Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 20
20 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 3. febrúar 1963 PATRICí A WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR I HEIMSÓKN XXV1. Ungfrú Silver var þarna fram yfir klukkan þrjú. begar hún fór aftur í kápuna sína og setti á sig loðkragann og hlýju svörtu hanzkana, hafði hún lokið við helminginn af ullartreyjunni handa Jósefínu litlu Burkett, og fellt af, en að minnsta kosti tveir þumlungar af hinum helm- ingnum voru komnir í ljós, sem blátt kögur. Hvað málið snerti, þá mátti segja, að nú hefði hún nokkúmveginn sæmilega heild- armynd af því, sem gerzt hafði kvöldinu áður, að svo miklu leyti, sem Rietta Cray vissi um það. Hún hafði átt stutt viðtal vúð Fancy og fengið upplýst nokkur smáatriði. Fancy var einmitt mjög fús til að tala við einhvern, sem var ekki lögregla, en reyndi hins vegar að hjálpa Carr og ungfrú Cray. Hún hafði lært það í uppvextinum, að hversu heiðvirður sem maður- inn væri, þá væri það ekki heppilegt að vera um of hand- genginn lögreglunni. Þegar fólk á heima þéttskipað á litlu svæði, verður líf þess meira sameig- inlegt en ella, og svo áhugamál- in, og það sem snertir einn, snert ir meira og minna alla — og þetta eykur samheldni. Fancy hefði aldrei dottið í hug, að neinn kunningi hennar færi að vitna gegn henni við lögregl- una. Maud Silver hafði því fengið góða hugmynd um viðbrögð Carrs þegar hann þekkti myynd- ina af James Lessitér. — Hann var vóðalegur á svip- inn og hvítur eins og nár, sagði Fancy, og hana hyllti við endur- minningunni. — Eg er viss um, að hann hefði getað leikið vofu, án þess að mála sig nokkuð. Eg varð alveg dauðhrædd. Ungfrú Cray kom inn í stofuna og hún hrópaði: „Carr!“ Hún var líka hrædd, skiljið þér. Hann var líka alveg voðalegur á svipinn. Og hún lagði höndina á handlegginn á honum, en hann tók ekkert eftir því, en hélt bara áfram að benda á myndina. Og svo sagði hann: „Er þetta James Lessiter?" og hún sagði já, og þá sagði hann: „Þetta er maður- inn, sem ég hef verið að leita að — það er maðurinn, sem tók Marjorie frá mér“. Hún var konan hans, skiljið þér, og gg held nú, að hann hafi mátt vera feginn að losna við hana, en hann sagði bara: „Þetta er mað- urinn sem tók Marjorie frá niér, nú hef ég fundið hann!“ og svo Var hann þotinn út úr húsinu og skellti hurðum. Eg vissi vel, að hann var skapmikill, en ég hef aldrei séð hann neitt þessu lík an. Ungfrú Silver hóstaði og spurði, hvort Fancy hefði sagt Drake fulltrúa þessar hugmynd- ir sínar, en Fancy roðnaði bara af reiði <• — Nei, ungfrú Silver, það hefði mér aldrei getað dottið í hug. Þeir hafa eitthvert lag á að láta mann segja hitt og þetta, áður en maður veit, að maður er að segja það, en ég sagði honum aldrei hvað Carr sagði .... það hefði mér aldrei getað dottið í hug. Carr Robertson hafði farlð út strax að máltíðinni lokinni, svo að ungfrú Silver fékk ekkert tækifæri til að hafa tal af honum. Henni fannst líka, að i bili hefði hún nótg um að hugsa. Þegar hún gekk yfir grasvöll- inn, sá hún, að séra Ainger hafði komið út úr hsi sínu og gekk eftir stígnum, sem lá fram hjá tjöminni í þorpinu og kom fram aftur ekki steinsnar frá hliðinu að Hvítakofa. Hann gat verið á leið til einhvers í litlu kofunum, sem Bessie Crook hafði minnzt á, eða líka hann gæti verið á leið í heimsókn til Riettu Cray. Ef sú væri raunin, vOnaði hún •bara, að hann hefði vit á að haga orðum sínum rétt. En það átti nú sjaldnast við um ástfangna menn, samkvæmt hennar reynslu — helzt aldrei. Og klerkur var sagður vera ástfanginn af ung- frú Riettu. Ef hún væri líka ást- (Nú er rétti tfminn að panta -fyrir vorid 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF fangin af honum, væru þau auð- vitað orðin hjón fyrir mörgum árum. En ef ekki, þá var til- finningasemis-viðtal það, sem hún mundi sízt óska eftir, eins og á stóð. Ungfrú Silver hristi ofurlítið höfuðið á göngu sinni. Enda þótt hún virti allar mann- legar dyggðir, var hún umburða lynd gagnvart mannlegum breyzk leika, og henni var orðið það ljóst fyrir löngu, að á reynslu- stundum, gat karlmanni verið hræðilega ofaukið. Eitthvað svipað datt Riettu Cray í hug, er hún opnaði dyrnar fyrir gesti sínum. Hann hafði gengið einbeittlega til verks, sló fast dyrahamrinum, og jafnskjótt sem Rietta kom í Ijós, tók hann hana undir arminn og dró hana inn í setustofuna og spurði hávær og reiður. — Hvað á öll þessi vitleysa að þýða? En þá féll birtan á andlit hennar og hann sá, hversu föl hún var og áhyggjufull, og bætti þá við í blíðari tón. — Góða mín, góða mín .... góða mín .... þú mátt ekki taka þetta svöna. Enginn nema einhver beinasni gæti fundið upp á því að setja þig í samband við þetta á nokkurn hátt .... Hann hafði hækkað röddina aftur — þetta var góð rödd, sem hæfði vel predikunarstólnum. —■ Svona nærri, fannst Riettu hún nokkuð sterk. Hann hélt enn í hendúrnar á henni. Hún dró þær að sér með erfiðismunum og sagði. — Þakka þér fyrir, Henry. — Eg hef aldrei heyrt aðra eins ósvífni. Bara af því að þú þekktir manninn fyrir aldarfjórð ungi. Orðin létu eitthvað óhugnan- lega í eyrum Riettu. Aldarfjórð- ungur. Það var eitthvað svo þurrlegt og dapurlegt. Hún kreisti út eitthvert bros. — Mér finnst ég vera Metú- salem, þegar þú talar svona. Hann veifaði því fá sér. — Bara af því að þú þekktir þenn- an náunga einhverntíma fyrir löngu. — Það er nú ekki það eitt, Henry — ég er hrædd um, að hér komi fleira til. Þú skilur, að ég var að tala við hann skömmu áður en þetta skeði — eða hlýtur að hafa skeð. Við .. þú skilur .... við rifumst, og ég fór þaðan Og skildi eftir regnkápuna mína. Þegar ég sá hana næst, var hún hræðilega blóðug. Og ég var svo vitlaus að fara að gera tilraun til að hreinsa hana .... og svo fann lögreglan hana vota, og hafði hana á burt með ér. Eg sé ekki hvernig hún getur annað en haft mig grunaða. James sálugi arf- leiddi mig, meðan við vorum trú lofuð. Hann sýndi mér erfða- — Húrra, nú verður auðveldara að komast í baðherbergið á morgnana. skrána í gærkvöldi og sagði mér, að hann hefði aldrei samið neina aðra. Frú Mayhew lá á hleri við dyyrnar, og heyrði, hvað hann sagði. Af þessu sérðu, að þeir geta ekki aniiað en haft mig grunaða. En það var bara ekki ég, sem gerði það, Henry. — Það er óþarfi að segja mér það. Hann renndi fingrunum •gegn um þykka, ljósa hárið, svo að það reis. — Þú verður að fá beztu aðstoð, sem hægt er að fá — þú verður að tala við lögfræðing tafarlaust. Þú segir, •að kápan þín hafi verið blóðug, þegar þú sást hana næst. En hvernig fórstu að því að sjá hana. Einhver hlýtur að hafa komið með hana tii þín. Var það Carr? — Eg get ekki sagt þér neitt meira um þeta, Henry. — Þú ert að hlífa einhverjum. Þú mundir ekki reyna að hlífa neinum öðrum en Carr .......... ekki þegar svona stendur á. — aitltvarpiö Sunnudagur 3. febrúar. 8.30 Létt morgunlög. 9.20 Morgunhugleiðing um músik: Sónata og fúga (Árni Kristj- ánsson). 9.35 Morguntónleikar. 11.00 Messa í Fríkirkjunni (Séra Þorsteinn Björnsson. Organ- leikari: Sigurður ísólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Tækni og verkmenning: XiV. erindi: Tæknimál sveitarfé- laga (Gunnar B. Guðmunds- son verkfræðingur). 14.00 Miðdegistónleikar: Verk eftir nútímatónskáld. a) Frá tónleikum I Búdapest í desember 1962: 1. Blásarakvintett borgar innar leikur „Musica legg iera“ eftir Rudolf Maros. — 2. Ungverski útvarps- kórinn syngur lög eftir Kodály, Britten, Stravins- ky, Ravel, Szönyi, David og Ránki. Sönkstjóri: Cecilia Vajda. b) „Nobilissima visione", svíta fyrir hljómsveit eftir Hind emith (Hljómsv. Philhar- monia leikur: höf. stj.). 1530 Kaffitíminn: — a) Josef Felsmann og félagar hans leika. KALLI KUREKI JSeo anp &mu IBe/ivee tkyto PUZZLEOur THE ELUSIVE TKAL OFPeoNco boto, killer eok HIISE, whohasshota lawmah FOR WOAPPAZEHTPEASOAI." — * - Teiknari: Fred Harman Kalli og Litli Bjór reyna að rekja óljósa slóð Bikkju-Bjarna, leigumorð- ^ngjans, sem að því er virðist að á- stæðulausu hefur ýkotið á einn af vörðum laganna — Stundum er hægt að geta sér til um hvert einhver maður ætlar eft- ir þeirri höfuðstefnu sem hann tek- ur, en þessi er of kænn. Ef ég væri í hans sporum mundi ég stefna í átt að gljúfrinu. — Hérna eru hófför. — Þetta eru förin eftir hann. Tókst þú eftir hægri framfætinum? — Já, það er lítil sprunga í skeif- unni. b) Hljómsveit leikur undir stjórn Georga Vitalis. 16.25 Endurtekið efni: a) Gunnar Biering læknir talar um resus bióðflokka (Áður útv. 29. nóv. sl.). — b) Dr.. Páll ísólfsson leikur franska barokktónlist á orgel Dómkirkjunnar (Áður útvarpað 16. des sl.. — c) Guð mundur M. Þorláksson talar um Guðmund biskup góða. 17.30 Barnatíminn (Anna Snorra- dóttir): a) „Músaböm á geim flugi“. ný framhaldssaga fyrir litlu börnin eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (Höf. les). b) Við tal við brúðuna Ellen, eftir Stefahíu Sigurðardóttur. c)Sí gildar sögur: „Róbinson Crúsó eftir Daníel Defoe, í.þýðingu Steingríms Thorsteinsonar, sögulok. 18.20 Veðurfr. — „Eg vildi að sjór inn yrði að mjólk": Gömlu lögin. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Umhverfis jörðina: Guðnl Þórðarson segir frá Hong- Kong. 20.25 Einsöngur, hljóðritaður 1 Aust , urbæjarbíói 21. f.m.: Lettnezka óperusöngkonan Zirmena Heine-Wagner syngur. Við píanóið: Vilma Zirule. 21.00 Sunnudagskvöld með Svavari Gests, spurninga- og skemmti þáttur. 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22,10 Danslög. — 23.30 Dagskrár- lok. Mánudagur 4. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum ræðir spurninguna „Hvað kost ar bændur að byggja yfir sitt? 13.35 „Við vínnuna". Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima heima sitj- um“: Jóhanna Norðfjörð lea úr ævisögu Grétu Garbo (14), 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 Tónlist á atómöld (Þorkell Sigurbjörnsson). 18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust endur (Ingimar Jóhannesson). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 1850 Tilkynningar, 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Sig- valdi Hjálmarsson blaðamað- ur). 20.20 Organtónleikar: Karel Pauk ert leikur á orgel Akureyrar- kirkju. 20.40 Á blaðamannaíundi: Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri svarar spurningum. Spyrjend ur: Árni Gunnarsson, Gísli Sigurðsson og Haraldur Ham- ar. Stjórnandi: Dr. Gunnar Schram. 21.15 Tónleikar: Atriði úr „Útskúf un Fausts" eftir Berlioz (Rita Gorr og Gérard Souzay syngja með kór og hljómsveit Parísar óperunnar, André Cluytena stjórnar). 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarson, III. (Höf. les.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 H1 j ómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.00 Skákþáttur (Guðmundur Am laugsson). — 23.35 Dagskrár- lok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.