Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. janúar 1963 Við héfdum, að þetta væri bara umgangspest Samtal við Bjarna Sigtvrðs- háseta á Röðli son. MORGUNBLAÐIÐ átti í gær stutt samtal við Bjarna Þ. Sig urðsson, háseta á (f^garanum Röðli. Bjarni er sá eini atf þeiim, er veiktust, sem ekki liggur í sjúkrahúsi. — Hvenær fannst þú fyrst til veikinnar, Bjarni? — Það var þannig, að ég átti vakt kl. 6,30 á föstudags- morgun. Ég fór á fætur kl. 6 og brá rnér aftur á, til þess að fá mér morgunmat. Ég kenndi mér einskis meins fyrr en ég hafði lokið við skyrið, en þá varð mér skyndilega svo ó- glatt að óg varð að flýta mér fram og kasta upp. Ég stóð þó vaktina, en kastaði upp öðru hvetju. Er henni var lokið, borðaði ég hádegismatinn minn og hélt honum niðri. — Voru ekki margir orðnir veikir um þetta leyti? — Jú, blessaður vertu. Það voru allir meira og minna lasnir strax um morguninn, en við héldum að þetta vœeri bara einhver umgangspest. — Hvernig lýsti veikin sér hjá þér? — Aðeins með ógleði og máttleysi, eins og svo oft fylg- ir uppköstum. Ég kúgaðist líka talsvert. — Hvað gerðir þú eftir há- degismatinn? — Ég fór fram í og lagði mig og svaf allan daginn. Kl. 6 vaknaði ég svo til að borða á%%v i..v •-% s&.s&hJi Bjami Þ. Sigurðsson kvöldmat, enda var næsta vakt skammt undan. Þá voru flestir alveg orðnir rúmfast- ir og illa haldnir. Ég kom kvöldmatnum niður, en kast- aði upp stuttu síðar. Við vor- um bara 2 hásetarnir, sem mættum til vinnu á dekki um kvöldið. Við vorum að draga, en um kl. 8 sagði skipstjórinn okkur að hætta þessu og hífa allt trollið inn, þar sem Snæ- birni heitnum hafði versnað svo mjög og alvarlega horfði með fleiri. Þá var líka búið að hatfa samband við lækninn. Um kvöldið lézt svo Snæ- björn, og þegar minni vakt var lokið, hélt ég mig aftur í, þar sem ég hafði haft koju beint fyrir ofan hann. Senni lega hefur það orðið mér til bjargar, að ég svaf ekki fram í þá kojuvakt, því að eftir þetta get ég ekki sagt, að ég hafi fundið til neinna veikinda. — Komstu ekkert fram í eftir þetta? — Jú, en aðeins stutta stund í einu. Eftir að læknirinn var kominn um borð, vöktum við yfir Brynjari tii skiptis, en hann var þá kominn með krampa og mjög þungt hald- inn. — Hvernig var þá um að lit ast í hásetaklefanum? — Þá lágu allir í rúmum sínum og sváfu milli þess sem þeir köstuðu upp. Það var eih- mitt áberandi, hve mikið þeir sváfu. — Ert þú alveg búinn að ná þér? — Já, ég finn ekki til neins núna. Læknirinn fann ekkert eitur í blóðinu, en ég fer að vísu aftur í rannsókn í viku- lokin. Gljáfaxi búinn skíðum til Grænlandsflugs EIN af flugvélum Flugfélags fs- lands, Gljáfaxi, verður búin skíð um og mun í byrjun marz hefja flug til Grænlands, og flytja far þega og nauðsynjar til margra einangraðra staða á austurströnd inni. Mun flugvélin hafa aðset- ur í Beykjavík, Meistaravik og e.t.v. Kulusuk, og fljúga m.a. til Danmarkshavn, Daneborg, Scor- esbysund, Tingmiarmiut, Aputi- tek, Orsuiagssuaq og Qutdleg. Samningur milli Konunglegu Grænlandsverzlunarinnar og Flugfélags íslands um þetta skíða flug var undirritaður í Kaup- mannahöfn nýlega. Barst F.f. fyrir nokkrum mánuðum fyrir- spurn frá Grænlandsverzluninni um það hvort félagið gæti tekið að sér flutninga til stöðva á austurströnd Grænlands með póst og e.t.v. farþega. Var þess getið að ekki- mundi hægt að lenda á þessUm stöðum nema á flugvél búinni skíðum. Þar sem hér var um algert nýmæli að ræða í starfsemi félagsins og leiddu þær í ljós, að félagið gæti tekið þetta verkefni að sér og var samningur um nokkrar til- raunaferðir undirritaður 4. jan- úar sl. Flugvél búin til skíðaflugsins. Verður Gljáfaxi, sem er Dou- glas DC-3, nú búinn skíðum og hefur verið gengið frá aukaút- búnaði í flugvélinni, vökva- dælu og leiðslum til að hækka og lækka skíðin, en flugvélin getur eftir að skíðin hafa verið sett undir lent hvort sem heldur er á skíðum eða hjólum. Skiðin, sem sett verða undiir Gljáfaxa, eru bandarísk, keypt frá Federal Ski and Engineering Co í Minneapolis. Þau eru úr álm blöndu, sérstaklega húðuð og atf beztu fáanlegri gerð. Komið hef ur til orða að búa Gljáfaxa JATO-tækjum, en þau eru notuð til flugtaks á stuttum flugbraut- um. — Þáttaskil Framh. af bls. 1 lýðveldisins og sambandslýð- veldisins Þýzkalands um fransk-þýzka samvinnu.“ Þar er kveðið svo á, að þjóðhöfð- ingjar og stjórnarleiðtogar Þýzkalands og Frakklands skuli hittast að máli tvisvar á ári hverju. Utanríkisráð- herrar landanna, sem eiga að koma saman þriðja hvern mánuð, eiga að hafa eftirlit með því að ákvarðanir sátt- málans séu haldnar. í hverj- um mánuði skulu háttsettir fulltrúar stjórnmála-, efna- hags- og menntamáladeilda utanríkisráðuneytanna ræð- ast við, til skiptis í París og Bonn. Hermála- og Iandvarna- ráðherrar skulu hittast minnst þriðja hvern mánuð og herráðsforingjar land- anna minnst annan hvern mánuð. Varðandi stefnu ríkjanna í ut- anríkismálum segir í sáttmál- anum, að þau skuli hafa samráð um allar meiri háttar ákvarðanir á sviði alþjóða-stjórnmála og um mál, er varða þjóðirnar sameig- inlega, áður en endanlegar á- kvarðanir séu teknar, þanníg að sjónarmiðin séu samræmd að svo miklu leyti, sem unnt er. Mál er falla undir þetta á- kvæði eru: 1. Mál er varða Efnahagsbanda- lag Evrópu og stjórnmála- samvinnu Evrópuríkja. 2. Mál er varða tengsl Austurs og Vesturs á sviði stjórnmála og efnahagsmála. 3. Mál er varða samvinnu innan Atlantshafsbandalagsins og ýmissa annarra alþjóðlegra samtaka, þar sem ríkin hafa hagsmuna að gæta, svo sem \ /\ NA !S hnútar [ STSO hnútar X Snjókoma 9 ÚSi 7 Skúr ir K Þrumur mss KuUaihi/ Hihthif H Hmt L Lmti HÆÐIN fyrir suðaustan land hreyfist lítið. I Skandinaviu var vægt frost. Loftið þar hef ur komið yfir hafið milli ís- lands og Noregs. Á sunnan- verðu Englandi og í Frakk- landi var kaldara. Þar var kalt meginlandsloft, komið austan úr álfu. innan Evrópuráðsins, Sam- bands Vestur-Evrópuríkja, Efnahags- og framfarastofn- unarinnar og Sameinuðu þjóð anna og sérstofnana þeirra. Ennfremur er gert ráð fyrir samvinnu á sviði upplýsinga- starfsemi, varðandi aðstoð við þróunarlöndin, varðandi stefnu ríkjanna í landbúnaðarmálum,. orkumálrtn, samgöngu- og flutn ingamálum og uppbyggingu iðn- aðarins, innan þess ramma er Efnahagsbandalagið ákvarðar, — og ennfremur varðandi lán- veitingar vegna útflutnings. Höfuðatriðin varðandi sam- vinnu ríkjanna á sviði varna- mála eru: 1. Yfirvöld ríkjanna skulu leggja áherzlu á að auka gagnkvæman skilning á skoðunum varðandi her- stjórnarlist og koma á fót franzk-þýaki hermáia-rann- sóknarstofnun. 2. Aukin skuIU gagnkvæm skipti á starfsmönnum herj- anna, einkum skipti á her- skólakennurum og nemend- um. Einnig skal skipzt á heil um herdeildum. 3. Varðandi herbúnað, skulu ríkin tvö reyna að samræma hergagnaframleiðsluna og skipulag herja sinna frá fyrsta stigi til hins síðasta. Ennfremur skulu ríkisstjórn ir landanna athuga skilyrðin fyrir fransk-þýzkri sam- vinnu um skipulagningu heimavarnarliða. Á sviði menningarmála er gert ráð fyrir aukinni kennslu í frönsku í Þýzkalandi og þýzku í Frakklandi. Próf í framhalds- og háskólum skulu gilda gagn- kvæmt í báðum löndunum. Auk- in skal samvinna á sviði vís- indalegra rannsókna. í sáttmálanum segir, að burt- séð frá þeim ákvæðum, sem snerta landvarnamál beinlínis, skuli sáttmálinn einnig gilda fyr | ir Berlín, nema því aðeins, að Frammistaða Dagsbrúnarstj órnor: Hagsmunamálin í kaldakoli STJÓRN kommúnista í Dagsbrún, sem nú hefur setið að völdum um tvo áratugi, virðist ekki hafa áhuga á öðru en misheppnaðri kaupgjaldsbaráttu, sem háð er með verkföllum á kostnað verkamanna og alþjóðar. — Þessir „verkalýðsforingjar“ virðast ekki hafa komið auga á það, að hægt er að vinna að margvíslegum hags- munamálum verkamanna á sama hátt og gert er í öllum öðrum löndum, ekki sízt á Norðurlöndum, þar sem þeir ættu helzt að þekkja til, vestan tjalds. Enda þótt Dagsbrún hafi 4—5 fastráðna starfsmenn (Iðja hefur einn starfsmann), er ekki snert við brýnustu nauðsynjamálum reykvískra verkamanna árum saman. Nefna má þess örfá dæmi: ★ 1. Fyrir slóðahátt hefur Dagsbrún tapað mörgum hundruðum þúsunda króna í sambandi við sjúkrasjóð fé- lagsins. Samið var um sjóð- inn 1961, og er hann tekinn til starfa í ÖLLUM félögum — nema Dagsbrún. Ástæðan er sú, að reglugerð fyrir sjóð- inn hefur ekki enn verið sam- in! ir 2. Vanrækt hefur verið að skipa trúnaðarmenn á vinnu- stöðum, ef stjórnin hefur ekki verið örugg um að fá dyggan stuðningsmann sinn til starf- ans. Má sem dæmi nefna einn stærsta vinnustað landsins, Áburðarverksmiðjuna, en þar hefur lengi verið trúnaðar- mannslaust af þessari ástæðu. -Á 3. Starfsmenn Dagsbrúnar sjást yfirleitt aldrei nema e.t.v. á skrifstofunni, ef und- an eru skildar áróðursferðir Guðmundar J. Guðmundssson ar, þegar líður að kosningum. -Ar 4. Ekkert er gert til þess að tryggja, að þeir verka- menn, sem skylt er að hafa í félaginu, gangi í það. Eru því engin dæmi þess, að starfs- menn Dagsbrúnar hafi að því unnið (í Iðju t.d. er farið 1—2 sinnum á ári á alla vinnustaði og teknir inn nýir fél.) Hins vegar er markvíst unnið að því að halda andstæðingum kommúnista í félaginu rétt- indalausum með aukafélaga- skrá og öðrum ráðum, eins og allir verkamenn vita. Ar 5. Fræðslustarfsemi er al- gerlega óþekkt fyrirbrigði í stærsta verkalýðsfélagi lands ins; heyrist ekki einu sinni nefnd og engar fyrirætlanir á döfinni. Sú var þó tíðin, að Halldór Kiljan Laxness og fleiri fluttu fræðsluerindi á Dagsbrúnarfundum á fjórða tugi þessarar aldar. vestur-þýzka stjórnin lýsi yfir hinu gagnstæða innan þriggja mánaða frá því sáttmálinn geng ur í gildi. Hann tekur gildi þeg- ar er stjórnirnar tilkynna að öll- um skilyrðum til gildistöku hans sé fullnægt. Sögulegur atburður Sáttmálinn var undirritaður í Elysée-höll við hátíðlega athöfn. Að undirritun lokinni flutti de Gaulle stutt ávarp og sagði, að hann og ráðherrar hans hefðu undirritað sáttmálann glaðir í huga. Hvergi í heimi fyndist sá maður er ekki gerði sér grein fyrir því hversu mikilvægui þáttaskilum hann ylli í veralc arsögunni. Hann opnaði hli framtíðarinnar upp á gátt fyr Frakkland, Þýzkaland, og ölluj heiminum. Adenauer sagði í enn stytti ávarpi, að hann hefði engu vi orð de Gaulle að bæta, en tæ) undir þau af heilum hug. Að athöfninni lokinni var bi yfirlýsing, þar sem segir að sát máli ríkjanna sé sögulegur a burður og mikilvægur áfangi leiðinni til sameiningar rík; Evrópu, sem sé markmið begg. þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.