Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 1
24 síður ^ Hér sér yfir höfnina í Vestmannaeyjum, en þar var mikið um að vera á fimmtudag. Fimm togarar lestuðu síld til útflutn- ings og tveir biðu á ytri höfninni eftir að komast að; 26 bátar lönduðu um 17500 tunnum af síld, að mestu leyti í togarana, en einnig fór nokkuð af aflanum í land til frystingar. Sjá nán ar á bls. 2. (Ljósm. Sigurg. Jónass.) Viðræður um 12 mílur við Færeyjur ÞRIGGJA manna .nefnd .frá Færeyjum fer á þriðjudag til Kaupmannahafnar til viðræðna við dönsku stjórnina um fisk- veiðilögsöguna .við .Færeyjar. Formaður .færeysku . nefndar- innar er Haakon Djurhuus lög- maður. maður. Með honum í nefndinni eru Erlendur Patursson og Jo- han Djurhuus. Viðræðumar fara fram sam- kvæmt ósk dönsku stjórnarinn- ar. Djurhuus lögmaður sagði í dag að landsstjórnin í Færeyj- um hafi að undanförnu staðið í bréfaskiptum við dönsku stjórnina um mál þetta, ög haldið fast við ákvörðun um að færa landhelglna út í 12 sjó- mílur frá grunnlínu þegar samn ingur Dana og Breta um fær- eysku landhelgina rennur út í apríj n.k. Skólahús hrynur 103 skólastulkur farast Quito, Ecuador 2. febr. (AP) SKÓLAHÚS hrundi í f jallaþorpinu Biblian í Andesf jöllum í dag, og fór- ust þar um 100 ungar skólastúlkur og þrjár nunn ur, sem önnuðust kennslu við skólann. Um 450 skóla- stúlkur og nunnur eru inni lokaðar í rústunum, að því er talið er. Skóli þessi er klausturs- skóli, en þorpið Biblian er um 320 kiílómetrum fyrir sunnan Quito, höfuðborg Ecuador í Suður-Ameríku. Þegar fréttin um slysið barst út, var lög- regla og herlið sent á vett- vang til aðstoðar þorpsbúum við björgunarstörfin. Engar fréttir hafa borizt um árang- ur, né heldur um það hvað aHi slfysinu. Óljósar fréttiir 'herma, að fundizt hafi 63 lík, og var þar á meðal nunna sem hélt á líkum þriggja lit- jlla stúlkna. Aiimargir særðir hafa náðst út úr rúétumum, og voru þeir fluttir í sjúkrahiús í nærliggj- andi borgum. Vetrarríki í Evrópu 450 hafa beðið bana ÁFRAMHALDANDI vetrarríki er í Evrópu, og hefur það stað- ið svo til óslitið frá því fyrir jól. Vitað er um 450 manns, sem beðið hafa bana af völd- um kuldanna. Brezka veður- stofan skýrði fró því í gær að janúarmánuður hafi verið sá kaldasti, sem þar hefur komið í 135 ár. í Norður Svíþjóð og Finn- landi mældist í gær 30 stiga frost, og í Sviss hefur ekki komið jafnharður vetur frá því 1890—91. Mörg skip sitja föst í höfninni í Marseille 1 Frakk- landi í fyrsta skipti síðan 1929, og á frönsku Rivierunni er um ferð erfið vegna snjóa. Sums staðar í Vestur Þýzkalandi er tekið að bera á eldsneytisskorti vegna aðflutningserfiðleika. Frá Austur Þýzkalandi ber- ast fréttir um að kuldarnir og eldsneytisskortur hafi leitt tii þess að verzlunartími er víða takmarkaður við fjórar ti| sex stundir á dag. Mikið hefur snjö að í Júgóslavíu, og við Adria- hafsströndina hefur öll járn- brautarumferð stöðvast vegna snjóa, en í Montenegro er met- ers djúpur snjór. Víða í Evrópu eru bæir og þorp innilokuð vegna vetrarríkisins, og að- flutningar á nauðsynjum mjög erfiðir. Bandarískur þlngmaður segir: Eldflaugar, þotur og 30-40 þús. manna rússneskur her á Kúbu Washington, 2. feh. (AP). STORM Thumond, Öldunga- deildarþingmaSur Demókrata frá Suður Karólina, lýsti því yfir í dag að Sovétríkin hafi enn eldflaugar, sprengjuþot- ur og um 30—40 þúsund manna herlið á Kúbu. Thurmond, sem hefur hers- höfðingjanafnbót í varaher Bandaríkjanna, kvaðst hafa á- reiðanlegar heimildir frá Kú'bu um herstyrk Rússa þar, og að þar væru hvort tveggja sprenigju þotur af gerðinni 11-28 og eld- flaugar, sem draga frá 500—3500 kílómetra. HVAÐ VAR FLUTT Á BROTT. — Það fer að verða vafa- samt hvað Rússar fluttu á brott frá Kúbu, með tilliti til þess, sem er þar nú, sagði Thunmond. Áreiðanlegar heimildir áætla að í rússneska herliðinu á Kúbu, SAMKVÆMT bráðabirgðaupp- gjöri er ljóst að útflutningur Færeyinga á síðasta ári nemur rúmlega 625 milljónum islenzkra króna, og er það um 3% aukn- ing frá árinu áður. Stærsti útflutningsliðurinn var saltfiskur og skreið fyrir um 350 milljónir, aðallega til Ítalíu, Spán ar oig Brazilíu. Nokkuð hefur sem er undir stjórn hershöfðingj- ans C.O. Slazenko, séu um 30—40 þúsund manns, auik flughers og flota. Ekki kvaðst Thurmond að svo stöddu geta skýrt frá heimild um sdnum. „Vonirnar, sem bundn ar voru við það að Sovétrílkin létust flytja heim eldflaugar sín 79 fórust 2G0 særðir Anka.ua, 2. feb. (AP). TALA látinna í flugslysinu mikla á föstudag, þegar tvær flugvélar rákust saman yfir Anlkara og félliu logandi niður á aðaltorg borgarinnar, er nú komin upp í 79. Um 200 manns hafa auk þess leitað lækna vegna meiðsla, og er um helmingur þeirra al- varlega særðir. dreglð úr ísfiskútflutningi, og nam hann á árinu um 165 míllj. króna, en tæpum 190 millj. árið áður. Síld var flutt út fyrir um 63 milljónir kr., en fyrir um 80 milljónir 1961. Útflutningur á frystum flökum nam um 20 millj. kréna, og er það nærri þriðjungs aukning frá árinu áður. ar, eru brostnar,“ sagði þingimað urinn. Hann kvaðst efast um að Sovétrikin hafi flutt nokikrar eld flauigar frá Kúbu, og benti á að eftirlitsmenn Bandaríkjanna hafi aidrei fengið að kanna hvað var í kössunum, sem fluttir voru frá |KorBMaU«tshf **' Ífylgir blaðinu í dag. Efni hennar er m.a.: Bls. 1 200 ára afmæli Magnúsar Stephensens, dómstjóra, eftir dr. Þórð Eyjólfsson, hæstaréttardómara. 2 Svipmynd: Nelson Man- dela. 3 Gesturinn, smásaga eftir Anton Tsékov. 3 Ljóð eftir Bertolt Brecht. 4 íslenzk heimili: I sólskini og hita um jólaleytið. 5 Bókmenntir: Æ, hvað allt er leiðinlegt, eftir Sig- urð A. Magnússon. 5 Rabb. , 7 Lesbók Æskunnar. 8 Með jarðfræðingum nm sjávarbotninn. 9 Tjörnes — nafnskýring séra Þorleifs á Skinna- stað (K.S.). 10 Fjaðrafok. 13 1 dýragarðinum (Úr göml um blöðum Guðrúnar Jóhannsdóttur). 15 Krossgáta. 16 Le Corbusier og sýningin í Paris. Utflutningur Færeyinga nam 625 mill]. króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.