Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 24
Fékk kaðal í augað um borð í Röðli í FYRRAKVÖLD fór Sveinr Jónsson, Breiðagerði 7, urn borð í togarann Röðul, er hann hefur verið til aðstoðar Kára Kristjánssyni, vélaskoð- unamanni hjá Skipaskoðun ríkisins, við rannsókn vegna eiturefnanna um borð í Röðli. Vildi svo illa til að kaðall slóst í auga Sveins. Gat hann óþæginda í auganu og fór á Slysavarðstofuna um morg- uninn. Kom þá í ljós, að hann hafði fengið sár á augað. Var hann í rúminu í gær og gat ekki skrifað þær skýrslui um athuganir sínar, sem han r hafði ætlað sér. Líðan Röðuls- VATNSROR sprakk við Mela' torg árla í gærirorgun og truflaði alla umferð nokkurn1 tíma .Ljósmyndari Mbl. Sv.þ. tók meðfylgjandi mynd af Haga-strætisvagninum þeg- ar hann ekur um „flóða- svæðið“. Farþegarnir eru fáir, aðallega krakkar og unglingar á leið í skóla. „Eg hef aldrei lent í öðru eins vatnsflóði á götum Reykjavíkur," sagði Kjartan Þórólfsson strætis vagnstjórinn í samtali við blaðamann Mbl. — Nánari frásögn af flóðinu er á bls 3. Ljósm. Mbl. Sv. Þ. I Reykjanes kjördæmi AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes kjördæmi verður haldinn fimmtu daginn 24. þ.m. í Sjálfstæðishús- inu í Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 21. Konan kom fram KONAN á Akranesi, sem auglýst var eftir í útvarpinu í fyrrakvöld bom heim til sín skömmu eftir miðnætti í fyrrakvöld. En ótt- ast var um hana, er henni dvald ist svona lengi úti, þar eð hún hafði barn sitt með sér. Hafði hún verið í heimsókn í húsi á Akranesi. IATA heimilar SAS að hefja ferðir með skrúfuvélum 1. okt. Ldgu fargjöldin gilda aðeins fyrir íbúa Norðurlanda og USA Stokkhólmi, 22. jan. —- (AP — NTB — TT) —- ATK V ÆÐ AGREIÐSLUNNI innan IATA — alþjóðasam- bands flugfélaga lyktaði svo, að samþykkt var að mæla með því, að Norðurlanda- flugfélaginu SAS verði heim ilað að hefja ferðir með skrúfuvélum yfir Atlantshaf- ið, og selja fargjöld lægra verði en önnur flugfélög. Ná Telpa fyrir bíl í GÆRDAG varð 5 ára telpa, Margrét Gylfadóttir, Langholts- vegi 190, fyrir bíl á Langholts- vegi. Hlaut hún meiðsli á höfði og var flutt í slysavarðstofuna. Meiðslin voru ekki talin alvar- legs eðlis. hin lágu fargjöld aðeins til íbúa Norðurlandanna og Bandaríkjanna — og sala þeirra og auglýsing er bund- in þeim löndum. Heimildin af hálfu IATA gildir frá 1. október n. k. Einn af forstjórum SAS, Arne Wickberg, sagði í viðtald við fréttamenn í dag, að með úrslit- um atkvæðagreiðslunnar hafi félagið færzt enn eitt skref í rétta átt. Á hinn bóginn er end- anleg afgreiðsla málsins í hönd- um ríkisstjórna Noregs, Svíþjóð- ar og Danmerkur. SAS hefur nú þegar hafið undirbúning að hinni nýju ferða áætlun, samkv. heimild IATA, sem kveður á um fjórar ferðir mest vikulega hvora leið, annað hvort með viðkomu á íslandi eða Grænlandi — eða án við- komu, eftir því sem SAS telur bezt henta. SAS er aðeins heimilt að selja fargjöld á lægra verði til þeirra, er fastan bústað hafa annað hvort í Bandaríkjunum eða Norð urlöndum. Og sala og auglýsing farmiða við hinum lágu gjöld- um er algjörlega bundin við Norðurlönd og Bandaríkin. manna betri Mbl. leitaði í gærkvöldi frétta af líðan sjómannanna á Röðli, sem liggja í sjúkrahúsi í Vest- mannaeyjum og í Borgarsjúkra- húsinu. Skv. upplýsingum sjúkrahús- læknisins í Vestmannaeyjum er annar sjúklingurinn þar, Þór Reynir Jónsson, mjög að hress- ast og er hann kominn á fætur, en hinn Brynjar Valdimarsson, er enn við svipaða heilsu. Óskar Þórðarson, yfirlæknir á Borgarsjúkrahúsinu sagði að heilsa sjúklinganna, sem þar liggja, færi heldur batnandi. Lögreglunni berast stöð- ugt falsaðar ávísanir Segir ástandið lítt hafa batnað eftir að hert var á eftirliti bankanna STÖÐUGT berast talsvert magn af fölsuðum ávísunum, og ávís- unum, sem ekki er til innstæða fyrir, til rannsóknarlögreglunn- ar x Reykjavík. Magnús Eggerts- son, varðstjóri, tjáði Mbl. í gær að svo virtist sem lítil breyt- ing hefði orðið til hins betra í þessum efnum eftir að bankarn- ir hertu á eftirliti með ávísun- um og viðurlög voru þyngd. Nýlega upplýsti rannsóknar- lögreglan tvö fölsunarmál. Var í báðum málum um fjórar ávísan- ir að ræða. í öðru málinu námu þær samtals um 10,000 kr. en í hinu um 3,000 kr. Þá var fyrir skemmstu kært til rannsóknarlögreglunnar vegnia falsaðrar ávísunar að upphæð 8,500 kr., sem seld var í Rvík, en mál þetta var sent út á land, þar sem útgefandinn á heima. Allmiklu er þó meira um að menn gefi út ávísanir sem ekki er nægileg, eða jafnvel engin bankainnstæða til fyirr. Hefur nokkuð borið á þessu að vanda í janúar, eftir jólaviðskiptin. Magnús Eggertsson tjáði Mbl. að brýna bæri fyrir fólki að gæta meiri varkárni við kaup ávísana, en gert væri. Oft væru falsaðar ávísanir mjög illa gerð- ar, og útfylling þeirra á margan hátt ófullkomin. Dæmi væru þess að fólk hefði keypt ávísanir af ókunnum mönnum þar sem nú- mer ávísunarinnar hefði verið skafið burt. Bætti Magnús því við að ástæða væri til að biðja menn að sýna persónuskilríki er þeir seldu ávísanir, þannig að hægt væri að ganga úr skugga um að þeir segðu rétt til sín. Slíkt tíðkaðist alls staðar erlend- fflwWtóíííííjiiiiiíKiifX'X' Veghefillinn stnkkst á endnnn Sauðárkróki 21. jan. SL. fimmtudag var gripið til þess ráðs að láta veghefil jafna til á þeim hluta þjóðveg arins um Blönduhlíð, sem Héraðsvötn hafa runnið yfir. Þannig tókst þá til að veg- hefillinn stakkst á endann og var jarðýta fengin til þess að reyna að ná honum upp ,en án árangurs. Sl. laugardag var gripið til þess ráðs að fá tæki frá Akureyri til þess að draga hefilinn upp og tókst það. Að gefnu tilefni skal fram tekið að Héraðsvötn hafa nokkrum sinnum áður runnið yfir veginn á þessum slóðum en ekki fyrr svo stórkostlega sem nú. — Myndin sýnir veg- hefilinnfyrir neðan Höskulds staði og Miðhús. — jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.