Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. Janúar 1963 Kortið sýnir bina löngn leið, sem Rússarnir 32 fóru frá heimaþorpi sínu Chernogorsk í Síberíu til Moskvu. Ferðin varð til einskis, því að utanr íkisráðuneyti Sovétríkjanna sendi þá aftur heim til Chernogorsk. Sendir aftur til Síberíu Rússarnir, sem leituðu hælis í sendiráði USA í Moskvu i gær, á heimleið CTANRÍKISRÁÐUNEYTI Sovétrikjanna skýrði banda- ríska sendiráðinu í Moskvu frá því í gær, að Rússarnir 32, sem flýðu á náðir sendi- ráðsins á fimmtudaginn vegna trúarofsókna, væru nú á leið til hehnaþorps síns í Síberíu með járnbrautarlest. — Sagði fulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, að fólkið hefði lagt af stað heimleiðis á fimmtudags- kvöldið, en áður hefði verið farið með það í skemmtiferð um Moskvu. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær kom rússneska fólkið, sem er kristinnar trú- ar, til sendiráðs Bandaríkj- anna í Moskvu á fimmtudag eftir að hafa ferðazt fjóra daga með járnbrautarlest frá heimaþorpi sínu, Chernogorsk í Síberíu. Fólkið kvartaði sár- an undan því í sendiráðinu, að það fengi ekki að hafa trú sína í friði og yrði fyrir of- sóknum hennar vegna. Fór sá, sem hafði orð fyrir fólkinu, þess á leit við bandaríska sendiráðið, að það veitti því aðstoð til þess að komast úr landi. Bandarískt sendiráð á rúss- neskri grund hefur lögum samkvæmt hvorki heimild til þess að skjóta skjólshúsi yfir rússneska borgara, né veita þeim aðstoð við að komast úr landi. Var því ekki um annað að ræða fyrir sendiherra Bandaríkjanna, en tilkynna utanrikisráðuneyti Sovétríkj- anna komu fólksins til sendi- ráðsins. Sendi utanríkisráðu- neytið að vörmu spori bifreið til þess að sækja fólkið og eftir mikið þóf fékkst það til þess að yfirgefa bandaríska sendiráðið. Áður en fólkið fór úr sendiráðinu beindi sendiherrann þeim tilmælum til utanríkisráðuneytisins að fólkinu yrði ekkert mein gert og var því lofað. Eins og áður segir hefur fólkið, sem lagði svo mikið á sig til þess að komast frá Rússlandi verið sent aftur til heimkynna sinna í Síberíu. Ingimundur Hallgrímsson í Litla-Hvammi Fæddur 6. september 1875. Dáinn 15. desember 1962 HÚN kom ekki að óvöru, til vina og kunningja, fréttin um andlát Ingimundar Hallgrímssonar, því segja má að líf hans hafi verið að fjara út hægt og hægt síðustu vikumar. Aldurinn var orðinn hár, ævikvöldið lagst að með þunga sínum; vinnukraftur þorr- inn og augun gegndu ekki leng- ur hlutverki sínu. Kunningjamir fögnuðu því fréttinni fremur en hitt. En í huganum sækja minn- ingar margar og góðar um þenn- an trygglynda drengskaparmann. Ingimundur fæddist í Reykja- vík en fluttist tveggja ára aust- ur í Biskupstungur, fyrst að Tjörn til Bjama Hallgrimssonar, sem þá bjó þar, og seinna varð tengdafaðir hans. En frá átta ára aldri ólst hann upp í Bræðra- tungu, hjá Þuríði Pálsdóttur og manni hennar Þorleifi Þórðar- syni. Fóm þau hjón með Ingi- mund sem væri hann sonur þeirra. „Ég fann aldrei annað en að ég væri eitt af systkinun- um“, sagði hann er slíkt bar í tal. Ingimundur mun því hafa átt betri æsku en títt var um vanda- laus böm þeirrar tíðar. Og vin- áttan hélzt til æviloka hvers eins. Hallgrímur faðir Ingimundar var sonur Guðmundar Guð- mundssonar, bónda að Brekku í Biskupstungum og konu hans, Helgu Jónsdóttur. Vom þau hjón talin mjög merk á sinni tíð, og Guðmundur talinn hafa fjöl- iþættar gáfur og sérstæðar. Hall- grímur, sonur þeirra var gáfu- maður, laginn til handa og lipur- menni, að sögn samtíðamanna. Kona hans og móðir Ingimund- ar var Þórey Ingimundardóttir, frá Efri-Reykjum. Hún lærði ljósmóðurfræði og lánaðist starf- ið vel. Vorið 1888 fluttu þau hjón Hallgrímur og Þórey alfarin til Ameríku, Canada, þau treystust ekki til að sjá sér farborða hér með barnahópinn og flúðu því, sem fleiri á þeim harðindaámm frá landinu kalda og „kostarýra", til landa allsnægtanna, eins og „agentarnir“ vildu byggja þau fjarlægu lönd upp í huga hinn- ar fátæku íslenzku alþýðu. Þau hjón fóm með þrjú böm sín, fjögur urðu eftir. Hugmyndin var að þau kæmu seinna, þegar úr raknaði fyrir foreldmnum. Ári seinna sendu þau Helgu dóttur- inni farareyri. Hún var þá um fermingaraldur og hlýddi kall- inu. En bræðurnir þrír fóm ekki þegar þeim gafst tækifærið, þó foreldrum væri þá farið að líða sæmilega og hagur þeirra færi batnandi úti í hinum stóra heimi. Sem fyrr segir ólst Ingimund- ur upp í Tungu; hinir bræðumir: Þórgrímur á Drumboddsstöðum (austurbæ), Kristján í Kjarn- holtum. Þeim leið öllum vel í uppvextinum, og enginn vildi hverfa frá landinu sínu. Þeir síðarnefndu dóu báðir í blóma lífsins, efnismenn og vel látnir. Ingimundur hafði lengi, eða lengst af samband við fjölskyld- una, vestanhafs, en aldrei flökr- aði að honum að flytja þangað, þótt hann fengi. áskoranir. Hann kaus heldur að brjóta sér land til bús hér en í annarri heimsálfu. Árið 1901 kvæntist hann Mar- gréti dóttur Bjarna Hallgríms- sonar, sem fyrr getur á Tjörn, en nú hafði flutzt búferlum að Króki í Eystritungu. Hún var kona hæglát, myndarleg í sjón og raun og mjög söngvin og söngelsk eins og margir í ætt- inni og þar á meðal systur hennar. Þau ungu hjónin settust að í Reykjavík. Þó efni væru engin eða lítil og erfitt um atvinnu á þeim árum, komust þau af. Setti og Ingimundur sig aldrei úr færi ef vinna bauðst, hvort heldur var til sjós eða lands. En eftir fárra ára sambúð missti hann konu sína frá tveimur smá börnum. Varð hann þá að koma börnunum fyrir. Fór dóttirin til frændfólks síns að Króki, en drengurinn komst á gott heimili í Framhald á bls. 13. Bjarnfríður Maron F. 31. marz 1880 — D. 31. des. 1962 í DAG fer fram útför frú Bjarn- fríðar Maron á Bíldudal, en þar lézt hún á gamlársdag nærri 83 ára að aldri. Fædd var Bjamfríður hinn 31. marz 1880 að Neðri-Gufudal í Gufudalshreppi. Poreldrar henn- ar voru þau, Sigurður Jónsson bóndi þar, Brandssonar bónda Jónssonar í Ásgarði, og síðari kona hans Hallifríður Bijama- dóttir Hallssonar bónda í Tungu á Langadalsströnd. Var hún grein af þróttmiklum vestfirsk- um stofni og bar þess glöggt merki. Árið 1884 fluttist hún með for- eldrum sínum að Hóli í Bíldu- dal ,en missti föður sinn skömmu síðar. Dvelst eftir það með móð- ur sinni ýmist á Bakka í Ketil- dalaíhreppi eða á Bíldudal, en þar tekur hún sér bólfestu um fermingu og dvaldi þar jafnan síðan. Hafði hún á þessum ár- um fengið þá eldskím í hörðum skóla lífsins, sem skóp henni kjark og þol til að brjótast á- fram úr fátæfkt til betri kjara, en almennt þekktust hjá föður- leysingjum á þeim tíma. Nam hún ung klæðskeriðn, er hún stundaði meginhluta ævinnar samfara öðrum störfum. Bar allt handbragð hennar vott um vandvirkni og kunnáttu á því sviði. Hinn 29. júhí 1922 giftist hún Jóni J. Maron, sem þá var verk- stjóri á Bíldudal og síðar út- gerðarmaður og kaupmaður þar. Bjuggu þau þar saman í farsælu hjónabandi þar til hann andaðist á Nýársdag 1960. Var Bjarnfríð- ur seinni kona hans. Hafði fyrri kona Jóns fallið nærri fjórum ámm áður fyrir veldi „Hvíta- dauða“, sem á þeim árum kvist- aði marga grein af meiði lífsins þar vestra, m.a. yngri son hjón- anna, og hinn eldri nokkru síð- ar, eftir að hafa dvalið árum saman á heilsuhælum innan- lands og utan. Var það þung raun heimilisföður, að sjá þann- ig á bak konu og börnum, en ganga sjálfur aldrei heill til skóg- ar. Var Bjarnfríður honum þá og alla ævi síðan frábær félagi og vinur, tók ekki aðeins á sínar herðar meira en helming byrð- arinnar heldur gaf honum og þrek til að bera hinn hlutann. Persónulega kynntist ég Bjarn- fríði ekki mikið fyrr en árið 1937, en eftir það var ég tíður gestur á heimili þeirra hjóna jafnt nótt sem dag. Margar stund ir sátum við öll saman og rædd- um landsmál og atvinnumál og oft lengi nætur, var Jón, svo sem kunnugt er, þar framámað- ur um áratugi og fylgdi konan honum þar fast að málum, sem á öðrum vettvangi. Átti ég þar jafnan mikilli vináttu og trausti að fagna, og eru margar þær stundir mér ógleymanlegar. Þeim hjónum Jóni og Bjam- fríði varð ekki barná auðið, en á heimili þeirra kom þangað ungl ingsstúlka Inga Sigurðardóttir til náms hjá húsmóðurinni, og fór hún ei þaðan aftur, fyrr en hún hafði giftst Jóni G. Jóns- syni hreppstjóra á Bildudal og sjálf eignast þar heimili. Reynd- ist hún þeim hjónum jafnan sem bezta dóttir. Flntti Bjafn- fríður til þeirra hjó:._ ’tir míssi manns síns, og lifði þar ui ævi- loka við óvenjulega umhyggju þeirra beggja. Var það henni mikil gæfa, að geta átt slíkan griðastað, þegar kraftarnir voru þrotnir. Bjarnfríður var bráðvel gef- in kona, las mikið alla ævi og svo stálminnug allt fram á síð- ustu stundu, að undrun sætti. í meira en þrjá aldarfjórðunga lifði hún með Bílddælingum og deildi með þeim kjörum. Hún lifði sem barn og unglingur forna frægð staðarins, þegar þetta litla þorp var betur þekkt utanlands og innan fyrir óvenju lega þróittmikið athafnalíf en flest önnur þofp á landinu. Hún lifði sem fullvaxta kona, að sjá hnignun þess, alla leið ofan í sár- ustu örbirgð, og hún lifði einnig, að sjá það rísa á ný til vel- megunar, og verða beinn þátt- takandi í þeirri viðreisn. Enginn blettur á landinu átti sterkari ítök í sál hennar, og engum öðr- um bað hún meiri blessunar. Þar valdi hún sér þrjár álnir af mold að hvílast í við hlið vinarins, sem hún elskaði og virti því meir, sem árin liðu, og sem hún fórnaði öllu sínu lifi og um- hyggju. Róleg og æðrulaust endaði hún langa og merka ævi á síðasta degi ársins, sendi kveðju sína og blessun til vina og vanda- manna, sjálf var hún þess full- viss, að með nýju ári opnuðust henni nýjir og betri heimar, þar sem hún á ný fengi að vera sam- vistum við vininn, sem á undan var genginn. Þeim hjónum Ingu og Jóni hreppstjóra og syni þeirra flyt ég djúpa samúð og þakklæti fyr ir alla þá umhyggju og blíðu, sem þau auðsýndu Bjarnfríði all- ar stundir, og sem gerði ævi kvöld hennar svo milt og fag- urt. Þakklæti mitt til hennar, sem molduð er í dag, fyrir marg- ar stundir á heimili hennar, sem geymast sem perlur í minninga- safni margbreytilegrar ævi, fylgja henni yfir landamærin. Guð blessi öll verk hennar og minningu. Gísli Jónsson. HAFNARFJÖRÐUR Einbýlishús eða íbúð 5—7 herbergja og eldhús óskast til leigu 14. maí. Tilboð merkt: „Falleg útsýni 3875“ sendist Morgunblaðinu fyrir 10. janúar. Vélritunarstúlka Stúlka vön vélritun óskast strax á skrifstofu hjá innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Góð launakjör. Tilboð merkt: „3168“ sendist afgr. blaðsins fyrir 7. þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.