Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 12
12 MORCU1VBLAÐ1Ð Sunnudagur 3. febrúar 1963 j ft Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. • Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiö. FRAMSÓKN BÝÐUR FRAM ÞJÓÐ VARNAR- MENN T gær birti Tíminn fram- * boðslista Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. 1 fjórða sæti listans er ekki Framsóknar- naaður, heldur einn af helztu baráttumönnum Þjóðvamar- flokksins, Hjörtur Eldjám Þórarinsson. * Eftir þessu að dæma hefur tekizt einhvers konar sam- komulag milli þess „vinstri“ arms, sem nú ræður lögum og lofum í Framsóknarflokkn Um og leifa „Þjóðvarnar- flokksins“. Sjálfsagt byggist þessi samvinna á því, að „Þjóðvamarmönnum“ hafi fundizt Framsóknarmenn vinna dyggilega að stefnumið um „Þjóðvamarmanna" að undanförnu — og er það að vonum. Eins og kunnugt er hefur „Þjóðvarnarflokkurinn“ haft eitt meginstefnumál, að hindra samstöðu íslendinga með öðrum vestrænum þjóð- um í Atlantshafsbandalaginu. Hann hefur keppt að því, að við segðum okkur úr vamar- bandalagi vestrænna þjóða og tækjum upp svonefnda hlut- leysisstefnu. ' Þetta háttemi þeirra „vinstri” manna, sem nú ráða Framsóknarflokknum hefur að undanförnu verið á þann veg, að eðlilegt er að „Þjóð- varnarmönnum" finnist Fram sóknarflokkurinn líklegastur til þess að koma fram þeim áformum, sem „Þjóðvamar- menn“ kepptu að með flokks- stofnun sinni, en tókst ekki að hrinda fram til sigurs. Að undánfömu hefur hver „Þjóðvamarmaðurinn“ af öðrum verið ráðinn til starfa fyrir Framsóknarflokkinn, og virðast þessir menn una sér ágætlega í návist Þórarins Þórarinssonar. En vonandi draga þeir Framsóknarmenn, sem eru einlægir stuðnings- menn vestræns lýðræðis, rétta lærdóma af því sam- starfi, sem hér á sér stað. Á því leikur heldur enginn vafi lengur, að kosningarnar í vor skera úr um það, hvort Framsóknarflokkurinn verð- ur í framtíðinni heilbrigður lýðræðisflokkur, sem tekur ábyrga afstöðu til mála, ekki sízt utanríkismála, eða „vinstri“ flokkur í kapp- hlaupi við kommúnista og fylgifiska þeirra. Ef Fram- sóknarflokurixm ynni sigur xmdir forystu „vinstri“ manna, mundu þeir styrkjast svo í flokknum, að heilbrigð öfl fengju þar engu ráðið. En ef flokksmennimir sýna, að þeir ætlast ekki til að náið samstarf sé haft við komm- únista, er von til þess að Framsóknarflokkurinn verði heilbrigður lýðræiðsflokkur, sem ýmist taki þátt í stjóm landsins eða myndaði eðlilega stj ómarandstöðu. ELLEFTI ÞINGMAÐURINN T Alþýðublaðinu í gær stend- ur eftirfarandi: „Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Tímans, er almennt kallaður ellefti þingmaður kommúnista..1 utanríkis- málum hefur Þórarinn stýrt Tímanum á þann veg, að hann hefur grafið meira und- an íslenzkri utanríkisstefnu en Þjóðviljinn, og í innanrík- ismálum greiðir Þórarinn yf- irleitt atkvæði með kommún- istum, ef hann ekki reynir að yfirbjóða þá.“ Það er sannarlega ekki að ástæðulausu sem blaðið vek- ur athygli á þessu. Tíminn hefur nú árum saman verið skrifaður þannig, að einung- is gat þjónað kommúnistum og áformum þeirra. Ábyrg afstaða er þar yfirleitt aldrei tekin til hinna ýmsu mála, heldur er beitt hvers kyns fölsunum og ósannindum til þess að þjóna hinum sameig- inlega málstað kommúnista og þeirrar klíku, sem nú ræð- ur Framsóknarflokknum. ' Tíminn segir, að það sé Morgunblaðinu að kenna, að kommúnistaorð er komið á Framsóknarmenn, en sann- leikurinn er sá, að enginn ber á því meiri ábyrgð en einmitt ritstjóri Tímans, sem sýknt og heilagt tekur afstöðu með kommúnistum. BJARNARGREIÐI VIÐ BÆNDA- STÉTTINA Sveinn Guðmundsson, bóndi á Miðhúsum í Reykhóla- sveit, benti nýlega á það í fréttabréfi til Morgunblaðs- ins, að öfgafullur áróður ým- issa Framsóknarmanna virð- ist helzt til þess gerður að ýta undir fólksflutninga úr sveitunum. Hann vekur at- hygli á því, að Framsóknar- Ákvörðun Merediths um að halda áfram námi í Oxford Meredith á leið til háskólans. Maðurinn t. v. við hann er lög- reglustjóri í ríkislögreglunni. JAMES Meredith, fyrsti blökkumaðurinn, sem stundað hefur nám við háskólann í Oxford í Mississippi, kallaði fréttamenn á sinn fund fyrir skömmu og skýrði þeim frá því, að hann hyggðist ekki gera hlé á námi sínu við skói- ann. Meredith hefur stundað nám við skólann eitt kennslu- misseri en því lauk um jól- in. Skömmu eftir jól skýrði Meredith fréttamönnum frá þvj að hann hyggðist gera hié á námi sínu að minnsta kosti eitt kennslumisseri, því að hann treysti sér ekki til þess að stunda nám við þær aðstæður, sem honum væru búnar í háskólanum. Nemend urnir sýndu honum mikla óvild og hann þyrfti að njóta vemdar hermanna til þess að verða ekki fyrir árásum af þeirra hálfu. Þegar stúdentarnir heyrðu ummæli Merediths æsti það þá til meiri reiði gegn hon- um og kom til óspekta meðal þeirra. — Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sendi stjórn háskólans tilkynningu, þar sem þess var krafizt, að tekið yrði harðar á málum þeirra, sem æstu til andstöðu við Meredith. Stjórn háskólans lét því boð út ganga og sagði, i að þeir, sem væru með ólæti og sýndu blökkustúdentinum móðgun gætu átt von á refs- ingu. Robert Kennedy dómsmála- ráðherra, lét ekki þar við sitja heldur gaf út yfirlýs- ingu og sagði, að það yrði mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin, ef Meredith neyddist til þess að gera hlé á námi sínu. Ráðherrann sagð ist skilja sjónarmið Merediths en sagðist ekki geta leynt hryggð sinni yfir því, ai mál, sem kostað hefði tvo menn lífið, bandaríska skattgreið- endur milljónir króna og Demókrataflokkinn þúsundir atkvæða í Suðurríkjunum, skyldi enda á þennan veg. Kennedy Bandaríkjaforseti lét einnig í ljós skoðun sína á málinu. Á fundi með frétta- mönnum fyrir skömmu sagði forsetinn, að það yrði mikill skaði fyrir háskólann í Ox- ford, ef Meredith snéri ekki aftur þangað. Þegar Meredith kom heim til Jackson í Mississippi eftir að hafa skýrt fréttamönnum frá ákvörðuninni um að gera hlé á námi sínu, beið hans fjöldi bréfa frá blökkumönn- um, sem létu óbeint í Ijós óánægju sína með það að hann skyldi ætla að láta und- an. Eftir að Meredith hafði lesið þessi bréf og rætt málið við ýmsa vini sína Og kunn- ingja, efndi hann til fundar með fréttamönnum. Sagði hann, að sér hefði orðið ljóst, að það myndi hafa alvarleg- ar afleiðingar fyrir þann mál- stað, sem hann styddi, ef hann gerði hlé á skólagöngu sinni. Hann sagðist hafa hugsað mál ið rækilega, vegið og metið hina persónulegu fórn, sem hann yrði að færa, ef hann héldi skólagöngunni áfram þegar í stað og afleiðingarn- ar, fyrir blökkumenn í Banda ríkjunum ef hann hætti. Hann sagði, að það, sem fyrst hefði verið píslarganga eins manns og áhætta aðeins fyrir hann sjálfan hefði nú þróazt þann- ig, að þessi eini maður, þ.e. hann sjálfur, væri aðeins aukaatriði, málstaðurinn væri aðalatriðið. Meredith gekk undir próf að loknu einu kennslumisseri í háskólanum. Hefði hann ekki náð tilskyldri lágmarks- einkunn, var hægt að vísa hon um úr skóla, en Meredith skýrði fiéttamönnum frá því, að honum hefðu borizt úrslit prófsins og hann hefði stað- izt það. Þegar Robért Kennedy, dómsmálaráðherra fregnaði, að Meredith hefði tekið ákvörðun um að halda áfram námi strax næsta kennslu- misseri, sagðist hann vera ánægður með ákvörðun hans og kvaðst vona, að hann fengi að stunda nám sitt í friði. Eins og kunnugt er sótti Meredith um inngöngu í há- skólann í Oxford í haust. — Ríkisstjórinn í Mississippi, Ross Barnett, neitaði að veita Meredith inngöngu í skólann, en samibandsdómstóll Banda- ríkjanna hafði bent honum á það, að lögum samkvæmt væri Meredith heimil seta i skól- anum. Þrátt fyrir þetta þrjósk aðist hann við eins léngi og hann gat, en þó kom að því, að hann varð að hlíða úr- skurði sambandsdómstólsins og Meredith innritaðist í skól ann. Mikil ólga var í Oxford vegna þess að blökkumann- inum var veitt innganga í skólann og vaið sambands- stjórn Bandaríkjanna að senda herlið á vettvang til þess að reyna að vernda lög og reglu í borginni. Kom til óeirða Og féllu tveir menn, en fjöldi manna var handtekinn. Meredith hóf tímasókn 1 háskólanum en hermenn urðu að fylgja honum til og frá skólanum og standa vörð um hann nótt og dag til þess að hann yrði ekki fyrir barðinu á reiði samstúdenta sinna. menn ráði lögum og lofum í Stéttasambandi bænda, Bún- aðarfélagi íslands og öðrum búnaðarsamtökum. Engu að síður reyni Framsóknarmenn að kenna ríkisstjóminni allt það sem miður fer í málefn- um sveitanna. Sveinn á Miðhúsum kemst síðan að orði á þessa leið: „Ég fullyrði, að vart er hægt að gera bændastéttinni nú meiri bjamargreiða en sá áróður forkólfa Framsóknar- manna, að hvetja bændur til þess að hætta búskap og flytja til Faxaflóa. Ég held að rétta leiðin sé sú að sameina bændur í baráttunni fyrir betri kjömm, bæði á verald- lega og andlega vísi.“ Það er áreiðanlega rétt, sem þessi vestfirzki bóndi segir, að útmálun Framsókn- armanna á hinu dapurlega á- standi í sveitum landsins er sízt til þess fallin að auka trú sveitafólksins, og þá sízt æsk- unnar á framtíð sveitanna, Allir öfgalausir íslendingar vita, að í íslenzkurti sveittun hefur orðið stórkostleg. fram- för og uppbygging á undan- förnum áratugum og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem að bændum steðja, á landbúnað- urinn bjarta framtíð fyrir höndum. — Staðreyndimar sýna, að Viðreisnarstjómin hefur lagt drjúgan skerf af mörkum til þess að svo megi verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.