Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 8
á Miðvikudagúr 23. jánúár 1963 Austurey. Lengst til vinstri er fiskiðjuver í eigu fyrirtækisins. Þar er þurrkaður saltfisk- ur, sem seldur er til Brazilíu, Spánar, Portúgal og ítalíu. Fyrir miðri myndinni er hin glæsilega skipasmíðastöð, 48x60 m., en inni í henni er unnt að smíða tvö 400—500 tonna skip samtímis. Hægra megin við skipasmíðastöðina sést togari, sem dreginn hefur verið í slipp til viðgerðar, en dráttarbrautin er mjög stór, svo að þar er hægt að taka allt að 1500 tonna skip til viðgerðar. Alls vinna um 300 manns hjá fyrirtækinu. Færeyingar reiðubúnir að hefja skipasmíðar fyrir islendinga FRÉTTAMAÐUR Morgun- blaðsins hitti í gær að máli tvo fulltrúa færeyskrar skipa smíðastöðvar, Skála skipa- smiðja og handilsvirki í Aust- urey, sem komnir eru hingað þeirra erinda að kanna mögu leika á, að Færeyingar hefji skipasmíðar fyrir okkur ís- lendinga. Voru þetta fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Sófus Thomsen, og norskur skipaverkfræðingur, Harald Haveland. Sófus Thomsen lét svo um- mælt í gær, að þeir félagar hefðu komið til Siglufjarðar í s.l. viku með færeyskum togara. Síðan hefðu þeir haft skamma viðdvöl á Akureyri og komið hingað til Reykja- víkur á laugardag. >eir hefðu því ekki haft tíma til að setja sig í samiband við nokkurn hér, en hins vegar kvaðst Sófus reiðubúinn til að smíða og gera við skip fyrir okkur íslendinga. Dráttarbraut í Skálafirði er frá 1905 og stendur því á gömlum merg. Hins vegar eru skipasmíðar þar nýjar á nál- inni og er nú verið að ljúka smíði fyrsta skipsins, línu- veiðarans Boðanes frá Þórs- höfn, sem er 300 tonna stál- skip. Þá eru þeir og vel á veg komnir með smíði annars línuveiðara, 250—260 tonns. Kvaðst Sófus ætla, að þeg- ar fólkið væri búið að venj- ast skipasmíðunum, sem tæki um tvö ár, yrði unnt að Ijúka smíði fjögurra skipa á einu ári. Er verð þeirra hið sama og í Noregi. Hér eru þeir félagar Harald Haueland, skipaverkfræðingur (til vinstri) og Sófus Thomsen framkvæmdastjóri að virða fyrir sér skipateikningar. Skipasmíðastöðin er dóttur- með höndum bæði fiskverk- fyrirtæki J. F. Kjölbro, un og einnig á það þrjá tog- Klakksvik, sem hefur' um- ara og tvö 300 tonna línu- fangsmikinn atvinnurekstur báta. Á myndinni sést fyrsta skipið, sem smíðað var í Skálafirði. Er það línuveiðarinn Boða- nes, 300 tonna stálskip og búið fullkomnustu siglingar- og veiðitækjum, svo sem loran- tæki, astiktæki, kraftblökk og ,rsjálfvirkri miðunarstöð“. Þannig útbúið kostaði skipið 1,7 millj. danskra króna. . Guðrún Stefánsdóttir Við andllátsfregn frú Guðrún- ar Stefánsdóttur, konu þjóðmála leiðtogans, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, hópast minningarnar að mér og mitt í skammdegissort- anum verður mér bjart og hlýtt í huga og minnist vorgolunnar í þingeysfcu dölunum og suðlægu þeyvindanna og hinnar skæru sólarbirtu. Ég minnist margra glaðra ánægjusttuida á heimili þeirra hjóna, Guðrúnar og Jón- asar, og minnist órofa vináttu þeir-ra beggja frá fyrstu kynn- um. Mér er klökkvi í huga, því ég veit og finn, að ég og •fjöl- skylda mín höfum misst mikils. Guðrún var ein af hinum frá- bæru sönnu íslenzku konum, með sólrænt yfirbragð og fríðleika, og mildi í svip og framgöngu. Hún var hin óumideilanlega eilífa kona. Hún var drottn- ing í veizlusölum sínum, og hún gerðist valfcyrja ef hún þurfti að snúast til varnar eiginmanni sínum, heimili og dætrum. Þau hjónin, Guðrún og Jónas, voru mjög jafnaldra, bæði fædd sama árð, 1885, Guðrún 5. okt., en Jónas 1. maí. Áður en þau Guðrún og Jónas heitbundust, hafði Jónas hafið starf í Reykja- vík veturinn 1910 og reynzt þungt fyrir fótinn eins og gjarn- an verður með brautryðjendur í fyrstu, og mun þetta hafa valdið Jónasi nokkrum vonbrigðum. En sumarið 1911 fór Jónas norður í átthagana og þá heitbundust þau Guðrún og Jónas, og giftu sig árið eftir, 8. apríl 1912. Varð það stærsti og merkasti dagur í ævi þeirra beggja. Það var mikil persónuleg gæfa fyrir þau Guðrúnu og Jónas að bindast ævilöngum trygigðar- böndum, en það var meira en persónugæfa þeirra tveggja, það varð að þjóðargæfu íslendinga, Gjaflaug en ekki Guð- laug I EFTIRMÆLUM eftir séra Guðmund B. Guðmundsson í Suður-Kaliforníu í Bandaríkjun- um var fyrir skömmu, £ Morg- unblaðinu, frá því sagt að amma og fóstra séra Guðmundar hafi verið Guðlaug Þórðardóttir í Stardal á Stokkseyri, og í dag vegur Morgunblaðið í sama kné- runn í eftirmælum rituðum af séra Friðrik A. Friðrikssyni. Þessi Guðlaug, sem þeir nefna svo, hélt alls ekki því nafni, heldur hét hún Gjaflaug, og bjó fyrst með manni sínum, Guð- mundi Bjarnasyni að Útverkum á Skeiðum, en fluttist þaðan að Stardal á Stokkseyri. Guðmund: ur Bjarnason var stór og þrek- inn, en Gjaflaug kvenna minnst vexti og nettfríð. Hún var með afbrigðum hög, við hvaða verk, sem hún gerði og bakaði brauð svo vel, að þau þóttu allra brauða bezt og voru almennt nefnd Gjaflaugarbrauð. Gjaf- laugarnafnið er ennþá til. Ein Gjaflaug býr í Reykjavík á Vesturgötu 59 og önnur í Dan- mörku og var þegar ég síðast vissi kona doktors Alberts Han- sens deildarstjóra við Serum Institutið í Kaupmannahöfn. Þessar Gjaflaugar eru báðar af- komendur Gjaflaugar Þórðar- dóttur og bera nafn hennar. Gjaflaug Þórðardóttir átti tvo bræður og voru þeir báðir af- burða góðir smiðir og sinntu aldrei öðrum störfum, né leiddu hugann a ðöðru. Allar þessar upplýsingar fékk ég hjá Þórði Geirssyni, f. lögregluþjóni, sem bæði var manna glöggvastur og langminnugastur. En því læt ég mig þetta mál nokkru varða, að Gjaflaug Þórðardóttir var afa- systir mín. að Guðrún Stefánsdóttir var ævl langur förunautur Jónasar, og bjó honum það heimili, sem hefir gert honum fært að vinna hið mikla og þjóðnýta starf, senx eftir hann liggur. Hér skal ekki gerð tilraun til þess að bregða upp svipmynd af því hvað myndi vanta í svip félagsmála og landsmálaþró- un íslendinga í dag, ef starfs oig hugstjóna Jónasar Jónssonan hefði ekki notið við. En Jónas á ekki einn þetta starf, og það er honum allra manna ljósast. Kona hans var alla tíð virkur þátttakandi í störfum og athöfn- um Jónasar þannig að með réttu verður þar ekki á milli skilið þar er um árangur starfa þeirra beggja að ræða. En heimili þeirra Guðrúnar og Jónasar var meira heldur en eibt af glæsilegustu heimilum lands- ins og þá um leið sérkennilegt og listrænt, það var líka skóli, þar sem ungir og gamlir nutu leiðbeiningar og tilsagnar hús- ráðendanna, og margir völdu sér fastmótaðar brautir til ævistarfs. Guðrún og Jónas voru alla ævi að leita að mönnum og konum til þess að starfa fyrir ísland, og þeim varð mikið á-gengt i þeim efnum sem öðrum. Þótt stórar bækur væru ritaðar þá yrðu frásagnir af starfi þeirra Guðrúnar og Jóriasar seint tæmd ar. En til þess er ekki staður eða stund hér, enda verður því efni gerð skil á sínum tírna. Það er bjart yfir minningun- um um Guðrúnu Stefánsdóttur og fólk til sjávar og sveita kveð- ur hana með klökkva og þakk- læti það veit að þar er kvödd sönn, íslenzfc kona. Helgi Benediktsson. Árbæjarbl. og Selási | Fyrir nokkrum dögum hófl Morgunblaðið skipulega dreifl ingu blaðsins í Árbæjar- ogk Selásbyggðinni, og er blaðiðí nú borið árdegis til kaup- 7 enda. Umboðsmaður Mbl. I fyrir byggðina er Hafsteinn l Þorgeirsson að Árbæjarblettil 36, og hefur hann á hendi alla/ dreifingu og innheimtu blaðs-l ins. i Hafnarfjörbur Aígreiðsla Morgunblaðsins í Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla blaðsins í Kópa- vogi er að Hlíðarvegi 35, sími 14947. Garbahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir kaupendur þess í Garða- | hreppi, er að Hoftúnl við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Óskar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.