Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 1
20 síður 50. árgangur 3. tbl. — Laugardagur 5. janúar 1963 Prentsmiðja Morguitblaðsins SÞ sækja að síðasta o\rrSrl Acf cri r».cra r rwcr alcTíxmmrl'n nrprl virki Tshombes Aðstoðar framkvæmdarstjóri SÞ kominn til Kongó Washington og Leopoldville, 4. jan. (AP-NTB) HEBSVEITIR Sameinuðu þjóð anna í Katanga héldu áfram sókn sinni gegn her Tshombes í dag. í frétt frá Salisbury í Suð- ur Rhodesiu segir að komið hafi til bardaga á leiðinni frá Jadot- ville til Kolwesi. Tshombe forseti er í Kolwesi, sem er síðasta virki Katanga- hersins. Belgískar fréttir herma að hann sé reiðubúinn að taka upp samninga við SÞ, en sjáif- ur sagði hann í viðtali við frétta ritara AF í dag að ef hann ekki næði samkomulagi við SÞ, mundi her hans berjast til síðasta manns Bandaríkjastjórn skoraði í dag á Tshombe að fallast á tillögur U Thants framkvæmdastjóra um sameiningu Katanga og Kongó, sem Tshombe hefur áður fallizt á sjáifur. Dr. Ralph Bunche, aðstoðar framkvæmdastjóri SÞ var vænt- anlegur til Leopoldville í kvöld til að ræða við fulltrúa samtak- anna þar um áframhald aðgerða í Katanga. í yfirlýsingu bandarísku stjórn arinnar segir að Tshombe beri þunga ábyrgð, ef hann láti verða af hótun sinni um að eyðileggja iðnfyrirtæki í Katanga. Bf svo færi, skapaði hann sjálfum sér auknar óvinsældir og torveld- aði friðsamlega lausn mála í Kongó. Skorar Bandaríkjastjórn á Tsihiombe að koma í veg fyrir Róttækar kröfur nýrrar landstjórn- ar í Færeyjum eyðileggingar og skemmdarverk láta af aðskilnaðarstefnu sinni, heimila SÞ að ferðast að viid um héraðið, að taka upp sam- vinnu um framkvæmd tillagna U Thants um sameiningu Kat- anga og Kongó, og vísa erlendum málajiiðum úr landi. TSHOMBE f KOLWESI Tshombe kom til Kolwesi eftir að her SÞ hrakti Katangaherinn úr borginni Jadotville, án þess að til beinna átaka kæmi þar. Segja talsmenn SÞ að sóknin tii Kolwesi verði stöðvuð þegar sveitix samtakanna hafa komið sér vel fyrir. En í dag kom til bardaga á þjóðveginum frá Jad- otville til Kolwesi, að því er útvarpið í Salisbury sagði. Sam- kvsémt fréttinni sprengdi Kat- angaherinn tvær brýr á undan- haidimu, og var önnur þeirra 32 kílómetra frá Jadotville. TVÆR KONUR Þegar sveitir SÞ tóku Jadot- ville í gær voru tvær belgiskar konur skotnar til bana. Talsmað ur SÞ sagði í dag að U Thant hafi sent Pul-Henry Spaak ut- anrikisiáðherra samúðailkveðju sina vegna þessa atviks. Orsök- in var sú að þegar sveitir SÞ nálguðust borgina, komu tvær bifreiðir akandi á fullri ferð á móti þeim. í stað þess að hlýða stöðvunarmerkjum framvarða SÞ-hersins, hélt fyrri bifreiðin áfram. Seinni bifreiðin virtist ætla að nerna staðar en þegar hún kom að framvörðunum jók ökumaðurinn hraðann. Skaut þá einn framvarðanna á bifreiðina ipeð ofangreindum afleiðingum. Ilya Ehrenburg. Myndina teiknaði Pablo Picasso í Varsjá 1948. svara ásökunum í Pravda. „Ég ætla ekki að koma af stað ritdeilum til hagsbóta fyrir blöðin“, sagði hann við fréttamenn á flugvellinum í London í kvöld. Ehrenburg sagði að erindi sitt til London væri að ræða við ýmsa andans menn frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Bjóst hann við að dvelja í London um vikutíma. Um leið og hann neitaði að svara ásökuriunum, sagði Ehr- enburg: „Laktionov er lista- maður, og skoðanir hans eru vel kunnar. Ég ætla ekki að deila við hann. Ég er sjálfur gamall blaðamaður ,og ég veit að ykkur langar alla til að skrifa um stjórnmálalega deilu“. Ehrenburg neitaði einnig í STEFNUSKRÁ hinnar nýju færeysku landsstjórn- ar eru róttækar kröfur um breytingar á málefnum Færeyinga og samskiptum þeirra við Dani. Þar er m. a. gert ráð fyrir því, að eng ir alþjóðasamningar um færeysk málefni séu gerð- ir nema með samþykkt Lögþingsins, og færeyskir þingmenn sitji ekki í danska þinginu. Hér á eft- ir fara helztu atriði í samn ingum landsstjómarflokk- anna í Færeyjum og stutt viðtal við Erlend Paturs- son: að ekki megi setja nein lög fyrir Færeyjar, nema sam- þykki Lögþingsins komi til, né heldur öðlist alþjóðasamn- ingar, er varða færeysk mál- efni, gildi, nema Lögþingið hafi samþykkt þá, að í þeim málum, er ein- ungis varða Færeyinga, skuli þeir einir hafa rétt til að vera í samninganefndum, og hafa með samningagerð að gera við önnur lönd og alþjóðastofnan- ir, eins og EBE, að mál, sem að öðru leyti snerta Færeyinga, öðlist ekki gildi nema þeir hafi fulltrúa viðstadda, þegar þau mál eru rædd, að sett verði lög um fær- eysk borgararéttindi, á þeim grundvelli, að sá einn geti öðlazt færeyskan borgararétt, sem er fæddur af foreldrum, sem bæði eru fædd i Færeyj- um. Þau skilyrði verði einnig sett fyrir færeyskum borgara réttindum, að viðkomandi telji sig Færeying og Færeyj- ar föðurland sitt og tali fær- eysku, að færeysk vegabréf verði gefin út sérstaklega, að eingöngu verði notuð færeyska á opinberum vett- vangi og í opinberum málum, að einungis verði notaður færeyskur fáni, að þeir tveir þingmenn Fær eyja, sem sæti eiga í danska þinginu, hverfi þaðan, þannig að enginn Færeyingur taki sæti í danska þinginu. að efnahagslífið verði byggt upp, og innlendur fisk- iðnaður efldur í landinu, að færeyska fiskveiðiland- helgin verði færð út í 12 sjó- mílur 23. apríl nk., eins og samþykkt hefur verið, en að öðru leyti skuli haldið fast við fyrri yfirlýsingu Lögþings ins um að landgrunnið allt skuli heyra Færeyjum til. Ennfremur gerir nýja lands- stjórnin kröfur til þess, að byggð verði færeysk land- helgisskip, sem hafi eftirlit við strendur eyjanna, og öðl- ist viðurkenningu sem slík, að allir skólar í Færeyjum lúti færeyskri stjórn, en hing- að til hafa þeir verið undir danskri stjórn. Allar kennslu- Framhald á bls. 2. Washington, 4. jan. (NTB) BANDARÍSKIR vísindamenn unnu í dag tvo tæknilega sigra, sem vakið hafa alheims athygli. Tókst þeim að koma tækjum sjónvarpshnattarins Telstar, sem skotið var upp s.L sumar, af stað að nýju eftir 43 daga þögn, og nokkru seinna einnig tækjum hnatt- arins Relay, sem skotið var á loft 13. des., en ekkert hef- ur heyrzt í fyrr. Pravda segir um Ehrenburg: Hann vill hrinda listinni b gljúfur menningarleysis Moskvu, 4. jan. (AP-NTB) PRAVDA, málgagn komm- únista í Sovétríkjunum, birtir í dag harðar árásir á rússneska rithöfundinn Ilya Ehrenburg. Er hann ásakaður fyrir að hafa haldið uppi vörnum fyrir aukningu vestrænna áhrifa í rússneskri list. Greinina ritar Alexander Laktionov, sem er einn af þekktustu málurum Rússa og að sjálf- sögðu sósial-realisti. Segir Laktionov að Ehrenburg sé að „hrinda list okkar fram á hengiflugið, þaðan sem hún getur hæglega hrapað niður í algjört menningar- Ieysi“. Sjálfur fór Ehrenburg í dag flugleiðis til London. Við kom una þangað neitaði hann að að ræða um það þegar hann sjálfur, Evtúsjenko og fleiri frjálslyndir listamenn í Sovét ríkjunum gengu á fund flokks leiðtoganna í Mosikvu fyrir nokkru. Fundir þessir voru boðaðir eftir að fréttir tóku að berast um eindregna and- stöðu við baráttu ríkisstjórn- arinnar til að berja niður það sem hún nefndi „áhrif undir- lægjuhugmynda borgarastétt- arinnar“. „Fundirnir voru lokaðir, fréttamenn voru ekki við- staddir,“ sagði Ebrenburg. „Þess vegna get ég ekki sagt ykkur hvað fram fór.“ Ehrenburg vildi ekki segja hvað hann hefði sjálfur sagt á fundunum. „Ég skrifa bæk- ur. Þið getið fundið skoðanir mínar á listum í bókum mín- um.“ Ehrenburg var vinsæll rithöfundur á Stalínstímun- um. Hann varð málsvari Framhald á bls. 19. Ný stjdrn í Færeyjum 3 þjóðernisflokkanna, sem vilja aðskilnað við Dani, mynda stjórnina — Hákon Djurhuus er lögmaður Fré fréttaritara Morgunblaðsins, Þórshöfn, Færeyjum, 4. janúar. í DAG var mynduð hér í Fær- eyjum ný lándsstjórn, um sjö vikum eftir að gengið var til kosninga. Að stjórninni eiga nú aðild þrír þjóðernisflokk- anna, þ.e. Sjálfstjórnarflokk- urinn, sem áður var stjómar- flokkur, og tveir þriggja flokka, sem áður voru í stjórn arandstöðu, þ.e. Fólkaflokk- urinn og Þjóðveldisflokkur- inn. Framfaraflokkurinn, sem ekki á fulltrúa í stjórninni, styður þó stjórnina á Lög- þingi. Flokkurinn á þar einn þingmann. Þjóðveldisflokkur- inn á tvo fulltrúa í lands- stjóminni, en hinir einn hvor. Lögmaður verður Hákon A. Djurhuus úr Fólkaflokknum. Þeir aðrir, sem í lands- stjórninni sitja, em Nils Paul- sen úr Sjálfstjórnarflokknum og Erlendur Patursson og Karsten Hoydal úr Þjóðveld- isflokknum. Sjá viðtal við H. Djurhuus á blaðsíðu 2 og viðtal við Erlend í greininni hér til vinstri. Tveir þeirra flokka, sem aðild áttu að fyrri landsstjórn, standa nú utan hennar, þ.e. Jafnaðar- menn og Sambandsflokkurinn. Framfaraflokkurinn, einn fyrr- verandi stjórnarflokka, er nú ut- an stjórnar, þótt hann styðji hana á þingi, eins og áður segir. Alls sitja nú 29 á Lögþingi Færeyja. Landsstjórnin nýja nýt- ur stuðnings 15 þingmanna. Þing mannafjöldi þeirra flokka, sem nú mynda stjórn, er sá sami og var fyrir kosningar, þótt nokkur breyting hafi orðið innbyrðis. Kosningaþátttaka, er kosið var 8. nóvember sl., var allgóð, eða um 73%. Eftir kosningarnar sagði Peter Mohr Dam, er þá gegndi embætti lögmanns, að hann teldi allgóðar líkur fyrir því, að Jafnaðarmenn tækju að sér stjórnarmyndun. Ekkert varð þó af því, en þeir flokkar, sem nú hafa myndað landsstjórn, teljast allir til svonefndra þjóð- ernisflokka, sem eru fjórir tals- Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.