Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 15
Míðvikudagur 23. janúar 1963 MQRGUNBLAÐ1Ð 15 Solzhenhenitsyn afhfúpar grZmmdaræði kommúnismans Framh. af bls. 10. stóð vindurinn á hlið. Fang- arnir gengu með hendur fyr- ir aftan bak og álútir, eins og við jarðarför. Útsýni hvers og eins tak- markaðist við faetur tveggja eða þriggja sem á undan gengu og svolítinn skika af troðinni slóðinni, þar sem hver skyldi stíga næsta skref. Við og við mátti heyra her- vörð kalla: „U 47, haltu höndunum fyrir aftan bak“. „502, ekki dragast aftur úr“. Svo fækkaði jafnvel líka þess um hrópum. Vindurinn blés og næddi um þá svo þeir áttu erfitt með að sjá út úr augunum. Og nú var bannað að binda á sig andlitsduluna. Vissulega öm- urleg þjónusta. Jafnvel ekkert hugsanafrelsi Þegar hlýrra var í veðri, spjölluðu fangarnir saman í fylkingunum og létu ekki segjast þótt hermennirnir kölluðu til þeirra og bönnuðu það. En í dag þögðu allir, gengu álútir í von um svolítið skjól af þeim sem fyrir fram- an gekk og voru niðursokkn- ir í sínar eigin hugsanir. En jafnvel hugsanir fang- anna geta ekki talizt frjálsar. Þær snúast alltaf um það sama, hvernig sem reynt er að sporna við því. Skyldu þeir finna matarbitann í dýn- unni minni? Skyldi ég sleppa við vinnuna í sjúkrahúsi fangabúðanna í kvöld? Skyldu þeir setja sjóliðsfor- ingjann í fangaklefa í kvöld? Og hvernig fór Caesar að því að ná sér í ullarnærföt? Hann hlýtur að hafa mútað einhverjum í skemmunni þar sem persónulegar eigur fang- anna eru geymdar. Hvaða önnur skýring er hugsanleg? Shukov var altekinn sult- artilfinningu, því hann hafði ekki borðað brauðskammtinn sinn um morguninn og fengið aðeins kalt að drekka. Og til þess að leiða hugann frá krampadráttunum og garna- gaulinu fór hann að hugsa um það, að bráðum skyldi hann senda bréf heim. Fylkingin gekk fram hjá trésmiðjunni, sem fangarnir höfðu byggt, fram hjá íbúð- arhúsum sem einnig höfðu verið byggð með vinnuafli fanganna, fram hjá nýja sam- komuhúsinu (sem fangarnir höfðu einnig reist frá grunni og jafnvel séð um skreytingu veggjanna þótt þeir kæmu þar aldrei inn síðan) og fylk- ingin hélt út á sléttuna, þar sem vindurinn stóð beint í flasið á þeim, og rauð sólin við sjóndeildarhringinn skein í augu þeirra. Á hægri og vinstri hönd lá hvít snjóbreiðan yfir freð- mýrarnar svo langt sem augað eygði. Hvergi var gróð- ur að sjá. Nýtt ár var byrjað .... ár- ið 1951 .... og Shukov hafði leyfi til þess að skrifa tvö bréf það árið. Síðasta bréfið hafði hann sent i júlí og hann hafði fengið svar í október. f Ust-izhma (athugasemd þýðanda: Fangabúðir sem Shukov hafði dvalizt í áður) höfðu aðrar reglur gilt. Þar mátti hver skrifa bréf einu sinni í mánuði ef vildi. En hvað er hægt að segja í bréfi? Shukov hafði ekki skrifað oftar þá en nú. Hann hafði farið að heim- an 23. júní 1941........ Nú fannst honum þegar hann skrifaði bréf eins ok hann kast aði steini í djúpa fjarlaega tjörn. Steinninn fellur og fellur, en ekkert svar kemur. Það er tilgangslaust að skrifa um það í hvaða flokki maður vinnur, eða lýsa flokksfyrirliðanum. Nú var hann tengdari Latvíubúanum Kilgas en sínu eigin fólki. (Næsti kafli er tekinn síð ast úr bókinni, og hefst á sam tali á milli Shukovs og Aly- oshka, sem er ungur Babt- isti. Það er kvöld og fangarn- ir í kofa Shukovs eru að bíða eftir síðara nafnakallinu, en eftir það eru ljósin slökkt). — Guði sé lof, að enn er einn dagurinn kominn að kvöldi, segir Shukov. Til allrar hamingju hafði honum ekki orðið það á að sofna í hegningarklefanum. Hér gat svefninn þó orðið bærilegur. Shukov lagðist niður með höfuðið að glugganum. Aly- oshka lá í sama fleti, en hans umráðasvæði var þó að- greint með planka frá Shu- kov. Hann snéri höfðinu í hina áttina til þess að £á ljós frá lampanum. Hann var enn farinn að lesa í guðspjöllun- um. Ljósið var ekki langt frá þeim. Þeir gátu fesið og jafn- vel saumað. Alyoshka hafði heyrt Shu- kov nefna guð og hann snéri sér við. — Þarna sérðu, Ivan Denis ovioh, sál þín þráir að biðja til guðs. Hvers vegna lofar þú henni ekki að ráða? Shukov gaut augunum ská- hallt til Alyoshka og honum sýndist birtu stafa úr augum hans. Hann stundi við. — Ástæðan er sú að þessar bænir gera sama gagn og umkvartanir fanganna, Aly- oshka. Annað hvort komast þær ekki til réttra aðila, eða svarið verður „umkvörtun- inni vísað á bug“. Fyrir framan dyrnar á bröggum yfirmanna fanga- búðanna standa fjórir inn- siglaðir kassar. Þeir eru tæmd ir einu sinni í mánuði. Marg- ir fanganna skrifa kvartanir og stinga þeim í þessa kassa. Bíða svo, telja dagana og vona að svar komi eftir einn eða tvo mánuði. En það kemur ekki. Eða þá þeir fá þetta svar: „Umkvört- uninni vísað á bug“. „Það er bara vegna þess að þú hefir svo sjaldan beðið, Ivan Denisovicl........ ekki nógu vel og ekki af nógu miklum tilfinningahita. Þess vegna hafa bænir þínar ver- ið árangurslausar. Bænir verð ur að endurtaka oft. En ef þú hefur sterka trú og segir við fjallið „Flyttu þig“ .... þá mun það flytja sig“. Shukov hló og rúllaði sér aðra sígarettu. Hann fékk eld í hana hjá einum Eistlending anna. „Hættu þessu bulli, Alyosh- ka. Eg hef aldrei séð fjöll flytja sig. Satt að segja verð ég að viðurkenna, að ég hef heldur aldrei séð fjall. En þið voruð nú stór hópur Baptista þarna suður í Kákasus. Hafið þið nokkurn tíma getaö flutt svo mikið sem eitt einasta fjall?“. Veslingarnir. Þeir tilbáðu guð ....... en hvað sakaði það? Þeir fengu allir sama dóminn. Tuttugu og fimm ár í fangabúðunum. Svona var það í þá daga. Allir dómar hljóðuðu upp á það sama ... „En bænir okkar snérust ekki um það, Ivan“, sagði Alyoshka með alvöru.vip. — Hann flutti sig nær Shukov með guðspjöllin sín, kom al- veg upp að andliti hans. — „Drottinn hefur mælt svo fyr- ir að við eigum ekki að biðja um hin fallvöltu gæði jarð- arinnar að undanskildu því sem er okkur nauðsynlegt. „Gef oss í dag vort daglegt brauð“. „Áttu við brauð skammtinn hérna í fangabúðunum?11, spurði Shukov. Það sem biðja skal um. En Alyoshka reyndi að út- skýra mál sitt fyrir Shukov. og brýndi hann frekar með augunum en orðum, greip um hönd hans og strauk hana. „Ivan Denisovieh, þú mátt ekki biðja um gjafaböggla eða aukaskammt af brauði. Þeir hlutir sem mönnum finnst mikið til koma eru ósæmilegir í augum Guðs. Þú verður að biðja um andlegar gjafir .... að drottinn frelsi okkur frá því illa sem býr í hjarta okkar.“ „En á ég að segja þér nokk uð? Presturinn í þorpskirkj- unni . . . .“ „Talaðu ekki við mig um prestinn þinn“ sagði Alyos- hka og skugga brá yfir andlit hans. „Hlustaðu samt“, sagði Shu kov og reis upp við dogg. „Presturinn er ríkasti mað- urinn í sókninni okkar í Po- lomna. Ef við erum til dæmis beðin að setja nýtt þak á hús, þá mundum við iaka 35 rúblur fyrir af venjulegu fólki. En prestinn mundum við lóta borga 100. Og hann hvorki æmtir né skræmtir. Þessi prestur í Polomna borg- ar með þremur konum í þrem þorpum og býr með þeirri fjórðu. Og hann snýr biskupin- um í héraðinu um litla fing- ur sér, sendir burtu alla aðra presta .... vill sitja einn að hitunni ....“. „Hvers vegna ertu að tala um þennan prtest? Orthodox- kirkjan hefur snúið frá guðs- spjöllunum. Þess vegna lenda þeir ekki í fangelsi .... vegna þess að trú þeirra er ekki nógu hrein“. (Alyoshka segir frá því að hann sé feginn að vera í fangabúðum því þá veitist honum timi til að hugsa um sálarheill sína). Alyoshka var alvara. Það mátti sjá bæði af augum hans og heyra það á röddinni að hann var raunverulega feginn að vera í fangabúðun- um. „Heyrðu Alyoshka, það er allt í lagi með þig“, sagði Shukov. „Jesús Kristur vildi að þú færir í fangabúðir og það er hans vegna sem þú ert hér. En hvers vegna er ég hér? Er það vegna þess að við vorum ekki viðbúnir stríði árið 1941? Er það ástæðan? En hvað kemur mér það við?“. „Hvernig skyldi standa á því að síðara nafnakallið hefur ekki farið fram enn . . . .“, tautaði Kilgas úr fleti sínu. Shukov geispaði. „Eins gott að fara að sofa“. En um leið heyrðist skröltið í slagbrandinum utan á hurð- inni og kyrrðin í bragganum var rofin. Tveir menn komu inn og æptu: „Síðara nafna- kall“. Varðmaður hrópaði á eftir þeim: „Komið yfir í hinn helming braggans“. Stígvélin á ofninum. Eins og nokkur hefði getað sofið í þessum hávaða? Þeir fóru muldrandi fram úr flet- unum og ráku fæturna ofan í flókastígvélin. Enginn fór úr vattfóðruðu buxunum á nótt- unni. „O, fari þeir til fjandans", muldraði Shukov. Þó var hann ekki mikið reiður, því hann var hvort eð er ekki sofnaður. Shukov beið eftir því að fleiri færu á undan honum fram svo hann þyrfti ekki að standa óþarflega lengi ber- fættur á ganginum. En vörð- urinn sendi honum tóninn: „Þú þarna . . . í skotinu". Shukov hoppaði léttilega niður á gólfið. (Honum fannst fara svo vel um flóka- stígvélin á ofninum að hann tímdi ekki að taka þau nið- ur). Hann hafði búið til marga inniskó um dagana, alltaf handa öðrum, en aldrei handa sjálfum sér. Hann var hvort eð var vanur þessu. Þetta tseki ekki langan tíma. \ Inniskór voru teknir eignar- námi, ef þeir fundust hjá föng unum á daginn. „Áfram . . . áfram", öskraði vörðurinn. „Svo þið hélduð að þið gæt- uð fengið aukablund ræflarn- ir ykkar“, sagði sá sem hafði umsjón með bragganum. Allir voru reknir yfir í hinn helming braggans, en þeir sem drógust aftur úr voru látnir standa á ganginum. Shukov stóð við vegginn ná- lægt salerninu. Gólfið var rakt undir fótum hans. Og ískald- ur dragsúgur kom utan úr and dyrinu. Allir voru reknir upp úr flet unum. Vörðurinn og umsjónar naaðurinn fóru aftur inn til að fullvissa sig um, að enginn hefði falið sig eða lægi sof- andi í myrkrinu. Verðirnir lenda í vandræðum ef ein- hvern vantar. Og ef fangarnir teljast of margir gegnir sama máli. Þá verður að fara fram annað nafnakall. Þeir þræddu vandlega öll fletin og komu svo aftur fram. Þrír dagar að auki. ;,Einn, tveir, þrír, fjórir . . .“. Nú hleyptu þeir föngunum inn aftur. Shukov var sá átjándi sem komst inn. Hann hljóp að fleti sínu og fleygði sér upp í einu stökki. Ágætt. Við stingum fótun- um í treyjuermarnar, klæðum okkur í frakkana .... tími til kominn að fara að sofa. Nú senda þeir alla úr hinum helm ing braggans inn til okkar, en því skyldum við þurfa að skipta okkur af því? .... Hann dró litlu óhreinu ábreiðuna yfir höfuðið svö hann heyrði ekki þegar fang- arnir úr hinum helming bragg ans flykktust inn og tróðu sér á milli fletanna á meðan taln- ingin á þeim fór fram. Shukov var að sofna og vel- líðan gagntók hann. Honum hafði farnast allt vel þennan dag. Honum hafði ekki verið stungið í fangaklefa. Flokkur- inn hans hafði ekki verið sendur til að vinna við land- námið (þýð.: en þar var vinn- an sérstaklega erfið og for- ingja flokks Shukovs hafði tek izt að komast undan henni.) Hann hafði fengið svolítinn aukaskammt af grautnum . . . hann hafði haft ánægju af að hlaða vegginn, hnífurinn hafði ekki fundizt í fórum hans við leitina á föngunum, hann hafði gert Ceasar greiða og keypt svolítið tóbak. Og hann hafði haldið heilsunni. Hann hafði lifað daginn af. Heill dagur var liðinn án þess að nokkurn skugga bæri á. Dómurinn hans hljóðaði upp á þrjú þúsund, sex hundruð fimmtíu og þrjá daga. Aukadagarnir þrír voru vegna hlaupáranna. . . , Hausinn af Stalínslíkneski eftir bylt inguna í Ungverjalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.