ins fjölmenntu í kirkjuna og í lck tónleiikanna þakkaði séra Bjöm Jónsson listamönnunum kornuna og að lokum söng Krist- inn Hallsson, „Heims um ból“ með undirleik hinna beggja og tóku hljómleiikagestir undir söng in. — hsj. og þriðjudagskvöld syngur ung- frú Little þessi lög: þrjú lög eft- ir Hugo Wolf, fimm lög eftir Brahms og þrjú lög eftir Gustav Mahler, ljóðaflokkinn „A Charm of Luliabies“ eftir Benjamin Britten, þá koma fjórir gamlir enskir söngvar og loks þjóðlög frá Skotlandi og írlandi. Þetta verða fyrstu tónleikar Tónlistarfélagsins á hinu nýbyrj- aða ári. Ruth Little Sænsk gjöf tii Hrafnistu GÍSLI J. Johnsen, stórkaupmað ur hefur afhent Hrafnistu DAS, kr. 5000,00 að gjöf frá forstjóra A. B. Jönköping Motorfabrik, en það hefur verið venja fyrirtækis ins að gera þetta árlega undan farin ár um jólaleytið. Samkvæmt meðfylgjandi bréfi er fylgdi gjöf inni, ber fyrirtækið fram þá ósk, að með þessari gjöf og áfram- haldandi gjöfum verði myndað- ur herbergissjóður — þannig að eitt herbergi í heimilinu verði látið bera nafn þessa sænska vél sölufjrma, er á margan hátt hefur sýnt þessum samtökum sjómanna velvilja, og er þess jafnframt ósk að að forgangsvist að herberginu, fái að öllu jöfnu, mótorvélstjórar er unnið hafa við June Munktell vélar, en þær eru margar hér i notkun eins og kunnugt er, og munu flestir mótorvélstjórar ein hverntíma hafa unnið við þá teg und véla. Annað kvöld verður síðasta sýningin á ástralska leikritinu „Sautjánda brúðan“. Leikurinn hefur þá verið sýndur átján sinnum. Myndin er úr lokaatritði leiksins og er af Róbert, Jóni, Guðbjörgu, Brynju, Nínu og Herdísi í hlutverkum sínum. IJr Austur-Skagafirði MJÓG umhleypingasamt hefir verið undanfairdð en þó litlar snjókomur. 22.—23. des. gekk hér yfir eitt mesta sunnan veður, sem koma hér. í þessu afspymu roki urðu þó furðanlega litlar skemmdir, þak tók af ný- byggðu húsi á Sleitustöðum í Hólahreppi, eign Sigurðar Björns sonar bílstjóra þar. Sagt er mér einnig að í Framfirðinum hafi orðið nokkur vandræði með hrossin, sem hlupu út í ófærur. Annars er ekki hægt að segja að tíðarfar á þessu senn endaða ári hafi verið mjög óhagstætt en einhvernveginn mun það hafa notazt verr en oft áður, og eftirtekja almenningis mun vera frefcar rýr tiil lands og sjávar. Mun þó afkoma fólfcs vera 1 meðallagi. Heilsufar hefir verið dálítið misferlasamt, ýmsir kvill- ar hafa gengið yfir svo sem mislingar, hettusótt, innflúensa og fleira „góðgæti1*. j Presta og læfcnasfcilpti hafa Orðið nokkur á árinu. Prestlaust er nú í Hofs-, Fells- og Mikla- bæjairhrauðum, en lækni höf- um við fengið, vonandi tiil fram- búðar. — Björn Tokyö, 27. des. — NTB. Mikillar geislunar hefur Orðið vart í regnvatni í N-Japan und- anfarna daga. Er hún eiga talin rót sína að rekja til siðustu til- rauna Rússa með kjarnorkuvopn á svæðinu við Novaya Zemlja. • Hvað er „húsmaður“? Magnús Þórarinsson sendir Velvakanda þetta bréf: „Svo virðist, að ærinn hug- takaruglingur sé orðinn um ýmis gömul orð; kann það að vera eðlilegt um yngri menn, sem eigi lifðu þá tíma, er þessi hugtök voru algeng í lífi fólks- ins, en hugtökin hafa breytzt, sem flest annað, og þá einnig orðin, sem af þeim voru leidd. Tilefni þessara lína er smá- grein í Velvakanda 28. des. sl. Þar er ofckur sagt, hvað var „húsmaður" fyrir og eftir aldamótin síðustu, og talið, að það táknaði merut, jem voru í vinnu hingað Og þangað, en unnu efcki einum sérstökum mann eða húsbónda. Þetta er fráleitt, þótt einhverjir hafi kallað þetta „húsmenn" og átt að vera fyndni, en augljóst er, að hér er aðeins um að ræða „verkamenn í lausavinnu". Eini skilningurinn á orðun- um húsmaður og húsmennska, sem mér er kunnugt um á Suð- urlandi, er sá, sem notaður var um það, sem algengt var um Suðurnes á síðari hluta 19. aldar. Það var þannig: Tvær persónur, karl og kona, sem vildu búa saman, gift eða ógift, fengu að hokra eða hírast í öðrum enda baðstofu hjá góðu fólki, eða jafnvel í einu horni baðstofu. Þau unnu sjálfum sér, höfðu þjónustu og matargerð út af yfrir sig í góðri samvinnu við húsmóðurina. Var þá æskilegt að hafa tvenn hlóð í eldhúsinu, sem víða var. Þessar persónur bjuggu í húsmennsku á þessum bæ, þau voru húsmenn þar. Ef- laust dregið af orðasambandinu „þar til húsa“. Stundum voru það ungar per- sónur fátækar, sem flestir voru þá, er byrjuðu búskap í hús- mennsku, meðan beðið var eftir jarðnæði eða betri bústað við batnandi hag, ef verða kynni. Oft voru það líka eldri hjón, sem flosnað höfðu upp fyrir fá- tæktar sakir eða heilsuleysis. Góðir grannar skútu þá skjóls- húsi yfir þetta fólk og tók það í húsmennsku fyrir litla eða enga þóknun aðra en þá, er sjálfsögð var, að ef húsmaður- inn var skiprúmsfær, reri hann á útveg bóndans og gat með því sparað honum að undirhalda einn sjómann. En auðvitað átti húsmaðurinn hlut sinn sjálfur. Mikill fjöldi hjáleigumanna og húsmanna er skráður í göml- um manntölum, kirkjubókum og í allsherjar manntali árið 1703. Hjáleigumenn höfðu minni háttar grasnytjar og flestir eina kú, en húsmenn bjuggu í ann- arra húsum og höfðu ekkert nema handafla sinn. Ef á heimili var einsetumaður, er vann sjálfum sér, en fæddi sig sjálfur, var sagt, að hann væri „sjálfs sín“. En það var ein setukona, sem eins var ástatt um, var sagt, að hún væri „sjálfrar sinnar“. öll þessi orð eru nú fágæt orðin, enda grund- völlur þeirra mjög raskaður. — Magnús Þórarinsson". • Enn um jólasprengjur Rússa og úvarpið Fyrir nokkrum dögum var þess getið í dálkum Velvakanda, að á hádegi á jóladag hafi í fréttum Ríkisútvarpsins ekki verið minnzt á það, að Sovét- ríkin sprengdu þrjár kjarnorku sprengjur á aðfangadagskvöld og jólamorgun, en hins vegar hafi verið þulinn „friðarboð- skapur“ frá Moskvu. I kvöld- fréttum hafi aftur á móti verið sagt frá atómsprengingunum, en þá hafi boðskapnum verið sleppt. Var látið að því liggja af þeim, er bentu Velvakanda á þetta, að e.t.v. hefði frétta- stofa útvarpsins ekki viljað, að menn gerðu samanburð á þessu tvennu, með því að segja frá því sitt í hvoru lagL Nú hefur Velvakanda verið bent á það, að það sé ekki sök útvarpsins, að ekki var skýrt frá jólasprengjum sovézkra fyrr en um kvöldið, því að fréttir um þær hafi ekki borizt út fyrr en er líða tók á daginn. Vonar Vel- vakandi, að allir geti unað glaðir við þá skýringu, þeir, sem kvörtuðu, og starfsfólk út- varpsins, sem hefur verið haft fyrir rangri sök. • Amahl og nætur- gestir — ógleymanleg stund í Tjarnarbæ H. G. sendir þetta bréf: „Nú um jólin, og reyndar ennþá, er verið að sýna óperu í Tjarnarbæ. Langar mig til að vekja athygli bæjarbúa á því, hvað þar er að gerast. Hér er söngleikur á ferðinni, sem eng- inn má láta fram hjá sér fara. Efnið er hugnæmt og fagurt og hlýtur að snerta beztu strengi mannlegs hjarta. Tónlistin er aðgengileg og flutningur ágæt- • Hlutverkum skilað með prýði Með aðalhlutverkið — Amahl — fer Sigurður Rúnar Jónsson. Er það mikið afrek af 12 ára dreng. öll túlkun hans ber vott um mikla tónlistargáfu og list- ræna hæfileika. Móður Amahls leikur go syngur Svala Nielsen. Rödd hennar er fögur og mikil, öll hreyfing og framsetning áhrifa rík. Þama fáum við líka • að heyra yndislegan kór með völdum röddum, og hljómsveit- verk af höndum með prýði. Eiga in leysir sitt mikilsverða hlut- allir, sem þarna koma fram og að þessari sýningu standa, mikl- ar þakkir skilið og þá ekki sízt stjórnandinn, Magnús Blöndal Jóhannsson. • Kvöldstund, sem allir ættu að eiga Það væri óskandi, að sem allra flestir gætu komizt til aS sjá þessa hrífandi óperu. Því aS þarna er flutt listaverk, — og flutningurinn er list, sem er fyrir alla bætandi og göfgandL H. G“,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.