Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. janúar 1963
Guðmundur Gíslason kjör-
inn „íþróttamaður ársins“
Frakkar unnu Daní í
handknattleik með 22.-79
1 GÆR var lýst kjöri íþrótta-
manna blaða og útvarps á
„íþróttamanni ársins“ og „10
beztu íþróttamönnum ársins“. I
kvöldverðarhófi, sem íþrótta-
fréttamenn héldu „hinum 10
beztu“ var Guðmundur Gísla-
son sundmaður ÍR sæmdur titl-
inum „íþróttamaður ársins 1962“
og veitti viðtöku styttu þeirri
sem íþróttafréttamenn hafa gef-
ið í því skyni og r farandgrip-
ur sem verður í umferð í 50 ár.
★ í 7. sinn.
Þetta er í 7. sinn sem kosn-
ingin fer fram; en kjörið hófst
stuttu eftir að íþróttafréttamenn
stofnuðu með sér samtök. í>au
samtök hafa tekið þátt í nor-
rænu samstarfi og stóðu á s.l.
ári fyrir slíku norrænu móti
íþróttafréttamanna hér í Reykja
vík. Formaður samtakanna Atli
„Iþróttamaður ársins 1962“, Guðmundur Gíslason, með styttu
íþróttafréttamanna. — (Ljósm. Sv. Þorm.)
Steinarsson sagði við kjörið í
gær að samtök íþróttafrétta-
manna stæðu í þakkarskuld við
marga aðila ekki sízt íþrótta-
hreyfinguna fyrir það hve mótið
tókst vel.
★ Kjörið.
Síðan var lýst kjöri hinna
„10 beztu“ en kjörið fór þannig
fram nú, 'að einum kjörseðli var
úthlutað til íþróttasíðu hvers
blaðs og til útvarpsins. Voru
því aðeins 6 kjörseðlar og hæsta
mögulega stigatalá 66 stig þvi
efsta nafn hvers lista hlýtur 11
stig, annað 9, þriðja 8 o. s. frv.
og 10. maður 1 stig. Eftir að taln
ingu lauk lýtur seðill ársins
þannig út.
1. og „íþróttamaður ársins“
Guðmundur Gislason, sund, ÍR
58 stig.
2. Jón Þ. Ólafsson, frj. íþr.
ÍR 55 stig.
3. Hörður B. Finnsson, sund,
ÍR 41 stig.
4. Ríkharffur Jónsson, knatt-
sp. ÍA 31 stig.
5. Vilhjálmur Einarsson, frj.
íþr. ÍR 22 st.
6. Valbjörn Þorláksson, frj.
íþr. tR 20 st.
7. Þorsteinn Hallgrímsson,
körfuknattleikur ÍR 19 st.
8. Hjalti Einarsson, hand-
knattleikur FH 17 stig.
9. Guðjón Jónsson, hand-
knattl. Fram 16 stig.
10. Helgi Daníelsson, knattsp.
ÍA 15 stig.
Alls komu fram 18 nöfn í
kosningunni og voru þau ófram:
11. Hrafnhildur Sigurðardóttir,
sund ÍR, 12. Kristinn Benedikts-
son Hnífsdal, skíðaíþr., 13. Sig-
ríður Sigurðardóttir Val, hand-
knattleik, 14. Gunnlaugur Hjálm
arsson ÍR, handknattleik. 16.
Garðar Árnason, KR, knattsp.,
15. Kjartan Guðjónsson KR, frj.
íþróttir 16,—17. Armann Lárus-
son, Breiðablik, glíma Og Þórólf-
ur Beck St. Mirren knattsp.
Níu bókaforlög gáfu úrvals-
bækur sínar til þessarar skoð-
anakönnunar og fengu íþrótta-
menirir þær áritaðar frá frétta-
mönnunum. Verður þessara verð
launa getið síðar.
þeirra Castanier 3 þeirra. Var
þá settur maður honum til höf-
uðs, en það dugði lítið. Dönunum
tókst þó að jafna leikinn uns
Frakkar komust í 12—6 á nofekr-
um mín eftir miðjan hálfleikinn.
Frakkar komust í 15—11. Þá
komst Dani inn fyrir en var
haldið. Vítakast blasti við, en
þýzki dómarinn daemdi 3 m.
kast og Danir urðu svo vondir
að þeir hentu knettinum í gólf-
ið. Umsvifalaust var sá (Ove
Ejlertsen) rekinn út af í 2 mín.
Dönum tökst í síðari hálfleik
að jafna í 18—18. Þá varð Casta-
nier að yfirgefa völlinn með
brófeaða fingur. En það dugði
ekki Dönum því Frakkar náðu
öruggu forskoti og unnu 22—19.
— og isl. landsliðið á að mæta
þeim eftir 4 vikur
sem danskt landslið hafi sýnt.
Það hafi fengizt staðfest, að það
línuspil sem svo mikið hefur ver-
ið hrósað heima fyrir, bregðist
þegar á reynir og að allir varnar
leikmenn liðsins hafi reynzt
eins og byrjendur.
Afsakanir Dana eru helztar
þær að Erik Holst var veikur,
(þeirra bezti markv.) og vara-
markvörðurinn Morten Petersen
var mun lakari en búizt var
við, fékk tvö klaufamörk í byrj-
un og missti allt sjálfstraust.
Frakkar náðu 4—1 á fyrstu 5
mín og skoraði hin gamla kempa
Sjö af „10 beztú', sem gátu þegiff kvöldboð íþróttafrétta-
manna. Fremri röð frá h.: Helgi Daníelsson, Guðm. Gíslason,
Jón Þ. Ólafsson. Aftari röff frá h.: Valbjörn Þorláksson, Þorst.
Hallgrímsson, Hjalti Einarsson og Vilhjálmur Einarsson.
DANIR og FRAKKAR léku lands
leik í handknattleik á laugardag
inn. Kom mjög á óvart að
Frakkar unnu meff 22 gegn 19
og eru þau úrslit eftirtektarverff
fyrir ísl. landsliffið sem í næsta
mánuði á að mæta Frökkum í
París. Okkar landsliffi hefur al-
drei tekizt aff vinna Dani, og
þaff er því gott aff vera viff öllu
búinn þegar Frökkum er mætt
16. febrúar n.k.
Þess er þó að geta að Danir
eru óánægðir með lið sitt. Ber-
lingske Tidende segir að þessi
leikur sé („botnmet") það versta
— Rússnesk bók
Framhald af bls. 1.
Solzhenitsyn leggur einnig
áherzlu á að hinn hversdagslegi,
lítilmótlegi, óflokksbundni borg-
ari hafi verið sérstakur þyrnir
í augum Stalins. Með því hefur
hann andmælt þeirri skoðun
sem enn kynni að ríkja eftir
„leyniræðú* Krushchevs árið
1956, að aðalglæpur Stalins hafi
veið sá, að hann reyndi að bæla
niður „heiðarlega foringja inn-
an flokksins", en margir hverjir
þeirra voru í raun og sannleika
harðstjórar sem áttu ráðningu
skilið.
Sömuleiðis hefur þeirri trú
verið varpað fyrir borð að Stalin
hafi ekki haft hugmynd um
hvernig ástandið var í Rúss-
landi vegna þess að nánustu sam
starfsmenn hans héldu hinum
óhugnanlegu staðreyndum leynd
um. „Þú skalt ekki vænta nokk-
urrar miskunnar frá „þeim
gamla“ kallar einn af föngum
Solzhenitsyns „Hann mundi ekki
treysta sínum eigin bróður, svo
þið getið ímyndað ykkur, hvort
hann leggur trúnað á ykkar orð,
fíflin ykkar“.
En fleiri „afneitunar-rit“ hafa
komið út upp á síðkastið í Rúss-
landi. Meðal þeirra mætti nefna
ljóð Yevtushenkos „Erfingjar
Stalins", sem Pravda birti í októ
ber siðastl, Það fjallar um Stal-
inista sem enn eru starfandi í
Sovétríkjunum og „sætta sig illa
við tímabil, þegar fangabúðirnar
eru mannlausar“ (reyndar munu
það ýkjur einar) „en samkomu-
húsin eru troðfull af fólki sem
vill hlusta á ljóð“. Einnig mætti
nefna skádsöguna „Farseðill til
stjarnanna“ aftir V. Aksyonov,
þar sem höf. lýsir því með vel-
þóknun að hópur sovéskra ung-
linga fer í leyfisleysi til að eiga
góða daga á baðströndum við
Baltneska flóann í stað þess að
halda austur á bóginn til starfa
í hinum óræktuðu héruðum eins
og hverjum dyggum litlum
Komsomoltsy ber.
Þessi rit og fleiri þeim lík
verða til þess að mönnum dettur
í hug, hvort nú sé fyrsta skref-
ið stigið til algers frelsis í Rúss-
landi. En allt of snemmt mun að
draga nokkra slíka ályktun. Því
til sönnunar er meðal annars
það, hversu ráðamenn í Rúss-
landi halda föstum tökum á öllu
því er snertir afnám Stalins-
dýrkunarinnar. Þrátt fyrir þessar
nýju „uppljóstranir" hafa náms-
menn vestan tjalds miklu greið-
ari aðgang að öllum gögnum
varðandi hinn látna einræðis-
herra heldur en sovéskir þegnar.
Gildi þessara uppljóstrana er
ekki fólkið í því sem þær segja
okkur um Stalin, því það eru
atriði sem okkur voru löngu
kunn. Hins vegar veita þær okk-
ur upplýsingar um það, að hve
miklu leyti flokkurinn, að gefnu
tilefni, er reiðubúinn til að láta
sannleikann komast til almenn-
ings.
Flokkurin hefur stjórnað öll-
um stigum afnáms Stalinsdýrk-
unarinnar í þeim tilgangi að
losa sig við smánarblett ofbeld-
is af sínu eigin borði og stend-
ur því fremst í afneitun ofbeldis
í orði.
Á öllum stigum hafa yfirlýs-
ingarnar endað á mærðarlegu
lofi um N. S. Krushchev sem á
að vera upphafsmaður nýs og
fagurs tíma í lífi Sovétbúa ....
en afskipti hans af stjórnar-
stefnu Stalins eru blessunanlega
gleymd. Það er því þessu sam-
kvæmt að þeirri getgátu hefur
verið komið á kreik af harðfylgi
í Moskvu, að Krushchev sjálfur
hafi lagt blessun sína yfir út-
gáfuna á skáldsögu Solzhenitsyn.
En það er uggvekjandi að sjá
lofsamleg ummæli um þessa
nýju sögu í sovéskum blöðum,
undirrituð af harðsviruðum mönn
um sem nutu góðs af stalinism-
anum meðan hann var við lýði,
mönnum sem hver um annan
þveran mundu bjóða nýjum Stal-
in þjónustu sína ef hann kæmi
fram á sjóarsviðið í Mdskvu,
er dæma ætti eftir fyrra atferli
þeirra. Eins og Yevtushenko
sagði í fyrrnefndu Ijóði: Sumir
bölva Stalin úr ræðustólnum,
enda þótt þeir þrái iiina gömlu
góðu daga í hjarta sínu“.
En þessi nýja mótmælaalda
sem risin er í Sovétríkjunum er
ekki sama eðlis og margir í hin-
um vestræna heimi mundu vilja
vera láta. Yevtushenko sem svo
oft og með réttu hefur verið
nefndur „leiðarljós sovésks frjáls
lyndis" hallast æ meira að því
að verða hirðskáld hinnar
sovésku áróðursvélar. Þegar
átök eða árekstrar eiga sér stað
.... svo sem í Havana þegar
Kúbumálin voru uggvænlegust
og þegar Rússar gengust fyrir
ækulýðsmóti í Helsinki fyrr á
árinu .... er Yevtuhenko send-
ur á staðinn til þess að senda
skeyti heim með margtuggnum
pólitískum yfirlýsingum í ljóði,
Fáir hinna nýju „mótmæla-rit-
höfunda" eru eins nákomnir og
sáttir við Sovétstjórnina og
Yevtushenko er núna. Hins vegar
ber útkoma bókarinnar „Dagur
í lífi Ivans Denisovich" „vott um
nýjan þátt í bókmenntum .Sovét-
ríkjanna sem ber að fagna, þótt
ekki megi gera of mikið úr þýð-
ingu hans.
Af einhverjum ástæðum hafa
margir hverjir í hinum vestræna
heimi tilhneigingu til þess að
trúa því að þá og þegar renni
upp sú mikla stund að Rússar
fari að haga sér skynsamlega
frá Okkar sjónarhóli séð. Að visu
var Alexander Solzhenitsyn leyft
að gefa út þessa skáldsögu, en
það er misskilningur að halda
að hin mikla stund sé komin i
hvert sinn sem sovéskum borg-
ara er leyft að nota það lýð-
ræðislega frelsi sem þykir sjálf-
sagt í flestum löndum heims.
Sjá kafla úr bók
Solzhenitsyns á bls. 10.