Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 20
HIBYLARRYÐI HF Hallapmúla alml 38177 LUMAJERUÓSGJAFlt 3. tbl. — Laugardagur 5. janúar 1963 ■UIII'lMim i [.........i . Jimi|liUÍitJ|l!!L-M - - ■ - J J JjJ J ■ Á FIMMTA tímanuin í gær kam upp eldur í verkfæra- skúr, sem stendur við Austur- gerði á Kársnesi. Stóð skúrinn í ljósum loguim von bráðar. Slökkviliðið í Reykjavík kom á staðinn, en skömmu áður en það kam á vettvang komu menn frá Rafveitunni af til- viljun á staðinn og klipptu á rafstrenginn að skúrnum, þannig að slökkviliðið gat gengið hreint til verks við slökkvistarfið. Skúrinn gjör- eyðilagðist og allt sem í hon- um var. Myndin sýnir slökkvi liðið sprauta á eldinn. (Ljósm. Sv. f>.). Urriöavatn rannsakaö næsta sumar EINS og Morgunblaðið skýrði frá í gær hefur fundizt 25 stiga heitt vatn á botni Urriðavatns á HéraðL Jónas Fétursson, alþingismað- ur, fékk Jón Jónsson, jarðfræð- ing hjá jarðhitadeild Raforku- málaskrifstofunnar, til að Áframhaldandi ískönn- unarflug Fl i Grænlandi UM sl. áramót voru tvö ár liðin frá því Flugfélag Islands tók að sér ískönnunarflug við Græn- land með flugvél og áhöfn stað- settri í Narssarssuaq. ískönnunarflugið hefir frá byrjun verið framkvæmt á veg- Lítil síldveiði SÍLDVEIÐI var fremur léleg í fyrrinótt enda fá skip á miðun- um og veður óhagstætt lengi vel. Til Reykjavikur komu aðeins 5 bátar í gær með 2950 tunnur. Síldin veiddist einkum 30 milur V®V af Garðskaga, svo og eitt- hvað við Eldey. Er Mbl. vissi síðast til í gær- kvöldi voru skipin á svipuðum slóðum, voru lítið farin að reyna að kasta, og ekki var vitað um árangur þeirra fáu, sem reynt höfðu. Veður var gott, en þó ekki svo slæmt að ekki væri hægt að athafna sig á miðunum. Sjónvarpsviðtal Kennedys Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna gengst fyrir sýningu á kvik- mynd, sem gerð var eftir sjón- varpsviðtali Kennedys Banda- rikjaforseta fyrir skemmstu. Verð ur sýningin í Nýja biói í dag (laugardag) og hefst kl. 3. I viðtali þessu gerir Kennedy forseti grein fyrir því merkasta, sem gerzt hefur í bandarískum stjórnmálum undanfarin tvö ár, eða síðan hann tók við forseta- embættinu, auk þess sem hann ræðir þar nokkuð um framtíð- arhorfur. Sýningin er opin öllunr. almenn ingi meðan húsrúm leyfir og að- gangur ókeypis. um Konunglega Grænlandsverzl- unarinnar og hinn 21. des. sl. var í Kaupmannahöfn undirritaður samningur milli hennar og Flug- félags íslands um áframhaldandi ískönnunarflug og staðsetningu flugvélar og áhafnar í Græn- landi. Skymasterflugvélin „Sólfaxi" ihefir frá öndverðu sinnt þessu verkefni og er sérstaklega búin mjög fullkominni ratsjá og leit- artækjum. Auk ískönnunarflugsins, ann- ast flugvélin önnur verkefni, svo sem leit að skipum og bátum ef óhöpp ber að höndum, og flutn- inga milli Grænlands og íslands. Ms. Lagar- foss siglir á hafnarbakk- ann á Flateyri FLATEYRI, 4. jan.: — Ms. Lag arfoss kom hingað í gærkvöldi tii þess að taka freðfisk, en svo illa vildd til, þegar skipið var að leggja að hafnarbakk- anum, að það sigldi á hann með þeim afleiðingum, að hornið á hafnarbakkanum stórskemmdist. Skemimdirnar eru ekki fullrann- sakaðar enn, en þær eru taldar allmiklar. Hornskúffurnar rifn- uðu og lögðust út, þannig að mik il rauf myndast inn í hornið. Stefnið á skipinu skemmdist ekki mjög mikið. Þó kom gat á það og opnaðist inn í forpikk- inn. Skipið fór héðan kl. 3 í nótt áleiðis til ísafjarðar. — Kristján j skreppa austur í fyrrakvöld og gera hitamælingar í vökum, sem voru á ísi lögðu vatninu. Mbl. ræddi við Jón Jónsson, jarðfræðing, í gær og spurðist fyrir um þessar hitamælingar. Jón sagði, að rannsóknirnar á vatninu væru á algeru frum- stigi, en hitinn hefði verið mældur í þrem vökum. Þar væri 5 metra dýpi. Ekki væri hægt að segja um, hvort fundizt hefðu heitustu staðirnir í vatninu, enda komið rökkur og öll að- staða til kannana erfið. I einni vökinni kom upp mikið gas og kraumaði í henni að sögn Jóns, sem telur líklegt, að þar sé ölkelda, enda fannst enginn hiti þar. Farið verður austur að Urr- iðavatni næsta sumar til að halda þar frumrannsóknum áfram. Jón Jónsson sagði, að enginn hiti væri í nágrenni Urriðavatns svo vitað væri um, en með við- námsmælingum mætti finna, hvort hitinn í jörðu þarna væri nægjanlegur til að koma upp t.d. hitaveitu fyrir hið vaxandi þorp við Lagarfljótsbrú og ef til vill fyrir Egilsstaðaþorp. Hann benti á, að við fyrstu mælingar í Áshildarholtsvatni í Skagafirði hefði mælzt þar 35 stiga hiti og á vatninu hefði ver- ið vitað um hættulegar vakir frá ómunatíð. Nú hefði Sauðárkrók- ur mjög góða hitaveitu frá Ás- hildarholtsvatni, eftir að borað var þar. Moskvu, 4. jan. (AP) KRÚSJEFF forsætisráðherra fer á næstunni til Austur- Berlínar. Verður hann for- seti rússnesku sendinefndar- innar á ársþingi austur-þýzka kon-.-núnistaflokksins, sem hefst 15. þ.m. Drukknaði við bryggiu Reyðarfirði, 4. jan. UM hádegisbilið í dag fannst lík Hreins Ágústssonar, sem saknað hefur verið síðan á nýársdags- morgun. Fann froskmaður af varðskipinu Albert Hrein við bryggjuna eftir skamma leit. Hreinn var aðeins þrítugur að aldri, ókvæntur, og lætur eftir sig móður á Reyðarfirði. Hreinn hafði ráðið sig sem vél- stjóra á bát hér á Reyðarfirði í vetur. Að gamlárskvöldsfagnaði lokn- um hér á staðnum fór Hreinn á- samt fleira fólki um borð í ms. Helgafell, sem hingað kom á gamlárskvöld. Sást hann síðast um borð í skipinu milli kl. 8—10 á nýársdagsmorgun. Lýst var eftir Hreini í útvarpi en það bar ekki árangur. í gær var hafizt handa að slæða hér í höfninni en sú leit bar ekki árangur. í morgun kom hér varðskipið Albert, sem hefur froskmann um borð. Hóf hann að kafa í höfninni og fann Hrein eftir skamma leit. Ekki er vitað hvernig slys þetta hefur borið að höndum. — A. Þ. Áframhaldandi vetrarríki í Evrópu London, 4. jan. (AF-NTB) ÁFRAMHALDANDI kuldar eru víðast hvar i Evrópu, og valda þeir, á’samt þoku, miklum umferðatruflunum og slysum. I Suður Englandi komst hitinn í dag yfir frostmark, og er tal- in mikil hætta á flóðum á þess- um svæðum. Þoka og glerhálka er víða, og erfitt fyrir þyrlur að annast nauðsynlega matvæla- flutninga til innilokaðra sveita- héraða. í fjallahéruðum Austurríkis kom hláka í dag, sem getur vald ið skriðuföllum, en í nærliggj- andi héruðum er enn sama vetr- arharkan. ÖH flugumferð liggur niðri um flugvellina tvo við Milano vegna þoku, en í Róm og á Suður ítaliu er komið vor- veður. Sums staðar í Frakklandi hef- ur veður skánað, en í norður- héruðunum snjóaði enn í dag. Verkfræðingar hersins unnu að því í dag að ryðja veg í nánd við Calais til sveitaþorps, setm hefur verið aigjörlega einangrað í rúma viku. Áframihaldandi frost var á Spáni, með snjókomu og slyddu Um 80% appelsínu og sítróniu uppskerunnar í Levante-héraðinu á Spáni eyðilagðist í frostununo. Washington, 4. jan.(AP) ARTHUR H. Dean, aðalfull- trúi Bandaríkjanna á afvopn- unarráðstefnunni í Genf, hef- ur beðizt lausnar úr embætti. Hyggst hann taka upp að nýju störf við lögfræðiskrifstofu sína í New York. f GÆR var unnið að því að gera við hafnarbakkann ||| undan gömlu vöruskemmu |§| Eimskips en þar haf ði eitt |:|| skúffujárnið, sem heldur hafn ||f arbakkanum saman tærzt, og varð að reka annað niður að innanverðu við eldra skúffu- járnið þannig að ekiki tæiki að síga úr uppfyllingunni við flóð og fjöru. Myndin sýnir krana lyfta 3 tonna slaghamri sem notaður var til þess að reka niður nýja járnið. (Ljósm. Sv. Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.