Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 14
14 wncviyjnAQM Miðyikudagur 23. janúar 1963 Hjartanlegar þakkir til ykkar allra, er munduð mig fimmtugan. — Lifið heil. Ingólfur Helgason. bbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb Múrboltar b 3/16” — 3/4’ . .. . . Slml 35697 ggingavorur h.f. Lougaveg 178 b b b b b b b b .b I Litla dóttir okkar LÁKA ÓLAFSDÓTTIR Mosabarði 5, Hafnarfirði lézt af slysförum 20. þ. m. Fanney Magnúsdóttir, Ólafur Brandsson. Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir INGVELDUR BENEDIKTSDÓTTIR frá Selárdal andaðist að sjúkradeild Hrafnistu 21. janúar. Börn og tengdabörn. Móðir mín LOVÍSA JÓNSDÓTTIR lézt 19. janúar, að heimili sínu Háukinn 2, Hafnarfirði. Jarðarförin ákveðin laugardaginn 26. janúar kl. 1,30 e.h. frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Eyþrúður Loftsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls magnCsar vers ólafssonar Seyðisfirði. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda. Vigdís Ólafsdóttir, Ólafur Guðjónsson. Kæru Isfirðingar og aðrir vinir og vandamenn, við þökk- um ykkur af hrærðu hjarta þá innilegu samúð sem þið hafið sýnt okkur við fráfali og jarðarför JÓSEFS HÁLFDÁNARSONAR Nöfn ykkar, sem hafið veitt þessu heimili rausnarlega fjárhagsaðstoð og margvíslega hjálp, eru skráð á hærri stað, og biðjum við því hann, sem öllu ræður að blessa ykkur og launa. — Við endurtökum þakklæti okkar. Guð blessi ykkur ölL Sigriður Gísladóttir og börn Hálfdán Bjamason, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir til allra hinna fjölmörgu er vottuðu mér vinarhug sinn og samúð við andlát og jarðarför konu minnar ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Dröngum. Guð blessi ykkur. Sigurjón Sigurðsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför BJARTMARS EINARSSONAR Laufey Ásbjörnsdóttir, Steinunn Bjartmarsdóttir, Birgir Axelsson. Guðmundur Juðmunds- son frá Stykkishólmi „Farðu vel, bróðir og vinur“. Með þessum orðum lætur Ijúfl- ingur íslenzkra ljóða, Jónas Hall- grímsson, Gunnar á Hlíðarenda kveðja Kolskegg bróður sinn á Markarfljótseyrum. Skildi þar með þeim bræðrum. Kolskegggur lagði út á hafið og kom aldrei út hingað aftur. „Farðu vel, bróðir og vinur“. Þessi hjartnæma og einfalda kveðja kom mér í hug er ég frétti andlát vinar míns Guð- mundar heildsala Guðmundsson- ar, og veit ég, að margir vinir hans vestur hér, í Reykjavík og víðar um landið, munu vilja taka undir hana. Guðmundur Guðmundsson er fæddur að Kvíabryggju í Eyrar- sveit, 8. október 1891. Ólst hann upp hjá góðum foreldrum sínum og systkinum í þeirri fögru sveit og gekk, er hann komst á legg að hverju því verki, sem fyrir höndum var, eins og þá var títt. En er hann þroskaðist fann hann, að hugur hans stóð til annars en að verða sjómaður eða bóndi. Réðist hann því, ungur að árum, sem verzlunarmaður til hins merka ágætismanns Sæmundar Halldórssonar, kaupmanns og útgerðarmannns í Stykkishólmi. Kom brátt í ljós, að þar var hann á réttri hillu, enda naut hann brátt tráusts og vináttu húsbónda síns og fjölskyldu hans, sem og við viðskiptavinanna. Var það ekki að undra, því að Guðmund- ur var einkar laginn verzlunar- maður, enda prúður maður í hví- vetna, trúr í stcirfi, lipurmenni við viðskiptavinina og hollur bæði húsbónda sínum og þeim. Vestur hér naut hann vinsælda bæði eldri sem yngri og minn- ast ennþá margir starfs hans hér með hlýihug. Er hann hafði starfað hér nokk ur ár, stóð hugur hans til frek- ari frama. Réðist hann þá til utanfarar ásamt vini sínum Sig- urði Ágústssyni alþm. og kaup- rnanni. Sigldu þeir til Kaup- mannahafnar, á verzlunarskóla þar. Dvöldu þeir árið 1916—1917 og frömuðst vel. Að námi loknu komu þeir báðir út aftur og tóku upp sín fyrri störf. Árið 1919 losnaði Helgafells- prestakall og sótti ég um það brauð. í kosningum þeim, er þá fóru fram, hófst vinátta okkar Guðmundar og hefir hún aldrei rofnað síðan. Þetta sama ár, að mig minnir, um haustið, fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og gjörðist starfs maður hjá hinum merka kaup- manni Gunnari Gunnarssyni í Hafnarstræti. Vann hann þar um skeið og naut þar sama trausts og hjá fyrri húsbónda sínum. Er hann fór þaðan, stofnaði hann sjálfur verzlun í Bankastræti. Á þeim árum voru tímar óvissir, sem oft fyrr og síðar, hér á landi. Er því vini mínum bauðst að gjörast deildarstjóri hjá heild- verzlun Garðars Gislasonar ,stór- kaupmanns, tók hann því boði.— Vann hann þar mörg ár við hinn bezta orðstír. Tókst með honum og húsbónda hans, er þeir kynnt- ust nánar, hin traustasta vinátta, er hélzt óslitin meðan Garðar lifði, enda þótt hann væri lang- dvölum erlendis og Guðmundur hættur að starfa við fyrirtækið. Var Guðmundur líka mikill sölu- maður og ferðaðist, sem slíkur, víða um landið. Aflaði hann, á þessum ferðum, verzluninni og sjálfum sér trausts og vináttu margra góðra manna, enda þekkt ur að því, að vera einkar áreið- anlegur, orðheldinn og skrum- laus. Eftir að hafa verið deildar- stjóri hjá fyrirtæki þessu um mörg ár, hóf Guðmundur sjálfur heildsölu með pappír og skóla- vörur. Vann að mestu einn við þessa verzlun sína, enda vildi hann ekki þá orðið fara að reka neina stórverzlun, heldur kaus hann að hafa viðskipti við fáa og trausta viðskiptavini, og tókst þetta mætavel. Árið 1920 kvæntist Guðmundur ungfrú Magnþóru Magnúsdóttur hárgreiðsluk-onu, hinni ástlegustu og beztu konu. Settu þau bú saman á Laufásvegi 3, og heimilis þeirra munu hinir mörgu vinir þeirra ávallt minnast með miklu þakklæti og glöðu geði .— Voru þau hjón framúrskarandi gest- risin og nutu þess að hafa vini sína umihverfis sig. Varð heimili þeirra brátt rómað fyrir innilegt viðmót og samstilltan hug hjón- anna í því, að gjöra vinum sín- um og gestum dvölina þar sem ánægjulegasta. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en son, — Þórir Kjartansson lögfr. og full- trúa í Landsbankanum, — hafði Magniþóra eignast áður en hún giftist. Og er tviburabróðir Guð- mundar, Ólafur formaður, and- RICHARDS Tifes Vegg og gólfflísar frá Richards Tiles Ltd. eru nú á frílista. — Innflytjendur gjörið svo vel og hafið samband við einkaumboðsmenn. G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7. — Reykjavík — Sími 24250. aðist á Kvíabryggju vestur og lét eftir sig ekkju og börn, brá Guðmundur skjótt við og tóku þau hjónin að sér Eddu, dóttur Ólafs og gjörðu hana að kjör- dóttur sinni .Var Guðmundur að eðlisfari einkar barngóður mað- ur, sem naut þess að hafa ung- viði umhverfis sig og hyggla því góðu. Eftir farsælt hjónaband missti vinur minn konu sína, árið 1954. Hafði hún þá lengi þjáðst af sykursýki. Bar hún þann kross með þolgæði og reyndi ávallt að vera létt og ljúf í lund. Var hún manni sinum, börnum, systur og öllum öðrum vinum sínrnn harm- dauði. — ;Eftir lát hennar hélt Guðmundur áfram að búa á Lauf ásvegi 3 og reyndi í hvívetna að halda heimilinu í sama horfi og meðan kona hans lifði, enda hélt það áfram, að vera nokkurs kon- ar miðstöð vina þeirra beggja. Naut Guðmundur í þessu að- stoðar Eddu dóttur sinnar, enda mun heimilið á Laufásvegi 3 aldrei gleymast vinum þeirra hjóna, bæði meðan þeirra beggja naut við og eftir að þau Guð- mundur og dóttir hans tóku þar við búsforráðum. Þótt Guðmundur væri ávallf reifur og glaður er fundum bar saman, gekk hann þó ekki heill til skógar í mörg ár. Jókst krank leiki hans með árunum og aldri, eins og við mátti búast og enda þótt hann nyti hinnar nákvæm- ustu læknishjálpar. — Vissi hann og vel, hversu heilsu hans var háttað. En með rósemi og í trausti tók hann því, sem koma skyldi og var því viðbúinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 10. janúar s.l. — Sönnuðust hér, sem oft endra nær orð hins hebr- eska spekings: — Milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál. Var andlátsfregn hans öllum ást- vinum hans og vinum harma- fregn, enda þótt bæði hann og þeir byggjust við, að skammt mundi verða milli lífs og dauða í lífi hans. Guðmundur vinur minn var ágætis félagi, glaður og gaman- samur í hópi vina sinna, tröll- tryggur og traustur. Var hann, ásamt konu sinni, höfðinglynd- ur og veitull og mikið snyrti- menni. Ég votta dóttur hans, og öðru venzlafólki dýpstu samúð mina og konu minnar. Sem Kolskeggur forðum leyisti landfestar og sigldi til framandi landa, svo hefir og önd þessa elskulega vinar míns gjört. Efast ég ekki um, að hún, fyrir verð- skuldan frelsarans, hafi nú náð heilu heim í höfn á friðarlandi. Læt ég svo að lokum fylgja honum frá mér og sameiginleg- um vinum hans og okkar, kveðj- una einföldu og fögru. „Farðu vel, bróðir og vinur“r Sig. Ó. Lárusson. Athugið! að borið saman við útbreiðslv er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.