Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 10
MORCVNBLÁÐIÐ Laugardagur 5. Januar 1963 ie Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Utbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. VILJA MENN VOLD FRAMSÓKNAR ? ar sem þingkosningar eru nú framundan er ekki ó- eðlilegt að menn velti því fyr- ir sér, hvaða þýðingu úrslit þeirra geti haft á þróun ís- lenzkra þjóðmála. í þeim kosningum verða línumar skýrari en oftast áður, því að segja má að um tvær megin- fylkingar sé að ræða, annars vegar Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn, sem fram- kvæmt hafa viðreisnarstefn- unna og báðir hafa lýst því yfir, að frá henni vilji þeir éklci hvika. Hins vegar er svo „þjóðfylking" kommúnista og Framsóknarmanna, sem ákaft hælast um yfir ágæti vinstri etjórnarinnar og ósparir eru á yfirlýsingar um, að slíku stjórnarfari vilji þeir koma á aftur. Framan af viðreisnartíman- um töldu stjórnarandstæðing- ar vænlegt til árangurs að ráð ast heiftarlega á viðreisnina, tala um kreppu, samdrátt og móðuharðindi af manna völd- um, svo nokkuð sé nefnt. — Töldu þeir augsýnilega, að landsmenn vildu ekki sætta sig við það, að nokkuð yrði lagt til hliðar af afla þjóðar- innar til þess að treysta fjár- hagsgrundvöllinn. ' Nú er hins vegar svo kom- ið, að Framsóknarmenn eru teknir að lýsa því yfir, að ýmislegt gott hafi verið að- hafzt, þótt þeir telji enn nauð synlegt að hverfa aftur til þeirrar úreltu og kostulegu stjórnarstefnu, sem hér hafði tildrazt upp á tímum upp- bótakerfisins og á sér engan líka í stjómarfari lýðræðis- ríkja. Ljóst er samt, að Fram- sóknarmenn eru nú sem óðast að gera sér grein fyrir því, að þjóðin kæri sig ekki um afturhvarf til þessarar úreltu stefnu, því að þeir em teknir að boða það, að þeir séu von- lausir um starfhæfan meiri- hluta á Alþingi með komm- únistum einum og geti þess vegna ekki framkvæmt þessa stefnu, þótt þeir ynnu eitt- hvað á í kosningunum. Það væri líka sannarlega furðulegt, ef „þjóðfylkingar- flokkarnir" yrðu nú valdir til að fara með forystu lands- mála, þegar það hvorttveggja liggur fyrir, að geysimikill árangur hefur náðst af við- reisnarstefnunni og eins hitt, að kommúnistar og Fram- sóknarmenn boða afturhvarf til „vinstri stefnu", og hinir fyrrnefndu að minnsta kosti hugsa sér að þá yrði engum vettlingatökum beitt. URSLITARAÐ FRAMSÓKNAR nníminn gerir í gær að um- -*• ræðuefni þau orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins í ára- mótagrein, að naumast komi til þess að kommúnistar og Framsóknarmenn nái í kosn- ingunum starfhæfum meiri- hluta. Tekur blaðið upp eina málsgrein en sleppir úr henni eftirfarandi orðum: „Sjálfir segja Framsóknar- menn, að ekki komi til greina, að þeir og kommúnistar verði. nógu sterkir eftir næstu kosn- ingar til þess að geta stjómað landinu einir. En til. valdanna vilja þeir komast, kosti hvað sem vilL Þess vegna skyldi enginn taka yfirlýsingar þeirra nú of alvarlega.“ Það er sannarlega aumlegt upphaf á kosningabaráttu a.ð lýsa því yfir, eins og Fram- sóknarmenn gera, að það sé skaðlaust að kjósa þá, þeir muni hvort sem er ekki ná þeim meirihluta með banda- mönnum sínum í kommúnista flokknum, sem nægi til þess að þessir tveir flokkar geti komið á aftur þeirri stefnu, sem þeir báðir berjast fyrir. En ekki er síður ástæða til að leiða hugann að því, eins og Bjami Benediktsson gerir í áramótagrein sinni, hvernig ástatt yrði, ef Framsóknar- menn hefðu stöðvunarvald á Alþingi, því að: „Hverjir em þeir, sem trúa, að það yrði til bóta á stjórn- arfari, að þvílíkir tækifæris- sinnar réðu úrslitum?“ 1 gær segir Tíminn, að und- ir þeim kringumstæðum, að núverandi stjómarflokkar hefðu ekki starfhæfan meiri hluta að kosningum loknum og heldur ekki Framsóknar- menn og kommúnistar, þá mundi niðurstaðan verða sú, að Framsóknarflokurinn mundi „knýja fram uppbygg- ingar- og framfarastefnuna á ný“. Nú er það yfirlýst stefna allra þingmanna stjórnar- flokkanna að hvika ekki frá viðreisninni. Stöðvunarvald Framsóknarflokksins gæti því ekki þýtt það, að hann kæmi á ný á uppbótakerfinu, held- ur mimdi af því leiða al- gjöran glundroða og stjórn- leysi. Aðstaða Framsóknarflokks- ins í kosningabaráttunni er því síður en svo nokkuð Friðsöm áramót í Keflavík ÁRAMÓTIN í Keflavík fóru friðsamlega og fallega fram, í fegursta veðri. Margar brenn ur voru í kringum bæinn og stóðu unglingar fyrir þeim og höfðu safnað brenni til þeirra á undanfömum dögum. Miklu af flugeldum var skotið og skrautijós ljómuðu víða. Eng- ar stærri eða hættulegar sprengjur voru sprengdar og engin slys eða árekstrar urðu. — Stór jólatré voru víða um bæinn og útiskreytingar tals- vert miklar, og símatuminn skrautlýstur Ijómaði hátt yfir — engir hrekkir eða skemmd arverk vom höfð í frammi við skreytingar, sem úti voru. — Dansleikir vom í samkomuhús unum og fóra þeir friðsamlega og fallega fram og kom þar til engra átaka. Myndina, sem Heimir Stígs tók, sýnir Hafnargötuna um áramótin. — hsj. Skóli fyrir eldri kynslóðina BUIÐ er að stofna nýjan há- skóla í bænuim Palm Beach í ílori'dafylki 1 Bandaríkjuruum, og er hlutverk hans haria ný- stárlegt. Þessi menntastofnun, sem heitir „Nýi Háskólinn í Palm Beaoh“, á sem sé að kenna eldæi kynslóðinni að efila þek'k- ingu sína í nútíma þjóðfélagd. Háskólinn, var opnaður í sept- ember s.l. og hefur þegar náð geysilegum vinsældum. í ailflest um námsgreinum getur skólinn ekki bætt við sig fleiri nemend- um, og er því í ráði að efla starfsemina til mikilla muna. Þótt furðulegt megi virðast hef- ur skólinn ekkert skólahús tii umráða og inntökuskiiyrði eru engin. Allir geta fengið „inn- göngu“, meðan nægir kennarar fást tii að annast kennsluna og mögulegt er að útvega húsnæði. glæsileg, þótt hann berjist á þeim forsendum, að hann ætli sér einungis að ná stöðv- unarvaldi á Alþingi, en ekki meirihluta með kommúnist- um. — AUÐVELT AÐ SVARA í" kosningunum í sumar þurfa *■ kjósendur að gera upp við sig svör við nokkrum spum- ingum, sem ekki ætti að reyn ast þeim erfitt. Þeir þurfa svara því, hvort þeir vilja áframhaldandi upp- byggingu og traustan fjárhag, eða nýja skuldaóreiðu. Þeir þurfa að svara því, hvort þeir Maðurinn, sem á beiðurinn af stofnun Nýja Háskólans, heitir Dr. Ludid M. Spivey, en hann hefur verið skólastjóri Floriida Southern College í 32 ár sam- fleytt þar til hann lét af störfum og fluttist til Palm Beach árið 1957. Hann var ekki undir það búinn að setjast í helgan stein fyrir elli sakir, og ákvað því að stofna skóla fyrir jafnaldra sína, sem líkt var komið á með. Samkvæmt Dr. Spivey eru um 16 milljónir manns búsettir í Bandaríkjunum um þessar mundir, sem eru sextíu og fimm ára eða eldri. Allur þorri þessa flólks hefur hug á að auka þekk ingu sína í samræmi við breyt- ingar og hraða nútímans, en það er eitt af hlutverkum Nýja Háskólans að örva áhuga þessa fól'ks á aukinni þekkingu. borð við það, sem gerist með- al nágrannaþj óðanna, eða það kerfi, sem dregur úr kjara- bótum. Þeir þurfa að svara því, hvort þeir vilji áfram stjórnarfar athafnafrelsis eða ofstjómar ríkisvaldsins. Þeir þurfa að svara því, hvort þeir vilji stjórnarfar, sem geri stöðugt fleiri einstaklinga efnahagslega sjálfstæða, eða stjórnarfar fjárhagslegs for- ræðis pólitíkusa. Þessar spumingar og marg- ar fleiri munu vakna, og frjálshuga menn munu svara þeim öllum á einn veg, að þeir vilji frjálslynda og lýðræðis- sinnaða stefnu mikilla fram- fara, eins og aðrar lýðræðis- Þegar Dr. Spivey hafði kallað saman nefnd manna til að fjalla um stofnun skólans, var það höfuðivandamálið, hvar kennsl- an skyldi fara fram. Var vanda málið borið undir ýmsa húseig- endur, sem höfðu yfir rúmlegu húsnæði að ráða; svo og presta og gistilhúsaeigendur. Árangur- inn af þessum umleitunum var mklu betri en búizt hafðd verið við, og var þegar unnt áð hefja kennsluna á einkaheimilum, mót- tökusölum kirknanna og 1 gisti- húsuim. Kennarar skólans eru flestir prófessorar, sem fengið hafa lausn frá embætti. Eru sumir þeirra ráðnir upp á kaup, en aðrir starfa sem sjálfboðaliðar og fer þetta að sjálfsöigðu eftir efnum og ástæðum. Þannig var t.d. ritstjóri blaðsins „Saturday Review“ beðinn um að flytja bókmenntafyrirlestur við skól- ann, meðan hann dvaldist í Palm Beaoh í tveggja vikna orlofi. Meðal kennslugreina, sem kenndar eru við skólann eru rússneska, spænska, franska, enskar bóikmenntir, saga, niú- tíma heimspeki, sálfræði þjóð- félagsfræði, listir og trúbragða- heimspeki. Námskostnaður er mjöig stillt í hóf og kostar t.d. tólf vikna námskeið í heimspeki John Deweys aðeins tuttugu og fjóra dali, en dýrustu námskeið- in kosta hundrað dali. Er þessi kostnaður mjög lágur miðað við aðra einikaskóla þar vestra. Enn sem komið er eru engar einkunnir gefnar, og engin próf, er skeri úr um námshæfni nem- endanna. öll aðaláherzla er lögð á kennsluna, en eina innitöku- skilyrðið er áhuginn á nómi og löngunin ti'l að efla þekkingu sína. Eftir LYNN POOLE The Joihns Hopkins University, vilja stöðugt bætt lífskjör á þjóðir. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.