Morgunblaðið - 06.02.1963, Page 2

Morgunblaðið - 06.02.1963, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. febrúar 1963 f frostunum ber mikið á gufustróknum sem staðið hef- ur í 2—3 ár upp í loftið í Tungutúninu. Ýmsir hafa nú fyrst verið að veita honum athygli og ljósmyndari blaðs- ins tók þessa mynd af honum um daginn. Það, sem þarna er að gerast, er að Hitaveitan hefur tengt horholu til bráðahirgða og vatnið er svo heitt í henni, um 130 stig, að það verður að hleypa gufunni af Ieiðslunni á miðri leið. — Heita vatnið rennur samt allt áfram eftir leiðslunni. Lijósm. Mbl.: Ól.K.M. Vöruhappdrætti SÍBS I GÆR var dregið í 2. flokki Vöruhappdrættis SÍBS, um 1100 vinninga að fjárhæð alls kr. 1.161.000,00. Þessi númer hlutu hæstu vinninga: 6517 9285 19085 28474 28790 34470 37052 47666 54096 62607 63247 « 5.000 1064 2274 7275 18800 21536 33312 37343 40984 41303 47296 49169 49324 51959 54991 59308 63851 (Birt án ábyrgðar). 5 % kauphækkiin í Borgarnesi VERKALÝÐSFÉTjAG Borgar- ness og vinnuveitendur í Borg- arnesi hafa ákveðið, að allir kauptaxtar í samningum þeirra skuli hækka um 5%, tíma- og vikukaup frá og með fimmtu- deginum 24. Janúar 1903, en mánaðarkaup frá og með 1. fehrúar 1963. Ennfremur að greitt verði helgidagakaup fyrir alla hafn- arvinnu (upp- Og útskipun) sem unnin er eftir hádegi á laugar- dögum. Samningar eru lausir sem áður og gildir þetta samkomu- lag þar til öðruvísi um semst. INIVFLIJTIMIIMGIJR NÆR 4 MILLJARÐAR 1962 ÍSLENDINGAB fluttu út vörur árið 1962 fyrir 3.618 milljónir króna, en inn fyrir 3.842 milljón- ir og varð vöruskiptajöfnuður- inn því óhagstæður um 224 milljónir. Árið 1961 varð útflutningur Jandsmanna fyrir 3.075 milljón- ir, en innflutniiigur fyrir 3.222 mílljónir. Það ár varð vöruskipta jöfnuðurinn óhagstæður um 147 milljónir króna. í desembermánuði 1962 voru fluttar út vörur fyrir 393.8 milljónir króna, en inn fyrir 532.7 milljónir, þar aí skip og flugvélar fyrir 126.3 milljónir. Vöruskiptajöfnuðurinn í desem- ber varð því óhagstæður um 138.8 milljónir. Samsvarandi tölur fyrir des- ember 1961 eru: Kr. 200.000 Útflutningur 412.4 milljónir, innflutningur 403.5 milljónir, 24779 þar af skip og flugvélar fyrir 102.7 milljónir. Vöruskiptajöfn- Kr. 100.000 uðurinn þá varð þvi hagstæður 5641 um 8.9 milljónir. Árið 1962 voru flutt til lanids- Kr. 50.000 45425 Kr. 10.000 Ekkert s ins skip Og flugvélar fyrir 195.6 milljónir, en fyrir 193.4 árið 1961. ■ Leif Mohr EKKERT hefur spurzt til Fær- ingsins Leif Mohr frá Fuglafirði, en hans var saknað af togaran- um Jóni Þorlákssyni, er hann átti að mæta á vakt sl. sunnu- dagsmorgun. Talið er ullvíst, að Leif hafi verið um borð, er togarinn fór llm 81 rithöfund að velja til Nóbelsverðlauna Stokkihólmi, 4. febrúar (NTB) NOBELSVERÐLAUNANEFND Sænsku akademíunnar kom sam an til fundar i dag til að velja út tillögum, sem henni hafa borizt, um rithöfunda, er til greina koma við úthlutun bók- menntaverðlaunanna næstt haust. Frestur til að skila tiilög um rann út hinn 1. febrúar, og var nefndin sammála um að 81 rithöfundur kæmu til greina. TU lögur láu fyrir um mun fleiri. Verðlaunanefndin hefur aldrei haft úr jafn mörgum rithöfund- um að velja og nú. í fyrra, þeg- ar bandaríski rithöfundurinn Jóhn Steinibeck hlut No/belsverð- launin, komiu alls 71 rithöfundar til greina. vill nú þegar ráða fréttaritara á Akureyri Upplýsingar gefur Stefán Eiríksson, umboðsmaður Morgunblaðsins á Akureyri, sími 1905 og 1634. frá Reykjavík kl. 4 á laugardag. Þá var blíðskaparveður. Hann fannst ekki við leit um borð, en Jón Þorláksson er á leið til Englands. Leif Mohr er um 25 ára gamall, ókvæntur. — Rússar Framhald af bls. 1. stefnu Frakklands í heild. Orð- sendingarnar eru langorðar, um 20 vélritaðar síður, og mjög harð orðar. Tekið var skýrt fram að þær væru frá stjórn Sovétríkj- anna, en ekki utanríkisráðuneyt- inu. Stjórnmálafréttaritarar í Moskvu telja að mótmælunum sé aðallega beint gegn þeim köfl- um samningsins, er varða varn- armál. Þrátt fyrir yfirlýsingar Frakka, álítur Sovétstjórnin ber- sýnilega að ákvarðanir um fransk-þýzka samvinnu í varn- armálum, nái til samvinnu á sviði kjamorkuvopna. Fyrirlestur í Fláskólanum BANDARÍSKI sendikennarinn, próf. Herman M. Ward, flytur 10 fyrirlestra á vormissirinu fyrir aimenning og verða þeir fluttir á miðvikudagskvöld um kl. 20.15 í 6. kennslustofu Hláskólans. Fyrsti fyrirlesturinn verður í kvöld, miðvikudaginn 6. febr. og fjallar um Thomas Hardy. Mesta skipatjón á friðartímum frá því árið 1929 London, 5. febrúar — (NTB) Á ÁRINU 1962 urðu meiri skipa- skaðar en nokkurt ár annað síð- an 1929, ef frá eru talin heims- styrjaldarárin, að því er segir í ársskýrslu, sem vátryggingafé- laga-samsteypan í Liverpool hef- ur gefið út. Alls fórust á árinu 124 skip, sem voru samtals 507.530 tonn. Helmingurinn af þessu tjóni varð á skipum, er sigldu undir fánum Grikklands, Líbauon, Líberíu eða Fanama. f sambandi við þessa miklu skipatapa, leggur samsteypan á- herzlu á að nauðsynlegt sé að sýna meiri aðgæzlu, jafnvel þótt skipin séu búin ratsjám, og bendir á að í alþjóðasiglingum verði öll lönd að gera strangar kröfur að því er varðar ratsjár- útbúnað. Skortur á þekkingu getur leitt til þess að ratsjáin, í stað þess að vera skipstjórninni ómetanleg aðstoð, getur orðið beinlínis hættuleg, segir í skýrslunni. Sérstaklega varð mikið um skipsströnd á síðasta ári, og fór- ust á þann hátt 68 skip, sem samtals voru 280.732 tonn. Er það 100.000 tonnum meira en á árinu 1961. Hin stórfelldu tjón vegna skips stranda og ásiglinga gefa ástæðu til að efast að því er varðar notagildi nýjustu siglingatækj- anna, segir í skýrslunni. Hins vegar má ekki gleyma að taka tillit til þess hvernig ástandið væri án þessara tækja í heimi, þar sem fleiri, stærri og hrað- sigldari skip sigla í aukinni um- ferð siglingaleiðanna. Viðskipta- samningui við Ung- verjnlnnd VIÐSKIPTA- og greiðslusamn- ingur milli íslands og Ungverja- lands var undirritaður í Búda- pest 5. febr. Gildir hann til eins árs. Gert er ráð fyrir, að héðan verði m.a. fluttar út þessar vör- ur: Freðfiskur, síld, fiskimjöl, lýsi, ull, gærur og húðir. Hing- að er gert ráð fyrir að ka-upa m.a.: Járn, stál, sykur, vefnað- arvörur, búsáhöld. EYJABATAR FENGU 2-7 TONN Á LÍNU Vestmannaeyjum, 5. febrúar. LfNUBÁTARNIR héðan reru í gærkvöldi og komu inn í dag. Afli þeirra var mjög tregur. Bátamir fengu 2—7 tonn, enda var veður fremur slæmt á mið- unura. Stormur er heggja megin við Eyjamar og ekki er veiði- veður hjá síldarflotanum, sem enn liggur hér. Togarinn Haukur kom hingað í morgun og losaði 30—40 tonn af fiski í togarann Ask, sem var að veiðum austan við Eyjar. Bilun mun vera á katli Hauks, sem sigldi síðdegis til Reykjavík- ur. Askur fer aftur á veiðar. Einnig kom togarinn Gylfi hér í dag og bíður þess að fá síld. — Fréttaritari. Einn línubátur á sjó frá Akranesi EUNN línubátur, Slkipaskagi, reri í gærkvöl-di. og er á sjó í dag. Ms.Fjallfoss kom í dag með um 30 standarða af timtori til byiggingarvöruverzlunar Harald- ar Böðvarssonar & Co. Á 12. tímanum í morgun fór rafmagnið af í um hálfa klukku stund. — Oddur. I GÆR á hádegi var hæg NA átt og bjart víðast hvar hér á landi og allmikið frost. Smáél voru norðantil á land- inu. Þá var ísrek á siglingaleið út af Vestfjörðum milli Galtar vita og Kögurs og sömuleiðis um 25 mílur norður af Rauðu- núpum á Melrakkasléttu. Kalt var í Suður-Evrópu, 5 stiga frost í Madrid, hiti á frost- marki í Feneyjum og eins stigs hiti í Marseille. Veðurspáin í gærkvöldi: SV-land og miðin: NA kaldi en stinningskaldi á miðunum, léttskýjað. Faxaflói og miðin: NA kaldi, víðast léttskýjað. Breiðafjörður og miðin: NA kaldi, víða skýjað. Vestfirðir og miðin: NA gola, smáél norðan til en ann- ars léttskýjað með köflum. Norðurland og miðin: NA gola, víðast léttskýjsið í inn- sveitum en hætt við smáélj- um á miðum og annesjum. NA-land, NA-mið til SA- miða: Norðan og NA stinnings kaldi en allhvasst á miðunum, él. Austfirðir: Norðan stinn- ingskaldi eða allhvasst, él norðan til. SA-land: NA kaldi eða stinningskaldi og léttskýjað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.