Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 3
3 Sunnudagur 3. febrúar 1963 MORGVNBLÁÐlb Guð skapar trúna Eladio Calleja við eitt málverka sinna, en hann gefur engu þeirra nafn. Gaugin f ór til T ahiti, — ég til islands Spjallað við spænska málarann Eladio Calleja — Þegar ég málaði þessar myndir, var ég að farast úr þunglyndi. Sjáið andlitin, þau bera þess merki. Þung- lyndisskeiðið var nokkuð nokkuð langt, — eitt eða tvö ár. Svo fór ég allt í einu að mála svona, segir Eladio Calleja og bendir á stóra mynd, sem stendur á gólfinu og hallast upp að veggnum. Áferð myndarinnar er mjög sérkennileg, einna líkust apal hrauni, þannig að hún hefur þriðju vídd. Við erum staddir á heimili Hauks Heiðars, bankafulltrúa, en þar var fyrir nokkru sýn- ing á listaverkum Eladio Calleja, spánsks málara, 31 árs að aldri, sem hér hefur dvaldizt undanfarna 4 mán- uði.. Ole Lökvik, ræðismaður ís- lands í Barcelona, kom á sýn- ingu Calleja þar, kynntist honum og kom því til léiðar að hann fór til íslands. Calleja bjó fyrstu 17 ár ævi sinnar á Lanzarote, sem er austust Canarí-eyja. Viðfangs efni hans eru einkum eldfjöll, gígar og hraun (þó ekki fígurativ), og er hann þekkt- ur í heimalandi sínu undir' nafninu „Eldfjallamálarinn". Hingað kom Calleja frá Barce lona, þar sem hann er búsettur og stundaði nám í málaralist í 9 ár. Talsvert hefur verið ritað um íslandsferð hans í blöðin í Barcelona, t. d. segir í „E1 Correo Catalan“ 15. júlí síðastl.:“ „Og Eladio Calleja, eld- fjallamálarinn, skapari nýrrar efnismeðferðar og eyðimerk- urtúlkunar, er farinn til ís- lands, til eldfjalla þess og sjóð andi hvera, til hinna björtu nátta, þangað sem snjóa leysir aldrei, til hins hrjóstuga landslags norðursins, til hinn- | ar þúsund ára gömlu menn- | ingarþjóðar. Það yrði erfitt i að finna í dag skeimmtilegri j reynslu fyrir listmálara. Það Það er eins og þetta fjarlæga og goðsagnakennda land, í ná lægð norðurpólsins, muni tengj spænskri málaralist". — Hvað dró yður til Is- lands? — Eldfjöllin. Ég hef farið um Norður-Evrópu og hin Norðurlöndin, en þau seiða mig ekki til sín. Það var hing að, sem ég vildi fara. Gaugin fór til Tahiti, — ég til ís- lands. — Hvernig farið þér að því að ná svona sérkennilegri áferð? — Ég beiti fresco-tækni. Þessar myndir eru málaðar aftan á masonit plötur. Litina bý ég alla til sjálfur og blanda þá ýmsum efnum, svo sem gipsi og jafnvel sandi. Þetta form er nokkurs konar sam- eining málara- og högg- myndalistar. — Hann gerði höggmynd af konu minni, skýtur Haukur inn og bendir mér á brjóst- líkan, sem stendur í stofunni. Renate sat fyrir næstum dag- lega í 2 mánuði. — Hver er fyrirmynd yðar af þessu stóra málverki? — Allar myndir mínar eru fantasíur, en stundum geri ég mér þó grein fyrir, hvaðan hugmyndin er upprunnin. Það sem ég hafði í huga, þegar ég málaði þessa mynd voru Grímsvötn, sem ég hef aldrei séð, — eldstöðvarnar niðri í jöklinum, en ofan á er vatn og ís. Sum motivin hef ég séð, en önnur fæðast í mínum eigin hugarheimi. Þótt ég ferð ist um og skoði náttúruna, mála ég ekkert fyrr en heim er komið. — Hvaðan hafið þér hug- myndina að þessum skæra bláma?, segi ég og bendi á eina myndanna. Er hún yðar eigin hugarfóstur? — Nei, ekki beinlínis. Á Kanarí-eyjum eru margir gígar, sem hægt er að síga niður í. Þegar niður kemur, er oft mjög stór hellir þar,' með ýmsum krystallamynd- unum í loftinu. Litur sá, sem í krystöllum þessum speglast, er fyrirmynd mín að þessum bláma. — Hvað ætlið þér að dvelj- ast lengi á íslandi? — Það er ekki ákveðið, — kannske 2 ár, kannske 4—5. í fyrstu var það ætlunin, að Marujaval kona mín, yrði áfram í Barcelona, en ég kann svo vel við mig, að ég bað hana að koma sem fyrst, og ég á von á henni í byrjun apríl. — Ætlið þér að halda aðra sýningu bráðlega? — Þegar ég hef dvalizt hér dálítinn tíma, held ég sjálf- sagt sýningu, en það sem Framh. á bls. 23. „Og er hann steig i bátinn, fylgdu lærisveinar iians bonum. Og sjá, þá gjörSi svo mikið veður á vatninu, aS bátinn huldi af bylgj- unum, en hann svaf. Og þeir komu og vöktu hann og sögðu: Herra, bjarga þú, vér förumst. Og hann segir við þá: Hví eruð þér hræddir, lítiitrúaðir? Því næst stóS hann upp og hastaði á vindana og vatn- ið, og varð blíðalogn. En mennim- ir undruSust þetta og sögðu: Hví- líkur maður er þetta, að bæði vindarnir og vatniS hlýða honum?" (Matt. 8, 23—37). I. Það virðist vera ákaflega út- breiddur misskilningur hjá okk- ar kynslóð, að hægt sé að sanna kenningar kristindómsins og á þann hátt skapa trúna í manns- hjörtunum. Menn heimta sann- anir fyrir tilveru Guðs, sannanir fyrir framhaldslífi og þannig mætti lengi telja. Slíkar kröfur um sannanir oig tákn eru alls ekki nýjar af pál- inni. Farísearnir heimtuðu slík tákn af Jesú. Þeir létu sér ekki nægja að sjá kraftaverkin, sem hann vann. Þeir heimtuðu stöð- ugt meira. En hver heldur, að þeir hefðu látið sannfærast og tekið trú á Jesúm Kris, þótt þeir hefðu fengið að sjá enn eitt tákn enn eina sönnun? Nei, enginn maður kemst til trúar fyrir ytri sönnun eina. Og afstaða faríseanna til Jesú sýnir einmitt, að því var þannig farið Ekkert af máttarverkum Jesú gat sannfært þá um guðdómsmátt hans og tign. Þeir höfnuðu honum þrátt fyrir öll kraftaverkin og létu negla hann á kross. Raunar sjáum við, að lærisvein um Jesú fór á sama veg. Krafta verkin ein sköpuðu alls ekki trúna í hjörtum þeirra. Og Jesús notaði ekki kraftaverkin í þeim tilgangi. Hann sýndi mátt sinn til að sannfæra þá um, að hann væri sendur af Guði. En síðan flutti hann þeim boðskapinn um þá náð Guðs, sem hann var kom- inn í heiminn til að gefa mönn unum. Hann opinberaði þeim náð Guðs, sem mönnunum stendur til boða fyrir trúna á hinn kross' festa og upprisna frelsara. Mig langar í þessu sambandi aðeins að minna á frásögu Lúkasar af lærisveinunum tveimur, sem voru á leið til Emmaus á páska dag. Jesús slóst í för með þeim. Hann byrjaði ebki á að opinber ast þeim til að skapa trúna í hjört um þeirra. Nei, hann fór að tala við þá, leggja út fyrir þeim ritn- ingarnar, sýna þeim fram á, að allt, sem hafði gerzt, var í fullu samræmi við boðskap Guðs ritningunni. Og þegar hann þann Þessi mynd er máluð með Grímsvötn í huga, án þess að listamaðurinn hafi séð þau. ig hafði leitt þá í sannleikann, þá loks sýiidi hann þeim, hver hann var, áður en hann hvarf frá þeim, Hann sannfærði þá með orðum ritningarinnar. Og þannig fór Jesús jafnan að. II. Guðspjallið í dag sýnir okkur glöggt, að máttarverkin ein nægðu ekki til trúar. Þar þurfti annað og meira til. Jesús hafði nýlokið fjallræð- unni, þar sem hann hafði sett fram kenningar sínar og talað eins og sá, sem valdið hafði. Allir höfðu undrazt kenningu hans, lærisveinamir einnig. Er hann kom niður af fjallinu, hafði hann mætt líbþráum manni og læiknað hann, einnig læknað svein hundr aðshöfðingjans, sem við lásum um í guðspjalli síðasta sunnu- da,gs. Þar höfðu lærisveinar hans enn séð hinn einstæða mátt hans. Svo lesum við guðspjallið í dag. Þá eru þeir komnir út á vatnið í bátnum. Jesús er hjá þeim. Og þegar óveðrið kemur, verða þeir hræddir. Þeim nægði ekki, að Jesús var hjá þeim. Þeir voru ekki öruggir, þrátt fyrir all- ar sannanirnar, sem Jesús hafði gefið þeim fyrir guðdómistign sinni. Og við sjáum raunar, að það er ebki fyrr en á hvítasunnudag, að þeir eignast trúarfullvissu. Þegar þeir höfðu meðtekið heilagan anda, skildu þeir loks allt það, sem Jesús hafði kennt þeim og fyrir þá gert. Fyrr ekki. Og á sama hátt hefur Guð skap að trúna í hjörtum kristinna manna æ síðan. Heilaigur andi hefur sannfært um réttmæti þess boðskapar, sem Guð flytur okk- ur í orði sínu. Við mætum kröfum Guðs og finnum oibkur dæmd í eigin van- mætti. Þá fyrst getum við tileink að okkur þá óverðskulduðu náð, sem Guð gefur okkur fyrir Jes- úm K.'ist. III. Og sizt af öllu þurfa kristnir menn að heimta sannanir fyrir „framhaldslífi“ eins og nú virðist vera tízka hjá ýmsum. Áhugi kristins rnanns beinist ebki að framihaldsiífi einu úit af fyxir sig. Jesús Kristur boðaði okkur ei- líft líf með Guði fyrir trúna á sig. Hann kom einmitt inn í þennan heim til þess að ávinna okkur þetta eilífa líf með fórnardauða sínum á krossinum og upprisu sinní. Kristinn maður þarf engar sannanir fyrir framhaldslífi, ein- faldlega vegna þess, að trúin á ei líft líf með Guði fyrir verðskuld- an Jesú Krists, eftir að þessari jarðnesku tilveru lýkur, er einn af hornsteinum kristinnar trúar. Kristin trú, sem veit alla von sína fólgna í Jesú Kristi og frið- þægingu hans okkur mönnunum til handa, skapast aldrei fyrir neinar ytri sannanir eða tákn, menn reyna að finna í leit sinni að Guði. Kristin trú veit, að grundvöll guðssamfélagsins er hvergi að finna annars staðar en í þeirri opinberun, sem Jesús Kristur hief ur gefið okkur á Guði. Enginn maður hefur séð Guð. Engnn maður getur af sjálfum sér vitað nokkuð um Guð. Það er Guð, sem hefur opin- berazt okkur, birzt okkur í ein- getnum syni sínum, Jesú Kristi. Hann hefur veitt okkur þekkingu á Guði.... það er á einskis manns valdi, hvort lífs né liðins, að breyta þeirri guðsopinberun, hvorki að draga þar frá né bæta við. Við það verðum við mennirn ir að sætta okkur. Jónas Gislason. Sr. Jónas Gíslason:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.