Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. janúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 11 í GÆR var opnað útibú frá Borgarbókasafni Reykjavíkur, að Sólheimum 27. Bókasafnið er í nýjum og björtum húsa- kynnum og eru þar 9000 bæk- ur, þar af 3500 í barnadeild. Bókasafnið lánar út bækur bæði fuUorðinna og barna, en auk þess er þar lesstofa. Safnið verður opið fyrst um sinn frá 4—7 alla virka daga nema laugardaga, á mánudög- um verður fullorðinsdeildin opin tU kl. 9 um kvöldið. Ðorgarstjórinn í Reykjavík, Geir HallgTÍmsson, Ihélt stuttá ræðu við opnun bókasafnsins. Hann 'hóf mál sitt með þvi, að nærri 40 ár væru nú liðin síð- y'xt:.;: Þegar bókasafnið í Sóllieimum 27 var opnað almenningi ki. 5 í gær, komu á vettvang milli 60 og 70 manns úr hverfinu, ungir sem fullorðnir. Myndin er úr barnadeild safnsins. Það var hamagangur í öskjunni fyrstu mínúturnar eftir að opnað var, því allir vildu verða fyrstir að ná í skemmtilegustu bækurnar. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Bókasafn tekur til starfa í Sdlheimum fermetra húsnæði, en flytur nú í 215 fermetra húsnæði. Jafnframt þwí hefur bókakost- ur þess verið mjög aukinn. Að síðustu ræddi Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, um Borgarbókasafn Reykjavíkur og hlutverk þess í borgarfél- aginu. Hann kvað merkasta áfanga þess þegar það fékk Þingholtsstræti 29a til afnota. Síðar hefði verið stofnað úti- bú í Hólmgarði og nú þetta. Bókaeign félagsins væri nú um 83 þúsund bindi óg árið 1962 námu útlán 216 þúsund- um. Hlutverk þess væri að sjá æskulýð borgarinnar, svo og öllum íbúum, fyrir hollum tómstundum við lestur ís- lenzkra bóka og veita þeim almennan fróðleik. Þvá væri mikilvægt að bókasafnið starf aði á breiðum grundvelli. Sigurjón Símonarson (t.v.) varð fljótastur að velja sér bækur. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri (yzt til hægri), sýnir Geir Hallgrimssyni, borgarstjóra, og frú Auði Auðuns, forseta borgarstjórnar, bókasafnið. an Borgarbókasafnið, eða Al- þýðubókaSafnið eins og það var nefnt í upphafi, tók til starfa. Borgarstjóri sagði, að bygg- ingarframkvæmdir þessa úti- bús hefðu verið hafnar árið 1961 og þeim lokið í október s.l., nema skipulagning safns- ins að innan. Gunnar Hansson hefði teiknað húsið, verkið verið boðið út í einni heild og falið lægstbjóðanda, Bygging- arfélaginu Brú. Byggingar- bostnaður allur hefði numið 1860 þús. kr. Allar framkvæmd ir hefðu verið unnar undir umsjá byggingardeildar borg- arverkfræðings. Flutti borgar- stjóri öllum þeim, sem að verk inu störfuðu, þakkir sínar. Bókasafnið að Sólheimum 27 er ætlað ibúum í nærliggj- andi hvarfum, í Vogunum, Heimunum og Kleppsholti ,en á þessu svæði búa um 12000 manns. Útibúið sem stofnsett var 1948 var áður til húsa í Efstasundi 26 í aðeins 1S Þær heita: „Ferðin til Marz“ og „Ævintýradalurinn“. Við hlið hans stendur bróðir hans, Guðmundur, 7 ára, bókarlaus, enda ekki orðinn fluglæs og verður að láta^ér nægja að skoða mynd- irnar í bókum bróður síns. Kínverjar safna Hði í Tíbet Nýju Delhi, 4. jan. (AP). NEHRU forsætisráðherra skýrði frá þvi í dag á fundi með for- nstumönnum Congressflokksins í Nýju Delhi, að kínverskir komm únistar væru að draga saman mikið lið í Tíbet, við landamæri Indlands. „En ég get ekki sagt hver tilgangur þeirra er,“ sagði forsætisráðlierrann. Að fundinum loknum ræddi talsmaður flokksins við frétta- menn. Sagði hann að Nehru hefði skýrt frá því að Kínverjar héldu nú uppi víðtækum áróðri gegn Indlandi, og eyddu til þess hundruðum milljóna króna. Eru þeir að reyna að skapa hatur á Indverjum meðal þjóða, sem ávallt hafa verið Tndlandi vin- veittar, að sögn Nehrus. Talsmaðurinn sagði að Nehru hafi ekki viljað láta neitt uppi um viðræðurnar við stjórn Pakistan í Rawalpindi í síðustu viku um Kashmir annað en það, að þeim hafi lokið í vinsemd og hefjist að nýju hinn 16. þ.m. Einnig neitaði Nehru að ræða tillögur þær, er samþykktar voru á ráðstefnu sex „hlutlausra“ ríkja í Colombo á Ceylon um lausn landamæradeilunnar við Kínverja. Tillögur þessar hafa verið lagðar fyrir stjórnir beggja deiluaðila. Forsætisráð- herra Ceylon, frú Sirimavo Bandaranaike, er nú í Peking að ræða þær við Chou En-lai for- sætisráðherra, en er væntanleg til Nýju Delhi 10. þ.m. Tveimur dögum seinna er væntanlegur til Indlands fulltrúi stjórnar Arabiska sambandslýðveldisins, Ali Sabri, og mun hann einnig ræða við Nehru um hugsanlega lausn á deilunni við Kínverja. Blvelta við Laxá í Leirársveit UM SEXLEYTIÐ í gær gerðist það skammt sunnan Laxár í Leir ársveit að fólksbíll frá Akranesi valt og að heita gjöreyðilagðist, en tveir menn sem í honum voru sluppu að heita ómeiddir. ökumaðurinn mun hafa misst vald á bílnum, sem fór á hvolf utan við veginn. Bíllinn er af gerðinni Fiat 1800. Nýárskveðjur til * forseta Islands MEÐAL fjölda árnaðaróska, sem forseta íslands bárust á nýjárs- dag, voru kveðjur frá þessum þjóðhöfðingjum: Urho Kekkonen, forseta Finn- lands, Ólafi V Noregskonungi, Friðrik IX Danakonungi, Gústaf VI Adolf Svíakonungi, Breshnev forseta Sovétríkjanna og Krús- jeff forsætisráðherra, dr. Hein- rich Liibke, forseta Sambands- lýðveldisins Þýzkalands, Eamon De Valera, forseta Irlands, Charles de Gaulle, forseta Frakk lands, Francisco Franco, rikisleið toga Spánar, Antonio Segni, for- seta Ítalíu, dr. Osvaldo Dortices Torrade, forseta Kúbu, dr. Adolf Scharf, forseta Austurríkis, Jozip Broz Tito, forseta Júgóslavíu, Mohammed Reza Pahlavi, keis- ara íran. Þá bárust heillaóskir frá er- lendum sendiherrum, sendiherr- um íslands og ræðismönnum og ýmsum öðrum. Áramótamóttaka forseta fslands Forseti Islands hafði venju samkvæmt móttöku í Alþingis- húsinu á nýársdag. Meðal gesta voru ríkisstjórn- in, fulltrúar erlendra ríkja, ýms- ir embættismenn og fleiri. (Frá skrifstofu forseta íslands) London, 4. jan. (AP) HEWLETT Johnson dómpróf- astur í Canterburg (Rauðl dómprófasturinn) hefur sagt af sér dómprófastsembættinu, sem hann hefur gegnt frá 1931. Hann er nú 88 ára, en sagði í dag, að þótt hann léti af embætti sem dómprófast- ur, ætlaði hann ekki að hætta afskiptum af stjórnmálunv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.