Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1963, Blaðsíða 13
Laugardagur 5. janúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 13 — Minning Framhald af bls. 8. Reykjavík. Þannig sá hann þeim vel borgið, og vann svo fyrir þeim þar sem bezt gegndi. Að fimm árum liðnum giftist Ingi- mundur Þorbjörgu mágkonu sinni. Tóku þau þá börn hans til sín og reyndist Þorbjörg þeim sem bezta móðir; gat ekki sam- bandið innilegra verið þó hún hefði verið raunveruleg móðir þeirra. Þorbjörg og Ingimundur eignuðust þrjár dætur. Heimilið varð því nokkuð þungt, en at- vinnuerfiðleikar héldu áfram. Og þegar Ingimundi var íþyngt með hækkandi húsaleigu snéri hann sér að öðru. Hann fékk leyfi til að byggja sér bæ og brjóta landspildu til ræktunar, fyrir utan kaupstað- inn, inn í Langholtinu. Það langt frá bænum þá að nánast mátti kalla upp í sveit. Ekki var jarð- vegurinn álitlegur, mýrarsvakki og melbörð. í félagi við Ingimund var frændi hans og vinur, Sumar- Uði Grímsson. HUð við hlið hyggðu þeir bæi sína í sveitastíl og kölluðu Litla-Hvamm. Ekki brást góð sambúð í starfi né í framhaldandi sambýli. Miklir voru erfiðleikar í byrjun. Fyrsta árið eftir að flutt var í nýja bæ- inn varð Ingimundur að bera allt á baki sér, sem hann þurfti til heimilisins, jafnvel kolin, klukku tíma gang; þá var enginn hest- urinn. Fulia dagvinnu þurfti hann að vinna út á burt, fyrir heimilinu, en hver einasta tóm- stund notuð til að brjóta land og yrkja. Með samhug, dugnaði og hag- sýni tókst fjölskyldunni að búa vel um sig á þessu óræktarholti: Gera fallegt tún í kringum bæ- inn sinn, arðsaman matjurtagarð að baki og blómagarð gegnt fram gluggum, hænsni vöppuðu í kring og kýr og hestar lengra frá. Þó búið yrði ekki stórt bar það góð- an arð, svo vel var með allt farið og að öllu hlúð. Sigurinn vannst og þau uppskáru það sem sáð var til: farsælt og heillaríkt líf um mörg ár, margar gleði og ánægju- stundir í litla burstmyndaða bæn um sínum. Ingimundur var greindur mað- ur, sem hann átti kyn tiJ, jafn- lyndur og góðlyndur. Hafði meira í huga hinar björtu og betri hlið ar lífsins en þær erfiðu. Fögru Ijóði og lagi unni hann af heilhug, var og söngmaður góður. Fagurt landslag og sólarsýn heilluðu hann; jafnvel skuggar kvöldsól- arinnar gátu orðið honum dásam legt umræðuefni. Oft minntist hann hinnar margbrotnu fegurð- ar í sveitinni, þar sem hann átti sína æsku og óx upp til þroska og manndóms, og bar ævilangt órofa tryggð til. Síðustu árin var hann lítt vinnu fær. Ekki kvartaði þessi vinnu- Röbbuðu saman við arineldinn EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum birtu brezka, franska og bandaríska stjórn- in í síðustu viku leyniskýrsl- ur nazista frá árunum 1925- 1936. Skýrslurnar fjölluðu m.a. um utanríkismiálastefnu Þýzkalands á þessum árum o>g vöiktu strax mikla athygli. í Skýrslum þessum kom fram, eins og kunnugt er, að flutt voru boð milli Hitlers og þáverandi Englandskon- imgs, hertogans af Windsor. Þessi boð flutti hertoginn af Coburg, náinn frændi hertog- ans af Windsor honum og komu þeir oft að máli. Eitt sinn er sagt, að þeir hafi tal- azt við og reykt pípur fyrir framan arininn í Windsor- kastala og öðru sinni hafi þeir hitzt í BuckinghamhöU, þar sem Mary ekkjudrottning var einnig viðstödd. Þessar samræður vöktu litia athygli á þeim tima er þær fóru fram og fljótlega hurfu þær alveg í skugga þeirrar fregnar, að Játvarður konung ur hefði sagt af sér til þess að hann gæti gengið að eiga konuna, sem hann elskaði, hina bandarísku frú Simp- son. En í síðustu viku, er leyniskýrslurnar voru birtar komst málið á forsíður Lund- únablaðanna og var þar sagi, að Hitler hefði sent hertog- ann af Coburg til Játvarðar vegna skyldleika hans við brezfcu konungsfjölskylduna. í leyniskýrslunum segir m.a., um Játvarð VIII., að í hans augum hafi nánari sam staða Breta og Þjóðverja ver- ið mjög æskileg, og ætlunin hafi verið að þeir Ribben- trop þá utanríkisráðherra Þýzkalands og Baldwin þá forsætisráðherra Breta rædd- ust við, en konungurinn hafi þá svarað því til, að hann óskaði sjálfur eftir því að Játvarður VIII. ræða við Hitler, því að það væri konungurinn sem réði. Áttu viðræðurnar annaðhvort að fara fram í Þýzkalandi eða Bretlandi. Hertoginn af Windsor, sem er þýzkættaður hefur oft áð- ur verið sakaður um vináttu í garð Þjóðverja, en einkum þó, eftir að birtar voru aðrar leyniskýrslur nazista fyrir fimm árum. Eftir að leyniskýrslurnar höfðu verið birtar í síðustu viku sagði Lundúnablaðið Daily Express, um þær, að þær væru einskisverðar, þar sem hertoginn af Coburg hefði verið nazisti og því vilj- Hertoginn af Coburg. að breiða út fréttir sem hann" vissi, að yrði Berlínarbúum kærfcomnar. í lok síðustu viku neitaði hertoginn af Windsor, sem nú er 66 ára að aldri, flestum, en þó ekki öllum ummælum blaðanna um leyniskýrslur þessar í grein, sem ritari hans í Frakklandi skrifaði. Stóð í greininni að blaðaummælin gæfu í heild rangar upplýs- ingar, og menn yrðu að hafa það hugfast, að hertoginn hefði af öllum mætti reyni að komast að einhverju sam- komulagi við Þjóðverja með velferð og hagsmvmi þjóðar sinnar einnar fyrir augum. MMi a8 auglýslng I stærsva og útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. glaði maður þó svo væri komið, og ekki heldur barmaði hann sér þótt sjónin dapraðist dag frá degi. Hann glataði aldrei sinni barnatrú, sem vissulega hefur | stuðlað að bjartsýni hans og jafn aðargeði. Reykjavík hefur nú rutt sér braut að Litla-Hvammi, og er túnið hans var tætt, garðarnir eyðilagðir og stórhýsin svo að segja hvolfdu sér yfir bæinn hans, sagði hann 0nungis. „Er það ekki merkilegt hvernig allt stendur heima í þessu lífi. Nú seinast þetta, að landið er tekið af mér, þegar ég er orðinn svo gamall að ég get ekki erjað það lengur“. Ingimundur taldi að lífið hefði verið sér gott. Hann naut góðs uppeldis, lánsamur í hjónabandi, börnin efnileg og geðþekk, heim- ilislífið ánægjulegt og glaðlegt. Að síðustu fékk hann þá ósk sína uppfyllta að fá að deyja í heimahúsum og aldurhniginni konu hans að gefast kraftur til að hjúkra honum með tilstyrk dóttur og tengdasonar. Og er burtfararstundin rann upp voru allir hinir nánustu við beðinn, Jólahelgin var að ganga í gar§, sú hátíð sem honum var kærust. Bjart mun nú fyrir augum hans. Og hann njóta þeirrar birtu og fegurðar í enn fullkomnari mæli, sem hann dáði mest í reynd og trú í þessu lífi. Sem fyrr segir átti Ingimund ur tvö börn með fyrri konu sinni: Ingileif, giftist Jóni Páli málara- meistara í Keflavík. Hún dó nokkrum vikum fyr en faðir henn ar. Þorgrímur dó um þrítugt, ógiftur en átti unnustu. Dætur seinni konunnar eru: Margrét, gift Ásgrími Ágústssyni, bakara, Bjarnheiður gift Jóni Jónssyni bílstjóra og Guðrún gift Herði Ólafssyni, járnsmið. öll erfðu börnin sönggáfuna í ríkum mæli. Og þó að dæturnar annist börn og heimili með myndarbrag, hafa þær sjaldan haft svo annríkt að þær hafi ekki gefið sér tíma til að stunda söng í „kórum“ og söngfélögum, og aldrei svo ann- ríkt að þær hafi ekki iðulega heimsótt gamla bæinn ' sinn og sína góðu foreldra og rétt þeim hjálparhönd ef með þurfti. G. Þ. Sjötugur í dag: Örnólfur Valdemarsson EITT AF því bezta, sem veitist á vegferð þeirri, sem nefnist mannsævi, er kynni og samstarf við gott og göfugt fólk. Það hefur mér veitzt í ríkum mæli í mínu starfi bæði sem kennari og prestur um margra ára skeið á hinum ólíklegustu stöðum. Sólskinið, gróandinn á þessari leið, það sem gleður og Skrifstofustúlka óskast á lögfræðiskrifstofu nú þegar. Tilboð merkt: „Skrifstofustúlka — 3171“ sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 9. þ. m. gefur sífellt endurnýjaðan þrótt og trú á framtíð og uppskeru er einmitt slíkt samstarfsfólk. Og þar er Örnólfur Valdemars son og fjölskylda hans meðal hinna hugþekkustu og ómetanleg ustu. Hann er mikill gæfumaður. En vel mætti segja mér, að hann væri fyrst og fremst sjálfur sinn ar gæfusmiður með trú sinni á „Guð í alheimsgeimi og Guð sjálfum sér“. Stundum er traustum mönnum og trúum líkt við fjöll og dranga. Og þaðan mun orðið drengur runnið. Og þar er Örnólfur í fremstu röð, samkvæmt skilgreiningu Snorra Sturlusonar. Hann er vask ur ihaður og batnandi, það er vaxandi. Hann sameinar til fyrir ætlana og framkvæmda trú- mennsku skyldurækni og ást á fögrum hugsjónum, svo sem ís lendingur gæti orðið prúðastur, Hann bregzt ekki í smástaf né stafkrók en er samt manna frjáls lyndastur. Trúmennska hans og vandvirkni er með ólíkindum, en samt er hann umburðarlyndur og laus við smámunasemi og nöldur. Hann er svo hreinskilinn og hisp uslaus að ég hygg að enginn mundi væna hann um „að vinna það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans", en samt segir hann sannleikann á svo ástúðlegan hátt, að vart gæti ég hugsað mér nokkurn reiðast honum. Hann er bindindissamur og hóf samur, en heldur samt hinar prýðilegustu veizlur, þar sem all ir skemmta sér konunglega. Byrja veizlur hans gjarnan með „Coctail", sem allir verða að taka þátt í af fjöri og þoli. En sá „cocktatt" er almennur söngur ljóða og laga af svo breið um vettvangi, að þar finna allir eitthvað handa sér. Og í þessari „andlegu ádrykkju" er fjölskyld an svo æfð og samtaka, að allir eru svifnir á ljóðvængi ljóss og tóna eftir örskamma stund án fyr irhafnar, eins og æfður söngkór. örnólfur er kvæntur hinni á- gætustu konu, Ragnhildi Þorvarð ardóttur frá Stað í Súgandafirði og í því mikla menningarþorpi munu þau lengst hafa átt heimili sitt. Þau eiga mörg böm og tengda- börn og barnabörn, sem öll bera blæ hins góða uppeldis með ást til alls, sem gott og fagurt er, fúsleik til samstarfs og félags- legra átaka af mifcilli hæfni og gáfum, en umfram allt ættjarðar ást. Hafa mörg barna hans getið sér nú þegar góðs orðstírs sem flytjendur orðs og söngs og þá ekki síður á sviði íþrótta og fim leika, en öll eiga þau og afla sér góðs mannorðs sem er gulli betra í hvívetna. Hef ég stundum talið mig sæl astan presta, þegar þessi fjöl- skylda fyllir tvo eða þrjá kirkju bekki við sömu messu. Og hef ég þá litið til örnólfs með ljóðlínur úr gömlum sálmi í huga: „Og fagur barnaflokkurinn á fögnuð hjartans eykur þinn“. Kirkjurækni og bænrækni er honum og ástvinum hans inn- lifaðar dyggðir á hinn fegursta hátt, og sannar fjölskyldan að imnt er að sameina fagurlega þessa fornhelgu dyggð góðs ís- lendings við frjálslyndi, og menntun hins upplýsta og skóla fágaða nútímamanns. Og mætti ég ímynda mér eina yfirskrift sem þau örnólfur og Ragnhildur hefðu sett yfir hús- dyr sínar þá væru það orð hins aldna foringja ísraels: „Eg og mitt heimili munum þjóna drottni". örnólfur hefur unnið mikið að félagsstörfum um ævina og gerir enn og mun gjöra. Fæst af því er mér kunnugt í einstökum at- riðum, en hér hefur hann verið fjárhaldsmaður hins unga en fjöl menna Langholtssafnaðar frá byrjun með sérstakri snilld. Hann er maður hins gamla tíma, sem ekki horfði fyrst og fremst til hagnaðar. Honum er starfið heilagt og fórnarlund í blóð borin, og hann kann að lifa speki skáldsins, ,sem sagði: „Að reikna EKKI i árum en öldum og alheimta EI daglaun að kvöldum svo lengist mannsævin mest“. Og hann kann ekki síður hitt: „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu. Sonur morgunroðans vertu“. Eg og við öll óskum þessum unga vini og ástvinum hans allra heilla árs og friðar um ókomna daga. Árelíus Níelsson. örnólfur Valdemarsson verður ekki í bænum í dag. ÍBÚÐ eðo EINBÝLISHÚS 5—7 herbergi og eldhús óskast til leigu í vor. Upplýsingar í síma 34746 eða 15896.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.