Morgunblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 23. janúar 1963
MORGUHBLAÐIÐ
13
ÞAB var fagurt veður niðri
við höfn í gær. Sjór var stillt-
ur, og sólin roðaði Esju niður
undir miðjar hiíðar.
Varðskipið Ægir var að
leggja út úr höfninni um kl.
Z, þegar við komum þangað
niður eftir. Skipið var að
leggja út í síldar- og hafrann-
sóknaleiðangur, sem á að
standa yfir í um það bil mán-
aðartíma.
Leiðangursstjóri er Jakob
Jakobsson, fiskifræðingur, en
með í förinni éru einnig
Svend Aage Malmberg, haf-
fræðingur, og tveir starfs-
menn fiskideildar AJvinnu-
deildar háskólans, Birgir Hall
dórsson og Sverrir Guðmunds
son. — Haraldur Björnsson er
skipherra á vs. Ægi.
Við spurðum Jakob, hvar
þeir mundu halda sig næsta
mánuðinn.
— Aðallega verður það víst
við suðurströndina. Við ætl-
um að athuga göngur ís-
Hallgrímur og togararnir bíða eftir síldinni.
Jakob ekki svartsýnn á
síldveiðarnar
Togarannir bíða eftir síld-
arflutningum
lenzku síldarstofnana, en
rannsóknir á vetrargöngum
síldarinnar hafa verið gerðar
á hverju ári síðan árið 1960.
— Verða ekki haffræðileg-
ar rannsóknir jafnframt?
— Jú, rannsakaðir verða
straumar við Suðurland, m.a.
og gerðar mælingar á seltu-
magni og hitastigi. Þessar
athuganir eru framkvæmdar
með sérstöku tilliti til sjáv-
arástandsins á helztu hrygn-
ingarstöðvum nytjafiska.
— En síldin er auðvitað
aðalatriðið?
— Já, það má segja það.
Við ætlum okkur að fylgjast
vel með henni, en það fer
vitaskuld talsvert eftir veðri.
Úthald okkar nú fer líka eft-
ir því, hve veðurguðimir
verða okkur hliðhollir. Aðal-
rannsóknasvæðið verður núna
frá Reykjanesi og að Vest-
mannaeyjum.
— Lítur ekki sæmilega út
með síldina?
— Það er að minnsta kosti
engin ástæða til svartsýni,
segir Jakob að lokum.
★
Við gengum nú niður á
Kjaftahorn og hittum Hali-
grím Guðmundsson í Togara-
afgreiðslunni.
— Gerir þú nokkuð nema
afgreiða síld í togara?
— Það hefur verið mikið
um það, en nú hefur verið
hié vegna ógæftanna. Annars
gera menn sér vonir um, að
hún fari að veiðast nú; nógu
er veðrið gott. Hér fram und-
an bíða þrír togarar eftir síld
í sig: Freyr, Neptúnus og Pét-
ur Halldórsson. Þeir hafa
fundið síld úti á Jökuldjúpi,
og vonandi veiðist eitthvað,
en kanski er þetta bara
kræða.
— Skemmast lestarnar
nokkuð af því að flytja þessa
síld?
— Það held ég ekki, þetta
er öðru vísi síld en var, þeg-
ar skemmdirnar urðu, ekki
eins feit, og svo er hún líka
varin, settur í hana ís og salt-
pækill látinn síga í gegnum
hana.
— Togararnir landa ekki
neinum afla hérna?
— Nei, þeir sigla allir með
hann út. Þetta eru líka alveg
prýðilegar sölur. Verðið er
ágætt, og ekki veitir víst af,
allir tapa samt, sagði Hall-
grímur og hló við.
— Er ekki samt nóg að
gera, þótt flestir togararnir
sigli beint út og hinir bíði
eftir síldarfarmi?
— Jú, jú, Vatnajökull fór
á hádegi, og svo er verið að
lesta í Drangajökul og Kötlu
og eitt skip enn.
— Það er sagt ,að hörgull
sé á vinnuafli við höfnina;
aðrar atvinnugreinar yfir-
bjúði ykkur hér.
— Það er sagt svo. Auðvit-
að vantar alls staðar vinnu-
afl um þessar mundir. Allir
eru að auglýsa eftir mann-
skap. Það vill nú vera svo,
að þeir fara á sjóinn, sem
treysta sér til þess og geta
orðið sér úti um gott skip-
rúm. Sannleikurinn er sá, að
hér við höfnina eru þetta eig-
inlega alltaf sömu mennirn-
ir, sem eru í vinnu.
— Koma engir nýir?
— Ekki menn, sem festast
hér. Nokkrir unglingar bæt-
ast við annað veifið, en þeir
hverfa jafnóðum til annarra
starfa.
— Eldist þá ekki stétt hafn
arverkamanna?
— Jú, hún gerir það smám
saman, þegar á heildina er
litið. Það segist enginn vilja
verða verkamaður eða eyrar-
vinnumaður. Þeir ætla allir
eitthvað annað, að minnsta
kosti á sjóinn.
— Eru þá ekki stundum
vandræði við að útvega verka
menn til starfa við höfnina?
— Jú, stundum vantar til-
finnanlega menn. Annars
hjálpar skólafólkið mikið upp
á, þegar skólarnir hætta á vor
in. Þá koma kannski um 1000
hraustir og ungir menn, sem
bjóða vinnu sína.
— En um jólin?
— Jólafríin eru löng í skól-
unum, og margir námsmenn
koma hingað til þess að vinna
sér inn aukaskilding. Það
munar um það.
— Þeir gefa ekki frí í skól-
um hér, eins og á Akranesi og
í Vestmannaeyjum, til þess að
unglingarnir geti unnið að út-
skipun?
— Það kom fyrir núna fyr-
ir jólin. Þá var um 50 pilt-
um að mig minnir gefið um
vikuleyfi til þess að vinna hér
við höfnina.
— Úr hvaða skóla voru
þeir?
— Úr verknámsdeild Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar.
— Hvað gizkarðu á að sé
meðalvikukaup hér við höfn-
ina?
— Ætli það sé ekki eitt-
hvað í kringum 2.000 krónur.
Ungbarn grátandi aÖ
húsabaki um hánótt
Kemst kjarnorkuher Frakka
á laggirnar fyrir árslok?
' Paris, 22. jan. NTB—AP.
HAFT er eftir áreiðanlegum heim
ildum, i París, að Pierre Messmer,
landvamaráðherra Frakklands,
hafi sagt í dag, að herdeild sú,
er búin verður kjarnorkuvopn-
um verði komin á fót fyrir lok
þessa árs.
Á Messmer að hafa lýst þessu
yfir á fundi með utanríkismála-
nefnd þingflokks Gaullista. Her-
deild þessi mun hafa til umráða
©rrustuþotur af gerðinni Mirage
IV, sem geta flutt kjarnorku-
pprengjur. Verða fyrst um sinn
til taks sprengjur, þrefalt afl-
meiri en sú, er varpað var á Hiros
hima, en árin 1968—69 verða vetn
issprengjur sennilega framleiddar
í Frakklandi.
í viðtali við fréttamenn vestur-
þýzka sjónvarpsins í dag sagði
Messmer. að kjarnorkuher
Frakka yrði ekki sameinaður
undir stjórn Atlantshafsbanda-
lagsins. Á hinn bóginn taldi hann
ekki óhugsandi, að unnt yrði að
komast að samkomulagi við Bret
land og Bandaríkin um samvinnu
varðandi tæknileg skilyrði fyrir
mögulegri notkun kjarnorku-
vopna.
Messmer sagði í viðtalinu:, Mér
er ljóst að kjarnorkuvopnaforði
Bandaríkjanna er okkar bezta
trygging og vörn og vonum við,
að svo verði lengi enn. En er
sanngjarnt að vænta þess, að
Bandaríkjamenn séu fúsir að bera
alla ábyrgð á vörnum Vestur-
Evrópu um ótakmarkaðan tíma.
Er ekki hugsanlegt, að Banda-
ríkin muni einhvern tíma — ekki
á morgun ekki hinn daginn —
en e. t. v. eftir fimm til tíu ár.
breyta um skoðun varðandi varn
ir V-Evrópu? Er ekki hugsanlegt,
að þær aðstæður geti orðið að
Bandaríkjamenn geti ekki sýnt
sömu festu eins og t. d. í Kúbu-
málinu?“.
Messmer sagði, að yrðu kjarn-
orkuvopn Frakka látin af hendi
til sameiginlegs kjarnorkuhers
NATO, hefði það í för með sér,
að því aðeins væri unnt að beita
þeim, að aðildarríkin fimmtán
væru því öll samþykk. En langur
tími kynni að líða, áður en þau
gætu öll komið sér saman um
notkun þeirra og þá yrði það
e. t. v. of seint. Hann minnti á,
að kjarnorkuvopnum Bandaríkj-
anna yrði aldrei beitt nema að
skipun forseta þeirra — og væri
það fyrirkomulag hið eina rétta
— en sama hlyti þá einnig að
gilda um kjarnorkuvopn Frakk-
lands.
UM ÞRJÚLEYTIÐ aðfaramótt
mánudagsins vöknuðu tvær kon
ur, sín í hvoru húsinu við Berg-
staðastræti; við barnsgrát úti.
Fóru þær báðar út og fann önn-
ur konan 2—3 ára gamalt barn á
náttfötunum að húsabaki. Tóku
konurnar að sér að hlúa að barn
inu og gerðu lögreglunni aðvart.
Leitaði lögreglan síðan í nær-
liggjandi húsum, hvort dyr stæðu
Togarasölur
FJÓRIR togarar seldu erlendis
í gær, þrír í Þýzkalandi og einn
í Bretlandi.
Harðbakur seldi í Grimsbý
223,2 lestir af fiski fyriir £
14.693. Gylfi seldi hluta af síld-
arfarmi í Hamborg, um 150 lestir
fyrir DM 84 þúsund. Það sem
eftir er af farminum, um 100 lest
ir, selur togarinn í Cuxhaven
í dag. Þorkell máni seldi í Cux-
haven 196,7 lestir af síld fyrir
DM 95.745 og 53,9 lestir af öðrum
fiski fyrir DM 49.273, eða alls
fyrir DM 144.018. Þá seldi Vík-
þar opnar eða annað væri þar
athugavert, en ekkert kom í Ijós.
Liðið var á fjórðu klukikustund
er móðir barnsins ga-f sig fram.
Hafði hún farið út um miðnættið
og beðið pilt í nærliggjandi íbúð
að „hlusta eftir barninu". Barn-
ið mun hafa vaknað og farið á
krei'k ,haldið út á götu en síðan
ekki ratað inn aftur.
ingur í Bremerhaven 177 lestir
af síld fyrir DM 82.355 og 90,7
lestir af öðrum fiski fyrir DM
72.501, eða alls fyrir DM 154.856.
í GÆR seldi togarinn Júní í
Bremerhaven 230 lestir af síld
fyrir 109 þús. mörk og 13 lestir
af ýsu fyrir 20 þús. mörk, eða
alls fyrir 129 þús. mörk.
Samanlögð síldarsala Gylfa í
Hamborg á sunnudag og Caux-
haven í gær nam 277,6 lestum af
síld og 4,2 lestum af fiski. Seld-
ist síldin fyrir 150.039 mörk, en
fiskurinn fyrir 5.035 mörk eða
samanlagt 155.0'. 4 mörk.
Ekki verða fleiú togarasölur
í Þýzkalandi í þessari viku.