Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1963, Blaðsíða 1
24 si'Sur mmMíjM 50 úrgansur 35. tbl. — Þriðjudagur 12. febrúar 1963 Prentsmiðja jy* orgunblaðsins Ennbá blóðugir bardagar í íra! Aköf herferð stfórnarinnar regn kommúnistum Beirut, Líbanon, 11. febr. — (AP) — FREGNIR berast víða að um það, að hin nýja stjórn í írak haldi nú uppi ákafri sókn gegn kommúnistum í land- inu. Segir í þessum fréttum, sem borizt hafa til flestra landa við botn Miðjarðarhafs, að kommúnistar heyi nú ör- væntingarfulla baráttu til að Abdul Mohamed Aref, hinn nýi forsætisráðherra írak. vinna bug á herforingjunum, sem steyptu Abdul Karim Kassem af stóli sl. föstudag. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum í Beirut og Damaskus, eru bardagarnir milli byltingarstjórn arinnar • og kommúnista í írak, hinir blóðugustu, sem orðið hafa é þessum slóðum frá því „blóð- baðið 1 Mosul“ varð árið 1959. En þá drápu kommúnistar hundr uð arabískra sósíalista og þjóð- ernissinna, sem stóðu að mis- heppnaðri byltingu gegn Kass- em. Fangar leystir úr haldi Bardagarnir eru utan höfuð- borgarinnar, og mun allt hafa verið með kyrrum kjörum í Bag- da^ í dag. Þó segja ferðamenn, sem komu flugleiðis þaðan í dag, að skipzt hafi verið á skotum í borginni snemma í morgun, en síðan hafi engin átök orðið í borginni. í borginni Basra, sem er rétt við Persaflóa á landamærum Iraks og íran, voru harðir bar- dagar milli kommúnista og hers stjórnarinnar. Segir í fregnum frá írönsku olíuhöfninni Abadan, sem er rétt handan við landa- mærin frá Basra, að kommúnist- um hafi tekizt að ná á sitt vald fangelsinu í Basra, og leyst úr haldi 1500 kommúnista og glæpa- menn, sem þar voru. Var auka- herlið sent til borgarinnar frá landamæragæzlu við Kuwait. Mikið mannfall Mikið mannfall er sagt hafa orðið bæði í noröur- og suður- héruðunum í bardögum stjórn- arhersins við kommúnista. Sér- staklega eru átökin sögð hörð í héraðinu Alnaja, sunnarlega í írak, þar sem kommúnistar áttu mikil ítök. Þar sem landamærum íraks er lokað, er ekki um flótta úr landi að ræða, og segja Damaskusfréttir að fjöldi komm únista hafi flúið stórborgirnar til að halda áfram baráttunni gegn nýju stjórninni úti á landi. Erfitt er aö fá nákvæmar frétt ir af atburðunum í írak, því enn hefur fréttamönnum og ljós- Framh. á bls. 2 ubandrio booar styrjöld vegna sfofnunar Malayaríkjasambandsins Jakarta, Indónesíu, 11. febrúar (NTB-AP). SUBANDKIO, utanríkisráðherra Spilaði hátt - og tapaöi Stokkhólmi 11. febr. (NTB). „ÉG hef spilað hátt — og tapað“ sagði maður nokkur, 41 árs að aldri, er í dag gaf sig fram við lögregluna í Gautaborg, og játaði að hafa komið undan um það bil 200.000 sæuskum krónum (u.þ.b. 1.650.000 ísl. kr.) í „Skandinaviska Banken“, þar sem hann var gjaldkeri. Maður þessi hefur verið talinn með eindæmum heið- arlegur og áreiðanlegur. Hann hefur í mörg ár verið gjald- keri í bankanum, en tók það til bragðs í síðustu viku að hverfa, þar sem þá var tekið að sverfa að honum. Ekki er /enn vitað með vissu hve 'miklu hann hefur stolið, hann veit það ekki sjálfur, en hefur ekki mótmælt þeirri tölu, er lögreglan og stjórn bankans áætia, um 187.000 sænskar krónur. Auk þess tók hann með sér 35.000 sænskar krónur um leið og hann fór. Frá Gautaborg fór maður- inn til Stokkhólms og leynd- ist þar í gisti'húsi, þar til hann ákvað að gefa sig fram. Gjaldkerinn neitar hins vegar fastlega að hafa átt nokkurn þátt í ráninu í aðalskrifstofu „Skandinaviske Banken“ í Gautaborg, en þá fékk sendill greiddar 145.000 s. kr. gegn fölskum víxli. Indónesíu, boðaði í dag erlenda fréttaritara á sinn fund og til- kynnti þeim að styrjöld gæti brotizt út ef Abdul Rahman for- sætisráðherra Malaya heldur fast við fyrirætlanir sínar um mynd- un Malayaríkjasambands. - Fyrirhugað er að mynda ríkja- samband þetta með aðild Mal- aya, Singapore og brezku lands- svæðanna þriggja á norðurhluta eyjunnar Borneo, en þau eru Norður-Borneo, Brunei og Sara- wak. Aðrir hlutar Borneo eru indóesísk landssvæði. í Brunei var nýlega gerð byltingartilraun, sem Bretum tókst að bæla niður. Er nú verið að skipuleggja fé- lagssamtök í Indónesíu til stuðn- ings byltingarmönnum í Brunei. Subandrio sakaði Rahman for- sætisráðherra um vísvitandi fjandsamlega stefnu gagnvart Indónesíu, og hélt því fram að hann gerði allt, sem unnt væri til að grafa undan stjórn Sukarn- os forseta. Ef við höfum sameiginleg landamæri með Malayaríkja- sambandinu, og Malaya, sem er okkur fjndsamlegt ríki, veitir sambandinu forustu, getur hæg- lega komið til átaka, og jafnvel verið erfitt að forðast styrjöld, sagði Subandrio. Indonesía getur ekki lengur fallizt á fyrirætlan irnar um Malayaríkjasambandið, því við erum andvígir því að nágrannahéruðin við okkur á Borneo verði innlimuð í fjand- samlegt Malayaríki. Ég sé ekki hvernig við komumst hjá styrj- öld þegar landamæri okkar liggja saman, sagði ráðherrann. Hann bætti því þó við að ef til vill mætti komast hjá beinni styrj- öld, en ekki hjá árekstrum. Abdul Karim Kassem lifði ogi 1 hrærðist í starfi sínu sem i (stjórnandi íraks. Hann bjó í' | yfirlætislausu skrifstofuher- \ .bergi, þar sem hann svaf umj ' nætur á gólfinu.. Varðarfumdur í gœr um tækmaám og atvinnulíf LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður hélt almennan félags- j fund í Sjálfstæðishúsinu í' gærkvöldi. Dagskrárefni fund arins var „Tæknimenntun og atvinnulífið". Frummælandi var Ásgeir Pétursson, sýslu- maður, en hann er formaður stjórnskipaðrar nefndar, sem starfar að því að semja nýtt lagafrumvarp um Tækniskóla ríkisins. Fundinum stýrði formaður Varðar, Höskuidur Ólafsson bankastjóri, en fundarritari var Einar Guðmundsson skrifstofu- stjóri. —O— Fundurinn var fjölsóttur og tóku margir til máls um umræðu efnið. Að lokinni ræðu Ásgeirs voru þrettán komnir á mælenda- skrá: Jónas B. Jónsson fræðslu- málastjóri Reykjavíkurborgar, Þorkell Sigurðsson vélstjóri, Eg- ill Hjörvar vélstjóri, Magnús Jónsson námstjóri, Ásgeir Þor- steinsson verkfræðingur, Jón Sveinsson iðnfræðingur, Örn Steinsson vélstjóri, Árni Bryn- jólfsson rafvirkjameistari, Sig- urður Pétursson gerlafræðingur, Guðmundur Pétursson vélstjóri, Þór Sandholt skólastjóri, Guð- mundur Jensson skrifstofustjóri og Sigurjón Bjarnason verk- stjóri. FYRST veik framsögumaður að hinum margvíslegu framforum, sem orðið hafa hér á landi í fræðslu- og menningarmálum á I Námuslys JÓHANNESARBORG, S-Afríku, 11. febr. (AP) — Tuttugu og einn námuverkamaður fórst og 49 særðust þegar lyfta, sem var að flytja þá niður í Hartebees- fontein-gullnámuna, festist á leiðinni. Gullnáma þessi er um 130 km fyrir suð-vestan Jóhannesarborg. Að sogn suður-afrísku fréttastof- unnar SAPA, var lyftan tveggja hæða, og voru flestir þeirra, sem fórust, á neðri hæðinni. Voru þeir innilokaðir í lyftunni í þrjár og hálfa klukkustund. Margir hinna særðu eru taldir í lífshættu. Ekki er vitað með hvaða hætti slysið vildi til, en það er í rann- sókn. síðustu árum og áratugum. Nauð synlegt væri að skapa hinu blóm lega menningarlífi traustan grundvöll. Eðlileg þróun væri, að fjöíbnt ytt menningarlíf, að svo miklu leyti sem. það verði stutt eða skipulagt, þróist í kjöl far fjölskróðugs atvinnulifs. Stefna ber að því, að þróun og framfarir hinna ýmsu þátta þjóð mála verði sem JAFNASTAR, ekki liggi einhver þátturinn eft- ir, en aðrir geysist fram úr. — Slíkri ofvaxtarspíru framfara gæti orðið hætt við að kala eða visna. Enn alvarlegra væri þó, ef þýðingarmiklir þættir drægj ust hreinlega aftur úr. Við íslendingar gerum stöð- ugt vaxandi kröfur um hækk- andi lífs'brag. Til þess að full- nægja þeim kröfum væri senni- Framnaid á dís. 6. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.