Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 23. janúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR í HEIMSÓKN Hún greip andann á lofti og sagði með skjáifandi rödd. — Ungfrú Rietta Gray var þar inni. — Hver er hún? — Hún á heima í Hvítakofa ■— rétt skammt frá hliðinu hérna. — Haldið þér áfram. — Eg ætlaði ekkert að fara að hlera .... það dytti mér aldrei í hug .... ég vildi bara vita, hvort ég ætti að fara inn. Fólki er ekkert um að vera trufl að í einkasamtali. — Voru þau í einkasamtali? Frú Mayhew kinkaði kolli með áherzlu. — Hr. Lessiter var að segja, að hann langaði ekkert sérstak- lega til að láta myrða sig. — Hvaff ! ? Frú Mayhew kinkaði aftur koIIí. — Það voru hans orð. Og svo hélt hann áfram: Skrítið, að þú skyldir einmitt koma í kvöld, Rietta. Eg var að brenna bréf- in þín“. Þannig vissi ég, að það var ungfrú Rietta, sem hann var að tala við. Og svo minntist hann eitthvað á ástardrauma æskunnar ........ — Voru þau trúlöfuð? Frú Mayhew kinkaði kolli aft- ur. — Það var fyrir einum tuttugu árum, eða kannski nær tuttugu og fimm. Mér fannst þess vegna réttara af mér að fara ekki inn. — Heyrðuð þér nokkuð meira? Hún svaraði: — Eg legg það ekki í vana minn að liggja á hleri. — Nei, vitanlega ekki. En þér hefðuð nú samt getað heyrt eitt- hvað áður en þér lokuðuð dyr- unum. Heyrðuð þér ekki eitt- hvað? — Jú, ég heyrði, að þau töl- uðu um að snúa öllu við, til að leita að einhverju minnis .... einhverju, sem ég skildi ekki, sem móðir hans hafði látið eftir sig. — Minnisblað? — Já, einmitt. Hún var ekki lengur eins hrædd og áður. Þetta var allt- saman svo blátt áfram og ekki nema dagsatt. Henni 'ar óhætt meðan hún segði ekki annað en sannleikann og minntist ekki á Cyril. Hún sá í huga sér, hvar Cyril var í eldhúsinu að fitla við tappana á útvarpinu, og hún sjálf langt í burt, .IT skrifstofu dyrnar. Hugur hennar sagði henni að dveljast þar sem lengst og gera eins mikið úr því og hægt væri .... rétt eins og þeg- ar fugl dregur annan vænginn, til þess að ginna köttinn burt frá hreiðrinu. Hún tók því upp það, sem lögreglustjórinn hafði sagt. — Minnisblað. Eitthvað, sem móðir hans hafði skilið eftir handa honum, og þegar hann var að leita að því, fann hann bara bréfin frá ungfrú Riettu og dálítið meira. — Hvað meira? — Það gat ég ekki séð, því að dyrnar voru ekki opnar nema sem svarar einum þumlungi. En eftir því sem hann sagði, var það erfðaskrá. Mér fannst hann vera að sýna ungfrú Riettu hana. Og hún sagði: „En sú vitleysa", og hr. Lessiter hló og sagði, að það væri það líklega. Og svo bætti hann við: „Allt gengur til Henriettu Cray, Hvítakofa, Mell- ing“. — Þér heyrðuð hann áreiðan- lega segja þetta við ungfrú Cray? — Já, það gerði ég. Svarið kom hiklaust. — Heyrðuð þcr nokkuð meira? — Já. Eg hefði hkki stanzað þarna ef ég hefði ekki orðið svo yfir mig hissa. Eg heyrði hann segja, að hann hefði aldrei gert neina aðra erfðaskrá, svo að ef Carr hinn ungi myrti hann í kvöld, þá mundi hún erfa dálag- lega upphæð. Það var þetta, sem hann sagði, og það fór um mig hrollur, niður eftir öllu baki .. .... ég get ekki lýst því, hvern- ig mér leið. Og ég lokaði dyrv - um og fór fram í eldihús aftur. Lögreglustjórinn hummaði en spurði svo, hver Carr hinn ungi væri. — Það er sytursonur ungfrú Rietu — Carr Robertson. — Qg til hvers hefði hann átt að fara að rnyrða hr. Lessi- ter? Vitið þér nokkra ástæðu til þess? — Nei, það geri ég ekki. — Var nokkurt ósætti milli þeirra? — Nei ........ Hún var eitt- hvað hikandi. — Ja, hvað var það, frú Mayhew? — Frú Fallows, sem hjálpar mér í húsinu .... hún fer til ungfrú Cray á laugardögum .... Hún var eitthvað að tala um það um daginn, að það væri skrítið, að hr. Lessiter skyldi aldrei hafa komið heim í tuttugu ár sam- fleytt, og þekkti svo að segja engan í þorpinu, og vera þó hér fæddur og uppalinn. Og ég sagði eitthvað á þá leið, að það væru víst fæstir, sem þekktu hann svo mikið sem í sjón, og þá sagði hún: „Það er satt“, og svo nefndi hún citthvað Carr í sömu andránni og sagði, að ekki myndi hann þekkja hr. Lessiter, ef hann sæi hann .... en ég veit ekki, hvers vegna hún fór að segja þetta. Fulltrúinn hummaði aftur. — Hann getur hafa haldið, að hér væri verið að leiða hann á villu- götur. Hann beindi því frú May- hew aftur að atburðum kvölds- ins. — Þér fóruð svo fram í eld- hús, án þess að heyra meira? Það hlýtur að hafa verið rétt eftir klukkan níu? — Já, herra. Fréttirnar voru byrjaðar. Svitinn spatt út á gagnaugum hennar. Þetta hefði hún ekki átt að segja. Það var Cyril, sem var að fitla við útvarpið.. opna fyrir fréttirnar. — Þér létuð svo útvarpið vera í gangi? Kinnar hennar voru eins og glóð og fæturnir eins og ís. Hún svaraði: — Já, það hefur af fyrir manni. — Fóruð þér aftur inn í skrif- stofuna seinna? Hún kinkaði kolli. — Já, mér fannst ég eiga að gera það. — Og hvað ætli klukkan hafi verið þá? — Hana vantaði kortér í tíu. Ég hélt, að ungfrú Rietta hlyti að vera farin. — Og sáuð þér hr. Lessiter þá? — Nei. Þetta var ekki nema hvísl, vegna þess, að henni datt í hug, að í þetta seinna skipti hefði hr. Lessiter vel getað ver- ið dauður, og ef hún hefði ýtt hurðinni svolítið meira upp, hefði hún ef til vill séð hann liggjandi þarna fram á borðið með molað höfuðið. Það var ekki Cyril..það var ekki..var ekki Cyril! — Og hvað gerðuð þér þá? — Ég opnaði aðeins dyrnar, eins og í fyrra skiptið, hljóð- lega. Þá var engi.m að tala. Mér datt í hug, að ungfrú Rietta væri farin og opnaði dyrnar dá- lítið meira. Þá sá ég kápuna hennar ungfrú Riettu liggjandi á stól. — Hvernig vissuð þér, að hún átti hana? — Það sneri ofurlítið upp af fóðrinu .. með gulri rönd á. Það er nú í rauninni hr. Carr, sem á þessa kápu . .gömul kápa, sem er viðloðandi þarna í kofanum. Og ungfrú Rietta fer stundum í hana. —• Haldið þér áfram. — Ég lokaði dyrunum og : Éflfn ©PIB COPENHAEtN COSF-ER. Ég gleymdi aff kveikja í gærkvöldi. gekk burt. — Hversvegna gerðuð þér það? — Ég hélt, að ungfrú Rietta væri farin. Það var alveg þögn þarna inni. Mér datt í hug.... — Það var greinilegt, hvað henni datt í hug. Allir í þorp- inu vissu, að James Lessiter og Rietta Cray höfðu verið trúlofuð í æsku, og allir hefðu talið það vel viðeigandi ef þau tækju saman aftur. Fulltrúinn komst að þeirri niðurstöðu, að konan væri að segja satt. En honum var forvitni að vita, hvort hún hefði nokkuð meira að segja. Það var einhver efasvipur á henni Og hendurnar gátu aldrei verið kyrrar í kjöltu hennar. Hann sagði: — Jæja, hvað var það? Frú Mayhew vætti varirnar. — Það var regnkápan. Ég gat ekki annað en tekið eftir því.. — Hverju tókuð þér eftir? — Ermin hékk niður, svo að ég komst ekki hjá því að sjá.. — Hvað sáuð þér? Frú Mayhew skalf. — Það var ermin. Hún var alblóðug! xvin. Milli ellefu og tólf lagði Drake leið sína til Hvítakofa. Ungfrú Cray var heima. Hún tók á móti honum í borðstofunni, mjög föl, en mjög stillt. Þegar harm tók að athuga hana, undan rauðu augnabrúnunum, komst hann að þeirri niðurstöðu, að hún hefði getað gert það, en hefði hún gert það, hefði hún farið varlegar og ekki látið regnkápuna vera til sýnis. Ef hún þá hafði skilið hana eftir. En kannski hafði hún það ekki — það gat hugsazt, að hún hefði enn verið þarna inni, þegar ráðskonan opnaði í seinna skiptið. — Frú Mayhew hafði séð kápuna blóðuga klukk an þrjú kortér í tíu, en hún var þar ekki um morguninn, þegar Mayhew fann líkið. Hún hefði getað verið tekin burt á hvaða tíma, sem vera skyldi þar í milli. Ef ungfrú Cray var enn inni í stofunni þrjú kortér í tíu, hefði hún getað tekið hana með sér þegar hún fór. Og hefði hún þegar verið farin, hefði hún get- að komið aftur og sótt hana — hún eða frændi hennar. KALLI KUREKI * - * ~ Teiknari: Fred Harman Um þetta var hann að hugsa, þegar hann settist á stólinn, sem honum var boðinn. Whitcomb. lögregluþjónn settist líka niður, tók vasabók og bjóst til að skrifa. Drake athugaði hana vand- lega þegar hann nefnd James Lessiter. Hún breytti ekki svip. — Þér hafið heyrt um. dauða hr. Lessiters? — Já, svaraði hún, lágt og ró- lega. — Hvenær fréttuð þér það, og hvernig? SBUtvarpiö Miðvikudagur 23. janúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Jó- hanna Norðfjörð les úr ævi- sögu Grétu Garbo (9). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Todda frá Blágarði“ eftir Margréti Jónsdóttur; VII. lest ur (Höfundur les). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Óperulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Friðþjófur Hraundal eftirlitsmaður tal- ar um hættur sem geta ver- því samfara að þýða klaka úr vatnspípum með rafmagni 20.05 Bernard Witkowski og hljóm sveit leika polka. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur forn- rita: Ólafs saga helga; XII. (Óskar Halldórsson cand. mag.). b) Lög eftir Jórunni Viðar, eða raddsett af henni. c) Benedikt Gíslason frá Hof teigi flytur frásögu: Úr Jök- uldalssögu: Um Hrafnkels- dal. d) Sigurður Jónsson frá Haukagili fer með stökur. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ævisögu Leo Tolstoj, rit- aðri áf syni hans, Sergej; VII. (Gylfi Gröndal ritstjóri) 22.30 Næturhljóleikar: Frá tónleik- um í Austurbæjarbíói 25. sept. sl. La Selle strengja- kvartettinn leikur. a) Mozart Kvartett í d-oll, K421. b) Brahms: Kvartett í B-dúr op. 67. 23.25 Dagskrárlok. $ED AHD JOHAJ HAMPTOH HAVE PPOUGHT THETWOK/PWPPEKS, ACESM/THAAJP PETE JOHES/TO PAGOSA SPPMGS-'' .THATS OKAY, HóMPTOW.' THEEEWOM'TBE ATGIAL H£EE.'T£XAS WANTS THOSETWOFOE. MUSDER.' YOU'RE LUCKY T’BEAUV£f 1LL STORE YOUE. WA&OM,JOHN! ALWTIE DUCHESS SEMD-UMMETO SEEIFSHERIFFNEWT GOT-UM AWY NEWS SORRYIHAVE TOLEAVE FOR NEWYORK i ONTHENERT, TEAIW' r->1 Kalli og Halli Hampur hafa farið með þá ræningjana Ása og Pésa í haldi til Pagosa. — Mér þykir það leitt, en ég verð að taka næstu lest til New York. — Það er allt í lagi, Halli, réttar- höldin munu ekki fara fram hér, heldur í Texas, eins og íbúarnir þar vilja. Þú mátt bara kallast heppinn að hafa sloppið lifandi. — Hún frænka sendi mig hingað til þess að athuga, hvort sýslumaður- inn hefði fengið nokkrar fregnir um Þig- Seinna. — Það var slæmt, að Halli skyldi þurfa að fara. Hann er ágætis drengur, málar eins og Russel og sveiflar reipi eins og Pecos Bill. — Við skulum koma inn í skrif- stofuna, Kalli. Þar bíður okkar mað- ur, sem ég vil gjarnan, að þú hittir. 16250 VINNINGAR!- Fjórði hver miði vinnur að meðaltafíl Hæstu vinningar 1/2 • milljón krónur, Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.