Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 23. janúar 1963 MORGVISBLAÐIÐ 23 IITAN UR HEIMI Sendiherra Túnis í Alsír kallaður heim Bomguiba segir Alsírbúa hafa aðstoðað við undirbúning samsæris EINS og skýrt hefnr verið frá 1 fréttum, komst fyrir skömmu upp um samsæri gegn Habib Bourguiba forseta Xúnis og ríkisstjórn hans. 25 menn voru handteknir, sakaðir um að eiga hlutdeild í samsærinu og hafa 13 þeirra verið dæmdir til dauða. Þegar fyrstu fregnir bárust af samsærinu, var sagt, að er- lendir aðilar hefðu hvatt sam- særismennina til þess að steypa stjórn Bourguiba af stóli og ráða hann og ýmsa ráðherra hans af dögum. Ekki var opinberlega skýrt frá því við hvaða erlenda aðila væri átt, en orðrómur var á kreiki um það, að stjórn in grunaði helzt Alsírbúa eða ÍEgypta. Nú hefur Bourguiba, forseti opinberlega sakað rjkisstjórn Ben Bella í Alsír um að hafa aðstoðað við undirbúning sam særisins. Bourguiba hefur kall að sendiherra Túnis í Alsír heim og á fjöldafundi um helg ina lýsti hann því yfir, að landamæra Túnis og Alsír yrði stranglega gætt í framtíðinni. Bourguiba sagði á fundin- um, að aðstoð og uppörvun frá Alsír hefði gert samsærismönn unum fært að undirbúa sam- særið. Þó sagði forsetinn, að stjórn Túnis væri reiðubúin, að endurnýja sambandið við Alsír, en það yrði ekki gert fyrr en gagnkvæm virðing og skilningur ríkti milli land- anna. Minntist hann ekkert á það, að stjórn hans hyggðist slíta algerlega stjórnmálasam bandinU við Alsír þó að sendi- herrann hefði verið kallaður heim. Bourguiba bað menn að minn ast þess, að stjórn Túnis hefði heimilað þjóðfrelsisher Alsír að hafa aðsetur innan landa- mæra Túnis, þó að önnur ríki hefðu neitað hernum um dval arleyfi. — Við höfðum afl til þess að mæta heimsvaldastefnu Frakka, sagði forsetinn, og við Habib Bourguiba höfum afl til þess að mæta hvaða óvini sem, er, Ben Bella ekki síður en öðrum. Forsetinn sagði, að það væru ekki allir ráðherrarnir í stjórn Ben Bella, sem vildu stjórn Túnis feiga. Sannast að segja gagn- rýndu flestir þeirra stefnu Ben Bella varðandi Túnis. Tók forsetinn sem dæmi varnar- málaráðherra Alsír, Boume- dienne og sagði, að hann væri mjög mótfallinn aðgerðunum gegn stjórn Túnis. Undanfarnar vikur hefur flugritum með gagnrýni á Bourguiba Túnisforseta verið dreyft í ýmsum héruðum Alsír og ýmsir ráðamenn í landinu kalla Bourguiba svik- ara og segja, að hann hafi svikið markmið sjálfstæðis- baráttu Norður-Afríku. Erlendar fréttir í stuttu rnali London. 22. jan. NTB—Reuter • A mánudag var undirrit- aður samningur milli Bret- lands og Rússlands um sam- vinnu á sviði menningarmála. Er þar gert ráð fyrir auknum tengslum milli landanna að þ>ví er varðar vísindi, listir, menntun, kvikmyndir útvarp og sjónvarp. Samningurinn er til 1. apríl 1965. Salisbury, 22. jan NTB-Reuter • í dag hófust í Salisbury i mikilvægar viðræður um fram tíð Rihodesíusambandsins. Er Afríkumálaráðherra Bret- lands, R .A. Butler kominn til borgarinnar og mun ræða við Sir Roy Welensky for- sætisráðherra og fleiri úr stjórn hans. Munu viðræðurn ar miða að því að finna ein- hverja lausn ,þannig að Suð- ur"> og Norður-Bhodesía og Nyasaland geti haldið tengsl- um í einhverri mynd, sem í- búar allra landanna sætti sig við. í þessum þrem ríkjum búa átta milljónir blökkumanna og 300. þús Evrópumenn. Acera Ghana, 2. jan. AP • í dag var væntanleg til Accra í Ghana sendinefnd frá stjórninni í Togo, en erindi hennar er að reyna að bæta samkomulagið. milli ríkjanna. f gær var frá því skýrt að stjórn Ghana hefði fallizt á að viðurkenna hina nýju stjórn Togo og skiptast á' sendi fulltrúum. Er lögð á það á- herzla af hálfu Ghana-stjórn- ar að það hafi verið stjórnin í Togo er óskaði viðurkenn- ingar ,að fyrra bragði. Breimdist af ether f FYRRAKVÖLD, er ein af starfsstúlkum á rannsóknarstofu Fiskifélags ísla-nds, var að vinnu sinni, kviknaði í ether og brennd ist hún á handleggjum. Þetta gerðist um 8 leytið um kvöldið og var stúlkan ein í rannsóknarstofunni. Menn í ann- arri skrifstofu heyrðu til henn- ar, en hún mun hafa verið búin að slökkva eldinn, er þeir komu að. Ekki kviknaði í fötum henn- ar, en logandi etherinn skvettist upp á handleggina á henni og brenndi þá. Hún liggur nú í sjúkrahúsi Hvítabandsins. Gromyko til Danmerkur Kaupmannahöfn 22 jan. NTB-RB Utanríkisráðherra Sovétríkj- anna Andrei Gromyko og kona hans hafa þegið heimboð til Dan merkur. Þau koma þangað 6. marz nk. eftir dvöl þeirra í Nor egi og mun hin opinbera heim- sókn í Danmörku standa yfir í 3—4 daga. - Röðull Framh. af bls. 1 Dómarinn: „Hvað gerðist í V estmannaeyj um? “ Skipstjórinn: „Tveir þeir veik- ustu voru strax fluttir á sjúkra- húsið og tveir aðrir voru teknir þangað til rannsóknar. Hina skoð aði læknirinn um borð og gaf þeimx innspýtingu og annað, sem hann taldi nauðsynlegt. Við fór- um frá Eyjum strax og læknir- inn hafði gert sínar ráðstafanir“. Dómarinn: „Það var haft sam- band við borgarlækni, var það ekki?“ Skipstjórinn: „Læknirinn í Vestmannaeyjum hafði samband við Borgarlækni og þegar við komum til Reykjavíkur kom hann um borð og nokkru síðar menn frá Skipaskoðuninni. Veikin var fyrst sett í sam- band við umferðapest, en síðar einhverja eitrun í mat, drykk eða einhverju. í ljós kom, að veikin skiptist um borð. Þeir veiktust, sem voru frammi í, en allir skips menn fá það sama að borða“. Borgarlæknir fann orsökina Dómarinn: „Hvenær var fyrst talað um eitraðar lofttegundir?“ Skipstjórinn: „Hér í Reykja- vík. Það var borgarlæknir, sem fyrstur uppgötvaði hvað gerzt hafði“. Dómarinn: „Ert þú kunnugur kælikerfinu? Skipstjórinn: „Nei. Ég þekki ekkert vökvann sem settur er á kerfið né eiginleika hans. Vél- Stjórarnir einir annast kælikerf- ið, 1. vélstjóri nær eingöngu að ég held“. Dómarinn: „Hvar er kæliklef- inn staðsettur?“ Skipstjórinn: „Netalestin er beint undir hásetaklefanum, en kæliklefinn er aftan til stjórn- borðsmegin í netalestinni“. Dómarinn: „Er nokkur aðvör- un um hættu á þessum klefa?“ Skipstjórinn: „Ekki svo ég hafi tekið eftir“. Dómarinn: „Ertu kunnugur lof træstikerf inu? “ Skipstjórinn: „Ja, nokkuð. En mér er ekki kunnugt um, hvort óhreint loft fer sérstaklega út úr klefanum. en hreint toft kemur þar inn frá loftræstikerfi skipsins. Þannig er það líka í hásetaklef- anum. Skipverjar sjálfir loka og opna fyrir lostræstinguna að eig- in vild“. Ennfremur kom fram í fram- burði skipstjórans, að hásetaklef arnir eru þrír á sama gólfi frammi í, 6 hásetar í koju í tveim hliðarklefum og 8 í svokölluðum forlúkar. Ekki bar á því, að meira bæri á veikinni í einum klefanum en öðrum. Hurð er á hverjum klefa og er forstofa þar fyrir framan. Þar er lúga niður í netalestina. Hins vegar er hurð á hvalbak, þar sem gengið er niður í háseta- klefana og er hún höfð opin. Veiktust í svefntíma sínum Aðspurður sagði Jens Jónsson, skipstjóri, að Snæbjörn Aðils hefði látizt um kl. 22 um kvöldið. Það væri þó ekki vitað nákvæm- lega, því enginn hefði verið yfir honum. Snæbjörn heitinn hefði verið skoðaður kl. 21. Hjá hon- um í klefa hefðu hins vegar ver- ið hásetar mismunandi veikir. Snæbjörn hefði verið fremstu lág koju í bakborðs hliðarklefa og menn í næstu kojum fyrir aftan. Skipstjórinn taldi, að báðar vaktirnar hefðu veikzt í svefn- tíma sínum og nefndi sem dæmi, að morgunvaktin hefði farið í kojur kl. 13, en svo til allir verið orðnir veikir kl. 18.30. Þá hefðu aðeins tveir mætt til vinnu, Bjarni Sigurðsson, sem ekki hefði verið vel frískur, og Sigurður Þorgeirsson. Hann hefði ekki kennt sér neins meins, verið lítils háttar sjóveikur og lítið verið frammi í. Ópíum linaði kvalimar Þá kom fyrir sjóréttinn Magn- ús Pálsson, 1. stýrimaður. Hann skýrði frá því, að hann hefði verið á vakt frá kl. 22 á fimmtudagskvöld til kl. 13 á föstudag. Mennirnir hefðu verið vel frísk ir á morgunvaktinni á föstudag, en tveir menn verið lasnir og ekki mætt. Ekki hefði verið kvartað við sig um lasleika. Aðspurður sagði Magnús, að hann hefði veitt því fyrstur eftir- tekt, að Snæbjörn Aðils var lát- inn. Það hefði verið um kl. 22 á föstudagskvöld. Mennirnir, sem voru með Snæbirni í klefa hefðu ekki gert sér aðvart og líklega ekki vitað hvers kyns var. „Þegar ég sá hvað hafði gerzt var þeim brugðið. Þeir hafa ef til vill skilið af svip mínum hvers kyns var, þótt ég léti þá ekki vita. Allir í klefanum voru mikið veikir, en allir allir með rænu“, sagði Magnús. Stýrimaður skýrði frá því, að hann hefði ekki séð mun á veik- inni eftir klefum, en hún hefði að vísu lagzt misjafnlega á menn. Veikin hefði lýst sér með upp- köstum og niðurgangi í fyrstu, en henni hafi ekki linnt. Þá hefði hann gefið þeim ópíum og við það hefðu nokkrir hresstst svo, að þeir hefðu farið aftur á til að borða. Magnús óskaði það bókað, að 1. stýrimaður hefði ekki haft umsjá með kælivél skipsins, eins og dagblaðið Tíminn héldi fram. Það væri alrangt. Framburður hans leiddi enn- fremur í ljós, að ekkert aðvör- unarmerki var á hurð kæliklef- ans. 1. vélstjóri sá um kælivélina. Loks kom fyrir réttinn Guð- mundur Elíasson, 2. vélstjóri á Röðli. Hann kvaðst ekki hafa haft með kælitækin að gera þessa veiðiferð og ekki komið inn í kæliklefann fyrr en komið var til hafnar í Reykjavík. Hins veg- ar hefði hann haft eftirlitið næstu ferð á undann, enda hefði hann þá verið 1. vélstjóri. Þá hefði allt verið í góðu lagi, einn ig viftan, sem sogar loft út úr klefanum. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa þurft að bæta kælivökva á kerfið í veiðiferðinni, sem end- aði í Reykjavík 8. janúar eftir söluferð til Þýzkalands. Giaðmundur sagði, að hann vissi til þess, að hreint loft kæmi í kæliklefann, en hins vegar væri loftræsting í netalestinni. Hurðin á klefanum væri læst með skrá og væri hann mjög óþéttur. Á klefanum væri einn- ig lensigat til að hleypa út vatni, sem rynni eftir gólfi netalestar- innar í svelg. Hann sagði, að Röðull hefði farið í slipp eftir heimkomuna úr Þýzkalandsferð og þá hefði enginn viðgerð sér vitandi far- ið fram á kælikerfi skipsins. — Um sogviftu klefans sagði hann, að öryggi fyrir hana væri í há- setaklefa, eins og reyndar fyrir öll ljós frammi á. Viftan væri í gangi, þegar skipið væri á hreyf ingu, og ekki væri vitað hve- nær hún hefði stöðvazt. Samkvæmt framburði Guð- mundar hefur hann verið 2. vélstjóri á Röðli frá því hann kom til landsins og 1. vélstjóri í afleysingum. Því væri hann vel kunnugur kælikerfi skipsins. Hann sagði, að gasgríma væri ekki í kæliklefanum, en ein væri í klefa 1 vélstjóra. Þar væru og geymd öll plögg varðandi vélar skipsins. Aðspurður sagði Guðmundur, að sig minnti, að aðvörunar- merki á ensku hefði verið mál- að á hurð kæliklefans í upphafi, en það væri fyrir löngu horfið. Einu sinni var við óþæginði. Þá skýrði Guðmundur frá því, að hann hefði stundum bætt á frystitækin, bæði frammi í og aftur á. Methylkloríð hafi alltaf verið notað og aldrei verið not- uð gasgríma né önnur hlífðar- tæki við það verk. Kælivélin sjálf hefði bilað einu sinni og þá hefði hann þurft að vinna í klefanum lengi og Orðið var við óþægindi. Verið eins og drukkinn maður, en hresstst strax og hann fór aftur á. Bilunin hefði orðið a.m.k. fyr ir 3 árum. Hann lýsti því, hvernig kæli- vökvinn sé settur á frystitækin. Hann sé í stálhylkjum og sé vökvi undir þrýstingi, en gufi upp í andrúmslofti og þá skap- ist kuldinn. Kælivökvinn sé keyptur heima og erlendis og birgðir séu oftast um borð. Vissi að efnið er hættulegt. Aðspurður kvaðst Guðmundur vita, að methyl-klórið er hættu- legt efni og að menn geti sofn- að af því. Áleit hins vegar, að ekki stafaði sprengihætta af því. Um síðustu veiðiförina sagði hann, að 1. vélstjóri hefði sagt sér þegar eftir að lagt var af stað, að hann ætlaði framm í til að setja kælivélina í gang. Hann hefði sagt sér síðar, að sér finnd ist þurfa að bæta á kælikerflð. Hann taldi, að aðrir en 1. og 2. vélstjóri, ættu ekki að hafa aðgang að kæliklefanum, en allir gætu þó komizt þar inn. Að lokum sagði Guðmundur aðspurður, að hann hefði ekki vitað til þess að methyl-klorið hefði sérstakar eiturverkanir, hvað þá að efnið væri svo hættu legt sem nú hefði komið í ljós. Dómarinn, Jón Finnsson, spurði skipstjórann að því í lokin, hvenær Snæbjörn heitinn hefði veikzt. Hann svaraði, að það hefði verið á morgunvakt- inni Og veikindi hans komið í ljós, þegar hann var ræstur kl. 12.30 til vinnu. Réttinum frestað. Af óvíðráðarflegum orsökum var ekki hægt að leggja fram í réttinum skýrslu Skipaskoðun- ar ríkisins um rannsóknina á kælikerfi Röðuls. Ennfremur eru sumir þeir, sem koma eiga fyr- ir réttinn, enn veikir, m.a. 1. vélstjóri, og frestaði dómarinn því réttarhöldunum um óákveð- inn tíma. Viðstaddir réttarhöldin voru Guðmundur Pétursson, hrl. fyr- ir hönd Venusar h.f., eiganda Röðuls, Arnljótur Björnsson, hdl. fyrir hönd vátryggingar- félag skipsins, Sjóvátryggingar, og Guðmundur Guðmundssov fyrir Skipaskoðun ríkisins - Utan úr heimi Framhald af bls. 12i Skorkvikindin virða engin land*- mæri, heldur fara með vindun- um allt upp í 4500 kílómetra vega lengdir. Umrædd ríki hafa gert sér þetta ljóst og 28 þeirra hafa sótt um og fengið veitingu fyrir 4 milljónum dollara frá Fram- kvæmdasjóði Sameinuðu þjóð- anna. Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin hefur yfirumsjón með baráttunni. — (Frá S. Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.