Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 18
13 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 5. janúar 1963 Hótel fyrir 6750 milljomr i Tokio Japanir ráða sér ítalska sérfræðinqa JAPANIR ætla sér að sjá um að enginn hinna mörgu þúsunda gesta sem heimsækja munu Fékk 4.5 millj. kr. tilboð —og sagði: Nei Harald Nielsen, danska knatt spyrnustjarnan sem leikur hjó Bologna á Ítalíu, hefur nú fengið tilboð um að skipta um félag og er boðið góð fúlga fjór „í beitu". Tilboðið sem Harald fókk hljóðaði upp á ,5 millj. ísl. kr. fyrir 3 ára samning eftir að samningur hans við Bol- ogna rennur út 1. júlá n.k. Harald kvaðst ekki reiðufbú- inn að setjast að samninga- borði fyrr en hann vissi hvað Bologna vildi bjóða honum fyrir framlhaldssamning. Áihuginn á Harald á rætur sínar fyrst og fremst í því að hann er markahæstur 1 deild- arleikmanna á Ítalíu nú með 12 mörk eftir 9 leilki. Mark- hæsti leikmaðurinn á Ítalíu eftir keppnina s.l. vor, Firena í Milano var seldur á 9 millj. isl. kr. til Palermo. Hann skor aði 20 mörk í 1. deild á Ítalíu í fyrra, en keppnin þar er nú hálfnuð og Harald með 12 mörk. Allt lítur út fyrir, að Harald fái, verði hann marka- kóngur sem ekki er ólíklegt, | hæsta tilboð sem Dani hefur) fengið £ knattspyrnu. Dauft iunan- félagsmót KR KR hélt innanfélagsmót í frjáls- um íþróttum í gærkvöldi og var keppt í hástökki, stangarstökki og kúluvarpi. Árangur var held- ur lélegur. Kjartan Guðjónsson, KR, vann hástökk á 1.70 (sleppti I. 75 en felldi 1.80). Kjartan vann einnig kúluvarp, varpaði 13.29 m, 2. varð Guðm. Guðmundsson með II. 01. f stangarstökki var aðeins einn keppandi, Páll Eiríksson, FH, og stökk hann 3.45 m. Ætl- unin var að Valbjörn Þorláks- son, ÍR, yrði einnig í keppninni, en hann mætti seint til mótsins, að sögn formanns frjálsíþrótta- deildar KR og hætti við þátttöku. Trúlofunarhiingar Hjálmar Torfason gullsmiður Laugavegi 28, 2. hæf* Tókió Olympíuárið 1964 verði án þaks yfir höfuðið. Eitt ráðu- neyti hinnar keisaralegu stjómar hefur fengið það hlutverk að sjá um þetta og nú gert áætlun um að 1964 verði hótelrúm fyrir 32200 gesti í borginni, en þar er nú rúm fyrir 17040. í þessari áætlun er reiknað með að lokið verði smiði fjölda nýrra hótela í vestur- landastíl svo og „japönsk“ hótel verði tilbúin 1. sept. 1964. Þessi nýbyggingaráætlun kostar 6750 milljónir isl. króna. Þeim, sem ekki vilja búa á slíkum hótelum, verður séð fyrir rúmi í skólum, íþrótta- húsum og víðar auk þess sem 2000 heimili hafa þegar látið skrá sig sem viljug til að hýsa ferðafólk. LÆRT AF ÍTÖLUM Japanir sendu flokk manna til Rómar ári fyrir leikana þar. Hin- ir skáeygu gestir tóku vel eftir öllu skipulagi og lærðu mikið. Þeir réðu til vinnu í Tókíó tugi ítala sem höfðu með skipulagn- ingu Rómarleikanna að gera. Síð- ast en ekki sízt réðu þeir til starfa yfirmenn flutninga á íþróttafólki og blaðamönnum milli staða í Róm og eiga þeir að hafa sama hlutverk í Tókíó. Loks höfðu Japanir sérstaka full- trúa lögreglu til að læra af ítöl- um Ihvea-nig séð varð við vasa- þjófum og öðrum svindlurum ■ ög lærðu mikið. Liston gegn Ingimar? SO'NNY Liston sagði í gær að hann vildi gjarnan berjast við Ingimar Johansson eftir að hann hefði mætt Floyd Patterson I síðari leik þeirra um heimsmeist* aratitilinn. Þetta kom fram í við- tali Listons og framkvæmda- stjóra hans Jack Nolan, við „Sport Illustrated". Gera þeir ráð fyrir að leikur við Ingiroar geti farið fram í Fíladelfíu i júnímánuði. Real Madrid beið stóion ósigur REAL Madrid byrjaði nýja árið ekki vel. í fyrsta leiknum urðu liðsmenn að þola eitthvern mesta ósigur er þeir hafa beð- ið árum saman. Litla Mallorca vann meistarana með 5—2. Real Madrid hefur ennþá forystuna í spönsku deildinni, en aðeins fyr- ir betra markahlutfall en Oviedo ‘hefur jafnmörg stig. Norðmaðurinn Engan hefur yfirburði í skíðastökki TORALF ENGAN, norski heimsmeistarinn í skíðastökki, vann annan frægan sigur á Ný- ársdag er hann sigraði í 2 af 4 stökkkeppnum í stærstu braut um álfunnar á landamærum Austurríkis og Þýzkalands. Þessi keppni fór fram í Olympíubraut- inni í Innsbruck. Engan stökk 91 m og 85 m og hlaut 231.2 stig fyrir. Hann vann þama Olympíumeistarann Helmuth Recknagel A-Þýzkalandi sem stökk 87 og 79 m og hlaut 215.7 stig. Þriðji varð Þjóðverjinn Thoma með 88 og 82 m og 215.3 stig. Norðmaðurinn Brandtsæg varð 4. með 215.3 stig og í 7. sæti varð þriðji Norðmaðurinn Ygge- seth með 209.1 stig. (86 og 80.5). Engan ber ægishjálm yfir stakkmenn nú. Fyrri keppnina vann hann með engu minni yfir- burðium, og virðist allt að því í sérflökíki meðal hinna beztu. Þriðja keppnin fór fram í Gar- misch-Partenlkirkohen á þriðju- dag. Þá vann hann 3. keppnina af hinum „4 stóru“. Þarna hlaut hann 209.9 stig og átti lengstu stöitokin 84 og 89 metra. Eftir tvær fyrstu keppninrnar var samanlögð stigatala þannig meðal efstu manna. 1. Toralf Engan Noregi 445.4 stig 2. Rölkart V.-Þýzkal. 407.8 — 3. Yggeseth Noregi- 403.9 — 4. Georg Thoma V-Þýzkl. 400.6 — 5. Ihle V.-Þýzkal. 400.4 — 6. Brantzæg Noregi 397.2 — Og etoki breytti þriðja keppnin yfirburðum Engans. í körfuknattleik Þessi mynd var tekin á enskum leikvelli á nýársdag. Vel er skiljanlegt að rólegt væri á knattspyrnuvöllum Englands þenn- an dag, en í Englandi var öllum deildaleikjum frestað. DANIR og Svíar Jéku landsleik i körfuknattleik bæði í karla og kvennaflokkum á Nýársdag. Fóru leikirnir fram í Kaupmannahöfn. I fyrsta sinn síðan 1956 unnu dönsku stúlkurnar þær sænsku ir.3ð 35—31. Og í karlaflokki fóru Svíar með mjög nauman sigur af hólmi 43—38 eftir langtum. betri og tvísýnni leik en vænzt var. Sigur Svía var „heppnis- sigur“ segir Politiken, þar sem Danir voru mun betri í síðari hálfleik. Aldrei fleiri leikjum frestað SÓLIN skein á réttláta sem rangláta í S-Englandi í gær — en því of miður of seint tiil að „bjarga" knattspyrnuleikj- um heLgarinnar. Aðstæðurnar bötnuðu heldur ekki við sól- skinið, þvi ofan á is og snjó sem valdið hafa svo miklum erfiðleikum síðasta mánuðinn, bættist nú snjóeðja. 26 af 32 leikjum í 3. umferð bikar- keppninnar varð að fresta og er það mesti leikjafjöJdi sem fresta hefur orðið í allri knatt spyrnusögu Engiands. Þessar frestanir hafa valdið erfiðleikum getraunafirma um alla Evrópu. 9 af leikj- unum af norska seðlinum t.d. hefur verið frestað og svo fór í Englandi að öll stærsbu get- raunafirmun aflýstu getrauna samkeppni um þessa holgi — aðra helgina í röð. Blaðið tekur það þó fram, án þess að draga úr góðum árangri Dana, að Svíarnir faafi verið leik- þreyttir eftir marga leiki í Hol- landi og Þýzkalandi. Svíarnir höfðu forystu allan leikinn, en voru mjög aðþrengd- ir í síðari ihálfleik. Þá voru Dan- ir nær óslitið í sókn og sýndu Hans Jörgen Graversen og Flemming Widh, sem lék sinn bezta landsleik til þessa, frá. bæran leik. Wioh tókst svo vel upp að hann var inná allan leik- inn og mátti fyrirliðinn Henning Houman sitja lengst af á bekkj- um skiptimanna. En úflhald Dana var að venjtt ekki nægilega gott svo og skot- öryggið og þreytan sagði til sín, Og svo telja Danir að dómar- arnir hafi leyft allt of hart vam- arspil af hálfu Svía. í síðari hálf- leik komust Danir í 31—35 og 34—37 áður en endanleg úrslit fengust 43—38 fyrir Svía. Graversen var stigahæstur Dana með 9 og Preben Stoov með 6. Örjan Viden var stigahæstur Svía með 14, Hans Albertssoo og Ulf Lindelof með 8 hvor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.