Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. febrúar 1963 Kristján Albertsson: Sjötíu og níu af stöðinni LEIKUR frú Kristbjargar Kjeld I þessari fyrstu filmu íslenzks félags er mikill viðburður í list- 6ögu landsins, sem ekki verður Hógsamlega rómaður — og tnundi þó hafa verið mun meiri ef ekki vaeri galli á gjöf Njarðar. Ekki vegna leiks hinnar ungu konu, sem er alstaðar sálríkur Og fallegur, heldur vegna leik- atriða, sem eru óþolandi. Sjálf t>ýr Kristbjörg Kjeld yfir svo Btórlátri reisn, óspilltum tilfinn- ingahita og djúpu, sterku sak- leysi hjartans, að henni myndi msegj a til þess að verða ein íremsta filmleikkona samtím- lítns, ef leikstjóri með háar, hreinar kröfur til sinnar listar, |>g eins til listar leikara sinna, íengi henni verkefni samboðið gáfu hennar. Og hún hefúr líka |>ann mikilsverða kost, að hún jnyndast ágaetlega. Aðrir leik- arar filmunnar leika vel, en Gunnar Eyjólfsson hefur hér ekki fengið hlutverk sem gefi honum kost á að neyta þeirra tniklu hæfileika, sem við annars þekkjum. íslenzk náttúra nýtur sín oft- ast ágætlega í filmunni, eftir því Sem hægt er í litlausum mynd- (lm, sviptign og víðerni lands- ins, mikilfengi harðleitra fjalla, þreiðra dala og fjarða og stórra jtuðna. Yfirleitt lofar þessi filmtaka, 6em margt annað, hina djörfu framtakssemi Guðlaugs Rósin- kranz á síðari árum — og myndi l>ó lofið enn sterkara, ef allt væri eins vel um þessa filmu, Og mátt hefði verða. Um það sem er sorglegt í gerð hennar fer bezt að hafa sem fæst orð. Allur siðaður heimur hefur lengst af verið sammála tim, að vissar mannlegar athafn- ir skyldu ekki fram fara fyrir ellra augum, hvorki í virkileik- enum, né á leiksviði, né leik- itjaldi 1 opinberu kvikmyndahúsi. Einhver rök hljóta til þess að liggja. Segja má að mjög hafi Verið óvarlegt af hinu íslenzka féfagi að leita til dansks leik- Btjóra, nema að fengnum trygg- ingum gegn smekkleysi og fífls- hætti. Ekki af því að Danir séu ekki með fremstu þjóðum í hví- Vetna, og geti flesta hluti gert jneð ágætum — heldur af hinu, hve mikið er skandinavískt um- hurðarlyndi gagnvart ýmiskonar menningarlífs-bullum, útgefend- Um klámmyndabóka, höfundum t*g þýðendum sóðalegra bók- mennta og framleiðendum kvik- mynda með blygðunarlausu kyn- lífi. í nafni hins heilaga stríðs igegn hræsni og tepruskap vaða þessir riddarar með ljósmynda- vélar sínar að hverju skráargati, |>ar sem manneskjur hafa lokað að sér. Hvað um það — manni hrýs hugur við þeim möguleika, að farið verði að sýna viss atriði úr þessari filmu út um heim, sem íslenzka list, með landslag hins fornhelga þingstaðar í bak- sýn. Enn hefur filman ekki ver- ið sýnd opinberlega ytra; enn er tími til að klippa úr henni. f>að er kunnugt að Guðlaugur Rósin- kranz hefur laggt mikið kapp á að fá burt tekin þau atriði, sem hneykslun hafa valdið — en staðið á mótspyrnu hins danska leikstjóra. Grein þessi er skrifuð vegna þess, að ég hef sannfrétt að Rósinkranz er á förum til Kaup- mannahafnar til þess að semja um sýningu filmunnar i útlönd- Kristján Albertsson um. Ég og vafalaust fjölmargir fleiri óska alls góðs af þeirri för, og vona að Rósinkranz standi fast á nauðsynlegum úrfelling- um, að honum takist að gera hinum danska leikstjóra skiljan- legt, að íslendingar kunna hon- um þökk fyrir allt sem hann hefur vel gert, en óþökk eina ef hann vill gera ísland að for- ustulandi um blygðunarleysi í kvikmyndagerð. Við höfum í því efni sðmu skoðanir og sómatil- finningu og allur siðaður heim- ur utan Skandinavíu. Þróttarkosningin kærð Krafizt nyrra kosninga TVEIR umboðsmenn B-listans við stjórnarkjör í Vörubílstjóra- félaginu I>rótti hafa kært ný- afstaðna kosningu i félaginu fyrst til kjörstjórnar Þróttar, en hún vísaði málinu til Landssam- bands vörubifreiðastjóra og hugð ust umboðsmennirnir fara með kæruna þangað í fyrradag á þeim tíma, sem þeim hafði verið tjáð að skrifstofan væri opin og auglýst var á skrifstofuhurðinni. Þann sama dag hafði hinsvegar verið tekinn upp sá háttur að breyta skrifstofutíma Landssam- bandsins ,sem áður var 5—7 síð- degis í 4—6, en þar sem um- boðsmennirnir voru ekki komnir með kæruna fyrir lok hins nýja skrifstofutíma, vegna anna við vinrnr sína, verður kæran send í ábyrgðarpósti. Kæran, sem þeir Sigurður Sigurjónsson og Stefán Þ. Gunn- laugsson senda, hljóðar svo: „Reykjavík, 31. janúar 1963. Við undirritaðir, umboðsmenn B-listans við stjórnarkjör það, er fram fór í Vörubifreiðastjóra- félaginu Þrótti 26. og 27. janúar s.l. viljum mótmæla harðlega þeim rangindum og lögbrotum, sem við teljum að átt hafi sér stað við framkvæmd þessara kosninga. Teljum við þau rang- indi svo alvarlegs eðlis, að það er krafa okkar að kosningar verði látnar fram fara á ný, svo að réttmæt úrslit fáist. Við viljum sérstaklega benda á eftirtalin atriði: 1. Einum félagsmanni, KeltIí Valdemarssyni var meinað að greiða atkvæði og strikaður út af kjörskrá. í 20. gr. sbr. 21. gr. laga Vörubifreiðastjórafélags- ins Þróttar eru talin upp skil- yrði þau, er félagsmenn verða að uppfylla. Ástæður fyrir því að Karli var meinað að kjósa var sú, að hann væri ekki eigandi að bifreiðinni R-689. Karl lagði fram afsal, sem ber ótvírætt með sér að hann er eigandi nefndrar bifreiðar. Ennfremur yfirlýsingu frá Kristni Engilbertssyni, Skúla götu 74, sem hefur í bifreiða- eftirlitinu verið skráður með- eigandi nefndrar bifreiðar. Yfir- lýsingin ber með sér að Karl er einn eigandi bifreiðarinnar og á hann því ótvírætt öll félags- réttindi í Þrótti. Karl var skuld- laus við félagið um áramót. 2. Kjörstjórn úrskurðaði ógilda þrjá atkvæðaseðla, þar sem kross hafði verið settur við B og einn frambjóðandi B-listans strikaður út. Hér var ótvírætt um að ræða viljayfirlýsingu um að atkvæði þessi skyldu greidd B-listanum. Hér hafa allar al- mennar kosningareglur verið brotnar með því að ógilda þessi atkvæði og engin ákvæði eru til, hvorki á reglugerð A.S.Í. um kosningar né lögum Þróttar, sem kveða á um slíka málsmeðferð. 3. Tveir af félagsmönnum Þróttar skulduðu verulegar pen- ingaupphæðir bæði í stöðvar- gjöldum og félagsgjöldum. Sbr. 14. gr. laga Þróttar er heimilt að taka menn á kjörskrá ef þeir greiða skuld sína áður en at- kvæðagreiðsla hefst. Umræddir tveir menn hafa ekki greitt skuldir sínar. Að vísu mun stjórn félagsins hafa samþykkt að gefa þeim eftir umrædd gjöld án Smurt brauð og snittur Opið frá kl. 9—11,30 e.h. Sendum heim. Brauðborg Frakkastíg 14. — Sími 18680 GARUULPUR OG YTRABYRÐI GOTT URVAL marteini LAUGAVEG 31. Smurt braud Snittur cocktailsnittur Canape Seljum smurt brauð fyrir stærri og minni veizlur. — Sendum heim. RAUÐA MYLLAN Laugavegi 22. — Sími 13528. allrar heimildar. Það að umrædd- ir menn skyldu settir á kjörskrá eftir að kjörfundur hófst er al- gjör lögleysa, þar sem þeir eiga enn ógreidd gjöld eins og fyrr segir. 4. Það eru almennar reglur um framkvæmda kosninga, að ailur áróður á kjörstað er bannaður. Formaður félagsins, varaformað ur kjörstjórnar og efsti maður A-listans, sem afhenti mönnum atkvæðaseðla hafði stöðugt uppi mjög óviðurkvæmilegan áróður á kjörstaðnum, t. d. með því að afhenda sérhverjum sem inn kom vasabækur að gjöf, vafalaust í þeim tilgangi að reyna að efla persónufylgi sitt í félaginu. Þetta og annað svipað athæfi teljum við alveg óþolandi og algjört brot á kosningareglum. Hér hafa verið talin upp fjög- ur atriði sem dæmi um lögbrot og rangindi við framkvæmd kosn inganna. Vafalaust mætti telja fleira upp og margt kann að koma í ljós við ítarlega rann- sókn. Á þessu stigi munum við þó eingöngu krefjast þess, að kosning verði látin fram fara á ný. Verði ekki orðið við þeirri kröfu okkar munum við leita réttar okkar á annan hátt eftir landslögum. Virðingarfyllst, Sigurður Sigurjónsson Stefán Þ. GunnIaugsson.“ Þörf strangara eftirlits lögreglunnar Velvakanda hefir borizt allharðort bréf frá manni er nefnir sig Umferðarmenning- arsinna. Þar ámælir hann lög- regluþjónum fyrir að gæta þess ekki vel að fólk hlýti settum reglum um að ganga ekki yfir götu á rauðu ljósi, þar sem götuvitar eru. Segist hann hafa bent lögregluþjóni á þetta, en hann ekki sinnt því. Þar sem bréf þetta er allharðort vill Velvakandi ekki birta það, einkum þar sem bréfritari set- ur ekki fullt nafn undir, þótt okkur sé hins vegar *kunnugt nafn hans. Sé það hins vegar rétt að lögreglan gæti ekki stöðu sinnar við umferðar- stjórn á götum borgarinnar er það ámælisvert. + Slæleg póstafgreiðsla Bóndi austan úr Breiðdal kom inn til Velvakanda hinn 30. þ.m. og komst svo að orði: __ Ég tók póstinn minn á pósthúsinu á Breiðdalsvík 25. þ.m., annars hefði ég fengið hann í kvöld í póstkassann heima hjá mér. Þarna fékk ég 10 Morgunblöð, þau elztu frá 30. des. f. á., önnur alveg ný. Þessi saga hefir endurtekið sig af og til í vetur. Væri ekki nauðsyn að póstþjónustan at- hugaði hvað veldur þessum slæmu skilum? Þetta hlýtur að stafa af einhverjum mistökum við útsendingu blaðsins. Svo mörg voru orð bóndans og vonum við að hann fái leið-, réttingu mála sinna í framtíð- ÞáttuHnn „Efst á baugi“ Hr. Velvakandi. Ég hefi fyrir löngu ætlað mér að skrifa og auðvitað til að kvarta. Allt frá því að útvarpsþátt- urinn „Efst á baugi“ hófst fyr- ir nokkrum árum hefur hann notið mikilla vinsælda og er ekki að siá að vinsældirnar fari Hafnarfjörður Aígreiðsla Morgunblaðsins í Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla blaðsins í Kópa- vogi er að Hlíðarvegi 35, sími 14947. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir kaupendur þess í Garða- hreppi, er að Hoftúni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. minnkandi heldur þvert á móti, Þúsundir hlustenda njóta hans að staðaldri og fá lifandi og greinagóða lýsingu á því sem er að gerast á erlendum vettvangi á hverjum tíma. I gegnum þáttinn fá margir sína einu fræðslu um erlend mál- efni. Þeir eru ótrúlega margir, sem ekki nenna að lesa erlend- ar fréttir og greinar í blöðun- um. Þá er ég kominn að um- kvörtunarefninu. Útvarpsráð eða dagskrárstjórn útvarpsins breytti á sl. hausti þeim tuna sem þátturinn er fluttur á. Hann er nú fluttur eftir 10 fréttirnar á föstudagskvöldum. Þetta er mjög slæmur tími til að útvarpa þætti, sem almennt er hlustað á. Þeir eru svo marg ir sem skreppa út á föstudags- kvöldum og aldrað fólk fer tíð- um í rúmið strax upp úr kl. 10 á kvöldin. Af þessum sökum missa margir af þættinum, sem annars vildu gjarnan hlusta. Þátturinn var áður fluttur upp úr ,kl. 8 á kvöldin og var það ólíkt betri hlustunartími, enda var algengt að fólk, sér- staklega það yngra, hlustaði þá áður en það fór í bíó eða eitt- hvað út. Nú vil ég skora á útvarps- ráð að láta málið til sín taka og breyta tíma þáttarins aftur. Með því aflaði það sér þakk- lætis þúsunda hlustenda. Að lokum vil ég þakka flytj- endum þáttarins, Björgvin Guð mundssyni og Tómasi Karls- syni, fyrir margan góðan þátt- inn. Þakkir fyrir birtinguna. E. L '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.