Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. Janúar 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakici. VINSTRI STJÓRNIN SAMÞYKKTI FRÍ- VERZLUN rins og greint hefur verið frá hér í blaðinu voru allan þann tíma, sem vinstri stjómin sat að völdum, gerð- ar tilraunir til þess að ná samningi um fríverzlunar- svæði, sem tengdi ísland Efnahagsbandalagi Evrópu. Lét vinstri stjómin fulltrúa sína greiða atkvæði með þremur ályktxmum, sem hnigu í þessa átt, og hljóðaði hin síðasta þannig: „Ráðið.... lýsir því yfir, að það sé stað- ráðið í að tryggja stofnun evrópsks Fríverzlunarsvæðis, sem nái til allra aðildarríkja stofnimarinnar (Efnahags- samvinnustofnunarinnar) og tengi (associate) á marghliða grundvelli Efnahagsbanda- lag Evrópu og hin aðildar- ríkin og í framkvæmd taki algjörlega tillit til markmiða Efnahagsbandalags Evrópu og öðlist gildi samhliða Róm- arsamningnum“. Eins og ályktun þessi ber með sér var gert ráð fyrir algjörri fríverzlun við Efna- hagsbandalag Evrópu, enda átti að taka fullt tillit til „markmiða Efnahagsbanda- lags Evrópu“ og samningur- inn átti að öðlast „gildi sam- hliða Rómarsamningnum“. Ef þessar samkomulagsum- leitanir hefðu tekizt, eins og útlit var fyrir á tímabili, væru íslendingar nú þegar í fríverzlun við Efnahags- bandalag Evrópu. Þegar hliðsjón er höfð af þessum tilraunum vinstri stjómarinnar til að tengja ís- land Efnahagsbandalagi Ev- rópu, eru sannarlega furðu- legar árásir þeirra manna í Framsóknarflokknum og kommúnistaflokknum, sem stóðu að vinstri stjórninni, á aðgerðir núverandi stjórnar. — Viðreisnarstjómin hefur ekki gengið nándar nærri jafn langt og vinstri stjómin í þessu efni. Hún hefur tekið þá ákvörðun að bíða átekta og halda opinni bæði þeirri leið, sem vinstri stjómin sam- þykkti að fara, og einnig þeim möguleika að gera ein- rmgis viðskipta- og tolla- samning. Efnahagsbandalagið er nú í mótun og vel getur svo far- ið að það breytist verulega. Ef þau ríki, sem nú hafa sótt um fulla aðild gerast með- limir bandalagsins, er alveg ljóst, að þar verður um gnmdvallarbreytingu að ræða. Þess vegna er heppi- legt fyrir okkur íslendinga að bíða átekta og ganga ekki frá neinu endanlegu sam- komulagi fyrr en séð er, hvernig bandalagið verður að lokum. Við eigum ekki að taka endanlega ákvörðun, eins og vinstri stjórnin gerði á sínum tíma. AUKAAÐILD Tl/fikið hefur verið rætt um ” hina svonefndu aukaað- ildarleið og er það ekki ó- eðlilegt, þar sem 238. grein Rómarsáttmálans, sem um þetta fjallar, segir ekkert um það hvers eðlis slíkir samn- ingar gætu verið. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, ræðir þetta mál í grein, sem hann ritar í blað sitt í gær. Hann segir meðal annars: „Allt tal um lausa aukaað- ild, sem ekki sé meira en venjulegur viðskiptasamning ur, er því óraunhæft á þessu stigi, og er furðulegt að Bjarni Benediktsson skuli vera að hampa slíku, þvert ofan í skýrslu þá, sem Gylfi hefur gefið í nafni ríkis- stjómarinnar. Úr þeirri nánu aukaaðild, sem Gylfi Þ. Gíslason telur ís lendinga geta valið á milli og tolla- og viðskiptasamn- ings er vissulega ekki langt skref yfir í fulla aðild síðar“. Þessi orð eru ekki til þess fallin fremur en annað í Tímanum að upplýsa málið. í fyrsta lagi er því haldið fram, að Gylfi Þ. Gíslason hafi í nafni ríkisstjórnarinn- ar gefið yfirlýsingu um það, að hugsanleg aukaaðild ætti að vera svó „náin“, að ekki væri „langt skref yfir í fulla aðild síðar“. Þarna er að sjálfsögðu farið með vísvit- andi ósannindi. Þá er sagt, að það sé „6- raunhæft á þessu stigi“ að tala um „lausa“ aukaaðild, þ.e.a.s. að því er virðist samn- ing, sem tryggði þau réttindi, sem við íslendingar ekki viljum afsala okkur. Sann- leikurinn er sá, að „á þessu stigi“ er einmitt rétt að gera ráð fyrir því, að unnt kunni að vera að ná slíkum samn- ingi og a.m.k. alveg fráleitt að lýsa því yfir „á þessu stigi“, að svonefndur við- skipta- og tollasamningur hljóti að vera heppilegastur. Við íslendingar bíðum með GRÓÐRI, sem nægja mundi til eldis áttunda hluta allra jarðar- búa, er nú ógnað með eyðilegg- ingu af eyðimerkur-engisprett- unni — skaðvaldi sem kemur í stórum skörum, allt upp í einn milljarð skordýra, og getur á einni nótt eytt öllum gróðri og valdið margra milljarða króna tjóni. Baráttan við þessa plágu er nú að fá nýja mynd. í lönd- unum við austanvert Miðjarðar- haf er nú verið að gera tilraunir í mjög stórum stíl með flugvélum og nýjum útbúnaði, sem reynzt hefur fullkomlega virkur í 39 af hverjum 100 tilfellum. Engisprettuskararnir geta borið niður hvar sem er á svæði, sem nær frá Indlandi í austri til Sene gals í vestri, frá Túrkestan í norðri til Tanganyika í suðri — svæði sem er alls 23 milljónir ferkílómetra eða fjórum sinnum stærra en Evrópa. Mörg af þró- unarlöndunum liggja á þessu svæði, og er því skaðinn af völd- aðgerðir af þeirri ástæðu, að enn er ekki ljóst, hvaða leið- ir heppilegast er að fara. — Vegna reglna Alþjóðatolla- málastofnunarinnar um það, að tollasamning sé ekki hægt að gera við eitt ríki, án þess að öll aðildarríki njóti þeirra hluninda, sem í slíkum samningi mundu fel- ast, er ástæða til að vera við því búinn, að við getum náð hagkvæmari samn ingum með því að byggja þá ekki á þessum grunni. Þess vegna getur það ekki þjónað hagsmunum okkar að loka hinni svonefndu „auka- aðildarleið“. Það vita leið- um engisprettuplágunnar miklu meiri og víðtækari en sem nemi eyðileggingu einnar uppskeru. Hinar gömlu baráttuaðferðir með eldi, skurðgrefti og hávaða af völdum skaftpotta eða bumbu- sláttar voru algerlega ófullnægj- andi gagnvart slíkum vágesti. En nútímavísindi hafa komið til hjálpar. Nú vita menn, að á skeiðinu frá lirfu til púpu halda engispretturnar sig við jörðina og éta allan gróður sem þær finna. Bezta árásaraðferðin er því að úða allan gróður, þar sem skor- kvikindin hafast við, með dieldr- in, eiturefni, sem verkar í þrjár vikur eða lengur og drepur að öllum líkindum engispretturnar áður en þær verða fleygar. Full- vaxnar engisprettur, sem fara um í svo þéttum skörum, að sólin myrkvast, verður hins vegar að ráðast á úr lofti. Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (FAO) stendur að tilraunum, sem nú er togar Framsóknarflokksins raunar, en þeir hafa fallið í þá freistni að gera þetta þýð- ingarmikla mál að pólitísku bitbeini, í von um að geta aukið fylgi flokksins. RAUNHÆFAR KJARABÆTUR 17'erkamönnum bjóðast nú verulegar raunhæfar kjarabætur, án verkfalla. Er hugmyndin sú, að einungis þær stéttir, sem lægst hafa laun, fái nú kjarabætur, en staðið verði gegn því, að aðr- ir fylgi í kjölfarið og éti verið að gera. Spænskt fyrirtæki lætur sérfræðingum FAO í té fjögurra-hreyfla flugvél og áhöfn, sem verður til taks í.eitt ár. Flugvélin verður staðsett í Beirut í Líbanon, og þaðan mun hún fara til skyndiárása á engi- sprettuskarana, hvar sem þeir gera vart við sig. Flugvélin verður búin svo- nefndum „micronair“-tækjum, sem dreifa dieldrin-upplausninni í svo litla dropa — 70—100 míkr- ónur — að hinar hausmiklu engi sprettur geta ekki ýtt þeim frá sér eða komizt undan þeim. Eitrið er hvorki skaðlegt fyrir jurtir eða menn. Matvæla- og landbúnaðarstofnunin hefur reynt þetta nýja vopn á 30 fer- kílómetra stóru svæði við landa- mæri Indlands og Pakistans, og varð niðurstaðan jákvæð í 99 af 100 tilfellum. Baráttan gegn engisprettuplág- unni krefst alþjóðlegs samstarfs. Framih. á bls. 23 þannig upp þær launahækk- anir, sem verkamönnum eru boðnar. Auðvitað er frumskilyrðið fyrir launamenn, að þær launahækkanir, sem þeir fá, komi fram sem raunveruleg- ar kjarabætur, en leiði ekki til þess að allir aðrir fái sömu eða meiri hækkanir og þannig verði almennar verð- hækkanir í þjóðfélaginu. Hinir lægst launuðu hafa þannig einstakt tækifæri tii þess að bæta kjör sín og að óreyndu verður því ekki trú- að að pólitískt ofstæki leiði til þess að þessum kjarabót- um verði hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.