Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. febrúar 1963 NÝLEGA koir. heim til ís- lands Þórir Ólafsson, hag- fræffingur, ásamt fjölsikyldu sinni, eftir rúmra fimm ára dvöl í Suður-Ameríku. Mbl. hitti Þóri að máli, sem vár kunnur skákmaður hér heima og spurði hann um dvöl hans vestra, — Hver var ástæðan til þess að þú fluttist vestur? — Ég kynntist konunni minni, ElVíru, meðan ég var við hagfraeðinám á Spáni, en hún er frá Colomlbíu, sem er í norðvesturhoirni Suður-Ame ríku. Við giftumst í Madrid árið 1955 og komum hingað 1956. Næsta ár fórum við til Oolombíu, eiginlega á nokkurs konar kurteisis- og kynningar heimsókn, en árin urðu nú fimm og rúmlega það. — Leizt þér svona vel á þig vestra? — Jó, ég kunni ágætlega við mig, og þegar ég komst að því, að háskólinn í Bogotá, ihöfuðborg Colombíu, tók gild próf, sem ég hafði tekið í Madirid og Reykjavík, ákvað ég að lj'úka námi þar. — Hvenær vartu svo bú- inn? — 1961. Ég vann með nám inu, aðallega hjá dreifingar- fyrirtæki, en eftir að ég lauk prófi, vann ég fyrst við iðn- fyrirtæki, en síðan hjá banda rísku olíufélagi. Ég var einnig Þórir Ólafsson og fjölskylda hans. f fremri röð frá vinstri: Kristján, Sveinn og Þórir Vilhjáimur. Fyrir aftan: Ólafur Þorkell, frú Elvíra og Þórir Ólafsson. (Ljósm. Oddur Ólafsson). um i anda Roosevelts. Náði ’hann kosningu með miklu atkvæðamagni. Flokkadeilur og borgarastyr j öld Árið 1942 buðu frjálslyndir fram forsetaefni úr vinstra armi flokks síns. Náði hann kjöri, en vegna klofnings í eigin flokki og hatrammrar aindstöðu Shaldsmanna varð hann að segja af sér 1945. Næsta ár buðu frjálslyndir fram í tvennu lagi, róttækur armur og hægfara. Náði í- haldsmaður þá kjöri og reyndi hann að sætta hin stríð andi, öfl í landinu. Tók hann frjálslynda menn í stjórn sína, en slíkt hafði ekki áður gerzt. Deilur voru þó enn miklar í landinu milli flokk- lanna tveggja og innbyrðis meðal frjálslyndra, svo að 1947 rak hann frjáislynda úr ríkisstjórninni. 1948 var aðal- foringi frjálslyndra myrtúr, og jófcst þá enn hið pólitíska hatur í landinu, sem því hef- ur lengi staðið fyrir þrifum Má segja, að borgarastyrjöld hafi verið í landinu frá 1949 itil 1953. 19150 varð íhalds- maðurinn Gomez forseti, sem náð hafði kjöri 1949 méð 1,2 millj. atkvæða, en þá höfðu frjálslyndir dregið sig til Landið erauöust en sundrun fdlksins er he á framfarir Spjallað við um nokkurn tíma hjá tengda- foreldrum mínum, en notaði ' tímann vel til þess að ferð- aist um landið, athuga lands- ins gagn og nauðsynjar, kyrm ast fólki, siðum og staðhátt- um. Landið er ótrúlega fjöl- breytt, og þá ekki síður fólk ið, sem byggir það. Allar tegundir loftslags — Hvaða atvinnu stundar tengdafaðir þinn? — Haiui er landeigandi og rekur búskap niðri í hitaibelt inu. í Oolomibíu finnast allar tegundir loftslags og gróður- tfaus. Landið nær bæði að Kyrrahafi og Atlantshafi. þ.e. Karibafhafi. Bumar ár renna norður í Karíbahaf, t.d. Magd felenuifiljótilð, liífæð landsinis, aðrar vestur í Kyrrahaf, en ílestar austur í Atlantshaf um Orinoco og Amazon. Landið er mjög mishæðótt, og fer loftslagið eftir því, hve land- ið er hátt yfir sjávarflöt. Hita beltið nær upp í 1000 metra hæð og kallast „tierra calien- te“. Þar er hreinn hitabeltis- gróður og meðalárdhitinn um 30 stig. „Tierra templada" nær upp í 2000 metra hæð, og iþar er meðalárshiti um 21 stig. Þá tekur við „tierra fria“ upp 'í 3000 metra hæð. Bogotá er 2645 metra yfir sjávarmáli, þ.e. borgin stendur hærra en Öræfajökull, og þar er meðal hiti 14.4 stig. Fyrir ofan 3000 metra hæð er „páramo", og jöklar á hæstu fjöllum. ★ ★ —. Hvers konar búskap rek ur tengdafaðir þinn? — Eingöngu nautgriparækt Hann á land í Magadalenuár dalnum, ryður skóga og út- rýmiir illgresi. Síðan er þess Ólafsson um Colombíu að gæta að hefta alla út- breiðslu trjáa og illgresis, svo að grasið geti sprottið í friði. Nautpeningurinn gengur svo þama sjálfala og hálfvilltur. — Er eingöngu hugsað um kjötsöluna? — Já, enda er gott upp úr henni að hafa. Kýrnar eru ekki mjólkaðar nema fyrst eftir burð til að hjálpa þeim, en síðan er þeim sleppt laus- um. Úr þessari mjólk er gerð ur ostur, en það er aðeins til málamynda. Helztu útgjöld- in í sambandi við þessa naut giparækt exu, þegar skógur- inn hefur verið ruddur, kostn aður við girðingar, bólusetn- ingar og kúreka, sem smala nautgripunium tili slátrunair. Heyskapux er enginn. ★ ★ — Mér sýnist hafa fjölgað í fjölskyldunni, síðan þú fórsi vestur. — Já, elzti drengurinn, Þór ir Vilhjálmur, fæddist hór, og hann er nú á sjöunda ári. Hinir þrír fæddust fyrir vest an, Kristján 4ra ára, Sveinn 3ja ára og Ólafur Þorkell eins árs. — Ætlar þú að setjast að hér? — Það hef ég bugsað mér. — Og farinn að vinna? — Já, hjá Loftleiðum. Allt of fjörugt stjórnmálalíf — Er stjórnmálalífið ekki talsvert fjörugt þarna vestra? — Allt of fjörugt, og hefur alltaf verið þannig. Spánverj air fundu landið árið 1499 og tóku þá að flytjast þangað. Segja má, að sæmiiegur frið- ur hafi verið undir stjórn þeirra, allt fram til ársins 1781, þegar uppreisn var gerð gegn stjórninni á Spáni. Næstu 50 árin var meiri og minni ófriður í landinu, en ár ið 1831 voru sjálfstæðismenn orðniir fastir í sessi. „Frelsis- stríðið" sjálft er talið hafa staðið frál810—1819. Fram eft ir 19. öld voru miklar flokka drættir í landinu, stundum var hreint stjórnieysi, og stund- Fyrri hluti um réðu héruðin sér sjálf án afskipta miðstjómar. Tveir stjórnmálaílokkar urðu fast- mótaðir á þessum árum, íhalds menn (conservatívir) og frjáls lyndir (Mberalir). Var Oolom bía eitt af fáum ríkjum í Suð ur-Ameriku, þar sem tveggja flökka kerfi komst á . Árið 1885 náðu íhaldsmenn meiri- hluta og héldu honum allt fram til 1930. Undu frjáls- lyndir illa valdi þeirra og efldu gegn þeim flokka, svo að oft var iandið á barmi borgarastyrjaldar. Frjálslynd ir fengu svo meirilhluta árið 1930 og héldu honum fram til ársins 1946, þegar íhaldsmenn komust til valda að nýju. — Náðu kommúnistar eng- um áhrifum á þessum árum? — Nokkrum að vísu. Þeir buðu fram til forsetakjörs árið 1934, en þær kosningar „boyootteruðu" ihaldsmenn vegna heiftúðugra deilna við frjálslynda. Þá buðu frjáls- lyndir fram nokkuð vinstri sinnaðan mann, sem hafði e.k. „New Deal“-stefnu á oddin- baka eftir mikið hark. Vair þá háður skæruhernaður, „guerilLa", víðs vegar í land inu milli flokkanna tveggja. Bjíkti hið mesta ófremdará- stand og fjárhagur landsins í molum. Svo var það árið 1953, að fhaldsmaðurinn Roj- as gerði stjórnarbyltingu með aðstoð hersins og tók öll völd í sínar hendur. Rojas við völd •— Var Rojas ekki mesti einræðisseggur? — Það er oft talað illa um hann, en hvað átti að gera, þegar allt landið logaði í blóð- ugum bardögum og atvinnu- vegirnir að komast á katdan klaka? Rojas hafði herinn að baki sér, og bonum tókst að friða landið. Hann kom í raun irnii í veg fyrir, að allt færi til andítkotans. Hann hefur verið kallaður einræðisherra, en það er ekki að öllu leyti rétt, því að hann myndaði stjórn með báðum flokkun- um og tók tillit til þeirra. Þó fór fyrir honum eins og fleirum, að skjiall og völd stigu 'honum til höfuðs, þegar á leið. Hann fór að leyfa sér ýmislegt, enda gat hann það óátalið um tíma, studdur af báðum flokkum og hernum að auki. Rojas lagði út í ýmiss konar atvinnurekstur fyrir eigin reikning og notfærði sér þá aöstöðu sína. — Var honum ekki steypt úr valdastóli með byitingu? — Jú, en eú bylting var mjög friðsamieg. Helztu broddar beggja flokkanna komu að máli við 'hann í mai 1957 og báðu hann að segja af sér. Áður höfðu þeir tryggt sér stuðnings meginhluta hers ins. Rojas sagði þá af sér með góðu og fluttist úr landi. Fór hann með friði. Skiptast á um vöM;n — Hvað tók þá við ? — Herinn tók fyrst öll völd í sínar hendur, en'síðan voru saimin drög að nýrri stjórnar- skrá, sem þjóðin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þá hafði kosninga- réttur verið rýmfcaður mjög, svo að þetta voru í rauninni fyrstu kosningarnar, sem öll þjóðin tðk þátt í. Þar var ákveðið, að næsfcu 16 árin skyldu íhaldsmenn og frjáls- lyndir hafa forsetann til skipt is, fjögur ár í senn. Skyldu frjáislyndir fá þann fyirsta. Forsetinn skal síðan mynda stjórn með jafnmörgum ráð- henrum úr báðum flokkum, nema hermálaráðheirrann er fcosinn af hemum sjlálfum. Ekki fá aðrir en íhaldsmenn og frjálslynddr að bjóða fram til þjóðþingsins. Þetta stjórn- kerfi hefur verið síðan. — Hvernig hefur það gef- izt? — Fyrsti forsetinn eftir hinu nýja fyrirkomulagi var Lleras úr flokki frjálslyndra, sem var við völd 1958—62. Honum tókst sæmilega til, en þó ekki sem skyldi, enda við mörg og örðug vandamál að glíma. Lleras hófst handa um mikla viðreisn í landinu, en þvi miður gat hann ekki ráð- ið fram úr efnahagsmálunum. Iðnvæðing hatfði hafizt í stjórn arfcíð Rojasar, tekin upp vernd arsfcefna gagnvart innlendri framleiðslu og lögð áherzla á vöruskiptaverzlun. Þessu fylgdu margvíslegir örðug- leikar, sem Lleras réð ekki nógu vel við , Mannvíg og viðgangur bandítta í öðru lagi tókst honum ekki að friða landið til fulls. Á hinum miklu óaldartímum og flokkadrátta skirrtust menn ekki við að ganga milli bols og höfuðs á andstæðing- um sínum. T.d. var það svo, þegar frjálslyndir náðu völd- um í einhverju héraðinu, að þeir gerðu íhaldsmönnum iíf- ið óbærilegt, ráku þá upp af jörðum sínum, skattlögðu þá ofboðslega og hröktu í hví- vetna. Sama saga gerðist í héruðum, þar sem íhaldsmenn náðu völdum, nema þar urðu frjálslyndir fyriæ barðinu á yfirvaldinu. Þetta hefur geng- ið svona til um langan aldur, og því mikið um rótgróið hat ur milli ætta, eftir skiptingu þeirra í stjómmálaflokka. Þeir, sem undir urðu, lögðust þá oft út á fjöll og skóga. Gerðu þeir þaðan herhlaup á andstæðinga síiia, vógu þá, brenndiu bæi þeirra og unnu skemmdarverk á opinberum eignum. Var ekki að íurða, þótt landinu þætti illa stjórn- að á stundum og eignir þess rýrnuðu. Smám saman komst sá siður á, að flokkarnir keyptu alls konar óþjóðalýð og stigamenn til þess að klekkja á andstæðingunum og vega þá. Fengu bófaflokk- ar þessir góðar greiðslur fyr- ir ódæðisverk sín, svo að það varð ,*,góður búsiness* að ganga í lið með bandíttum. Gerð- ust bandíttairnir smám sam- an svo öflugir, að nú, þegar stjómnnálaflokkarnir taka höndum saman um að friða landið, vakna þeir upp við vondan diraum. Þeir ráða nefnilega ekki við drauginn, sem þeir vöktu upp. Hann hafði vaxið þeim yfir höfuð. Bandáttarnir hafa lagt undir sig ágæt lönd og láta leppa sína reka þar stórbúskap. Bófamir vöndust því að „liÆa Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.