Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. janúar 1963 Solzhenhenitsyn afhjúpar grZmmdaræði kommúnismans EINN DAGUR UR LÍFIIVAN DENISOVICH Úrdráttur úr bókinni, sem allt Rússland talar um og vestrænir útgefendur keppast um að láta þýða SAGAN segir frá einum degi í lífi fangans Ivans Denisov- ich Sihukhov, í fangabúðum í Norður-Rússlandi árið 1951. Fyrsti kaflinn er lýsing á því hvernig leit er gerð á föngun- um þar sem þeim hefur verið skipað í raðir í fangabúðunum Síðan skulu þeir ganga fylktu liði til vinnu við aflstöð fyrir utan búðirnar. „Verðirnir" eru venjulegir fangar (þ.e. ekki pólitískir fangar) en það tíðk- aðist í Sovétríkjunum á dög um Stalins að setja þá til gæzlu á pólitsíku föngunum. • „Hneppið frá ykkur skyrtunum“. Sagt var að ekki aðeins föngunum og vörðunum stæði stuggur af Volkovoy flokks- foringja, heldur einnig sjálf- um yfirmanni fangabúðanna. Þannig fer Drottinn að því að brennimerkja fanta.... hann gefur þeim viðeigandi nöfn — því Volkovoy (úlfur) minnti alltaf á úlf. Hann var dökkur á brún og brá og ygld- ur á svip og alltaf á þönum. Hvenær sem var mátti búast við honum á hendingskasti út úr bröggunum .öskrandi: „Hvað eruð við að hengslast hér?“ Engum var undankomu auðið. Hann var vanur að bera fléttaða leðuról á lengd við framhandlegg í annarri hendinni. Sagt var að hann lemdi menn með henni í hegn ingarhúsinu. Við nafnakall á kvöldin var föngunum skipað í raðir við braggana. Þá lædd ist hann stundum aftan að röð unum og sveiflaði ólinni af alefli á hiálsinn á einhverjum fanganna. „Því ertu ekki í röðinni, fíflið þitt?“ Öll röðin hrökklaðist þá undan. En mað urinn sem hann hafði slegið þurrkaði blóðið þegjandi af hálsinum á sér en sagði ekk ert af ótta við að verða settur í fangaklefann í þokkabót. En af einhverjum ástæðum var hann hættur að bera ólina • Fimm fangar, fimm fangaverðir Þegar kalt var I veðri var liðskönnunin frekar lausleg á morgnana þótt hún væri heldur ýtarlegri á kvöldin. Fangarnir hnepptu bara frá sér frökkunum og héldu þeim frá sér. Þannig gengu þeir fimm og fimm í röð fram fyr- ir aðra fimm fangaverði. Varð mennirnir slógu flötum lófun um með síðum fanganna .Þeir slógu á vasann á hægra hnénu (sem var eini leyfilegi vas- inn), sjálfir klæddir hönzkum og ef þeir fundu fyrir ein- hverju óvenjulegu þrlfu þeir það ekki strax upp, en spurðu heldur kærileysislega: „Hvað er þetta?“ Og við hverju var að búast í fórum fanga að morgni dags? Hnífum? En hnífar eru ekki bornir út úr fangabúðum. Frekar eru þeir bornir inn í þær. Á morgnana verður að rannsaka ,hvort nokkur hefur falið á sér svo sem eins og þrjú kíló af mat, til þess að flótti geti verið mögulegur. Um tíma voru þeir svo hrædd ir um brauðið .... þessi 200 grömm til miðdegisverðar — að gefin var út skipun um að hver flokkur skyldi gera sér trékassa og í þessum trékassa skyldi bera brauðskammt allra mannanna í flokknum. Ómögulegt var að gera sér í hugarlund hvaða gagn gat ver ið að þessari ráðstöfun.. Lík- legast var það aðeins til þess að kvelja mennina, — gefa þeim eitt áhyggjuefnið til við bótar.........allir áttu að bíta í brauðið sitt, leggja vel á sig lögun þess og stinga því síðan í kassann. En skammturinn var hvort eð var sá sami fyrir alla, — bara brauð. Alla leiðina til vinnunnar voru menn svo í angist út af því hvort þeir fyndu nú aftur sitt brauð. Oft urðu rifrildi í sambandi við þetta og stundum slagsmál. En einu sinni tókst þremur föngum að strjúka frá vinnu staðnum í bifreið með fullan brauðkassann með sér. Þá var eins og yfirmennirnir áttuðu sig og þeir brutu alla kassana í spón í varðstofunni. Síðan var hver látinn bera sitt eigið brauð eins og fyrr. Á morgnana varð líka að rannsaka, hvort nokkur væri í borgaralegum fötum undir fangabúningnum. Reyndar var löngu búið að taka allar per- sónulegar eigur og fatnað af föngunum og þeim sagt að þær fengju þeir ekki aftur fyrr en dómnum hefði verið fullnægt. En hingað til hafði engum dómi verið fullnægt í þessrnn fangabúðum. Svo varð að athuga, hvort nokkur hefði á sér bréf sem hann ætlaði að smygla til ein hvers utan búðanna. En ef leita átti að bréfi á öllum mundi það taka hálfan dag- inn Af einihverjum ástæðum kallaði Volkovoy að nú skyldi gera nákvæma leit og fanga- verðirnir tóku af sér hanzk- ana ,sögðu mönnunum að hneppa frá sér treyjunum (sem höfðu þó haldið svolitl- um hita úr bröggunum að lík amanum) og hneppa frá sér skyrtunum. Svo fóru þeir að þukla og athuga, hvort nokk- ur hefði farið í einhverja flík umfram það sem leyfilegt var. Pöngunum var öllum leyft að vera í skyrtunni og vesti, en öllu öðru skyldu þeir fara úr. Þannig hljóðaði skipunin frá Volkovoy inn í raðir fang- anna. Flokkarnir sem þegar höfðu lagt af stað gátu talizt heppnir. Sumir voru meira að segja komnir út úr hliðinu. En þessi hópur varð að hneppa frá sér. Hver sá sem var í einhverri aukaflík, varð að fara úr henni á stundinni úti í frostinu . Hafizt var handa um að framfylgja skipuninni. en þá kom bobb í bátinn. Vopnuðu verðirnir voru orðnir óþolin- móðir við hliðið „Áfram ,á- fram“, kölluðu þeir, og Vol- kovoy gaf flokk númer 104 undanþágu .... sagði að skrifa skyldi niður alla þá sem klæðst hefðu aukaflíkum og þeir skyldu afhenda þær í skemmuna um kvöldið og gefa skýrslu um, hvernig og hvers vegna þeir höfðu falið þær. • Tíu dagar í fangaklefa. Shukhov hafði ekki klæðst neinu óleyfilegu. Hver sem var mátti rannsaka hann. Hann leyndi engu. En Caesar var skrifaður niður vegna ull arskyrtu og Buynovsky fyrir einhverja flík sem átti að vera til hlýinda á bringunni. Buynovsky var fyrrverandi sjóliðsforingi. Hann var reið- ur og fór að öskra eins og hann var vanur á tundurdufla slæðurunum sínum............. Hann vissi ekki betur. Hann hafði ekki verið nema tæpa þrjá mánuði í fangabúðunum. — Þið hafið ekkert leyfi til að skipa okkur að afklæðast í þessum kulda. Þið þekkið ekki níundu grein hegningar- laganna...... En þeir hafa leyfi. Og þeir þekkja lögin! það ert þú félagi, sem veizt ekkert enn- þá. — Þið eruð ekki Sovét- menn, æpti sjóliðsforinginn til þeirra. — Þið eruð ekki komm Volkovoy var reiðubúinn að kingja því sem hann bafði sagt um hegningarlögin, en nú syrti í svip hans og hann hvæsti: „Tíu daga í fangaklefann". Og svo bætti hann við lág- um rómi við Undirforingjann: „Þú sérð um það í kvöld“. Mönnum er ekki stungið í fangaklefa á morgnana. Við það mundi vinnuafl fara for- görðum. Sá seki skal því vinna baki brotnu allan dag- inn, en svo i fangaklefann að kvöldi. Hegningarhúsið var skammt frá, vinstra megin við æfinga- völlinn. Það var steinhús með tveimur álmum. Þeir höfðu lokið við síðari álmuna um haustið. Ein álman nægði ekki. í hegningarhúsinu voru átján klefar ,stærri klefar voru þiljaðir niður x einmenn- isklefa. Aðrar byggingar í fangabúðunum voru úr timbri. En hegningarhúsið úr steini. Kuldinn var kominn inn undir skyrturnar þeirra. Nú var þýðingarlaust að reyna að bægja honum frá sér. Öll fyr- irhöfnin við að búa sig um morguninn hafði verið unnin fyrir gíg. Eina ósk hans þessa stundina var að fá að ieggjast út af í sjúkrahúsrúm og sofna. Ekkert þráði hann annað. Og ábreiðan átti að vera þykk og þung. Varðeldur fyrir hermennina. Fangarnir stóðu við hliðið og hnepptu að sér flíkunum. Hinum megin við hliðið biðu hermennirnir sem áttu að fylgja þeim. „Áfram með ykkur! Á- fram!“ Og liðsforinginn sem átti að skipa þeim í vinnuflokka ýtti á eftir þeim. „Áfram! Áfram!“ Eitt hlið. Síðan opið svæði. Þá annað hlið. Og grindurn- ar báðum megin við varðhús- ið. „Stöðvið", kallar vörður. „Þið eruð eins og sauðahóp- ur. Fimm og fimm í raðir“. Nú var farið að birta. Hin- um megin við varðhúsið hafði verið kveikt bál. Þeir kveikja alltaf varðeld áður en þeir senda út vinnuflokkana .... til að halda á sér hita og til að sjá betur til, þegar þeir telja raðirnar. Undirforingi fylgdarliðsins telur hinum megin. Og annar flokksforingi fylgist með. Engin mistalning má eiga sér stað. Sá sem tel- ur einum fanga of mikið verð- ur settur í hans stað. Alltaf kaldast í dagrenningu. Og hvílíkur fjöldi hermanna i fylgdarliðinu! Þeir hafa skiþ að sér í hring um fangana, munda vélbyssurnar við öxl sér og beina þeim að föng- unum. Auk hermannanna eru einnig í fylgdinni sérstakir varðmenn með sporhunda. Einn hundanna fitjar upp á trýnið svo að. skín í tennur hans. Það er eins og hann sé að hlæja að föngunum. Her- mennirnir eru allir í stuttum loðskinnsjökkum, aðeins þrír þeirra eru í síðum loðkápum. Loðkápurnar nota þeir til skiptis. Þeir sem standa eiga vörð í turninum klæðast þeim. Og enn einu sinni fer fram talning á öllu liðinu sem fara á til vinnu við aflstöðina. „Kuldinn er alltaf bitrastur í dagrenningu", segir sjóliðs- foringinn. „Þá eru síðustu og verstu augnablik hinnar stöð- ugu kælingar, sem hefur magnazt jafn og þétt alla nótt ina.“ Sjóliðsforingjanum finnst gaman að gefa skýringar, og segja frá. Hann getur reikn- að út öll kvartilaskipti tungls- •ins, veit hvort það er vax- andi eða minnkandi hvaða dag ársins sem er. Annars hrörnar honum stöðugt. Það er auðséð. Hann er orðinn kinnfiskasoginn. En andlega er hann ennþá hress. Þegar komið var út úr fangabúðunum stóð nístandi vindurinn í andlitið á þeim, svo að Shukov sárverkjaði í kinnarnar, og var hann þó orðinn ýmsu vanur. Þar sem Shukov bjóst við að vindur- inn mundi snúa í fangið á þeim alla leið til stöðvarinn- ar, ákvað hann að setja á sig andlitsduluna. Hann og fleiri höfðu litla dulu með böndum sitt hvoru megin til að binda fyrir andlitið þegar vindur- inn blés á móti þeim. Fang- amir kunnu vel að meta þessa dulu. Shukov batt hana um andlitið alveg upp að augum, brá böndunum undir eyrun og hnýtti í hnakkanum. Svo bretti hann niður húfu- barðið að aftan en kragann á treyjunni upp. Húfuskyggn- inu brá hann yfir ennið svo að ekki sá í andlit hans nema augun. Svo herti hann mittisólina um frakkann. Nú Var allt eins og það átti að vera. Vettl ingarnir hans voru bara of þunnir og hann var þegar dof- inn á fingrunum af kulda. Hann néri hendurnar og klapp aði þeim saman því hann vissi að nú kom að því að hann yrði að setja hendurnar fyr- ir aftan bak og halda þeim þannig alla leiðina. Fyrirliði fylgdarliðsins fór með „fangabænina“ svoköll- uðu, sem allir voru orðnir hundleiðir á. „Athygli fanganna skal vak in á því að þeir eiga að ganga í skipulögðum röðum alla leið. Þeir mega ekki dreifa sér eða flykkjast í smáhópa. Þeir mega ekki skipta um stað í fylkingunni. Þeir mega ekki líta til hliðar eða í kring • um sig. Eitt skref til hægri eða vinstri verður skoðað sem flóttatilraun, og hermenn irnir munu þá hleypa af byssunum án fyrirvara. Fyrir- liði! af stað, áfram gakk“. Og svo bylgjaðist fylkingin af stað. Fyrst komst hreyfing á þá fremstu. Hermennirnir sem staðsettir voru um það bil tuttugu skref hægra meg- in og tuttugu skref vinstra megin við fylkinguna og um það bil tíu skref hver frá öðrum, þokuðust af stað með spenntan gikkinn á vélbyss- unum. Ekki hafði snjóað í heila viku svo gatan var óslétt og troðin. Fylkingin beygði fyr- ir horn fangabúðanna og þá Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.