Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. janúar 1963 9 MORGUTSBLAÐIÐ ■jV w trrr.r ,• - • V V w- , -v-fr £ ■- . KJSf5f WWw s flggWJ M M M _ ia^ ^ Þorvaldur Gislason Frá aukafundi SH. í ræðustól er Björn Halldórsson, frkvstj. sölumála. T. v. við hann er Elías Þorsteinsson, stjórnarformaður, en t. h. Jón Árnasno fundarstjóri. Heildarútflutningur SH yfir 64 bús. tonn Fréttatilkynning frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna uná auka fund S.H. 18. janúar 1963. 22 SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna efndi til aukafundar í Reykjavík 18. janúar s.l. Til fundarins var boðað m.a. til að ræða sölu- og markaðs- horfur, framleiðslu- og fjárhags- mál, jafnframt því sem hrað- frystihúsamenn fjölluðu um hið aivarlega ástand, sem er að skap ast í framleiðslumálum vegna stöðugs hækkandi kaupgjalds og verðlags. Samþykkti fundurinn í þeim efnum ályktun, sem greint ei frá síðar. Fundastjóri var kjörinn Jón Árnason, alþingismaður frá Akranesi, og fundarritari Bene- dikt Guðmundsson. Á fundinum voru mættir fulltrúar frá flest- öllum hraðfrystihúsum innan S.H., sem eru 56 talsins. Formaður S.H., Elías Þorsteins son, útgerðarmaður, Keflavík, flutti í upphafi fundarins ræðu, þar sem hann drap á hin þýðing- armestu atriði í starfsemi sam takanna. Ræddi hann m.a. starfs skiptingu hins nýja Fram- kvæmdaráðs S.H., fyrirsjáanlega erfiðleika í rekstri frystihúsanna vegna hins háa fiskverðs, en þær hækkanir eru í engu samræmi við markaðsverðhækkanir síðast liðins árs. Taldi hann, að allt benti til þess, að yfirstandandi ár hljóti að verða óhagstætt rekstursár hjá hraðfrystihús- um og fyrirsjáanleg stórtöp við óbreytt ástand. Að lokinni ræðu formanns fluttu framkvæmdastjórar og söiustjóri þeir Björn Halldórs- son, Einar G. Kvaran, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og Árni Finn- björnsson, skýrslur sínar. í þeim koma m.a. fram, að heildarframleiðsla frystihúsa innan S.H. 1962 var 62.804 tonn. Þar af var: Síld og síldarflök 22.262 tonn, dýrafóður 5.150 tonn og söltuð þunnildi 808 tonn. Heildarframleiðslan árið 1961 var 61.969 tonn. Heildarútflutningur var 64.165 tonn, en árið 1961 56.022 tonn. Hafði hann aukizt um 14.6%, og var aðeins 4% lægri en 1960, en þá nam hann 66.682 tonnum. Heildarútflutningurinn skipt- Ist sem hér segir: Bolfiskflök, heilafrystur fiskur og flatfiskur 37.511 tonn Síld og síldarflök 20.804 — Dýrafóður 5.067 — Þunnildi (söltuð) 783 — Heildarútflutningur S.H. eftir löndum skiptist sem hér segir (tonn); 1962 1963 Bandarikin 14.4411) 14.723 Rússland 19.714 5.574 Tékkóslóvakía 5.141 5.844 Holland 1.181 1.551 Rúmenía 1.756 23 Austur-Þýzikaland 4.226 991 Pólland 1.807 2.997 England 5.179 7.744 Vestur-Þýzkaland 4.243 5.087 Árið 1962 var eingöngu seld fryst síld til Austur-Þýzkalands, Rúmeníu og Póllands og enn- fremur stór hluti magnsins, sem fór til Tékkóslóvakíu og Vestur- Þýzkalands. Útflutningur til ann arra landa var mun minni en til einstakra framangreindra landa. Af dýrafóðri var flutt út á ár- inu 5.067 tonn, en árið 1961 nam þessi útflutningur 9.268 tonn- um. Allar framanskráðar fram- leiðslu- og útflutningstölur eru bráðabirgðatölur. Á árinu 1962 varð mikil aukn- ing í tækjakosti frystihúsa inn- an S.H., svo og juku þau veru- lega heildarorku frystivéla sinna. Markvisst var unnið að aukinni hagræðingu og framleiðslu í húsunum. Tekin var upp ný framleiðsla á roðlausum sporð- stykkjum fyrir Ameríkumarkað og ennfremur á nýrri stærð blokka í samræmi við breyttar kröfur markaðsins. Formaður nefndar þeirrar, er fjallaði um tillögur fundarins, Ingólfur Flygering, framkvæmda stjóri, Hafnarfirði, gerði ásamt Ólafi Jónssyni, framkvæmda- stjóra frá Sandgerði, grein fyrir eftirfarandi tillögum sem fund- urinn samþykkti samhljóma: Aukafundur S.H., haldinn í Reykjavík í janúar 1963 vill vekja athygli á, að hækkanir kaupgjalds og verðlags, sem átt hafa sér stað hér innanlands að undanförnu, sérstaklega stór- hækkað fiskverð, aukinn tilkostn aður við framleiðslu vegna hærri vinnulauna, dýrari orku og ým- issa rekstrarvara, hafa skapað hin alvarlegustu vandamál fyrir hraðfrystiiðnað landsmanna. Þar sem hækkanir á markaðsverði afurðanna eru fjarri því að vera tilsvarandi, lýsir fundurinn ó- ánægj u sinni yfir verðhækkun- um sem nýlega hafa verið gerðar á fiski til vinnslu innanlands. Með hliðsjón af þessari þróun telur fundurinn nauðsynlegt, að gripið verði til ráðstafana, er á komandi árum tryggja áframhald andi ótruflaðan rekstur fiskiðn- aðarins. Leyfir fundurinn sér að benda m.a. á eftirfarandi leiðir, er mættu verða til úrbóta: a) Vextir Seðlabankans á af- urðalánum sjávarútvegsins lækki, þannig að 7% vextir þriggja fyrstu mánaðanna lækki í 5% og 714% vext- irnir í 514%. b) Útflutningsgjald og skattur á sjávarafurðum verði af- numinn í því formi, sem það er nú og tekin upp í þess stað sú aðferð að leggja gjaldið á útflutt magn í stað verðmætis, jafnframt því sem útflutn- ingsgjaldið verði lækkað til muna, þannig að inn- heimt heildarupphæð verði eigi hærri en hún áður var reiknuð í hundraðshlutum af útflutningsverðmæti, það var um 2,4%. c) Framkvæmd tollalækkana á innfluttum vörum verði hraðað, svo sem lofað var við myndun núverandi rík- isstjórnar. Núgildandi toll- stigar skapa vernd fyrir uppbyggingu ýmiss konar óæskilegs iðnaðar, er hef- ur leitt til neikvæðrar sam- keppni á vinnumarkaðnum fyrir nauðsynlegt vinnuafl vegna útflutningsatvinnu- vega þjóðarinnar. n. Aukafundiur S.H., haldinn í Reykjavík í janúar 1963 vill und- irstrika þá staðreynd, að áfram haldandi uppbygging fiskiðnað- arins verður því aðeins tryggð, að aukið fjármagn renni til þess arar mikilvægu atvinnugreinar. Til þess að frystiiðnaðurinn geti starfað með viðeigandi fram leiðni þurfa vinnslustöðvarnar að vera útbúnar á fullkomnasta hátt sem þekkist á hverjum tíma. Það er því álit fúndarins, að eðlilegt sé, að stórum hluta hins nýtekna framkvæmdaláns verði varið til framkvæmda í fiskiðn- aði, og treystir fundurinn á rétt an skilning Alþingis og ríkis- stjórnar á þessum málum. III. Rreynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt, að meðal stærstu kaup- enda á hraðfrystum fjjlki og síld hafa verið svonefnd jafn- virðiskaupalönd. Jafnframt hafa þau að jafnaði greitt hagstæðast verð. Nú hefur verið dregið mjög úr innflutningi frá þessum lönd um og þá jafnframt úr sölumögu leikum til þeirra. Skorar því því aukafundur S.H., haldinn í Reykjavík í janúar 1963, á hátt virta ríkisstjórn íslands að gera einhverjar ráðstafanir, sem tryggja að útflutningur sjávar- afurða til þessara landa aukist í stað þess að þau dragist sam- í GÆR var jarðsettur í Foss- vogskirkjugarði arnfirzkur mað- ur, sem búsettur hefur verið í Reykjavík síðastliðin ellefu ár. Það er Þorvaldur Jón Gíslason á Sogabletti 11. Þorvaldur var fæddur í Aust- mannsdal í Ketildölum 13. nóv. 1894, og var því rúmlega 68 ára gamall, er hann lézt í Landsspítal anum 15. janúar sl. Faðir Þorvalds var Gísli Árna- son, er síðast bjó á Króki í Selár dal, en hann var sonur Árna bónda á Öskubrekku, Árnasonar hreppstjóra á Neðrabæ, Gíslason ar prests í Selárdal (d. 1834), Ein arssonar. Móðir Gísla Árnasonar var Jóhanna Einarsdóttir prests í Selárdal, Gís'lasonar prests, Einarssonar. Móðir Þorvalds var Ragnhild ur Jensdóttir bónda í Feigsdal, Þorvaldssonar á Tjáldanesi, Ingi mundarsonar, en móðir Ragnhild ar var Sigríður ljósmóðir Jónas- dóttir í Skógum í Mosdal, Tómas sonar. Þorvaldur var hinn fjórði í aldursröð af 13 systkinum. Ólst hann upp hjá föðursystur sinni, Guðrúnu Árnadóttur, og manni hennar, Jóni Einarssyni. Þau fólks sins, jafnan ljúfur og traust ur, hlýr og öruggur. Þannig var eðli hans. Vinum sínum og kunningjum var Þorvaldur skemm.ilegur mað ur. Greindin góð, glaðværðin hlý og hógvær, alúðin innileg. Og undir sló trútt og hreint hjarta. Samfélagið verður snauðara og kaldara, þegar menn eins og Þorvaldur Gíslason hverfa burt. Sárastur er þó missirinn þeim, sem mest höfðu af honum að Segja og þekktu hann bezt. En lengi mun minningin um þenn- an góða dreng og vammlausa vin hlýja þeim um hjartarætur. Vinur. Ath. x) Þótt útflutningstölur til Ameríku sýni nokkru minna magn árið 1962 heldur en var árið 1961, þá hefur sala á beim markaði aukizt um 9%. voru barnlaus og bjuggu á Hóli í Ketildölum. Lögðu þau hið mesta ástríki á fóstursoninn, en hann galt þeim í sömu mynt. Andaðist Guðrún hjá honum á Hóli háöldruð. Hinn 8. des. 1923 gekk Þorvald ur að eiga Theodóru Jónsdóttur, greinda og tápmikla stúlku, dótt ur Jóns Jónssonar og Guðbjarg ar Halldórsdóttur á Granda. Tóku ungu hjónin við búi á Hóli og bjuggu þar til hausts 1947 á móti Finnboga Jónssyni, bróður Theo dóru, og konu hans Sigríði Gísla dóttur, systur Þorvalds. Þá flutt ust þeir mágarnir til Bíldudals, en til Reykjavíkur fluttist Þor- valdur vorið 1951 og vann lengst af í Kassagerð Reykjavíkur, eftir að suður kom. Þau Þorvaldur og Theodóra eignuðust þrjú myndarleg börn: Elsu, önnu og Pál, öll búsett í Reykjavík. Þorvaldur ólst upp við öll al- geng störf á sjó og landi, eins og títt var um Arnfirðinga á þeiin tímum, og stundaði síðan hvort tveggja jöfnum höndum, meðan hann dvaldist fyrir vestan. Hann þótti jafnan góður starfsmaður, hvort sem var á sjó eða landi, þótt ekki væri hann burðamaður nema í góðu meðallagi, því að hann var röskur og notinvirkur, hverjum manni trúrri í starfi og ágæur félagi. Trúmennska í öllu var eitt sterkasta einkenni Þorvalds. Ann að var góðmennska hans. Þetta hvort tveggja var honum svo eig inlegt, að hann virtist af hvorugu vita. Það mun þó sannast, að hér hafi löng tamning á góðu upplagi skapað hugarfar, sem er hvort tveggja í senn, fágætt og eftir- sóknarvert. Og hugarfarið bar sjálfu sér vitni í orðum hans og athöfnum, framkomu og allri gerð. Heimilisfaðir var Þorvaldur svo góður, að af bar. Hann var mjög umhyggjusamur um líðan ALLTMEÐ EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands sem hér segir: NEW YORK: Selfoss — eftir að verkfalli Dettifoss lýkur í New York. KAUPMANNAHÖFN: Gullfoss 26.—28. janúar. Gullfoss 16.—19. febrúar. LEITH: Gullfoss 34. janúar. Gullfoss 21. febrúar. ROTTERDAM: Reykjafoss 28. janúar HAMBORG: Tröllafoss 3.—6. febrúar. ANTWERPEN: Reykjafoss 27. janúar. HULL: Tungufoss 29. janúar. GAUTABORG: ....foss 30. janúar. KRISTIAN S AND: Reykjafoss 23. janúar. KOTKA: Fjallfoss 23. janúar. GDYNIA: .... foss um 20. febrúar. VENTSPILS: Fjallfoss 25. janúar. Vér áskiljum oss rétt til að breyta auglýstri áætlun ef nauðsyn krefur. HF. Eimskipafélag Islands BRAGA KAFFIBREGZT ^hALDREI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.