Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 16
13 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 5. januar 1963 PATRICIA WENTWORTH: ™—J MAUD SILVER | KEMUR í HEIMSÓKN COSP£g’ — Við förum ekki til kirkjunnar. Jakob fékk stóra vinninginn í happdrættinu og þá giftist ég honum. Þegar að því kom, að allt væri selt sagðist hann heldur vilja hafa íbúð sjálfur til að selja hlutina, — og þannig byrjaði hann að verzla. Foreldrar Elísabetar eru dáin, svo hún er hjá honum. — Hvað er hún gömul? — Hún er þremur árum yngri en ég. — En ég veit alls ekki, hvað þú ert gamall. — Eg er tuttugu og átta. — Svo hún er þá tuttugu og fimm? Hann rak upp hlátur: — Ég kalla þig góða í reikningnum. Jæja, við skulum þá koma. Hún er búin að setja upp ketilinn. Fancy hafði blíðkazt við vit- neskjuna um, að Elísabet væri á góðum vegi að verða miðaldra, og fór með honum. Hún hafði fulla þörf á tebolla. Það er dálít- ið þreytandi að sitja lengi með höfuðið í þessum þurrkunarvél- um, og maður varð þyrstur á þvi. Og hún varð öruggari, þeg- ar hún sá Elísabetu og stofuna, sem var heldur ruslaraleg. — Ungfrú Moore gat verið gömul vinkona og allt það, en hún var engin fegurðardís og ekki vitund snyrtileg. Þetta pils, sem hún var í — það var ekki þessa árs tízka og heldur ekki sú í fyrra. Og svo peysan, sem var alveg upp í háls ög fram á únliði — hún var heldur ekki neitt að státa af. En rétt í sama bili, fannst henni, að rauði kjóllinn hennar sjálfrar væri óþarflega ögrandi. Og þessi tilfinnng fór svo vaxandi. að sein ast var hún að gráti komin. Ekki gat hún sagt, að ungfrú Moore væri óviðkunnanleg, né heldur, að hún eða Carr létu hana finna til þess, að hún væri þarna fram- andi, en hvað sem um það var, gat hún ekki losnað við þá til- finningu. Hún átti ekki heima r þessu umhverfi. Nei, vitleysa var þetta — hún var ekkert lakari en aðrir og að minnsta kosti þúsund sinnum fallegri en Elísa- bet Moore. Það var heimska að vera með þessar tilfinningar. Þegar Elísabet fór með hana upp á loft, áður en þau fóru, stóð Fancy fyrir framan gamlan spegil frá átjándu öld, og sagði: — Þetta hús er mjög gamalt, er það ekki? Hún sá Elísabetu í speglinum. Hún var of löng og mjó, en hafði samt eitthvað glæsilegt við sig, eitthvað, sem átti við húsið og húsgögnin, sem í því voru. Elísabet svaraði: — Jú, það er mjög gamalt — allt frá sautjándu öld. Baðherbergið var skotfæra- geymsla þá. Þetta er vitanlega ekki í þægilegt að búa í því, en það er heppilegt fyrir verzlun- ina. Fancy tók upp púðurdósina sína og tók að snyrta á sér and- litið, sem þó var alveg óþarfi. — Eg vil helzt hafa allt nýtt, sagði hún. — Eg skil aldrei, hvað fólk er að sækjast eftir þessum gömlu munum. Eg mundi vilja hafa silfurgrátt rúm og grá húsgögn, en allt annað blátt. Elísabet brosti. — Já. það væri víst alveg eftir þínum smekk, er það ekki? Faney kipraði varirnar og bar á þær lit með fimlegri hreyfingu. Svo leit hún við og sagði: Þú ert búin að þekkja Carr lengi, er það ekki? 5 — Jú, jú. — Heldurðu, að hann yrði erfiður í sambúð? Eg á við, hann fær þessi köst, er það ekki? Var hann alltaf svona? Hún gat séð í speglinum, að Elísabet hafði fært sig til, svo að hún sá ekki lengur framan í hana. Og hún svaraði nú, og held ur dræmt: — — Eg hef ekki séð hann svo lengi. Hann hefur verið að heim- an, skilurðu? — Þekktirðu stúlkuna, sem hann giftist? — Eg sá hana einu sinni. Hún var mjög falleg. — Er ég ekki dálítið lík henni? Eg þekkti hana nú aldrei, en .... — Jú, þú ert dálítð lík henni. — Eins í öllum aðalatriðum? — Já. Fancy lagði frá sér púðrið og varalitinn og tók í rennilásinn á rauðu töskunni sinni. Svo sagði hún og málrómurinn var ein- kennilegur: — Það er vist þess vegna, að .... Hún sneri sér snöggt við. — Það er nú víst lítið varið í að vera varaskeifa fyrir aðra stúlku, finnst þér það ekki? — Nei. — Eg á við, að ég vildi ekki vera afbrýðisöm gagnvart henni, eða neitt þessháttar. Eg þekkti stúlku, sem giftist ekkjumanni, og hún neitaði að stíga fæti inn í húsið fyrr en hann hefðí tekið burt allar myndirnar af fyrri könunni, og það fannst mér nú ekki rétt, vegna barnanna. Eg sagði mömmu frá þessu og hún sagði: „Maður, sem gleymir fyrri konunni sinni, gleymir þér líka — vertu viss“. Þetta sagði mamma. og ég vildi nú ekki vera þannig, en ég vildi heldur ekki giftast manni upp á það að vera myndin af fyrri konunni — þú skilur, hvað ég á við. — Já, ég skil það fullkomlega. Fancy andvarpaði — Víst er hann laglegur, finnst þér ekki? En þegar til þess kemur að búa með einhverjum .... maður verður að hugsa sig vel um áð- ur .... verður að hugsa sig vel um áður .... Hún rak upp ofur- lítinn hlátur. — Eg veit nú ekki, hvað þú heldur um mig að geta talað svona. En það er svo gott að tala við þig — ég veit ekki hvers vegna. Jæja, ætli við verð- um ekki að fara að hypja okkur. Á heimleiðinni sagð hún: — Hún er ekkert lík því. sem ég bjóst vð Mér finnst hún svo ágæt. Carr gretti sig. — Já, víst er hún það. Hann sagði þetta rétt eins og hann væri að hlæja að henni, en þarna var ekkert til að hlæja að. Carr gat verið skrítinn, hvað þetta snerti. Maður gerðí sitt bezta til að hressa hann upp með gamansemi, en það var eins og að tala við steininn. Og svo gat hann allt í einu hlegið, þegar ekkert var til að hlægja að. Nú, en meðan hann gat hlegið. .... Hún bryddi enn upp á Elísabet Moore. — Það er leiðinlegt, að hún skuli ekki hafa gifzt. Eg gæti ekki þolað að vera ógift, þegar ég væri tuttugu og fimm ára. Nú hló hann fullum hálsi — og hvað var þetta hlægilegt? — Það er nú ekki að því komið hjá þér, elskan. Hvað er það langt? Ein fimm ár? — Sex. Og ég veit ekki, hvað þetta er til að hlæja að. Stúlka ætti ekki að draga það oflengi, segir mamma. Hún segir, að mað ur verði vanafastur og svo komi maðurinn og vilji hafa allt eftir sínu höfði. Eg er ekki að segja, að það eigi alltaf að láta und- an honum. en þegar tvö eru sam- an, verða bæði að láta undan og þegr svo börnin koma, verður konan að láta meira undan, skil- urðu. Þetta segir mamma og þú getur verið viss um, að hún veit um hvað hún er að tala, þar sem hún hefur alið okkur sex upp. Carr var hættur að hlæja. — Hann hafði aldrei verið minna skotinn í Fancy, en jafnframt hafði hann aldrei kunnað eins vel við hana. Hann sagði: — Mamma þín er skynsöm kona — ég hefði gaman af að hitta hana. Og mér skyldi ekki koma á óvart, þó að þú yrðir einhverjum manni góð eiginkona. þegar þar að kemur, elskan. — En ekki þér? Hún vissi ekki, hvað kom orð- unum yfir varir hennar, en nú voru þau sögð. Og hann leit á hana með eitthvað svo skrítnu brosi og sagði: — Nei, ég býst ekki við því. Hún leit á hann, hreinskilin á svipinn. — Eg skil, hvað þú átt við. Við héldum líklega bæði, að þetta gæti gengið. en það gerir það ekki. Eg vissi það undir eins og ég sá þessa Elísabetu þína. Þér hefur þótt vænt um hana, er það ekki? — Það er langt síðan. — Eg er visis um, að þér hefur þótt mjög vænt um hana. Og þykir enn. Þið sýnizt líka eiga vel saman. Voruð þið trúlofuð? Hann svaraði aftur með sömu orðunum: — Það er langt síðan. Þau gengú áfram þögul. Fancy hugsaði: — Við getum ekki geng- ið tvær mílur án þess að segja orð. Eg gæti öskrað upp og þá heldur hann, að ég sé orðin vit- laus. Það er svo þögult á þessum sveitastígum, að maður getur næstum heyrt sjálfan sig hugsa. Svo sagði hún, til þess að rjúfa þögnina: — Henni þykir vænt um þig. Það gat ég séð. Hann hleypti brúnum, en hún gat séð, að hann var ekki reiður. því að hann lagði höndina á öxl henni og klappaði henni. — Þú getur alltaf sett upp hjúskaparskrifstöfu, ef þú geng- ur ekki út sjálf. Og nú skulum við hætta að tala um mig, og þú skalt heldur segja mér af mömmu þinni og systkinum þín- um. VI. Katrín WeXby leit kring um sig í setustofunni sinni og hugs- aði um, hvað hún væri falleg. Sumt þarna inni var úr sér geng- ið, en það var vandað, enda kom- ið úr Melling-húsinu. Litla sautjándu aldar skrifborðið mundi seljast fyrir tvö hundruð pund ef hún setti það upp. Það og svo persnesku teppin voru gjafir frá frú Lessiter — eða svo nærri því að vera gjafir, að eng- um mundi detta í hug að vefengja það. Frú Mayhew mundi muna að hafa heyrt frúna segja: .,Eg ætla að láta hana Katrínu fá skrifborðið og tepp- in úr bláu stofunni“. En það yrði engin þörf á, að frú Mayhew myndi eftir þessu Og ekki mundi Katrín Welby fara að mælast til þess, að hún myndi það. Næstum öll húsgögnin í Hliðhúsinu voru til hennar komin á þessum sama — ofurlítið vafasama — grund- velli. Hún ætlaði ekki að fara neitt að ræða það við James Lessiter. Einmitt þessvegna hafði hún meðal annars Xx>ðið honum í kaffi. Hún ætlaði að sýna hon- um innanstokksmunina liérna, sem gjafir frá móður hans. Hún leit kring um sig með þakklæti og aðdáim. Mildred frænka hafði áreiðanlega ætlað henni þetta allt. Gluggatjöldin höfðu meira að segja verið snið- in úr einhverju gömlu, sem hafði legið í geymslu frá ómuna tíð -— þau voru uppiituð, en hvílíkur vefnaður; dökkrauður grunnur með rósum í, sem voru eins og ofurlítið grænleitar. Svc hafði verið nóg afgangs til að þekja stólana með. Katrín klæddi sig eftir stof- unni. Spegil í gylltri umgjörð, uppi yfir arinhillunni endur- kastaði myndinni af dökkbláum innikjólnum. fallega hárinu og andlitinu. Allt í einu heyrði hún fótatakið, sem hún var að bíða eftir. Hún gekk fram og opnaði dyrnar. — James! Komdu inn! En 'ivað það var gaman. Lofðu mér að skoða þig! Við megum ekki nefna, hvað mörg ár eru liðin síðan við sáumst seinast — er það? Hann var berhöfðaður og hvorki með yfirfrakka né trefih Um leið og hann gekk inn í upp- lýsta stofuna, hió hann og sagði: — Það gætu nú verið eins mörg eða fá ár og vera vildi, því að þú hefur að minnsta kosti ekkert breytzt Hann fékk ljómandi bros að launum fyrir þetta. — Hef ég það ekki? — Þú ert enn fallegri, en það veiztu sennilega án þess að ég segi þér það. En hvað um mig? Fæ ég nokkuð í staðinn? Hún leit á hann með óbland- inni undrun. Hann hafði verið laglegur drengur, en nú — fjöru- tíu og sex ára gamall — var hann enn laglegri en hægt hefði verið að búast við. Myndin, sem Mildred frænka hafði verið að sýna henni. hafði engu logið. Hún hélt áfram að brosa og sagði: — Eg hugsa, að þú komist al- veg af með þá hégómagirnd, sem þú hefur fyrir. Og svo hló hún aftur og sagði: — Ó, James, það var gam£Ui að sjá þig aftur. Bíddu nú andartak og svo kem ég með kaffið. Eg hef ekki stúlku nema á morgnana, skilurðu. aiíltvarpiö Laugardagur 5. janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 18.00 Óskalög sjúkiinga (Kristta Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan íramundan: Kynning 4 dagskrárefni útvarpsins. KALLI KÚREKI — * — * — Teikncui: Fred Harman Ætlarðu að segja eitthvað? Ertu ekki ennþá orðinn sannfærður unx ósigur þinn? Eigum við að byrja aftur? Nei, við skulum hætta, ég hef þeg- ar fengið nóg. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. — ' (18.00 Veöurfregnir). 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son) 17.00 Fréttir. ÆskulýSstónleikar, kynmtir at dr. Hallgrími Helgasyni. 16.00 Útvarpssaga barnanna: „Todda 1 Blágerði" eftir Margréti Jóns- dóttur; H. (Höfundur les). 16.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung« linga (Jón Pálsson). 16.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Gullna bliðið" eftir Xlavíð Steíánsson fná Fagra« skógi, flutt af Leikfélagi Reykja víkur og hljóðritað 1 marz 1950. Músik eftir Pál ísólfsson leikin af útvarpshljómsveitinni. Leik- stjóri: Lárus Pálsson. Höfund- urinn ies prologus. 22 16 Fréttir og veðunfregnir. 22.25 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.