Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1963, Blaðsíða 8
M O R C V 1S B L A Ð I Ð Sunnudagur 3. febrúar 1963 € Mrs. Peníield i stofunni að Laufásvegi 23. við hlið hennar situr Boxerhundurinn Bosoe. Grikkireru ekki ó- líkir íslendingum ■jc Þeir rífast um pólitík fyrir morgun- verð, segir ambassadorsfrú Penfield í samtali við Morgunblaðið „ÉG FÆDDIST í London, og ástæðan til þess var sú að faðir minn, ásamt fjölskyldu sinni var stadd ur þar í verzlunarerind- um. Ég kom til Bandaríkj anna þriggja mánaða göm ul og ég hefi ætíð síðan átt í brösum við útlendinga- eftirlitið þar. Þegar ég ein hverju sinni kom heim til Bandaríkjanna, spurði út- lendingaeftirlitið hvenær ég hefði gerzt bandarísk- ur ríkishorgari, þar sem í vegabréfinu stóð að ég væri fædd í London. Ég svaraði að ég hefði fæðzt bandarískur þegn. Þá spurði viðkomandi em- bættismaður hvenær for- eldrar mínir hefðu gerzt bandarískir ríkisborgarar, og ég svaraði að þeir hefðu fæðzt sem slíkir. Þá spurði embættismaðurinn hvenær ættfeður mínir hefðu flutzt til Bandaríkj anna, og ég svaraði, sann- leikanum samkvæmt, árið 1620. Þá fórnaði embættis maðurinn höndum og sagði: Drottinn minn dýri!“. Þannig svaraði bandaríska sendiherrafrúin, Mrs. James K. Penfield fyrstu spurningu fréttamanns Mbl., er hann átti samtal við hana í hinum vist lega sendiherrabústað að Lauf ásvegi 23, fyrir skemmstu. „Faðir minn var bankamað- ur í New York“, hélt Mrs. Penfield áfram. „Eftir lát for- eldra minna fluttist ég til Col orado þannig að ég veit aldrei hvað ég á að segja, þegar ég er spurð hvaífan ég sé; fædd í London, alin upp í New York og síðan í Colorado. „Það var tvennt, sem ég sór þess dýran eið að ég mundi aldrei gera: giftast manni, sem væri í utanríkisþjónustunni, og að gifta mig í júní. Ég þarf ekki að orðlengja það, að ég stóð við hvorugt. „Ég giftist James Penfield í júní 1946 í Washington. Hann starfaði þá í utanríkisráðuneyt inu, í þeirri deild, sem annað- izt málefni Austurlanda fjær. Hann hafði dvalið á vegum ut anríkisráðuneytisins í Kína á árunum 1931—1937, en þá fór hann aftur til Washington og starfaði þar til 1940, er hann var sendur til Græn- lands! Þar var hann til 1943, er hann fór aftur til Kína þar sem hann var til 1945. í sex mánuði var hann þar sérstak ur stjórnmálaráðgjafi Nimitz aðmíráls, og að þeim mánuð- um loknum hélt hann enn einu sinni til Washington, þar sem hann tapaði persónufrelsi sínu og kvæntist mér“, sagði ambassadorsfrúin og brosti. „Frá því að við giftumst", hélt Mrs. Penfield áfram, „höf um við verið staðsett í Ev- rópu. Fyrstu tvö árin vorum við í Prag og á þeim tima náðu kommúnistar völdum í Tékko- slóvakíu. Það voru ár dýrmætr ar reynslu, þegar ég sá þetta land gjörsamlega kramið und ir hæl ógnarríkisins. „Frá Tékkóslóvakíu héldum við til London, þar sem við vorum til ársins 1954. Þau ár voru jafn dásamleg og Lond- on. í Vínarborg vorum við síð an til 1956, eða í tvö ár. Fyrra árið var Austurríki hernumið land en hið síðara var það sjálfstætt, og það var merki- legt að fylgjast með þessari þróun. Vínarborg er að auki einstaklega hrífandi borg. „1956—1958 vorum við í Grikklandi, sem er ákaflega fallegt land. Grikkir eru að ýmsu leyti ekki ósvipaðir ís- lendingum; þeir .rifast um póli tík fyrir mqrgunmat. Þeir eru skapheitt fólk, en mjög lit- ríkt. „1958 fórum, við loks heim til Washington, þar se<m mað- ur minn gerðist næstæðsti maður þeirrar deildar utan- ríkisráðuneytisins, sem fer með mál Afríku, einkum Kongó. Þangað fór hann fjór ar ferðir, en ég gat ekki farið með. Utanríkisráðuneytið send ir aldrei konur starfsmanna með í slíkar skyndiferðir; kannske er það vegna þess að þeir telja sig ekki hafa efni á því. „Þér getið þess vegna hugs að yður hversu hissa ég varð, eigandi von á því að verða send ásamt manni mínum til Kongó, þegar hann kom heim einn góðan veðurdag og til- kynnti mér að við ættum að fara til Reykjavíkur. Mér ' létti stórum þegar ég heyrði þetta því á öllu öðru hafði ég átt von. Hingað komúm við í maímánuði 1962 og hér hefur okkur liðið ákaflega vel. „ísland mundi draga að sér mikinn ferðamannastraum ef hér væru betri vegir og betri gistihús. Við erum e. t. v. ekki venjulegt ferðafólk; þennan tíma höfum við látið tjaldið duga okkur og ferðazt þannig víða um ísland. Ég hef hvergi séð jafn mikið af fossum, smá um og stórum og hér. „Þér spyrjið um hvernig fs- lendingar búi? — Mér hefur virzt sem hér hafi fólk það óvenju gott. Sumarið 1961 fór um við hjónin austur að Vík í Mýrdal. Okkur hafði verið tjáð að maður þar mundi sjá um að aka okkur upp að Mýr- dalsjökli í jeppa, en einhver misskilningur hafði átt sér stað, þannig að þegar við kom um til Víkur, var hvorki mað- urinn né jeppinn til staðar. Enginn skildi þarna ensku en maðurinn minn talar dönsku, sem hann lærði á stríðsárun- um í Grænlandi, og spurði hvort ekki væri einhver til staðar, sem talaði dönsku. Þá var náð í bónda, sem verið hafði fjögur ár í Danmörku. „Þessi bóndi vissi ekki hver við vorum; hann hélt að við værum venjulegt bandarískt ferðafólk. Hann bauð okkur til ágætis hádegisverðar á bæ sín um, og þar fengum við hangi- kjöt ásamt öðrum réttum. Heimili bóndans kom mér mjög á óvart, búið húsgögn- úm nýjustu tízku frá Dan- mörku, nýtízkulegu eldhúsi og svo mætti lengi telja. „Reykjavík? Mér feilur vel við Reykjavik. Það er borg, sem sannarlega stækkar ört. En úr því að þér hafið spurt allra spurninganna, má ég spyrja yður einnar: Hvaðan koma allir peningarnir í Reykjavík, öll þessi nýju hús og skemmtistaðir. Mér er þetta næstum óskiljanlegt. „Já, mér hefur fallið _vel við ísland og íslendinga. Ég hélt áður en ég kom hér að íslend- ingar væru dálítið stífir, e.t.v. tyrfnir. Það stafaði kann- ske frá írska blóðinu; ég vissi það ekki. En það eina, sem ég hefi ekki getað fellt mig við hér er málið. Ég hefi að vísu farið í íslenzkutíma, en það er því miður sjaldan, sem mér gefst gott tækifæri til þess að notfæra mér kunnátt- una, sem kannske má segja að sé af skornum skammti. Allir þeir íslendingar, sem ég þekki, tala næstum því jafn- góða ensku og ég. „Ég hefi orðið þess vör úti á landi, að það þýðir ekki fyr- ir mig að tala íslenzku. f fyrrasumar komum við að ó- merktum krossgötum, og viss- um ekki í hvora áttina við átt um að halda, svo við biðum þangað til annan bíl bar að. Ég spurði ökumanninn á minni ,ágætu‘ íslenzku, hvorn veginn við ættum að aka, og hann svaraði um hæl: — It’s the road til the right, lady! „Veðrið á íslandi? Það er ágætt. Ég hefi ekkert að at- huga við veturna eða skamm degið hér, en ég er þeirrar skoðunar að hér ætti að vera hlýrra á sumrin. Ég hugsa að það hafi ekki verið gaman að lifa á íslandi fyrir hálfri öld, þegar rafmagnið var ekki komið til sögunnar. „Þér spyrjið um samkvæmis lífið í Reykjavík og leikhúsin. Ég tel að leikhúsmenning ykk- ar íslendinga standi á mjög háu stigi. Ég las Pétur Gaut á ensku fyrir skömmu og sá síðan leikritið í Þjóðleikhús- inu. Mér fannst sýningin fram úrskarandi að mínu hyggju- viti. Ég sá einnig uppsetningu Musica Nova á Ahmal og næt urgestirnir, og fannst þetta litla félag komast vel frá því verki. Og varðandi My Fair Lady þótti mér Þjóðleikhúsið vel hafa höndum farið um erfitt verk. „Eg hefi ekki hugmynd um hvenær ég fer frá íslandi. Því er þannig farið um utanríkis- þjónustuna að við vitum aldrei hvort við dveljum á hverjum stað í 6 mánuði eða 6 ár. Við förum heim til Banda ríkjanna í tveggja mánaða leyfi á sumri komanda og raunar veit ég alls ekki hvort við komum aftur. Um það get ég að sjálfsögðu ekki sagt. En hitt er víst að ég mun sakna íslands, þegar ég fer héðan“, sagði Mrs. Penfield að lokum. — h. h. Ný sending af < Hollenzkum kápum Bernharð Laxdal Kjörgarði. Afgreiðslumaður Karlmaður óskast sem fyrst á söluskrifstofu vora í Lækjargötu 2 í Reykjavík. Æskilegur aldur: 21 — 30 ár. Nauðsynleg kunnátta: Enska, eitt norðurlandamál- anna, vélritun. Eiginhandarumsóknir óskast sendar til skrifstofu starfsmannahalds Flugfélags íslands h.f. við Hagatorg fyrir 10. febr. 1963. /óYt/s/aszz/? fC£LA/VDA/fl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.