Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 1
24 siður Rússnesk bók vek- ur heimsathygli Kafli úr henni birtist í Morgunhlaðinu í dag Sjóréttur fjallar um slysið á Röðli. Talið frá vinstri: Jón Finnsson, dómari, Friðjón Guð* laugsson, vélstjóri, Arnljótur Björnsson, hdl., Jens Jónsson, skipstjóri. Engan um borð grunaði af kæiivðkvanum fyrír sfórétti í Hafnarfirði NÆRRI tíu átr eru liðin frá dauða Stalins, en Rússar stríða enn við minninguna um hann. Útkoma bókarinn- ar „Dagur í lífi Ivans Deniso- vich“ eftir Alexander Solz- henitsyn í Moskvu fyrir skömmu, er enn einn þáttur- inn í því stríði. Sagan segir frá einum degi í lífi pólitísks fanga í siberisk um fangabúðum árið 1951. Hún hefur komið ringulreið á hugi margra í Moskvu og gert höfundinn Solzhenitsyn, sem starfar annars sem stærð fræðikennari, að þekktum rit- höfundi utan Rússlands. Eintakið af „Novy Mir“ þar sem sagan birtist er nú ófá- anlegt í Moskvu. Söguhetjan Ivan Denisowich var starfsmaður á samyrkju- búi þangað til hann var kallað ur í rússneska herinn í byrj- un heimsstyrjaldarinnar. Þjóð verjar tóku hann til fanga en honum tókst að flýja tveim dögum síðar og komst hann hann með miklum erfiðsmun- um yfir freðmýrarnar og inn fyrir vígstöðvar Rússa á ný. En þar var hann strax tekinn fastur fyrir njósnir og dæmd- ur í tíu ára hegningarvinnu samkvæmt hinni alræmdu 58. grein í hegningarlögum So- vétríkjanna. Höfundur sög- unnar var sjálfur höfuðsmað- ur í stórskotaliði Rússa í stríð inu og svo vill til að hann er einn i flokki þeirra fjöl- mörgu sovésku þegna sem eiga svipaða sögu að segja af sjálfum sér. Sagan hefur ekki að geyma neinar geigvænlegar uppljóstr anir í æsifréttastíl og þessi „dagur“ sem nefndur er, er lítt frá brugðinn hinum þrjú- þúsund dögunum sem sögu- hetjan átti í fangabúðunum. í bókinni eru engar lýsingar á pyntingum, engin bein and- mæli gegn ranglæti. En and- mælin eru því áhrifameiri í lýsingunum á hversdagslegu en átakanlegu lifi í fangabúð- unum. Tilfinningalíf fanganna snýst um tvennt: hungur og kulda. Þeir eru vaktir klukkan fimm á morgnana í ísköldum hrögg unum. Á rúðunum er svo þykkt hélulag að leitarljósin fyrir utan ná varla að skína inn. Fyrsta hugsun þeirra um leið og þeir mjaka sér fram úr fletunum fjallar um hvað brauðskammturinn muni nú verða stór þann daginn, eða hvort kartöfluflís kunni að leynast í súpunni. Það er með vilja gert að föngunum er haldið við takmörk þess að verða hungurmorða, svo þeim komi ekki flótti í hug. Á hverj um degi eru þeir látnir fletta sig klæðum úti í kuldanum til þess að auðvelda varðmönn- um leit á þeim . . . en ópóli- tískir fangar eru látnir gegna stöðu varðmanna. Vopnaðir hermenn fylgja þeim á vinnu- stað og ekkert er frekar sönnun þess að bókin er al-sovézk en það, að þeir eru látnir vinna við aflstöð í nýju byggðalagi sem ber nafnið „Sósialistiskt líferni.“ Höfundurinn dregur upp skýra mynd af söguhetj- unni en lýsir einnig fleiri eftir tektarverðum persónum, svo sem rússneska sjóliðsforingj- anum, en glæpur hans er í því fólginn að hann þáði gjöf af brezkum flotaforingja fyrir að aðstoða brezka skipalest í striðinu. Framh. á bls. 22 hættuna Röðulsmálið SJÓRÉTTUR hófst kl. 9.30 í gær- morgun hjá Bæjarfógetaembætt- inu í Hafnarfirði til rannsóknar á slysi því, sem varð um borð í togaranum Röðli, er einn skip- verja lézt og 14 voru lagðir í sjúkrahús vegna veikinda, sem stöfuðu af methyl-klóríð leka frá kælikerfi togarans. í réttinum kom m. a. fram, að engan um borð grunaði hættuna, sem stafað getur af methyl-klórið kælivökv- anum, né af hverju veikindi skip- verja stöfuðu. Dómari sjóréttarins er Jón Finnsson, fulltrúi bæjarfógeta, og meðdómendur Friðjón Guðlaugs- son, vélstjóri og Snæbjörn Bjarna son, verkfræðingur. Fyrstur kom fyrir réttinn skip- stjórinn á Röðli, Jens Jónsson, og lagði hann fram úrdrátt úr dagbók togarans varðandi skipið. Aðspurður sagði skipstjórinn, að skipverjar hefðu ekki kvartað um veikindi, en hann hefði orðið var við er þeir hurfu úr vinnu og látið grennslast fyrir um þá og hefði þá komið í ljós, hversu margir voru veikir. í þetta skipti hefðu 8 hásetar verið á annari vaktinni, en 9 á hinni og allir hefðu þeir sofið frammi í. Á næturvaktinni aðfaranótt föstudags hefði fyrst orðið vart við veikindi er tveir menn komu ekki til vinnu. Slíkt væri ekki óeðlileg forföll og hefði því ekki vakið sérstaka athygli. Hins vegar þegar næsta vakt átti að mæta kl. 12.30 á föstudag hefði enginn mætt í fyrstu. Loks hefði einn komið og síðar annar, en sá verið lasinn. Svo til hitalausir Skipstjórinn kvaðst hafa látið mennina mæla sig og þá komið í ljós að þeir voru svo til hita- lausir, sumir haft 2—3 kommur eða svo. Þegar hin vaktin átti að byrja að vinna klukkan 6.30 kom í ljós, að aðeins tveir menn voru uppi- standandi af henni. Haft hefði verið samband við lækni í Vest- mannaeyjum, sem hefði gefið ýmis ráð, en þegar þau dugðu ekki hefði verið haft samband við lækninn aftur og þá ráðlagði hann pensillin, en það gagnaði lítið. Skipstjórinn kvaðst hafa tekið ákvörðun um að halda inn til Vestmannaeyja og gert það í sam ráði við lækninn. Lágu allan tímann í klefunum Dómarinn spurði: „Lágu menn irnir allan tímann í klefum sín- um?“ Skipstjórinn: „Já, allan tímann. Engum datt í hug að það værl að gerast, sem nú er ljóst að um var að ræða“. Framh. á bls. 23 V-Evrópu? Þáttaskil í sðgu Sáttmáli Frakka og Þjóð- verja um víðtæka samvinnu á sviði utanríkis-, land- varna- og menntamála Paria, SS. jan. — (AP-NTB) — ^ í DAG var undirritaður í París sáttmáli um víðtæka samvinnu Frakklands og V.- Þýzkalands á sviði utan- ríkis-, landvarna- og menn- ingarmála. Sáttmálann undirrituðu af hálfu Frakklands þeir Charles de Gaulle, forseti, George Pompidou, forsætis- ráðherra og Couve de Mur- ville, utanríkisráðherra, en af hálfu Þýzkalands þeir Konrad Adenauer, kanzlari og Gerhard Schröder, utan- ríkisráðherra. Þessi sögulegi sáttmáli ber heitið „Sáttmáli franska Framhald á bls. 2. Sjálfsmynd Jóns Stefánssonar (Viinningarsýning á verk- um Jóns Stefánssonar SL. LAUGARDAG opnaði danski listamannafélagsskap- urinn Grönningen hina árlegu sýningu sína í Charlottenborg Á þessari sýningu er Jóns Stefánssonar, hins nýlátna málara, minnazt með sérstakri uppstillingu á verkum hans. En Jón var meðlimur í þessu um félagsskap og tók um ára tuga skeið þátt í sýningum hans. í dómum sínum um sýning una fara gagnrýnendur Poli- tiken og Berlings, þeir Pierre Lúbecher og Kai Flor, mjög lofsamlegum orðum um mynd ir Jóns heitins en það eru bæði landslagsmyndir, m.a. frá Þingvöllum, uppstillingar, mannamyndir og modelmynd ir. Einnig eru sýndar ófullgerð ar skissur, frá Akrafjalli og Snæfellsjökli og ófullgerð mynd er nefnist „Börn að leik“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.