Morgunblaðið - 06.02.1963, Page 8
8
MORGUNBLAÍnÐ
Miðvikudagur 6. febrúar 1965
ALUINIUM - Údýrt - Gott
Sléttar plötur 1x2 metrar
Þykkt 0.6 mm. kr. 74.25 fermetri
— 1.0 — — 117.00 —
— 1.2 — — 137.00 —
— 1.5 — — 172.00 —
Prófílar - Ri ör - Stengur
Hamraðar plötur 60 x 280 cm
kr. 282.— platan.
lougovegi 178 Símr 38000
Kex og kökur !
Þekkt dönsk verksmiðja óskar eftir sambandi
við umboðsmenn á íslandi til að selja kex, smá-
kökur og formkökur. Aðeins gæðavörur.
CITY KAKE
Roskildevej 374 — Köbenhavn, Valby.
Husnæði óskast
1—2 herbergi með sér baði eða snyrtiklefa fyrir
einhleypan ungan mann.
Tilboð merkt „1765“ sendist afgr. Mbl. sem fyrst.
Huseign óskast
Félagssamtök óska eftir húseign til kaups, fyrir
starfsemi sína.
Tilboð er greini stað og stærð, sendist afgr.
Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: Húseign — 1736.
Eínkaflugmenn
Stofnfundur Félags ísl. einkaflugmanna verður
haldinn að Hótel Borg í kvöld, miðvikudag kl. 8.30.
Nokkrir áhugamenn
Sólarkaffi
Bílddælinga og Amfirðinga verður drukkið að
Hótel Borg, sunnudaginn 10. þ. m. kl. 8,30 e.h.
Merki afhent og borð tekin frá kl. 5-7 sama dag.
Nefndin
Góður bifvélavirki
sem gæti tekið að sér trúnaðar-
stöðu, óskast strax. — Hátt kaup.
Góð vinnuskilyrði.
Tilboð merkt: >,Traustur — 1758“ sendist
afgr. Mbl. fyrir laugardag.
Deilt um verðlagsgrundvöll land-
búnaðarins og út-
flutningsuppbætur
FIMM mál voru á dagskrá neðri
deildar Alþingis í gær. Frum-
vörp um landsdóm og ráðherra-
ábyrgð voru til 2. umræðu. Hafði
Einar Ingimundarson (S) fram-
sögu fyrir nefndaráliti um bæði
frumvörpin, sem síðan var visað
til 3. umræðu.
Lög um heimild til handa Utan
verðunesslegati til þess að selja
ábúanda Utanverðuness í Rípur-
hreppi hálfa jörðina voru til 1.
umræðu. Séra Gunnar Gíslason
í Glaumbæ (S) hafði fraimsögu
fyrir frumvarpinu, sem síðan
var vísað til 2. umræðu og land-
búnaðarnefndar.
' ★
>á kom til fyrstu umræðu
frumvarp um breytingar á lög-
tim um Framleiðsluráð landbún-
aðarins, og hafði flutningsmaður
frumvarpsins, Björn Pálsson á
Löngumýri (F), framsögu. Gerir
frumvarp hans ráð fyrir því, að
við núgildandi lög bætist ákvæði,
sem veiti bændum 25% af and-
virði framleiðsluaukningarinnar.
Taldi Björn gildandi lög um verð
lagsgrundvöll landbúnaðarafurða
ófullkomin og raunar bændum í
óhag að ýmsu leyti. Bændur
fengju of lítið fyrir framleiðslu
sína, og ættu tekjur þeirra að
vera 30% hærri ef miðað væri við
laun verkamanna, sjómanna og
iðnaðarmanna, eins og fram-
leiðsluráðslögin gerðu ráð fyrir.
Björn kvaðst að lokum alltaf
hafa viljað núverandi ríkisstjórn
vel og ráðið henni heilt eftir
beztu getu. Vegna væntanlegra
kosninga væri stjórnarsinnum á
þingi það fyrir beztu að sam-
þykkja frumvarp sitt.
★
Viðskiptamálaráðherra, Gylfi
Þ. Gíslason (A), tók næstur til
máls. Kvað hann gagnrýni
Björns á lögunum um fram-
leiðsluráð bitna á Framsóknar-
mönnum, og gagnrýni hans á
framkvæmd laganna virtist frá-
leit. Fullt samkomulag náðist í
sex manna nefndinni með full-
trúum neytenda og bænda, en
meirihluti hinna síðarnefndu
væru Framsóknarmenn. Sýndi
það samkomulag, hve málflutn-
ingar Björns væri fjarstæður. Þá
kvað viðskiptamálaráðherra dóm
Björns um þessa löggjöf rangan,
því að þessi lög veittu bændum
meiri rétt en nokkurri annarri
stétt í landinu. Afurðaverð
þeirra hækkaði í samræmi við
kauphækkun launastéttanna í
bæjum (verkamanna, sjómanna
og iðnaðarmanna). Kjarabætur
bænda kæmu því sjálfkrafa á
silfurfat, eftir að aðrar stéttir
hefðu barizt fyrir þeim. Engin
önnur stétt væri í jafn góðri að-
stöðu.
★
Hins vegar kvað Gylfi ýmis-
legt við lögin að athuga, sérstak-
lega við ákvæði þeirra um út-
flutningsuppbætur. Uppbótunum
væru engin takmörk sett, og því
þyrftu íslenzkir skattgreiðendur
stundum að gefa landbúnaðar-
vörur úr landi. Bændur fengju
fyrir vöruna verð þeirra erlendis
og þar á ofan útflutningsuppbæt-
ur, miðaðar við verð hér heima.
Tók ráðherra sem dæmi útflutn-
ing á undanrennudufti til Ung-
verjalands, Sviss og V-Þýzka-
lands væru svo háar, að þar væri
um stórkostlega meðgjöf skatt-
borgara hér að ræða. Erlendir
neytendur greiddu 14 þess verðs,
sem bændur fá fyrir útflutn-
inginn, en íslenzkir skattgreið-
endur %. Árið 1962 voru seld
úr landi 650 tonn af undanrennu-
dufti, og fengust fyrir það 2.9
millj. kr. Útflutningsuppbætur
til bænda námu hins vegar 8.4
milljónum. Meðalverð á einingu,
sem Svisslendingar greiddu, var
kr. 3.63, en uppbætur námu kr.
12.30. Hefðu meðalútflut-nings-
uppbætur á árinu numið 287% á
þessari vörutegund.
★
Landbúnaðarmálaráðherra, Ing
ólfur Jónsson (S), tók næstur til
máls. Taldi hann ólíklegt, að
fulltrúar bænda í sex manna
nefndinni mundu samþykkja
málflutning Björns Pálssonar,
svo fjarri, sem hann hefði verið
réttu lagi og niðurstöðum nefnd-
arinnar. Hefði allt of mikil ásök-
un á fulltrúa bænda í henni fal-
izt í ræðu Björns. Björn hefði
farið með ýmsar rangar upplýs-
ingar, og t. d. næði það ekki
nokkurri átt að halda því fram,
að bændur hefðu 30% lægri laun
en lögin um framleiðsluráð ætl-
uðust til. Til afsökunar Birni
væri það aftur á móti, að hann
mundi hafa ruglazt á tölum, og
rakti ráðherra það nánar. Til
þess að geta gert réttan saman-
burð á launakjörum stétta, yrði
að nota sambærilegar tölur við
útreikninginn.
Rétt væri, að búa þyrfti betur
að bændum, en það yrði ekki
gert með því að fara rangt með
staðreyndir. „Tíminn“ hefði talið
lögin um Framleiðsluráð land-
búnaðarins ágæt allt frá árinu
1947 og a. m. k. fram til ársins
1958. Sú mikla endurbót hefði
verið á þeim gerð að tryggja
bændum sama verð fyrir afurðir
sínar erlendis og þeir fengju
hér. Kvaðst ráðherra vera þeirrar
skoðunar, að bændur mættu ekki
missa þetta ákvæði úr lögun-
um, því að það væri bezta trygg-
ing þess, að þeir fengju þáð verð,
sem ætlazt væri til, að þeir
fengju. Uan nauðsyn þessarar
tryggingar vitnaði bezt skýrslu
sú, er viðskiptamálaráðherra
hafði vitnað til, þar sem í ljós
kom, að bændur hefðu fengið
allt að þremur fjórðu úr verði
vegna tryggingarinnar um út-
flutningsuppbætur. Án hennar
væri ekki unnt að framkvæma
lögin þannig, að bændur fengju
hliðstæð laun og launastéttir I
bæjum, enda hefðu bændur ekki
fengið þau, áður en þessi trygg-
ing var sett í lögin. Þá báru
bændur sjálfir hallann af út-
flutningnum. Þetta hefði ekki
breytzt fyrr en í tíð núverandi
stjórnar.
Mj ólkurframleiðsla hefði auk-
izt gífurlega seinustu árin, þrátt
fyrir spádóma stjórnarandstæð-
inga um minnkandi framleiðslu
landbúnaðarafurða, minni ný-
rækt o. s. frv. Undanfarið hefði
nýrækt árlega numið 3.400 —
3.500 hektörum lands, en á árinu
1961 hefði hún orðið 3.960 hekt-
arar, og varla mundi hún minnl
á árinu 1962. Áburðarnotkun
hefði og aldrei verið meiri en
nú.
★
Fólksflutningar úr sveitum
hefðu verið miklir allt frá alda-
mótum, en skv. athugunum á
þeim, sem fram hefðu komið ný-
lega í útvarpserindi Páls Zóp-
hóníassonar, hefðu þeir ekki
aukizt að tilttölu á síðustu árum.
Þá kvað ráðherra eyðijörðum
alls ekki fjölga hraðar nú en
áður. í tölu eyðijarða fælist oft
Framih. á bls. 23
Laxveiðimenn
Tilboð óskast í veiðirétt í Blöndu næsta sumar.
Skriflegum tilboðum sé skilað til undirritaðs, sem
veitir nánari upplýsingar, fyrir 1. marz n.k.
Þeir, sem hafa ráð á eldis-seyðum, til að selja
veiðifélaginu, láti þess getið í tilboðum sínum.
F.h. stjórnar Veiðifél. Blanda
Pétur Pétursson
Höllustöðum
Sími: Bólstaðarhlíð.
Flugmenn óskast
Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða nokkra flug-
menn í þjónustu sína á vori komanda.
Umssekjendur skulu hafa lokið atvinnuflugmanns-
prófi og hafa blindflugsréttindi. Þeir skulu einnig
hafa lokið skriflegum prófum í loftsiglingafræði.
Eiginhandarumsóknum sé skilað til skrifstofu
starfsmannahalds Flugfélags íslands h.f. við Haga-
torg fyrir þ. 15. febrúar n.k.
*
^w/e/w /s /ff/íds// r
'SS zs a
ICEi-A.lSID/Kin