Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 24
TOTALIAl l*eiknivélar» OIIA A MlcHefsan klapparstís 26 síml 20669 K]i 21. tbl. — febrúar 1963 ™ LUMA JER UÓSGJAFI Góð síldveiði í FYRRINÓTT var veiðiveður gcrtt á sildarmiðunum í Seiðar- érdýpi. Þar fengu 26 sikip alls rúmar 16000 tunnur síldar. Afla- hæst voru þessi skip: Sigurkarfi 1400 tunnur, Gunn- ólfur 1200, Haraldur, Kópur, Höfrungur II og Kristbjörg 1100 Hrefna Tynes prédikar i Neskirkju AÐ udanförnu hefur Þjóðkirkj- an gengizt fyrir æskulýðsguðs- þjónustum á hverjum sunnu- degi í ýmsum kirkjum. Um 600 unglingar voru við messu í Dóm- kirkjunni síðastliðinn sunnudag. í dag kl. 2 verður æskulýðs- messa í Neskirkju og mun frú Hrefna Tynes, skátaforingi, pré- dika. Guðsþjónustan verður með svipuðu sniði og síðasta sunnu- dag, ekki verður tónað,' heldur lesinn samlestur og víxllestur. Fyrir altari þjónar sóknarprest- urAnn séra Jón Thorarensen. Ræðir fjár- hagsáætlunina HAFNARFIRÐI — Lands- málafélagið Fram heldur fund i Sjálfstæðishúsinu ann að kvöld kl. 8.30. Þar verður rætt um afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar og er Stefán Jónsson, formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna, frummælandi. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn. hvert, Víðir II 1000, Helgi Fló- ventsson 900, Sólrún og Gjafar 700 tunnur. Bátamir fara allir til Vest- mannaeyja með afla sinn. Þar liggja nú 3 togarar og taka síld til útflutnings. Talsvert fer til bræðslu og var í gær álitið að verksmiðjan í Eyjum gæti enn tekið á móti, en hætt er við að ekki verði langt að bíða þess að fyllist ef afli helzt. Eitthvað er fryst af síldinni eftir því sem húsin geta tekið við. Iimbrot á . Laugavegi í NÓTT var brotizt inn í Herra- tízkuna að Laugavegi 27. Komst þjófurinn inn um glugga og stal sér alfatnaði, að því er talið var í gær. Undi ekki einverunni í Grunnavík ÞÚFUM 1. febr. — Þegar, fólkið úr Grunnavík flutti al- farið þaðan í nóv. sl. varð ein kind eftir, sem ekki náð- ist, ærin Hosa eign Gríms Finnbogasonar. Hélt hún til við hús og var gefið ríkulega á garðann fyrir hana þegar farið var. Ekki undi hún ein- verunni lengi. Eftir rúma tvo mánuði kom hún sjálf að bænum Mýri í Snæfjalla- hreppi vel á sig komin. Hér er um langa leið og torsótta að fara, annað hvort með sjó fram fyrir Núp, eða Snæ- fjallaheiði, sem er brött mjög og ill yfirferðar. Þannig náði Hosa samlífi við kynsystur sinar og þarf nú ekki lengur að una einverunni. L — P.P. 1 Myndin er tekin rétt eftir hádegi á föstudag, þegar verið var að flytja sild úr tónkum Faxaverksmiðjunnar í Effersey (Örfirisey) og í bræðslu inni í verksmiðju Kletts við Köllun- arklettsveg. Síldarbræðslan þar hefur geymt síld í Faxageym- unum. (Ljósm. Sv. Þ.). Sjóliði Hennar Hátignar á hvolfi í GÆR og fyrradag var unn- ið að því að mála brezka eft- irlitsskipið Palliser, sem hér hefir legið í höfninni. i gær var einn skipsm.anna að mála stefnið og hafði lokið því svæði, er hann náði til. Þurfti að færa pallinn, sem hann stóð á, og átti að lyfta pall- inum með hann, en þá skeði það að pallurinn sporðreist- ist undir honum og varð hon- um fyrir að grípa í landfest- ar skipsins. Ljósmyndari blaðs ins Sv. Þ. var þá staddur ná- lægt og smellti þessum mynd- um af sjóliða Hennar Hátign- ar þar sem hann er að renna sér á landfestunum niður á bryggjuna . Stjdrnmólanámskeið Heim- dallar hefst nk. þríðjudag ÞRIÐJUDAGINN 5. febrúar hefst á vegum Heimdallar F.U.S. stjórnmálanámskeið, þar sem teknir verða til umræðu marg- víslegir málaflokkar varðandi hagsmálastefna hennar. 5. íslenzkir atvinnuvegir, nýir möguleikar og framtíð þeirra. 6. Framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar. 7. Stjórnarandstaða framsóknar og kommúnista. 8. Hvað ’er framundan í íslenzk- um stjómmálum? Fyrsti fundur námskeiðsins hefst í Valhöll kl. 8.30 á þriðjudaginn kemur og mun þá Birgir Kjaran alþm. flytja erindi um: ís- lenzk stjórnmál 1918—1944. — Félagar í Heimdalli geta látið skrá sig til þátttöku á mánudag og þriðjudag í símum: 18192 — 17102. Birgir Kjaran íslenzk stjórnmál. Erindi nám- skeiðsins, íem haldið verður í Valhöll næstu 8 þriðjudags- kvöldin verða eftirfarandi: — 1. íslenzk stjórnmál 1918—1944. 2. Islenzk stjórnmál 1944—1966. 3. Vinstri stjórnin, verk hennar og staða í íslenzkri stjórn- málasögu. 4. Viðreisnarstjórnin og efna- Tvö lömb af fjalli ÞÚFUM 1. febr. — Nýlega heimtust tvö lömb af fjalli að bænum Borg í Skötufirði. Voru þau vel á sig komin. Ekki var enn kunnugt hver er eigandi lambanna, en talið að þau séu langt að. — P.P. Minnzt þorrakomu Valdastöðum 30. jan. Kvenr.félagskonur minntust íþorra komun nar, með samkomiu að Félagsgarði 26 sl. Frú Stein- unn Þorleifsdóttir ávarpaði sam- komuna og bauð gesti velkomna. Síðar á samkomunni flutti Loft- ur Guðmundsson rithöfundur ræðu. Veitt var af mikilli rausn, Var þar framreiddur mikill og góður íslenz.kur matur. Þarna voru nokkrir úrvalsréttir, auk margra annarra, sem ég kann ekki tölu á. Mættu þeir, sem lærðir eru í faginu, gæta sín, ef þeir ættu að gera betur. Sam- komunni lauk svo með dansi. Þökk sé konunum fyrir þeirra skerf í félagsmálum sveitarinn- ar. — St.G. Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi heldur föndurkvöld n.k. þriðjudagskvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi, Kennari Guðrún Júlíusdóttir. Akranes SpiVakvöld SJálfstæðisfélag- anna, sem ákveðið var sunnu- daginn 3. febrúar, er frestað um eina viku eða tii sunnudagsins 10 febrúar. Afli línubáta 9,4 milljónum kr. jafit- að niður d Siglufirði Siglulfiirði, 31. janúar. NIÐURSTÖDUTÖLUR fjárhags- áætlunar Siglufjarðarkaupstaðar fyrir árið 1963 eru 12,7 milljónir króna. Aðalniðurjöfnun útsvóira nemur 9,410,000 kr. og er það rúmlega 20% hækkun á heildar- upphæð útsvara frá því sem var á sl. ári. Hifts vegar er ekki gert ráð fyrir að útsvarsstigi þurfi að hækka þrátt fyrir þessa hækkim á heildarupphæð útsvara, þar sem tekjuaukning bæjarbúa 1962 mun vera samsvarandi. Helztu gjaldaliðir eru áætlað- ir almannatryggingar og félags- mál 2,4 ’millj. kr., fræðslumál 1,2 millj. kr., vegamál 1,1 millj. kr., til húsbygginga (bókhlaða sjúkralhús, skóla o.fl.) 1,4 millj. kr. og framkvæmdir á vegum hafnarsjóðs, þ.e.a.s. endurbygg- ing svonefnds öldubrjóts, fram- hald nýbyggingar Hafnarbryggju og framkvæmdir við Innri Höfn, rúmlega 9 millj. króna. Gert er ráð fyrir lántöku vegna síðast- nefnda liðsins. — Stefán. AKRANESI 2. febr. — Afli 10 línubátanna hér í gær var alls 54 tonn, mest 6 tonn á báti. — Oddur. Nýir heiðursfélag- ar Tónsháldafél. . Á AÐAUFUNDI Tónskáldafélags íslands 31. f. h. voru kjörnir heiðursfélagar þeir Áskell Snorra son, Jónas Tómasson og Sigur- ingi E. Hjörlfeifsson. Engin breyting varð á skipan stjórnar né endurskoðenda né heldur á kjöri fulltrúa til Banda- lags íslenzkra listamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.