Morgunblaðið - 06.02.1963, Side 11

Morgunblaðið - 06.02.1963, Side 11
Miffvikudagur 6.- febrúar 1963 MORCVWBLAÐiÐ 11 Áttræður í dag: Jón H. Fjalldai IUelgraseyri HANN eir einn eftirminnilegasti persónuleiki í hópi samferða- manna. Fjör hans og atorka, hug sjónir hans í búnaðarmálum, Ihverskonar félagssamtökum og menningarmálum, fórnar- og Ihöfðingslund eru höfuðeinkenni hans. Hann hefur á langri ævi verið sannur uppreisnarmaður gegn hverskonar afturhaldi, rang læti, þröngsýni og daufingja- Ihætti. Hann hefur verið mikill baróttumaður, farið í broddi fylk íngar og rutt björgum úr vegi samferðamanna. í baráttu sinni Ihefur hann verið hreinskiptinn og heill, ekki alltaf hógvær né Ihlifisaimur, en sannur og dreng lundaður að leikslokum. Hann er einn af þeim mönnum, sem vex þvi meir að virðingu og mann- kostum sem kynnin verða nánari. Jón Halldórsson Fjalidal er fæddur að Rauðamýri í ísafjarð ardjúpi, 6. febrúar 1883, sonur hj ónanna Halldörs J ónssonar, óðalsbónda þar, Jónssonar stór- bónda að Laugabóli og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur af Burstar tfellsætti Foreldraa: Jóns Fjall- dals voru miklum og fjölþættum kostum búin, sem gengið hafa r-kulega í erfðir til barna þeirra. Haaldór á Rauðamýri var eng- inn hversdagsmaður. Hann hafði tframazt erlendis við búnaðar- nám, vann síðan ötullega að um- bótum heima í héraði. Hann var fhöfðingi mikill, brennandi áhuga maður fyrir hverskonar fram- tförum og lét mikið að sér kveða i héraðsmálum. Jón Fjalldal stundaði nám í IFlensborgaa'skóla og siðar bú- tfræðinám við Vinteriandbrugs- skólann í Oslo. Árið 1909 kvæntist Jón ungri og glæsilegri konu, Jónu Kristj- ánsdóttur frá Tungu í Dalamynn um. Hún mun hafa verið um margt óvenjuleg kona sakir gáfna og hugsjóna. Sama ár hófu þau búskap á Melgraseyri. Þar gerðist starfssaga þeirra og við þann stað verður Jón Fjalldal évallt kenndur. Melgraseyri varð í höndum þeirra hjóna lands- Ikunnur staður. f>au byggðu og ræktuðu jörð sína af meiri stór- Ihug og glæsimennsku en þá var titt í sveitum landsins. Híbýla- prýði og heimilismenning var meiri en almennt gerðist og er það hér staðhæft án þess að kasta að sé rýrð á aðra. Jóna Fjalldal andaðist 1932. Var það, sem að líkum lætur mikið áfall fyrir eiginmann henn ar og heimili og var hennar sárt saknað í héraði. Tvö börn eignuðust þau. Hall- dór, kaupmaður í Keflavík, kvæntur Sigríði Skúladóttur, og Þorgerður, frú í Reykjavik. Árið 1950 kvæntist Jón Fjall dal Ásu Tómasdóttur og eiga þau einn son, Magnús, nú 12 ára að aldri. Búskap hættu þau hjónin 1956 Og hafði Jón þá búið á Melgras eyri i 46 ár. Þau fluttu til Reykja vikur sama ár. Eiga þau nú heima á Hraunteig 15. Jafnframt umsvifamikilum bú skap og búnaðarframkvæmdum á jörð sinni hefur Jón Fjalldal látið mikið til sín taka í félagsmál um, skólamálum og héraðsmál- um. Hann hefur gegnt fjölda op- inberra starfa. Verið hreppsstjóri í sveit sinni í fjöldamörg ár, átt 6etu í hreppsnefnd, skólanefnd, irý slunef ndarma ð ur, fulltrúi á Btéttarsambandsþingi bænda, búnaðarþingstfulltrúi, étt sæti í Btjórn Kaupfélags Xsfirðinga o.fi. mætti nefna. Hann hefur beitt sér fyrir félagslegum búnað wiramkivæmdiun og hagkvaem- «ri verzlunartháttuim bænda. Hanin vair upphafsmaður að stofnun skólans í Reykja- nesi, mesti hollvættur hans og lengstum formaður skóla- nefndar héraðsskólans. Stórhug- ur hans í því máli, heilindi og einlægmi, barátta hans fyrir vel gengni skólans og sæmd, verður okkur, sem með honum unnu og nutum forustu hans, ógleym- anlegt vitni um fagra mannlega viðleitni til þess að búa sem bezt í haginn fyrir þá, sem upp eru að vaxa og landið eiga að ertfa. Þau hjónin Ása og Jón Fjall- dal búa nú á friðsælu heimili sínu í höfuðborginni. Hinsvegar hafa þau ekki sezt í helgan stein Enn er unnið og alin önn fyrir ungum sonum, syni þeirxa hjóna og stjúpsyni Jóns.. Jón Fjalldal vinnur nú, þegar hann stendur á áttræðu, fullan starfsdag, sem umsjónarmaður í stórfyrirtœkinu Héðni í Reykja vik. Þegar litið ér yfir langa, litríka og athafnasama ævi vinar míns Jóns Fjalldal er margs að minn ast og margt að þakka. Það hefur oft verið glatt og bjart um hið glæsilega höfuðból Melgraseyri, þegar ný og traust bygging vax af grunni risim, þeg ar nýjar sléttur klæddust skrúði vorsins, þegar góð og mannvæn leg börn uxu úr grasi og við blöstu vonir um glæsta en þó óráðna framtíð þeirra, þegar eitthvað hafði miðað fram á veg í félagslegum verkefnum til hags bóta og menningar fyrir sveit og hérað, sameiginlega fyrir fólkið í samtíð og framtíð. En það hef- ur einnig syrt að og þá hef-ur ekki dulist sálarstyrkur, hetj-u- iund og þrek Melgraseyrarbónd- ans. Hann hefur vaxið við hverja raun og ekki látið bugast. Sárast var af öllu missir hinnax mikil- hæfu og glæsilegu eiginkonu, svo ástðúleg sem sambúð þeirra yax. Rétt fyrir jólin 1948, þegar Jön Fjalldal var nær 65 ára að aldri, brann íbúðarhús hans með öllum búnaði. Ýmsum mun hatfa þótt það sem sjálfgert, að þá gæf ist Jón upp og færi frá Melgras eyri, svo margir sem erfiðleikarn ir voru á þeim árum m.a. hvað allt fólkshald snerti. En Jón Fjalldal gatfst ekki upp Hann gat ekki hugsað sér að skilja við ástkært höfuðból sitt í rúst. Hann byggði allt að nýju stórmannlega og vel, sem hans var votn og vísa. Um það bil, sem þeirri fraan- kvsemd lauk, var heilsa hans að bila og á þann hátt að ekki var unnt fyrir hann að vinna að al- hliða bústörfum. Hann seldi þá Meigraseyri ungum hjónum, fnændkonu sinni og manni henn ar. Á ým.sum timamótum í ævi Jóns Fjalldal hafa honum verið tfæirðiar iþakkir samifierðamanna fyrir unnin störf og vottuð virð- ing fyrir óeigingjarna baráttu í' þágu menningar og hverskonar framifara. Hann hefur verið sæmdur riddarakrossá fáikaorðunnar og Búnaðartfélag ísiands kjörið hann heiðunsfélaga. Um þessar mundir er Ríklharð- ur Jónsson iistamaður að móta mynd af Jóni Fjalldal. Skal mynd þessi varðveitast í héraðs- skólanum í Reykjanesi til minn- ingar um þann ma-nn, sem með réttu má nefna upphafsmann að þvi að skólinn var stofnaður og staðsettur þar. Fer vel á þvi, að þar varðveitist svipmót þessa miikla hugsjónamanns í ræktun lýðs og lands, innan ætrtarhér- aðs hans, þar sem hann vann sitt ævistarf til sannrar fyrir- myndar æskúnni. Jón Fjalldal hefur aldrei stefnt að því að safna veraldar- auði. Hann hefur alltatf skipað sér í íylkingu með þeim, sem minna máttu sín. Táknrænt er það að hann beibti sér fyrir styttingu hins lan-ga vinnutíma, sem víðast var á sveitaheimil- um. Taldi hann að eins vel ynn- ist, þótt ekki væri að jafnaði unnið nema 10 stundir daglega og fólkið yrði ánægðara og fengi tómstundir . Allt starf og iítf Jóns Fjalldal hetfur borið fagurt vitni um hjartalag hans. Fyrir það skulu honum nú færðar alúðarþakikir, ásamt heilshuga ósk um að hann megi enn um mörg ár njóta góðr- ar heilsu, samvistar ástvina sinna, eiginkonu, barna og bamabarna, og sjá ungan og efnilegan son komast á mann- dómsár. Það lætur að líkum, að hug- ur Jóns bónda leiti í átthaga norður í Djúp. Þangað er ljútft og gott að hvarfla. Víðsýni mik- ið frá Melgraseyxi um allt ísa- fjarðardjúp, stórbrotið og fagurt. Hæg-ur þeyr ber honum ilmiiui af sólvermdu lyngi og kjairi úr brekkum Fögruhlíðar. Aðalsteinn Eiriksson. Lobnunót Ný loðnunót til sölu. — 17 faðmar á dýpt og 70 faðm- ar á lengd. Selst með lítilli útborgun og góðum lánsfresti. SKIPA- OG VERÐBRÉFA- SALAN SKIPA- LEIGA VESTURGÖTU 5 Simi 13339. Önnumst kaup og sölu verðbréfa. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík: AÐALFUNDUR. Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík verður haldinn í dag miðvikudaginn 6. febrúar 1963, kl. 9. e.h. í Tjarnarbæ. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Fulltrúar eru áminntir um að mæta stundvíslega Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík Útboð Tilboð óskast í raflögn í hús Tollvörugeymslunnar h.f. við Héðinsgötu í Laugarneshverfi. Teikningar og útboðslýsingu afhendir, gegn 500 kr. skila- try&gúigu, Jón Á. Bjarnason, verkfræðingur c/o., Raftækjasalan h.f., Vesturgötu 17. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Bergstaðarstræti 14. Verkst^óra með matsréttindi og reynslu í starfi vantar strax í frystihúsið í Kópavogi. SJÓFANG h.f., Tryggvagötu 8 — Sími 24980 N ý 1 e g u r Mercedes Benz diesel 180, 5 manna í mjög góðu standi, til sölu— Skipti hugsanleg. Bifreiðastöð Steindórs Sími 18585. Kaupmenn — Kaupfélög Framleiðendur Fyrirliggjandi fallegt úrval af kjóla- pilsa- og buxna terylene. Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzlun — Grettisgötu 6. — Sími 24730 og 24478. •^^XwKóXw.w.v.i !*X*Xv;,X,Xí,Xýíi:i$!;S:U Lokastíg 5 Símí 16887 20623

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.